Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Tilefni þessara skrifa er að í nóv- ember næstkomandi verður Heyrnarhjálp 75 ára en félagið er félag þeirra sem eru heyrnaskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, eða þjást af eyrnasuði og öðr- um vandamálum sem snúa að heyrninni (heyrnarhjalp.is). Margir fé- lagsmenn eru aðstandendur heyrnarskertra eða hafa áhuga á réttindamálum þeirra. Ég er í þeim hópi þar sem ég á rúmlega tvítuga dóttur sem er mikið heyrnarskert og hefur verið það frá fyrstu æviárum. Ég hef líka mikinn áhuga á rittúlkun sem leið til að miðla efni til heyrn- arskertra. Rittúlkun er jafnframt eitt af baráttumálum Heyrn- arhjálpar sem vill hefja rittúlkun til sömu virðingar og táknmáls- túlkun nýtur. Auk þess telur fé- lagið að rittúlkun og textun nýt- ist fleirum en táknmálstúlkun. Staðreyndin er sú að margir eiga erfitt með að fylgjast með og ná samhenginu í því sem fer fram í ljósvakamiðlum. Sem dæmi má nefna aldraða sem margir heyra illa talað mál og þann stóra hóp fólks sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Rittúlkun og textun opnar þeim möguleika á að fylgj- ast með því sem fram fer í sam- félaginu og dregur úr einangrun. Rittúlkun er einn þeirra mögu- leika sem bæta aðgengi til náms. Rittúlkun fer þannig fram að nemandanum „fylgir“ rittúlkur sem situr við hlið hans og skrifar niður á tölvu allt sem fram fer. Sá heyrnarskerti þarf þá ekki að eyða allri orku sinni í það að reyna að heyra talað mál, heldur horfir hann einfaldlega á skjáinn og les það sem þar stendur. Mikilli heyrnarskerðingu fylgja oft erfiðleikar við að fara hefð- bundna leið til menntunar. Í námi reynir mikið á að hlusta og ná því sem kennarinn hefur að segja. Heyrnarskertir hika gjarnan við að fara í framhaldsnám vegna þess að þeim gengur illa að með- taka allt sem fram fer í kennslu- stofunni. Kennsla í háskólum fer að miklu leyti fram í formi fyr- irlestra. Slíkt kennsluform krefst þess að nemendur geti heyrt allt sem kennarinn segir, þannig að þeir nái samhenginu og geti tekið niður helstu punkta úr námsefni tímans. Auk þess eru settar fram spurningar og álita- mál sem svo leiða af sér umræður á milli nemenda og kennara. Hér er rittúlkurinn frábært hjálpartæki sem gerir heyrn- arskertum nemanda mögulegt að fylgjast með því sem fram fer í kennslu- stundinni. Dóttir mín hóf nám á hugvís- indasviði Háskóla Íslands síðast- liðið haust að loknu stúdents- prófi. Áður en skólinn byrjaði hafði hún samband við náms- ráðgjafa og fór með honum yfir stöðuna og þann stuðning sem hún á rétt á sem nemandi með sérrúrræði. Rittúlkun í hverri kennslustund gerir henni fært að fylgjast með því sem fram fer þar sem hún hefur túlkinn með sér í alla tíma. Það er vert að geta þess að nemendur hafa greiðan aðgang að þeim aðila sem heldur utan um rittúlkunina og sér jafn- framt um að allt gangi snurðu- laust. Ef möguleikinn á rittúlkun í námi hefði ekki verið til staðar hefði dóttur minni ekki gefist sama eða svipað tækifæri til framhaldsnáms og heyrandi nem- endur eiga kost á. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki Háskólans fyrir góða vinnu í réttindamálum heyrn- arskertra. Rittúlkun er frábær leið til að miðla hinu talaða máli og þetta hefur sannfært mig um að það er vel hægt að stunda há- skólanám þrátt fyrir mikla heyrnarskerðingu. Það þarf ein- faldlega að setjast niður og finna lausnir sem henta hverjum og einum. Rittúlkun er málið. Rittúlkun fyrir háskólanemendur Eftir Klöru Matthíasdóttur Klara Matthíasdóttir »Rittúlkun er frábært hjálpartæki sem gerir heyrnar- skertum nemanda mögulegt að fylgjast með því sem fram fer í kennslustundum. Höfundur er móðir, félagi í Heyrn- arhjálp og áhugamanneskja um rit- túlkun og aðgengi allra til náms. Öllu má nú nafn gefa! Forsetaræði! Þarna vísar Þóra Arnórsdóttir forseta- frambjóðandi til þess sem hún telur að hafi orðið þróunin í tíð Ólafs Ragnars Gríms- sonar, núverandi for- seta. Af því að hann synjaði nýjum lögum undirskriftar í þrí- gang. Þannig heitir það í hennar huga forsetaræði, ef þingið og rík- isstjórnin hafa ekki sitt fram, þar sem þau bera ekki gæfu til að eiga samhljóm með þjóð sinni í stórum hagsmunamálum hennar. Það er sem sagt forsetaræði í huga þessa mótframbjóðanda Ólafs forseta, að forseti skuli leyfa þjóðinni að taka af skarið. Og ég sem hélt að ein- mitt þetta héti lýðræði. En það er víst ekki sama hvar í flokki fólk stendur. Forsetaræði skal nú lýðræðið heita! Og það í neikvæðri merk- ingu ef ég skil Þóru rétt. Ólafur forseti átti líklega ekkert með að virkja þennan öryggisventil lýð- ræðisins sem falinn er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það er nefni- lega forsetaræði! En ef valið stendur aðeins milli þingræðis og forsetaræðis, hvar höfum við þá þetta blessaða lýðræði, sem alltaf þykir svo fínt að tala um á tylli- dögum? Eins og við formlega opn- un á kosningaskrifstofu? En Þóra hélt áfram að nudda núverandi forseta vorum upp úr þessum mis- gjörðum hans, í opnunarræðu sinni: „Forseti sem rekur eigin stjórn- málastefnu í samkeppni við þjóð- kjörið þing og ríkisstjórn getur ekki fyllilega rækt eitt sitt meg- inhlutverk: að vera sameiningarafl inn á við. Að vera forseti allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem deila sýn hans á pólitísk deilu- mál.“ Aumingja við, sem „deilum sýn hans á pólitísk deilumál“, sem óvart vill til að erum meirihluti þjóðarinnar í Icesave-málunum (við fengum aldrei úr því skorið varðandi fjölmiðlalög- in), við erum sam- kvæmt þessu ekki hátt skrifaður hópur í augum Þóru. Nú veit ég reyndar ekkert hvort nýting forsetans á málskotsrétti sínum í þessum málum hafi endilega byggst á „eigin stjórn- málastefnu í sam- keppni við þjóðkjörið þing og ríkisstjórn“, því mig minnir endi- lega að hann hafi fengið í hendur allstóran bunka af undirskriftum kjósenda, svo skipti raunar tug- þúsundum, með óskum um að- komu almennings í þessum ákvarðanatökum, í öllum þeim til- fellum sem hann brást svona við. Ég kýs nefnilega að halda, alla- vega þar til Þóra eða fylginautar hennar færa betri rök fyrir þess- um staðhæfingum hennar, að þessar undirskriftir hafi öðru fremur orðið til þess að forset- anum varð það á að stofna til þessa „forsetaræðis“ og leyfa fólk- inu að vera memm. Maður veltir fyrir sér hvernig farið hefði ef Þóra Arnórsdóttir hefði setið í embættinu, þegar ríkisstjórnin og þingmeirihluti hennar sullaði yfir okkur Icesave- óhroðanum. Það er nefnilega auð- velt að segja svona eftir á, og það álengdar, að já ég hefði að sjálf- sögðu gert þetta svona og svona, en annað var að standa í sporum Ólafs forseta á þessum tíma. Og úr því svo fór sem fór hjá honum, þá finnst Þóru að við búum við forsetaræði. Og ætlar þá vænt- anlega að bæta úr því. En grípum nú aftur niður í ræðu Þóru: „Hann á að standa vörð um hið lýðræðislega ferli, en ekki taka virkan þátt í baráttunni.“ Það er nefnilega það. Nú stend ég á gati. Eitthvað virðist Þóra vilja hampa lýðræði, en hvaða lýð- ræði ef ekki því sem hún kallar forsetaræði? Ætli forsetinn teljist hafa tekið virkan þátt í baráttunni þegar hann virkjaði þjóðina til ákvarðanatöku? Ég verð að játa að ég skil ekki manneskjuna, ef hún ætlar að standa vörð um lýð- ræðislegt ferli, en fordæmir þó að Ólafur forseti skuli hafa leyft sér slíkt hið sama. Það er engu líkara en að tilvitnanirnar hér að ofan komi hver frá sinni manneskjunni, en ekki einasta er þetta allt frá Þóru komið heldur einnig í einni og sömu ræðunni. Og enn hafði Þóra ekki lokið sér af með Ólaf, því hún sagði hann fara með lýðskrum og vísaði þá til hugrenninga hans um mögulega utanþingsstjórn á tímum búsá- haldabyltingarinnar. Nú voru að- stæður á þeim tíma þannig að stjórn landsins var í molum og á Alþingi þótti við hæfi að taka til umræðu heimildir til vínsölu í matvöruverslunum, meðan féflett- ur almenningur með stökkbreytta skuldabyrði á herðum barði bumb- ur og potta utan veggja þingsins! M.ö.o. var Alþingi beinlínis óstarf- hæft, sem best sást á því að í framhaldinu tók við minni- hlutastjórn, því það var eini mögu- leikinn á þingræðisstjórn á þess- um tíma. Hvað var því eðlilegra hjá manni í stöðu Ólafs forseta, en að hugleiða í það minnsta mögu- leikann á að koma þyrfti á ut- anþingsstjórn? Hann var nú ekki einu sinni fyrstur forseta okkar til að hugleiða slíkt, því Kristján Eld- járn gekk því skrefi lengra að hafa slíka stjórn nánast tilbúna til að taka við völdum. Í augum Þóru heitir það lýðskrum, ef Ólafur for- seti leitar á vit þessa fordæmis. Alveg eins og það heitir forset- aræði þegar hann hefur þó aðeins unnið vinnu sína í samræmi við stjórnarskrá og vilja meirihluta þjóðarinnar. Í niðurlagi ræðu sinnar sagðist Þóra vilja hafna „gamalsdags, sundrandi átakap- ólitík og skotgröfum stríðandi fylkinga“. Svona kaus hún þó að gefa tóninn í upphafi sinnar kosn- ingabaráttu. Eftir Þorkel Á. Jóhannsson » Forsetaræði skal nú lýðræðið heita! Og það í neikvæðri merkingu. Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugmaður. Forsetaræði OPIÐ HÚS FROSTAFOLD 6 - LAUS STRAX Sérlega góð 62,3 fm tveggja herbergja útsýnisíbúð á fjórðu hæð í góðu lyftuhúsi. Húsvörður er í húsinu. Sérmerkt bílastæði er á bílaplani við innganginn. Húsið stendur hátt og mikið útsýni er til suðurs yfir Borgina. Magnús (GSM 841-2345) tekur vel á móti gestum og sýnir íbúðina í dag milli Kl. 11:00 og 13:00. Kauptúni og Kringlunni – www.tekk.is Opið laugardag kl. 10–17 og sunnudag kl. 13–17 20% AFSLÁTTUR AF STROKE LEÐURSÓFUM OG STÓLUM Bjóðum vaxtalausar afborganir til 12 mánaða 3ja sæta leðursófi 158.400 kr. Leðurstóll 78.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.