Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 22
ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Hönnuðir og frumkvöðlar á Suður- nesjum sýndu vörur sínar og starf- semi á Heklugosi sem haldið var í þróunarsetrinu Eldey á Ásbrú sl. fimmtudagskvöld. Þar kom berlega í ljóst að það er mikil gerjun í gangi í hönnun og handverki og mikill dugur í fólki.    Hátt í 40 tóku þátt í Heklugosi, þar af hafa 18 sprotafyrirtæki að- setur í Eldey með 30 starfsmenn. Að Heklugosi stóðu Atvinnuþróun- arfélagið Heklan, Menningarráð Suðurnesja og SKASS, Samtök kraftmikilla alvöru skapandi Suður- nesjakvenna.    Menningarráð Suðurnesja af- henti á Heklugosi 37 styrki til menningarverkefna á svæðinu, sam- tals 32,7 milljónir króna. Það er ljóst að ekki skorti íbúa svæðisins hugmyndir og mörg skemmtileg verkefni eru í gangi; tónlist, forn- leifar, kvikmynd, menningararfur og sagnaslóðir.    Keflavík Music Festival 2012 er heiti á tónlistarhátíð sem haldin verður í bænum dagana 7.-10. júní nk. Ég heyrði það í Vestmanna- eyjum, þar sem ég dvaldi um hvíta- sunnuhelgina, að unga fólkið þar væri spennt, ekki síður en ungt fólk hér í bæ og nærsveitum.    Yfir 100 tónlistarmenn koma fram á tónlistarhátíðinni, sem fram fer á helstu skemmtistöðum bæjar- ins. Þar mun áhugasömum gefast kostur á að berja sveitina Of Mon- sters and Men augum eftir tónleika- ferðir erlendis sem og aðrar gæða- sveitir á borð Hjálma, Klassart og Valdimar.    Hvað ætlar þú að gera í sum- ar? Þannig er spurt á forsíðu raf- ræns bæklings sem Reykjanesbær gefur út á hverju ári með nám- skeiðum og afþreyingu fyrir börn og unglinga. Bæklingurinn einfaldar foreldrum og forráðamönnum vinn- una við að finna skemmtilegar leiðir til að efla og styrkja unga fólkið og fá upplýsingar um hvert á að snúa sér. Það er margt í boði í ár og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.    Nýjar sýningar hafa verið sett- ar upp í Víkingaheimum. Nú eru alls fimm sýningar í gangi inni í húsinu. Utan við Víkingaheima er landnámsdýragarður sem rekinn er yfir sumarmánuðina og gefur börn- um kost á að njóta meiri návista við dýrin. Þá er verið að leggja loka- hönd á sérstakt leiksvæði þar sem hægt verður að spreyta sig á leikj- um og íþróttum víkinga. Keflavík Music Festival Morgunblaðið/Svanhildur Eirík Gaman Börnin fengu að halda á nýfæddu lambi í landnámsdýragarðinum. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin á Korputorgi helgina 2.-3. júní. Nýja sýningarsvæðið er allt opið, sölu- og kynningarbásar eru inni á sjálfu sýningarsvæðinu ásamt sýn- endum og áhorfendum. Áhorf- endum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla og sitja við sýningar- hringi. Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hunda- eigendur og sýnendur auk þess sem á staðnum er fjöldinn allur af sölu- og kynningarbásum þar sem ýmis tilboð verða í gangi, segir í frétt frá félaginu. Alls verða sýndir 689 hreinrækt- aðir hundar af 75 hundategundum og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi. Fimm dómarar frá fjórum lönd- um, Bretlandi, Belgíu, Danmörku og Írlandi, dæma í fimm sýningar- hringjum samtímis. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunar- markmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu. Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 27 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, laugar- daginn 2. júní kl. 13:00. Úrslit báða dagana hefjast um kl. 14:00 og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Hundasýning á Korputorgi um helgina Sá besti Það ríkir ætíð spenna þegar valið á besta hundi sýningarinnar er tilkynnt. Hinn árlegi Grafarvogsdagur verður hald- inn hátíðlegur í dag, laugardaginn 2. júní. Hann hefur verið haldinn hátíðlegur ár- lega síðan 1998 og hefur frá upphafi verið ætlað að sameina íbúa hverfisins og skapa þeim tækifæri til að hittast, skemmta sér og öðrum og koma því mikla og merkilega menningarstarfi á framfæri sem fram fer í hverfinu. Dagskráin hefst klukkan níu með pottakaffi í Grafarvogslaug. Sundlaug Grafarvogs býður gestum að gæða sér á ilmandi morgunkaffi í pottunum. Klukkan 11:00-12:30 verður söguganga. Sævar Sigurðsson leiðir gesti um sögu Áburðarverksmiðjunnar og svæði hennar. Síðan rekur hver dagskrárliðurinn annan. Klukkan 13:00-16:00 verða hátíðarhöld á útivistarsvæði Gufunesbæjar. Þar verður dagskrá í tali og tónum og boðið upp á margvísleg leiktæki fyrir börnin. Grafarvogsdagurinn haldinn hátíðlegur Sunnudaginn 3. júní munu íbúar við Borgarstíg bjóða gestum og gang- andi á flóamarkað og götuhátíð. Borgarstígur er göngustígur sem liggur á milli Seljavegs, Fram- nesvegs og Holtsgötu í gamla Vest- urbænum. Hann er einnig þekktur sem Millistígur. Á dagskrá verður meðal annars kennsla í nytsamlegri endur- vinnslu, tónlistaratriði, götulist, sneisafullur markaður af fötum, bókum, plötum, geisladiskum og allskyns geymsludóti. Allir eru velkomnir, Reykjavík- urbúar sem og aðrir nær- og fjær- sveitungar, segir í tilkynningu frá aðstandandendum markaðarins. Þeir búast við mikilli aðsókn enda veðurspáin einkar góð. Götuhátíð og flóa- markaður við Borgar stíg á morgun Sumaráætlun Strætó tekur gildi sunnudaginn 3. júní, heldur seinna en áður, og akstur sam- kvæmt vetraráætlun hefst sömuleiðis nokkru fyrr en venja er, eða 12. ágúst. Er þetta gert til að bregðast við eftirspurn og bæta þjónustu við farþega, segir í frétt frá Stætó. Helstu breytingar verða þær að leiðir 1 og 3 munu aka á 15 mínútna tíðni á annatíma í sumar og akstur leiðar 6 breytist ekki frá því sem nú. Einnig verða tímatöflur lagfærðar á nokkrum leiðum (1, 3, 11, 12, 15 og 18) til að tryggja að áætlun haldist. Þá verður leið 18 breytt þannig að hún tengir Mosfellsbæ og Grafarvog saman. Ekið verður frá Korputorgi að Víkurvegi, framhjá Egilshöll og þaðan í Staðarhverfi að Vesturlandsvegi og beint í Háholt. Sama leið er ekin frá Háholti að Korpu- torgi. Nánar á www.straeto.is. Sumaráætlun Strætó tekur gildi Varmárskóli í Mosfellsbæ fagnar 50 ára afmæli sínu í dag, laugardaginn 2. júní. Skólinn opnar dyr sínar klukkan 11 og margvísleg dagskrá verður til kl. 17. Nefna má sýningar á myndum og gömlum munum og lokaverkefni nemenda verða sýnd. Þá verður boðið upp á tónlist og leiklist. Sjálf afmælishátíðin hefst kl. 13.30. Allir bæjarbúar eru hvatt- ir til að fagna skólanum á þessum tímamótum, segir í tilkynningu. Fimmtugur skóli Fossvogsskóli varð 40 ára 9. október 2011. Af því tilefni verður opið hús laugardaginn 2. júní nk. kl. 10:00 til 14:00. Þemavika var í skólanum 21. til 25. maí þar sem unnið var með áratugina frá 1971 til 2011. Afrakst- ur þeirrar vinnu og önnur verk nem- enda verða þá til sýnis. Einnig verð- ur vorhátíð foreldrafélagsins og Grænfáninn verður afhentur. Borg- arstjórinn, Jón Gnarr, fyrrverandi nemandi skólans, kemur í heimsókn. Foreldrar, gamlir nemendur og aðr- ir velunnarar skólans eru hjartan- lega velkomnir. Fertugur skóli STUTT Sumargötur borgarinnar vöknuðu úr vetrardvala í gærmorgun þegar Pósthússtræti var lokað fyrir bíla- umferð. Með þessu verður umhverfi Kvosarinnar að stórum hluta til- einkað gangandi vegfarendum, mannlífi, verslun og menningu til 3. september næstkomandi. Gatan verður opin fyrir akstur með að- föng á milli kl. 08.00 og 11.00 frá mánudegi til föstudags. Bifreiðastöður í Pósthússtræti sunnan Hafnarstrætis verða óheimilar á meðan gatan er göngugata. Á heimasíðunni www.borghildur.info er hægt að kynna sér myndbönd og úttekt á mannlífinu í miðborginni síðast- liðið sumar. Pósthússtræti lokað fyrir bílaumferð til hausts SÍÐUMÚLI 31 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 414 8400 / 414 8409 | HEXA.IS | HEXA@HEXA.IS SÉRHÆFT FYRIRTÆKI Í STARFSMANNAFATNAÐI ERUM FLUTT AÐ SÍÐUMÚLA 31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.