Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ að sem er mest heillandi við þessi bréf er hin barnslega einlægni sem þau geyma. Eitt barnið er til dæmis að minna jólasveininn á að hann megi ekki gleyma að nú eigi það heima annars- staðar en síðast, því það sé búið að flytja. Sama barn segir að kaka muni bíða sveinka þegar hann komi,“ segir Gísli Harðarson safnari en hann á í fórum sínum um sjötíu bréf sem eru nokkuð sérstök. Bréf þessi bárust til Íslands frá börnum um víða veröld, en bréfin skrifuðu börnin til jóla- sveinsins sem þau efuðust ekki um að ætti heima hér í norðrinu. Þetta einstaka safn bréfa verður sýnt á sýningu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara nú um helgina. Öll börnin fengu þakkarkort frá jólasveininum „Ég eignaðist þessi bréf nýlega þegar ég keypti hluta úr safni sem var til sölu. Þessi bréf eru frá ár- unum rétt fyrir og rétt eftir 1980 og mörg umslögin eru ekki með neinu frímerki. Því virðist sem börnin hafi sett bréfin beint út í póstkassa eftir að þau skrifuðu þau. Sum börnin hafa einfaldlega teiknað frímerkin en önnur hafa sett límmiða. En þrátt fyrir að mörg bréfin séu ófrímerkt kom það ekki í veg fyrir að bréfin bárust á áfangastað, enda engin ástæða til að stöðva jafn þýðing- armikinn póst og bréf frá barni til jólasveinsins. Öll börnin sem skrif- uðu jólasveininum fengu þakkarkort áritað af honum, fyrir milligöngu Ferðaskrifstofu ríkisins,“ segir Gísli sem er mikill safnari. Hann safnar meðal annars öllu sem viðkemur Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, póst- kortum, bréfum, stimplum og fleiru. Faðir jólanna á níunda skýi Áritanir á bréfunum eru sumar hverjar hefðbundnar á borð við „Mr. Santa Claus, North Pole Ice Land“ (Herra jólasveinn, Norðurpólnum Íslandi), eða „Father Christmas Reykjavík Iceland“ (Faðir jólanna Reykjavík Íslandi). En önnur eru „Vertu svo vænn að sanna að þú sért til“ Úti í hinum stóra heimi eru mörg börn sannfærð um að jólasveinninn eigi heima á Íslandi. Nú um helgina verða dregin fram bréf til jólasveinsins á sýningu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, en bréfin bárust hingað á áttunda og níunda áratugnum frá börnum hvaðanæva úr veröldinni. Eru mörg þeirra af- ar skemmtileg aflestrar og ekki er utanáskriftin síður athygliverð. Aðalsnjóhúsið Berist til jólasveinsins í Snjóhúsi númer eitt. Vefsíðan makoodle.com er skemmti- leg og fjölbreytt lífsstílssíða sem ætlað er að veita innblástur, fræða og skemmta. Hér er að finna snið- ugar hugmyndir að litlum gjöfum sem er tilvalið að taka með sér í matarboð eða annan hitting. Á síð- unni eru líka girnilegar uppskriftir að sætindum. Þeirra á meðal má nefna rice crispies- og karamellu- kökubita sem flestir fá örugglega vatn í munninn við að sjá, en þar er blandað saman sykurpúðum, rice crispies, súkkulaði og fleira. Þá má ekki gleyma að nefna skreytinga- hluta síðunnar en þar er að finna hugmyndir að borðskreytingum. Nokkuð sem kemur sér vel fyrir veisluna eða þegar þú vilt gera mat- arboðið dálítið sérstakara. Flott vef- síða fyrir fagurkera og sælkera sem vert er að kíkja á til að auka hug- myndaflugið. Vefsíðan www.makoodle.com Girnilegt Fæstir myndu fúlsa við góðum rice crispies-kökum sem þessum. Innblástur og skemmtun Drengjakór Reykjavíkur heldur sína árlegu vortónleika í dag, laugardag 2. júní, í Hallgrímskirkju. Í kórnum eru 34 drengir á aldrinum 8-15 ára en stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson sem einnig stjórnar Karlakór Reykjavíkur, meðleikari er Lenka Mátéová. Efnisskrá tón- leikanna á laugardag er fjölbreytt, íslensk lög meðal annars eftir Sig- valda Kaldalóns, Þorkel Sigurbjörns- son og Jónas Helgason og erlend lög eftir Fauré, Händel og fleiri en þessa dagskrá mun Drengjakórinn flytja í tónleikaferð sinni til London. Kórinn hefur undirbúið ferðina nú á vorönn en þar munu drengirnir meðal annars syngja í Southwalk- dómkirkjunni undir nývígðum glugga Leifs Breiðfjörð. Þá hlotnast kórnum sá heiður að syngja í dóm- kirkju Kantaraborgar. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og að þeim loknum verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Miðaverð er 2500 kr. en kaffiveitingar eru innifaldar í miðaverði. Börn 12 ára og yngri fá frían aðgang. Endilega… …hlýðið á drengjakór syngja Drengjakór Reykjavíkur Flytur fjölbreytta efnisskrá á tónleikunum. Lónkot – sveitasetur býður gestum og gangandi í opið hús í dag, laug- ardag 2. júní, milli kl. 14 og 16. Með því verður fagnað nýju og endur- bættu veitinga- og gistihúsi stað- arins. Lónkot er þekkt fyrir hugmynda- fræði, menningu og krásir úr Matarkistu Skagafjarðar en í Lón- koti er rekið eitt þekktasta sæl- keraeldhús landsbyggðarinnar sem leggur áherslu á skapandi hönnun matar úr blómum, berjum og jurt- um ásamt ferskmeti úr sjó og landi. Opið hús í Lónkoti Sælkeraeldhús og förumaður á sveitasetri Fjóluís Úr sælkeraeldhúsinu þar sem notuð eru blóm, jurtir og ber. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 4. júní, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Karólína Lárusdóttir Karólína Lárusdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Áminning Ég er fimm ára og með köku handa þér, segir sá sem minnir jóla- sveininn á nýja húsið og biður um Action Man með arnaraugum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.