Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Ruslahaugur hefur myndast í miðju Norðlingaholtinu íbúum til mikillar óánægju. Svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi losað heilu bílfarmana af úrgangi á fjölförnum stað í hverfinu og sjónmengunin því mikil. Algengt er að börnin í hverfinu líti á sorphauginn sem leikvöll og slysahættan af naglaspýtum og brotajárni því nokkur. Svo virðist sem um sé að ræða úrgang eftir byggingarverktaka sem hafa ekki séð sóma sinn í að fjarlægja óþurft- arefni að verkefni loknu. Haug- urinn hefur því verið á sínum stað í þó nokkurn tíma og við hann hefur bæst almennt sorp á borð við þvottavélar og bensínbrúsa. Dæmi eru um slíka hauga á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu og má þar nefna einn slíkan sem myndaðist í Hafnarfirði ekki alls fyrir löngu. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, heldur því þó fram að ekki sé algengt að slíkir haugar myndist í úthverfum. Að- spurður út í haugana í Norðlinga- holti og Hafnarfirði segir hann að vissulega séu undantekningar á öllu. Það hafi m.a. þurft að loka nokkrum vegum sem lágu að vin- sælum en ólöglegum sorphaugum. Hann segir jafnframt að eitthvað hafi verið um það í hruninu að verktakar færu á hausinn og skildu eftir byggingarefni. Þó er ávallt hægt að finna ábyrgðarmenn í slík- um tilfellum og þá er það á ábyrgð þeirra sem tóku yfir lóðina. „Ef úr- gangurinn er á borgarlóð ber borg- in ábyrgð á því að fjarlægja hann en ef hann er á einkalóð ber að hafa samband við byggingarfulltrúa skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Ef um borg- arlóð er að ræða er auðveldast að tilkynna þessa hluti inni á ábend- ingarvefnum Borgarlandinu. Hægt er að átta sig á því hvort um borg- arlóð sé að ræða inni á borgar- vefsjá, þetta er allt á netinu í raun- inni.“ Þess má geta að nálgast má vefina tvo á heimasíðu Reykjavík- urborgar. „Ef þú hefur ekki net geturðu alltaf hringt í þjónustuver borgarinnar og þau finna út úr þessu öllu fyrir þig,“ segir hann. Að sögn Hrólfs á ekki að líða langur tími á milli þess sem tilkynnt er um illa hirt svæði á borgarlóð og þar til aðhafst er í málinu. „Auðvitað getur vel verið að það gerist en það á ekki að gerast, það er ekki meiningin. Ef þú tilkynnir eitt- hvað þá á að bregðast við því.“ Morgunblaðið/RAX Slysagildra Einar Ingi Hjálmtýsson, ósáttur íbúi hverfisins, við haug sem bæði er sjónmengun og slysagildra. Sorp í miðju úthverfi  Ruslahaugur hefur myndast í miðju Norðlingaholti  Íbúar í hverfinu eru orðnir langþreyttir á ástandinu Morgunblaðið/RAX Sorp Byggingarefni ásamt öðrum úrgangi hefur verið dreift um svæðið. Svo virðist sem almenn sátt ríki um það fyrirkomulag að fella sjómanna- daginn inn í Hátíð hafsins í Reykjavík en hvorki markaðsstjóri Faxaflóa- hafna, sem standa að hátíðinni í sam- starfi við Sjómannadagsráð Reykja- víkur, né formaður Sjómanna- sambands Íslands, hafa orðið varir við óánægju vegna þess. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, fyrr- um stýrimaður, gerði fyrirkomulagið að umfjöllunarefni í grein í Morgun- blaðinu á fimmtudag, þar sem hann spurði m.a. hvort mönnum þætti við- eigandi að minnast sjómanna sem farist hafa á hafi úti á degi sem kall- aður væri Hátíð hafsins. „Nei, ég hef ekki heyrt neinar óánægjuraddir með þetta,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður SSÍ, og bendir á að dagurinn hafi víðar verið felldur inn í stærri hátíðarhöld. Hann segist þó að vissu leyti skilja sjón- armið Sigmars. „Ég get svolítið tekið undir þetta persónulega, sem gamall refur, að jú, ef þetta myndi þróast þannig að það gleymdist að þetta væri sjómannadagurinn þá væri það neikvætt,“ segir hann. Sjómannadagurinn er haldinn há- tíðlegur víða um land en undir yfir- skriftinni Hafnardagar í Þorlákshöfn og Sjóarinn síkáti í Grindavík, svo dæmi séu tekin. Í Reykjavík var dag- urinn sameinaður Hafnardegi árið 1999 undir nafninu Hátíð hafsins. „Hér er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur og sama dagskráin og var,“ segir Ágúst Ágústsson, mark- aðsstjóri Faxaflóahafna, sem segir hátíðina bara stærri og meiri fyrir vikið. holmfridur@mbl.is Sjómenn virðast sáttir með sitt  Engin óánægja með Hátíð hafsins Morgunblaðið/Golli Forvitnilegt Börnin virða fyrir sér skringilega hafbúa á Hátíð hafsins. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Þetta eru náttúrlega skiljanleg viðbrögð. Það hafa verið úttektir. Sumir hafa tekið út það sem þeir eiga en oft á tíðum hafa þeir ekki lokað reikn- ingum. Þessar fjárhæðir eru ekki háar,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, um óánægju viðskiptavina bankans á þeim sjö stöðum þar sem bankinn lokaði útibúum í gær. Útibúið á Fáskrúðsfirði lenti til að mynda í sjóðsþurrð á fimmtudag þegar fólk tók innistæður sínar út þar. Á heimasíðu Landsbankans má finna skýrslu um sam- félagslega ábyrgð bankans sem segist meðal annars vilja verða „leiðandi í því að koma atvinnulífinu af stað á ný“. Sú stefna að halda úti stöðv- um og atvinnustarfsemi sem borgar sig ekki leiðir til þess að fyrirtækið koðni niður og deyi segir Steinþór spurður um hvort lokun útibú- anna samræmist samfélagslegri ábyrgð bankans. „Stærsta samfélagslega ábyrgðin sem Lands- bankinn hefur er að reka bankann vel. Ábyrgðin felst í því að veita þjónustu til at- vinnulífs og heimilanna og byggja upp öflugt atvinnulíf,“ segir hann. Hluti af starfsfólkinu í útibúun- um flyst í útibúin á Ísafirði, Snæ- fellsbæ og Reyðarfirði en ein- hverjir höfðu þegar sagt upp eða hætta vegna aldurs. Alls var sjö manns sagt upp í útibúunum sjö en í nokkuð færri stöðugildum. Óánægja viðskiptavina skiljanleg  Bankastjóri Landsbankans segir úttektir úr útibúunum úti á landi ekki háar  Sjö manns sagt upp í sjö útibúum á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Austfjörðum Steinþór Pálsson Fyrir um ári greindi Morgun- blaðið frá sorpi í hrauninu sunn- an Hafnafjarðar og stóð þá Reynir Ingibjartsson fyrir til- tekt. Aðspurður segir hann ástandið í dag slæmt og að enn sé verið að henda sorpi í hraun- ið. „Þetta er nánast verkefnið endalausa. Þarna eru stærðar gjótur og glufur fullar af drasli þannig að það er gríðarlegt verkefni að hreinsa þetta svæði.“ Reynir segir að svipað átak verði næsta haust og hvetur fólk til að taka þátt í því. Lítið breyst HAUGUR Í HAFNARFIRÐI Reynir Ingibjartsson Áfram verða hraðbankar frá Landsbankanum á Grundarfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði þar sem bankinn lokaði úti- búum í gær. Skv. upplýs- ingum Landsbankans stendur ekki til að breyta því. Þá verða þjónustu- heimsóknir farnar einu sinni í viku á þá staði þar sem útibúum var lokað. Hraðbankar um kyrrt LANDSBANKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.