Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2. J Ú N Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  127. tölublað  100. árgangur  LEGGUR AF STAÐ Í VÍKING TIL NOREGS SKIN OG SKÚRIR Í HÖLLINNI SJÓMANNADAGUR SUNNUDAGSMOGGINN 16 SÍÐNA SÉRBLAÐNÚTÍMAVÍKINGUR 29 Síkátur sjóari, Skagaskip, lostæti, björgunarbátar, furðu- fiskar, ljósmyndir, kraftafólk  Straumur sjó- manna og ann- arra hefur legið í Slysavarnaskóla sjómanna síðustu ár. Breytingar á lagaumhverfi og sjósókn eiga stóran þátt í þessu, en fleira kemur til: „Að- stæður margra, sem héldu að þeir væru hættir sjómennsku og höfðu fundið störf í landi, breyttust með hruninu og þeir flykktust aftur á sjóinn,“ segir Hilmar Snorrason skólastjóri. Síðustu ár hefur dregið úr opin- berum fjárframlögum til skólans og allur tilkostnaður hefur aukist mjög. Nú er svo komið að Sæbjörg- in fer helst ekki út fyrir hafnar- kjaftinn í Reykjavík. »26 Gamlir sjómenn flykktust aftur á sjó Björgun úr sjó æfð. Litskrúðug ganga í sjáv- arbænum Skrúðgangan var stærsta og jafnframt litskrúð- ugasta atriði á fyrsta degi Sjóarans síkáta í Grindavík í gær. Íbúar hafa verið duglegir að skreyta hverfin og litirnir mættust í skrúðgöngu úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafn- argötu. Mikið fjölmenni var í skrúðgöngunni enda veður með eindæmum gott í Grindavík. Sjóarinn síkáti er fjölskyldu- og sjómannahátíð sem haldin er um hverja sjómannadagshelgi. Er þetta ein af veglegustu sjómannahátíðum. Grindavík er hefðbundinn sjávarbær þar sem ferðaþjónusta fer vaxandi. Þannig lýsir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri staðnum. Hann segir að þótt ferðamenn séu boðnir velkomnir sé ekki ætl- unin að fórna grunnstoðinni. Róbert gerir sitt til þess að svo megi verða, meðal annars með því að reyna að lokka fleiri sjómenn í bæinn. „Ég hef verið að fara á milli báta á vetrarvertíðinni til að kynna bæinn og reyna að höfða til þess að sjó- mennirnir flytji hingað. Það hefur reytingur flust hingað úr öðrum sveitarfélögum en þetta mun taka nokkur ár að fá sjómennina hingað. Víðast hvar er það þannig að það þarf að fjölga störfum til að ná í fleira fólk, hér er fullt af störfum sem eru mönnuð fólki sem keyrir að, svo við erum að reyna að fá það til að flytja hingað,“ segir hann. Gestir bæjarins leggja leið sína gjarnan niður á bryggju enda óvíða eins aðgengilegt að fylgjast með störfum sjómanna. Útgerðarfélögin gera ekki aðeins út á fisk. Í Stakkavík er aðstaða til að taka á móti ferðafólki, útsýnispallur út á fisk- vinnslugólfið og hægt að horfa yfir vinnslusalinn. „Fólk er forvitið að sjá hvernig fiskurinn er unn- inn. Margir af þeim sem hingað koma hafa aldrei komið inn í fiskvinnslu,“ segir Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur. Heimsóknirnar eru alltaf að aukast, að sögn Hermanns sem vonar að það framtak að hafa opna fiskvinnslu geti orðið til þess að umræðan um sjávarútveginn verði ekki eins neikvæð og verið hefur. »34-35 Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson Rauða hverfið Íbúar Rauða hverfisins fjölmenntu í litaskrúðgönguna í Grindavík. Allir hóparnir stefndu að sama marki, hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Þar var kvölddagskrá og bryggjuball. Grindvíkingar gera ekki aðeins út á fisk því ferðaútvegurinn fer stöðugt vaxandi Helgi Bjarnason Kristján H. Johannessen „Staða mála í þinginu í heild er í uppnámi enda fjölmörg umdeild mál frá ríkisstjórninni óafgreidd og sum þeirra mjög skammt á veg komin í þinglegri meðferð,“ segir Birgir Ár- mannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, en umræður um veiðigjöld stóðu langt fram eftir kvöldi á Al- þingi í gær. Sextán voru enn á mæl- endaskrá undir miðnættið. Birgir segir það augljóst að hart sé deilt bæði um forsendur og út- færslu í veiðigjaldamálinu. „Það er augljóst að það er mjög langt í land að menn nái saman um það.“ Þingflokksformenn stjórnarflokk- anna eru samhuga um að málefna- leg og góð umræða hafi farið fram í þingsal. „Mér finnst nú vera sam- hljómur með þingmönnum um að það eigi að leggja á veiðigjöld. Menn kannski greinir á um hversu há,“ segir Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingar. Undir það tekur Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna. Góðar og upp- byggilegar umræður hafi átt sér stað um veiðigjaldafrumvarpið. „Ég er miklu vonbetri núna en áður um að það sé hægt að landa þessum málum í tiltölulega góðu samkomu- lagi.“ MLeggjast gegn »3 Hart deilt um veiðigjöld og óvissa um framhaldið á þingi  Formenn þingflokka ríkisstjórnarinnar samhuga um að góð umræða sé í þingsal Morgunblaðið/Golli Alþingi Umræður stóðu enn yfir skömmu fyrir miðnætti í gær. Sjávarútvegsfrumvörp » Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í atvinnu- veganefnd leggjast gegn því að frumvarp um veiðigjöld verði afgreitt á Alþingi. » Umræða um málið hófst í gær þrátt fyrir að stjórnarand- stæðingar legðu til að beðið yrði þar til línur skýrðust um fiskveiðistjórnarfrumvarpið. » Avinnuveganefnd hefur ekki lokið umfjöllun um frumvarpið um fiskveiðistjórnun.  Einn ábyrgð- armanna kæru Fjármálaeftir- litsins til efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra vegna meintra brota félagsins Aserta og tengdra aðila á gjaldeyrisreglum Seðlabankans og lögum um gjaldeyrismál hafði skömmu áður sjálfur starfað í þágu Aserta. Í afriti af reikningi til Aserta frá félaginu Skáhyrnu slf. sem Morgunblaðið hefur undir höndum kemur fram að félagið fékk greiddar 600 þúsund kr. frá Aserta í þóknun fyrir að finna við- skiptavini fyrir Aserta. »36 Tengist viðskiptum sem FME kærði  Bæjaryfirvöld í Eyjum vilja skoða þann möguleika að fá til landsins farþegabát sem hægt væri að nota til siglinga í Land- eyjahöfn næsta vetur, þegar Herj- ólfur þarf að sigla til Þorláks- hafnar. Hefur bæjarstjórinn óskað eftir því við vegamálastjóra að fá faglegan stuðning við athugun á þessum möguleika. „Við þurfum meiri stöðugleika í ferjusiglingar en verið hefur,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri um ástæður þess að farið var að athuga með varabát. Segir hann að ákveðið skip sé í sigtinu en það myndi aðeins verða háð ölduhæð en ekki dýpi hafnarinnar. »2 Athuga með leigu á öðrum farþegabát Morgunblaðið/Ómar Ferja Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.