Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
Útför Arndísar
fór fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju
29. maí 2012.Tíminn
líður ótrúlega fljótt, stundum
eins og hvíslandi lækur og öðru
hverju eins og beljandi fljót. Ég
hugsa um silung og ég hugsa um
poll, ég hugsa um Laddý. Ég var
ung, hún aðeins eldri en samt
var hún eins ung og ég því við
skildum hvor aðra svo óskaplega
vel. Mikið var ég heppin þegar
hún kom inn í líf mitt og tók mig
að sér. Ég varð eins og smjör í
höndunum á henni og allur,
kannski ekki allur, en stærsti
hluti af óróanum í mér kyrrðist
og ég var örugg undir stórum og
víðfeðmum væng hennar.
Mér finnst núna þegar hún er
farin úr jarðlíkamanum að hún
svífi um himinhvolfið og kíki nið-
ur öðru hverju til að athuga
hvort það sé ekki allt í lagi hjá
öllum. Ég upplifði hana sem
samfélagslegan pólitíkus með
réttlætistilfinningu, óhrædda við
að segja meiningu sína og átti, í
minni minningu, ekki erfitt með
að sýna hlýju og kærleika – ég
var svo heppin að fá stóran skerf
af kærleiksverkum hennar.
Allt frá árinu 1978 voru
Laddý og Gæi fólkið sem ég
sótti öryggi og traust til. Það er
einn staður í húsinu sem mér er
minnisstæður, litli borðstofu-
krókurinn þar sem maður sá út
á sjóinn og þar áttu sér stað
bestu og skemmtilegustu rök-
ræðurnar okkar á milli. Gæi og
ég í krampakasti yfir einhverri
vitleysu sem ég var að segja
honum og Laddý hló með. Síðan
sátum einar saman og hún
hleypti mér í viskubrunninn sinn
og deildi með mér hvernig best
væri að takast á við drauga sem
stundum hlaupa í hausinn á
manni. Flott kona hún Laddý,
mannleg, en ekki án vankanta
eins og við öll og þessi eini eða
tveir gallar undirstrikuðu miklu
frekar heilindi hennar og mann-
gæsku.
Núna kveð ég Laddý hérna
megin Atlantsála. Sit í sólinni og
hugsa aftur til maí mánaðar
1979 þegar hún fylgdi mér upp í
flugvél sem flutti mig til Hol-
lands og þess sem reyndist síðar
Arndís
Tómasdóttir
✝ Arndís LáraTómasdóttir
fæddist í Reykja-
vík 10. febrúar
1932. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 20. maí
2012.
betra og reynslu-
meira líf fyrir mig.
Gæi, sárt þegar
betri helmingurinn,
sálufélagi og vinur
hverfur sjónum
manns, ég votta þér
samúð mína kæri
vinur. Kem við og
heimsæki þig þegar
ég er næst á klak-
anum og við setj-
umst við kringlótta
borðið í eldhúskróknum góða,
fáum okkur kaffi og kleinu,
minnumst frábærrar konu og
leyfum svo hlátrinum að deyfa
söknuðinn eftir góðri eiginkonu
og vinkonu stundarkorn. Siggi,
Obba, Gylfi, Gæi, Óli og Kollý,
megi kærleikurinn vera með
ykkur á brottfarardegi múttu,
þið eruð öll líka svo stór og mik-
ilvægur þáttur í lífi mínu.
Bless Laddý, við sjáumst síð-
ar.
Scheveningen, Holland
Ólöf.
Hugurinn reikar aftur í tím-
ann til þeirrar stundar er við
nokkrar konur í hagsmunabar-
áttu hringdum dyrabjöllunni í
Höskuldarkoti og til dyra kom
kona með tvo púðluhunda og
logandi sígarettu í hendinni.
Hún hafði ráma rödd, yndislegt
bros og tók okkur opnum örm-
um. Okkur hafði verið bent á að
fá Laddý til liðs við okkur til að
bregðast við aðför að æru og
heiðri ljósmóður. Hún lá ekki á
liði sínu hún Laddý og það mun-
aði um tengslanet hennar. Við
söfnuðum rúmum 1.100 undir-
skriftum á tveimur sólarhringum
og afhentum bæjarstjórn. Við
vildum andmæla ráðningarferli
yfirljósmóður við nýja fæðing-
ardeild á Sjúkrahúsinu.
Við stofnuðum hulduher
kvenna og um árabil hittist þessi
hópur reglulega og lagði sitt af
mörkum til heilbrigðismála á
Suðurnesjum. Þar var Laddý
fremst í flokki. Með greinaskrif-
um og erindum sem við sendum
stjórn sjúkrahúss og heilsu-
gæslu töldum við okkur veita
nauðsynlegt aðhald en Laddý
sat síðar um árabil í stjórn stofn-
unarinnar. Okkur þótti tilefni til
að efla vitund fólks um stjórn-
sýsluna í heilbrigðisþjónustunni
og nauðsyn þess að rödd þjón-
ustuþeganna heyrðist. Samstarf
okkar á þessu sviði var okkur
öllum mjög lærdómsríkt og oftar
en ekki sátum við á fundum
langt fram eftir nóttu við stóra
borðstofuborðið heima hjá
Laddý og lögðum á ráðin. Þá var
ýmislegt brallað, oft slegið á
létta strengi og mikið hlegið.
Það sem í upphafi var samein-
ingartákn kvenna sem komu
saman til að styrkja konu sem
okkur fannst misrétti beitt varð
að vináttuböndum þar sem
Laddý var burðarásinn. Sam-
vera okkar varð að mannbæt-
andi félagsskap kvenna sem
komu úr ólíkum áttum, á mis-
munandi aldri, sem sameinuðust
um mannúðarmál bæði í nær-
samfélaginu og á landsvísu. Með
hugrekki sínu hvatti Laddý okk-
ur áfram og stóð fremst í stefni
skútunnar sem oft gaf á. Laddý
var góð fyrirmynd og atburða-
rásin okkur öllum ómetanleg
reynsla. Við söknum góðrar vin-
konu og færum Garðari og að-
standendum samúðarkveðjur.
Minningin um Laddý lifir.
Nú ert þú kvödd í anda blíðum
af öllum þeim sem kynntust þér,
með ljúfa þökk frá liðnum tíðum,
sem lengi er vert að minnst sé hér,
og þó að gröfin hylji hold,
þitt hrós skal vaka yfir mold.
Við trúum því á himna hæðum
nú hólpinn lifi andi þinn,
og eigi völ á unaðsgæðum,
sem ekki þekkir heimurinn.
Og allt sem gott hér gjörðir þú
hjá guði launað verði nú.
(Jón Þórðarson)
F.h. Hulduhersins,
Helga og Þórunn.
Elsku Jaddý mín, ég mun allt-
af muna þig sem bjargvætt minn
og góðan vin allt mitt líf. Konu
með stórt hjarta, gáfaða og gef-
andi faðminn opinn sem tók allt-
af vel á móti manni á sínu fallega
heimili. Kaffi og með því, svo var
spjallað og við áttum góða stund
saman. Alltaf var glatt á hjalla.
Svo þegar þurfti að ræða alvar-
leg mál og leita ráða, þá varst þú
besti hlustandi og vinur og gafst
góð ráð og öll af vilja gerð til að
hjálpa. Bara hvað þú gafst mikið
létti manni um hjartarætur, gott
var að eiga þig að því þú hlustað-
ir og gafst ráð án þess að vera
með fordóma. Það er gott að
eiga að fólk eins og þig sem
hlustar, þú gafst mér hugarró.
Ég bið Guð að gefa okkur
jarðarbúum manneskju eins og
þig um alla framtíð, þá værum
við betra mannfólk. Þú verður
alltaf í mínum augum sameining-
artákn fjölskyldu og friðar.
Takk fyrir allt, Jaddý mín, og
ég bið þess að þín fjölskylda fái
frið í sínu hjarta vegna andláts
þíns því þín er sárt saknað.
Bæn til þín og þinna:
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.)
Samúðarkveðjur til þín, Garð-
ar minn, fjölskyldu og vanda-
manna.
Ósk.
Nú er mágur minn, Sigmund,
farinn frá okkur. Mikinn söknuð
skilur hann eftir hjá okkur. Hver
og einn maður er einstakur, en
hann var svo hæfileikaríkur, og á
svo margan hátt, alveg einstak-
ur.
Við fyrstu kynningu okkar, í
ferðalagi með Jóhanni tengda-
föður mínum, orti Sigmund
skemmtilegt ljóð sem lýsti ferð-
inni vel.
Síðar, er Sigmund og Helga
Ólafsdóttir, eiginkona hans,
heimsóttu okkur til Svíþjóðar,
kynntumst við vel listahæfileik-
um hans. Hann málaði falleg
landslagsmálverk og fleira, sem
hann gaf okkur, mikill fjársjóður.
Síðan fékk íslenska þjóðin að
Sigmund
Jóhannsson
✝ Sigmund Jó-hannsson
fæddist í Ibestad í
Gratangen, Noregi,
22. apríl 1931.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestmannaeyja 19.
maí 2012.
Útför Sigmunds
fór fram frá Landa-
kirkju í Vest-
mannaeyjum 26.
maí 2012.
kynnast og njóta
hæfileika hans sem
skopteiknara af
samtíðinni, í Morg-
unblaðinu, í mörg
ár.
Er við komum til
heimilis Helgu og
Sigmunds í Vest-
mannaeyjum var
eins og við værum
komin í höll. Allt
svo fjölbreytilegt og
fallegt og 100% regla á öllu. Með-
al annars hafði hann hannað nýtt
eldhús, er þau byggðu efri hæð-
ina á gamla húsinu. Það var al-
veg einstakt og sennilega hið
eina sinnar tegundar á Íslandi og
jafnvel þó víðar væri leitað.
Þá uppgötvuðum við einnig
tónlistarhæfileika hans en hann
hafði lært að spila á hljómborð af
sjálfum sér; lék margs konar fal-
leg lög.
Garðurinn hjá þeim var líka
mjög fallegur og til mikillar
prýði og bílskúrinn alveg ein-
stakt fyrirbæri, mjög vel skipu-
lagður, staður fyrir hvern hlut og
hver hlutur á sínum stað og ekk-
ert ryk né óþarfa dót neins stað-
ar.
Eins og þjóðin veit var Sig-
mund mikill uppfinningamaður
og snerust hugmyndirnar oftast
um björgunartæki af ýmsum
toga m.a. losunar- og sjósetning-
arbúnaður fyrir gúmmíbjörgun-
arbáta, þarna var um byltingu að
ræða í öryggismálum sjómanna.
Sigmund eignaðist soninn
Björn Braga með Hrefnu
Björnsdóttur 1951. Björn Bragi
er giftur Ingibjörgu Magnús-
dóttir og eiga þau 3 börn.
Helga og Sigmund áttu vel
saman, voru alveg yndisleg hjón
og samstiga. Þau eiga tvo syni,
Ólaf Ragnar og Hlyn. Ólafur býr
í Noregi. Hann á 3 börn með
fyrrverandi eiginkonu sinni Guð-
finnu Ástu Jónsdóttur en er núna
giftur Nina Krishtafovich. Hlyn-
ur býr í Vestmannaeyjum ásamt
konu sinni Kateryne og tveimur
börnum þeirra, Anítu Lind, 10
ára, og Roman Alexander, á
fjórða ári. Það var mikil blessun
að Hlynur og fjölskylda skyldu
vera í Eyjum, enda voru sam-
skiptin einstaklega góð, en það
er mikill missir fyrir börnin að
sjá á bak afa sínum, Guð styrki
þau og blessi um alla framtíð.
Sigmund varð 81 árs 22. apríl
síðastliðinn. Hann var valinn
Eyjamaður ársins 2011 af
blaðinu Fréttir.
Krabbameinssjúkdómurinn
tók sig svo upp fyrir skömmu og
hann fór í meðferð í Reykjavík
en það dugði ekki til, hann lést á
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, í ná-
lægð fjölskyldunnar, 17. maí sl.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
kveð ég kæran mág minn, Guð
blessi minningu hans.
Elín Ellertsdóttir.
Það voru skelfi-
legar fréttir sem ég
fékk seint að kvöldi
17. maí, þá staddur í Lilongwe í
Malaví. Óli vinur var dáinn,
hrifsaður í burtu sem hendi
væri veifað. Já, stundum er
þetta líf með öllu óskiljanlegt.
Það var um haustið 1974 sem
við hjónin sáum Óla fyrst. Hann
var þá nýfluttur í Kópavog og
var að hefja nám í Menntaskól-
anum í Kópavogi eins og 5́8
kynslóðin í Kópavogi. Í fyrstu
leist mönnum ekkert allt of vel
á þennan „villing“ úr 101
Ólafur Einar
Ólafsson
✝ Ólafur EinarÓlafsson fædd-
ist í Reykjavík 6.
mars 1958. Hann
lést 17. maí 2012.
Útför Ólafs Ein-
ars fór fram frá
Grafarvogskirkju
25. maí 2012.
Reykjavík en það
átti eftir að breyt-
ast fljótt. Óli kom
eins og stormsveip-
ur inn í líf okkar
allra og heillaði alla
með lífsgleði sinni
og framkomu.
Þarna hófst vinátta
til lífstíðar sem Óla
tókst að viðhalda
með slíkri natni og
rækt sem sjaldgæft
er að upplifa. Sagt er að „bóndi
sé bústólpi“. Ég vil meina að Óli
hafi verið „vinastólpi“, hvernig
hann ræktaði vinagarð sinn,
alltaf boðinn og búinn að hjálpa
öllum, hann var límið í vina-
hópnum. Óli auðgaði líf okkar
svo um munaði og hans verður
sárt saknað. En þúsundir minn-
inga, allar góðar og eftirminni-
legar, lifa og við höldum þeim á
lofti til að ylja okkur um hjarta-
rætur og takast á við sáran
missi.
Þær streyma fram eins og
kvikmyndabrot minningarnar
um samverustundirnar, hvort
sem við vorum að spila Horn-
arfjarðarmanna í Norræna hús-
inu, vorum í bústað í Öndverð-
arnesi, í tíma hjá Gylfa Þ. í
rekstrarhagfræði, í útilegu á
Draghálsi, verslunarmannahelg-
arnar á Bjarnastöðum, við veið-
ar í Soginu, á sænskunámskeiði
í Framnesi, í golfferð á La
Manga, í júrovisionpartý í
Stararima, á golfmóti Við
Drekkum‘ða Dræ eða sauma-
klúbbsferð til Akureyrar. Óli
var gleðigjafinn og leit alltaf á
björtu hliðarnar. Og væri útlitið
slæmt þá var viðkvæðið alltaf:
„Hann er að fara að ryðja sig“.
Skin og skúrir höfðu ekki áhrif
því það styttir alltaf upp að lok-
um. Það var hans lífsmottó.
Elsku Þorbjörg, Ásdís, Kol-
brún og fjölskylda, við vottum
ykkur okkar innilegustu og
dýpstu samúð, ykkar missir er
ólýsanlegur.
Óli, takk fyrir allt, þú varst
einstakur vinur og félagi. Takk
fyrir að vera vinur okkar.
Hannes og Hjördís.
Með þakklæti og
hlýhug minnist ég elskulegrar
ömmu minnar. Tilhugsunin um
að við sjáumst ekki aftur er mér
þungbær en mér er létt við að
hún er laus við þann mikla sárs-
auka sem gigtin olli henni undir
það síðasta.
Ömmu voru fengin mörg
krefjandi verkefni í lífinu. Að
vera akkeri tveggja yngstu
bræðra sinna eftir andlát for-
eldra þeirra. Að hugsa um afa,
Klara
Guðbrandsdóttir
✝ Klara Guð-bandsdóttir
fæddist í Dísukoti í
Þykkvabæ 9. des-
ember 1935. Hún
lést á sjúkrahúsi
Suðurlands 17. maí
2012.
Klara var jarð-
sungin frá Selfoss-
kirkju 25. maí 2012.
veikan, í mörg ár og
svo fékk hún sinn
skammt af sjúk-
dómum sem oftar
en einu sinni nær
drógu hana til
dauða. Líkt og eld-
fuglinn Fönix var
hún bæði litrík per-
sóna og falleg. Í
hvert sinn er öll
nótt virtist úti hjá
henni sökum sjúk-
dóma, reis hún upp úr öskunni
jákvæð, bjartsýn og vongóð.
Þannig var lífið hjá henni síðasta
áratuginn.
Það var líf og yndi ömmu að
matreiða og gefa fólki að borða.
Hún eldaði góðan og hefðbund-
inn mat en svo var hún líka æv-
intýragjörn og prófaði ný og
framandi hráefni. Það var til
dæmis hjá henni sem ég fékk
túnfisksteik í fyrsta sinn á æv-
inni. Ég man hvað ég var undr-
andi á því hvað hún var nýjunga-
gjörn. Ég virtist hafa mótað mér
þá hugmynd að eldri konur væru
það ekki og er þakklát því að
hafa kynnst þessari hlið ömmu.
Ég á margar góðar minningar
úr æsku sem tengjast ömmu.
Göngutúrar út að Ölfusá, að spila
við eldhúsborðið, að skoða gaml-
ar myndir, fara í berjamó og
þegar hún reyndi að kenna mér
að spila á gítarinn sinn (fyrir
rétthenta) svo fátt eitt sé talið.
Mér er einnig mjög minnisstætt
þegar hún og afi lánuðu mér
Laugarvelli til að læra í næði
fyrir stúdentspróf, og komu svo
um helgar til að elda til að sjá til
þess að ég borðaði nú nóg.
Eftir því sem ég eltist urðu
samverustundir okkar ömmu
færri en í kjölfarið oft innihalds-
ríkari og stundum líka storma-
samari. Amma sagði bara það
sem henni lá á hjarta, og stund-
um var erfitt að kyngja því. Hún
sagði stundum sögur úr lífi sínu
eftir því sem ég eltist. Mér þykir
sérstaklega vænt um þá stund
fyrir nokkrum árum þegar við
skruppum á rúntinn í Hafnar-
firði og amma sagði mér sögur
frá æskuárum sínum á Selvogs-
götu 16. Það var á henni að
heyra að sá tími í lífinu var henni
kær.
Hvíl í friði elsku amma.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Elsku pabbi, Kata, Einar,
Siggi, Ægir og Sverrir, Palli,
Fjóla, Maggi og aðrir ástvinir.
Guð veri með ykkur.
Kristín Guðbrandsdóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800 Sími 892 4650
Gísli Gunnar
Guðmundsson
Guðmundur
Þór Gíslason
Elfar Freyr
Sigurjónsson
Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is
Vistvænar íslenskar kistur
Þjónusta allan sólarhringinn.
Komum heim til aðstandenda ef óskað er.
✝
Þökkum samhug og hlýhug við andlát og
útför
GUNNARS PÉTURSSONAR
ljósmyndara.
Þórey Ósk Ingvarsdóttir,
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, Ásgeir Þorvaldsson,
Pétur Ásgeirsson, Hendrikka Jónína Alfreðsdóttir,
Gunnar Ásgeirsson, Magnús Loftsson.