Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
Átta þingmenn hafa lagt fram
þingsályktunartillögu um að lagður
skuli heilsársvegur norður í Árnes-
hrepp, þ.e. eftir Strandavegi í
Norðurfjörð. Meginframkvæmdir
ættu sér stað á næstu fjórum árum
en vinnunni lyki á gildistíma sam-
gönguáætlunar.
Með tillögunni er fylgt eftir
ályktunum Alþingis um aðgerðir til
að standa vörð um byggð í Árnes-
hreppi. Lagt er til að verkið verði
látið njóta sérstöðu í heildargerð og
fjármögnun samgönguáætlunar og
rammi hennar rýmkaður fjárhags-
lega vegna þessa svo verkið nái
fram að ganga á þessum tíma.
Komið að þolmörkum
Í greinargerð segir meðal annars:
„Íbúar þar hafa sýnt mikinn dugnað
og frumkvæði í að byggja upp stoð-
greinar eins og ferðaþjónustu með
hefðbundnum búskap og trillu-
útgerð. Talið er að um tíu þúsund
manns hafi heimsótt svæðið árlega
yfir sumartímann. Hins vegar er nú
komið að þolmörkum áframhaldandi
heilsársbúsetu og mikilvægt að Al-
þingi, fyrir hönd þjóðarinnar, komi
nú að með myndarlegum og af-
dráttarlausum hætti og leggi sitt af
mörkum til að tryggja byggð og
heilsársbúsetu í Árneshreppi.
Að öðrum kosti verður Alþingi að
senda þau skilaboð til íbúanna að
ekki standi til að gera heilsársveg
norður í Árneshrepp í sjáanlegri
framtíð með þeim afleiðingum sem
það kann að hafa fyrir framtíð
byggðarlagsins.“
Flutningsmenn eru Jón Bjarna-
son, Atli Gíslason, Ásmundur Einar
Daðason, Einar K. Guðfinnsson,
Lilja Mósesdóttir, Ólína Þorvarð-
ardóttir, Þór Saari og Lilja Rafney
Magnúsdóttir. aij@mbl.is
Þingmenn vilja fá heils-
ársveg í Norðurfjörð
Vilja tryggja bú-
setu í Árneshreppi
Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
Norðurfjörður Samgöngubætur eru brýnar í Árneshreppi.
RÆTUR 65°41'N 18°06'W nefnist
samsýning fjórtán ungra lista-
manna sem opnuð verður í Ket-
ilhúsi í dag kl. 15.
„Á sýningunni mætast listamenn
sem hafa farið mismunandi leiðir í
listinni en eiga allir það sameig-
inlegt að tengjast Akureyri sterk-
um böndum,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu sýningarhaldara.
Sýnendur eru Arnar Ómarsson,
Ari Marteinsson, Georg Óskar Gi-
annakoudakis, Guðrún Þórsdóttir,
Hekla Björt Helgadóttir, Lilý Erla
Adamsdóttir, Máni Sigurðsson,
Katrín Erna Gunnarsdóttir, Rakel
Sölvadóttir, Vala Höskuldsdóttir,
Victor Ocares, Viktoría Jóhanns-
dóttir-Hjördísar Blöndal, Sara
Björg Bjarnadóttir og Auður Óm-
arsdóttir sem jafnframt er sýning-
arstjóri. Sýningin stendur til 1. júlí.
Rætur í Ketilhúsi
Ungir Eitt verka Auðar Ómarsdóttur.
Karl Guðmundsson og Rósa Kristín
Júlíusdóttir opna sýninguna Mynd-
rænn samleikur um völundarhús í
Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag kl.
14. Karl og Rósa Kristín hafa unnið
saman að myndlist í mörg ár. Leiðir
þeirra lágu saman þegar Karl, þá
fimm ára, var nemandi Rósu Krist-
ínar í Myndlistaskólanum á Akur-
eyri. Í dag vinna þau saman sem fé-
lagar og vinir í listinni.
„Í verkinu Myndrænn samleikur
um völundarhús er fram haldið þeim
listrænu athöfnum sem Karl og Rósa
Kristín hafa unnið með undanfarin
ár. Þau leika sér með línur og liti en
bjóða jafnframt gestum að stíga inn í
verkið,“ segir m.a. í tilkynningu.
Sýningin stendur til 17. júní og er
opin laugar- og sunnudaga kl. 14-17.
Myndrænn sam-
leikur í Mjólkurbúð
Tvíeyki Rósa og Karl vinna vel saman.
Listamaðurinn Gulli Már opnar sýninguna A
Very Private Gentleman hjá Gallerí Klósetti
á Hverfisgötu 61 í dag kl. 17.
Gulli Már hefur síðustu ár unnið við ljós-
myndun bæði innlendis og erlendis en und-
anfarin misseri hefur hann dvalið í gámi í
Noregi þar sem hann starfaði við pípulagn-
ir. Klósettið verður opnað kl. 17 og lokað kl.
19.
Gulli Már sýnir
á Klósettinu
Vatn Ein mynda Gulla Más.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Unnið er að því hjá Reykjavíkurborg
að auðvelda aðgengi að fund-
argögnum frá fundum úr stjórnkerfi
borgarinnar. Þá væri til dæmis hægt
að nálgast bréf og umsagnir sem
lagðar eru fyrir á fundum ráða og
stjórna borgarinnar rafrænt í gegn-
um fundargerðir á netinu.
Núverandi fyrirkomulag er þannig
að fundargerðir borgarstjórnar,
borgarráðs og fagráða eru birtar á
netinu að loknum fundum en til þess
að nálgast skjöl sem lögð hafa verið
fyrir á fundunum þarf að óska sér-
staklega eftir þeim hjá skjalasafni
borgarinnar.
Starfsmenn skjalasafnsins af-
henda gögnin samdægurs en með
netvæðingu stjórnsýslunnar verður
hægt að nálgast gögnin beint í gegn-
um hlekki í fundargerðunum.
„Þessar úrbætur eru í vinnslu á
skrifstofu borgarstjórnar í samvinnu
við Upplýsingatæknimiðstöð
Reykjavíkurborgar, en við höfum
ekki getað tímasett hvenær þær
koma til framkvæmdar,“ segir Helga
Björk Laxdal, skrifstofustjóri borg-
arstjórnar.
Byrjað á borgarstjórn
Hugmyndin sé að byrja á opnum
fundum borgarstjórnar og segir
Helga að þegar sé vinna í gangi við
að bæta aðgengi að þeim. Stefnt yrði
að því að birta fundargögn, umræður
og jafnvel senda út myndbands-
upptökur af fundunum en þeim hefur
hingað til aðeins verið útvarpað.
„Í framhaldi af slíkum breytingum
er stefnt að því að birta framlögð
fundargögn fagráðanna með fund-
argerðinni á netinu. Við erum að von-
ast til þess að ná breytingum á fund-
um borgarstjórnar fram á einu ári og
taka fagráðin svo fyrir,“ segir Helga.
Þróunarverkefni á bið
Hún segir fjárskort eina aðal-
ástæðuna fyrir því að ekki hafi geng-
ið hraðar að koma fundargögnum á
netið. Ýmiss konar þróunarverkefni
hafi þurft að sitja á hakanum í nið-
urskurði undanfarin ár.
„Það er töluverð vinna við þetta
vegna þess að þetta er mikið af gögn-
um og mjög mikilvægt að rétt gögn
fari á netið. Sum af ráðunum funda
einu sinni í viku og við erum með fullt
af fólki í fullri vinnu að undirbúa
fundina nú þegar. Þetta tekur aðeins
lengri tíma en menn myndu ætla,“
segir Helga.
Borgin stefnir á betri
aðgang að gögnum
Íhuga myndbandsupptökur frá borgarstjórnarfundum
Morgunblaðið/Ernir
Borgarstjórn Ætlunin er að fyrsta skrefið verði að opna fundi borgarstjórnar Reykjavíkur.
STUTT
FERÐADAGUR
FJÖLSKYLDUNNAR
BÓKABÚÐ FORLAGSINS - FISKISLÓÐ 39
Í DAG 2. JÚNÍ KL. 13-16
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
- KORT
- FERÐABÆKUR
- HOPPUKASTALI
- GRILLAÐAR PYLSUR
- ÓVÆNTIR GESTIR