Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is Rétt rúmar þrjár vikur eru í að for- setakosningarnar fari fram en ekk- ert liggur þó ennþá fyrir um hve- nær störfum Alþingis muni ljúka. „Það er algjörlega galið að vera með þingið svona nálægt forseta- kosningum vegna þess að þá fá kosningarnar ekki þá athygli og það vægi sem þær áttu að fá. Að sama skapi fá þessi stóru mál sem við erum að ræða, sjávarútvegs- málin sem eru gríðarlega mikilvæg, ekki heldur þá athygli sem þau ættu að fá,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvort ekki sé rétt að ljúka þingi eða a.m.k. fresta því og veita forseta- kosningunum um leið smá rými. Að sögn Gunnars Braga óttast hann jafnframt að forsetakosning- arnar gætu með einhverjum hætti borist inn í þingsal. „Það er auðvitað ekki gott heldur ef það gerist og þarafleiðandi er ekkert vit í að halda þessu áfram,“ segir Gunnar Bragi. Hann bætir við að stjórnarmeirihlutinn hafi sett þing- ið í þessa stöðu með því að koma of seint fram með illa unnin mál en það sé hinsvegar þingsins að ákveða hvort það verður sumarþing eður ei. Verður aðeins gert í sátt „Mér finnst í rauninni alveg fáránlegt að vera að horfa á eitt- hvert sumarþing á meðan stjórn- armeirihlutinn hefur ekki ennþá sagt okkur hvaða áherslumál það eru sem hann vill klára núna á þessum dögum sem mögulegt er að klára mál á,“ segir Gunnar Bragi aðspurður út í möguleikann á því að haldið verði sumarþing. Gunnar segir að ef stjórnarmeirihlutinn ákveður að halda sumarþing í and- stöðu við stjórnarandstöðuna þá muni stjórnarandstöðuliðar að sjálf- sögðu mæta en þeir muni líka áskilja sér allan rétt til þess að fjalla mjög vandlega um þau mál sem þar munu koma fram. „Þetta verður ekki gert nema í sátt en því miður er það nú ekki sterkasta hlið þessarar ríkisstjórnar að hafa sátt um einhver mál,“ segir Gunnar Bragi og bætir við að menn tali saman á göngum þingsins en menn séu þó ekki ennþá farnir að höggva á neina hnúta. Virðingarleysi við kosningar „Það er algjört virðingarleysi við forsetakosningarnar að þingið skuli ekki draga sig í hlé,“ segir Ragn- heiður Elín Árnadóttir, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, og bætir við: „Ef Jóhanna Sigurðar- dóttir telur sig vera þess umkomna að láta þingið koma saman aftur í júlí þá gerir hún það en hún á þá að sjá sóma sinn í því að hætta núna og gefa forsetaframbjóðendum og kjósendum næði til þess að einbeita sér að forsetakosningunum.“ Aðspurð hvort allt stefni í að haldið verði sumarþing segir Ragn- heiður Elín að hægt væri að ljúka þessu núna ef ríkisstjórnin áttaði sig á raunveruleikanum, þ.e. hver staðan sé. „Hún er með mál sem fá slæmar viðtökur hjá hagsmunaaðil- um, umsagnaraðilum, sérfræðing- um, sveitarfélögum, öllum, og ef menn væru ekki drifnir áfram af einhverri þvílíkri þrjósku og væru með aðeins meiri raunveruleika- tengingu þá held ég að flestir for- sætisráðherrar myndu átta sig á að til þess að ná lendingu þarf að gefa eitthvað eftir.“ Að sögn Helga Bernódusonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur aldrei áður reynt á það að flýta þurfi þinghaldi vegna forsetakosninga. Kosningar í skugga þingfunda  Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mikilvægt að þingið veiti forsetakosningunum smá rými  Skrifstofustjóri Alþingis segir aldrei hafa reynt á svona áður  Enn er óvíst með sumarþing Sumarþing Enn er ekki víst hvort haldið verður sumarþing í júlí. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Upphrópanir og öfgar bloggara og annarra álitsgjafa gegn fyrirtækj- unum og starfsfólki þeirra eru þeim til skammar og lýsa best fáfræði þeirra. Veltum við hér í verksmiðjunni fyrir okkur hvaða hvatir liggja að baki og hvort þetta fólk hafi nokkru sinni stig- ið um borð í skip, inn í fiskvinnslu eða fiskimjölsverksmiðju,“ segja starfs- menn fiskimjölsverksmiðju Eskju á Eskifirði. Áskorun þeirra er dæmi um fjölda yfirlýsinga sem Morgunblaðinu hafa borist frá starfsfólki sjávar- útvegsfyrirtækjanna, í kjölfar vinnu- staðafunda sem stjórnendur fyrir- tækjanna hafa boðað til á meðan skipin hafa verið bundin við bryggju. Í mörgum yfirlýsinganna er lýst yf- ir stuðningi við viðkomandi fyrirtæki og jafnvel aðgerðir LÍÚ og fram koma áhyggjur af afleiðingum fisk- veiðifrumvarpanna fyrir fyrirtækin, afkomu starfsfólks og byggðarlögin. Einstaka ályktanir hafa borist frá fé- lögum sjómanna og landverkafólks en þar er ýmist tekið undir áhyggjur starfsfólks af frumvörpunum eða að- gerðum LÍÚ mótmælt. Þá eru stjórn- völd hvött til samráðs við hags- munaaðila. Formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna er ánægður með stuðninginn. „Ég tel það mik- ilvægt að starfsmenn okkar sýni okk- ur samstöðu í því sem við erum að gera. Sjómenn og landverkafólk gera sér grein fyrir því að veiðigjöld geta haft veruleg áhrif á kjör þeirra, byggðarlög og búsetuskilyrði. Það hefur gífurleg áhrif á nærsamfélagið þegar fjármunir eru fluttir frá sveit- arfélögunum til fjármálaráðuneyt- isins,“ segir Adolf Guðmundsson. Samið verði um lausn Áhafnirnar á fjórum skipum Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað taka það fram að þær styðji aðgerðir LÍÚ að öllu leyti, enda hafi ekki verið tekið neitt mark á umsögnum um sjávar- útvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar. „Áhafnirnar sjá fram á mikla tekju- og lífskjaraskerðingu ef frumvörpin verða óbreytt að lögum. Áhafnirnar skora því á ríkisstjórn Íslands að setj- ast niður með hagsmunaaðilum og semja um lausn sem allir geta verið sáttir við,“ segir í ályktun áhafnanna. Yfirlýsingar áhafna þriggja skipa Eskju á Eskifirði og FISK Seafood á Sauðárkróki voru áður komnar fram en þær eru í sama anda. Einnig yfir- lýsing sjómanna Samherja og Út- gerðarfélags Akureyringa sem beint er til stjórnvalda. Þar kemur fram að sjómennirnir standi með fyrirtæki sínu og LÍÚ. „Það er með öllu óskilj- anlegt að stjórnvöld skuli ekki setjast niður með hagsmunaaðilum í þeirri grein sem mæðir mest á við endur- reisn samfélagsins eftir hrun. Með því mætti komast hjá fyrirsjáan- legum stóráföllum í greininni í fram- tíðinni,“ segja sjómenn Samherja og ÚA í yfirlýsingu sem samþykkt var einróma. Áður hefur verið sagt frá fjölmenn- um fundi landverkafólks og sjómanna í Eyjum þar sem fram kom það álit að fiskveiðifrumvörpin væru óheilla- skref. Starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Eskju segja í yfirlýsingunni sem vitn- að hefur verið til að stjórnvöld og fylgisfólk þeirra verði að átta sig á því að á bak við þessi fyrirtæki standa þúsundir starfsmanna og fjölskyldur þeirra sem treysta á að öryggi sé í rekstri og launaþróun. „Með þessum frumvörpum tapa allir – við starfs- menn, bloggarar, álitsgjafar og al- menningur allur.“ Ummæli álitsgjafa til skammar  Starfsfólk sjávarútvegsfyrirtækjanna ósátt við árásir á fyrirtækin og starfsfólk þeirra  Það styður fyrirtækin og óttast áhrif fiskveiðifrumvarpanna á kjör þeirra og byggðarlögin Morgunblaðið/Ómar Vinnustaðafundur Starfsfólk Brims var hugsi á fundinum um áhrif fiskveiðfrumvarpa stjórnarinnar en lét forstjórann um málflutninginn. Reikna má með að þrír til fjórir tugir skipa sigli inn í Reykjavík- urhöfn í dag til að áhafnirnar geti sótt samstöðufund sem útvegs- mannafélögin og starfsfólk fyrir- tækjanna boða til á Austurvelli klukkan 16 í dag. „Mér sýnist að það sé góð samstaða meðal sjó- manna og samstarfsfólks okkar um að koma til fundar,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ. Ýmsir aðilar standa að fund- inum með útvegsmönnum og starfsfólki fyrirtækjanna en Adolf segir að það komi í ljós í dag hverjir það eru. Einstök félög sjó- manna og landverkafólks eru þar á meðal. „Ég á líka von á því að fyrirtæki sem þjónusta sjávar- útveginn og starfsfólk þeirra styðji okkur,“ segir Adolf. Skip sigla til fundarins frá Vest- mannaeyjum, Reykjanesi, Snæ- fellsnesi og Vest- fjörðum og bætast í hóp skipa sem fyrir eru í höfninni. Búist er við 30- 40 skipum. Adolf tekur fram að enginn sjómaður sé skikkaður til að mæta til fund- arins, þangað komi aðeins þeir sem vilja. Sjómenn og annað starfsfólk fyrirtækjanna koma einnig með hefðbundnari sam- göngutækjum. Vekur athygli á málinu Samstöðufundurinn á Austurvelli markar lokin á aðgerðum útvegs- manna sem ekki hafa sent skip sín á veiðar frá sjómannadegi. Skipin halda til veiða í kvöld og á morg- un. „Við erum að sýna samtakamátt okkar og samstöðu. Ég tel að menn átti sig á því og að mikill stuðningur er við okkar málflutn- ing,“ segir Adolf um aðgerðirnar. Fiskveiðifrumvörpin sem verið er að mótmæla eru enn til umræðu í þinginu og stjórnvöld hafa ekki tekið áskorun útvegsmanna um að setjast að samningaborði með þeim. Adolf telur eigi að síður að aðgerðirnar hafi heppnast og vísar til samstöðunnar og athyglinnar sem þær hafi vakið á málstaðnum. „Ef það verður munum við ráða ráðum okkar um framhaldið,“ seg- ir Adolf þegar hann er spurður um það hvort útgerð verði stöðvuð ef fiskveiðifrumvörpin verða að lög- um. „Það gæti alveg gerst en til- laga um það hefur ekki komið fram. Þetta fer alveg eftir því hvernig mál þróast í þinginu,“ segir Adolf. helgi@mbl.is Búist við að 30-40 skip sigli til Reykjavíkur FUNDUR ÚTVEGSMANNAFÉLAGA OG STARFSMANNA VERÐUR Á AUSTURVELLI KL. 16 Í DAG Adolf Guðmundson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.