Morgunblaðið - 07.06.2012, Side 16

Morgunblaðið - 07.06.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjúkandi gosaska frá Eyjafjalla- jökli og Grímsvötnum hefur valdið verulegu tjóni á mörgum bílaleigu- bílum. Ökutækjatryggingar ná ekki til slíkra tjóna og lendir kostnaður- inn á leigutökum eða bílaleigunum. Dæmi eru um að leigutakar hafi verið rukkaðir um háar fjárhæðir vegna slíkra tjóna en algengustu tjónin eru upp á 400-800 þúsund krónur. Bílaleigunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) vill bregðast við vandanum í samvinnu við aðra í ferðaþjónustu. Bílaleigu- nefndin hefur óskað eftir samstarfi við Vegagerðina um að finna leiðir til að vara fólk við öskufoki þar sem hættan er mest. Bergþór Karlsson, framkvæmda- stjóri Bílaleigu Akureyrar/Hölds og formaður bílaleigunefndar SAF, óttast að öskuvandinn verði til stað- ar næstu árin. Hann segir að trygg- ingafélögin hafi sett almenna skil- mála um ökutækjatryggingar. Samkvæmt þeim bæta tryggingarn- ar t.d. ekki tjón vegna aksturs utan vega, í ám og vötnum eða vegna eldgosa, jarðskjálfta og sandfoks. Það á jafnt við um einkabíla og bíla- leigubíla. „Ef bíll verður fyrir tjóni við að aka yfir á þá er það alfarið á ábyrgð eiganda eða leigutaka bíla- leigubíls. Tryggingarnar bæta þá hvorki tjón á mótor né þurrkun á bílnum,“ segir Bergþór. „Menn geta valið að aka ekki yfir ár og vötn en það er erfiðara að varast tjón vegna sandfoks.“ Víða hætta á sand- og öskufoki Hann sagði hættu á tjóni vegna sandfoks vera víðar en í nágrenni gosstöðvanna. Fjöldi bíla hefur skemmst við flugvöllinn á Ísafirði vegna sand- og grjótfoks og eins getur þess orðið vart á Kili og Sprengisandi. „Við höfum lent í risatjónum á bílum sem stóðu og biðu eftir viðskiptavinum við Ísa- fjarðarflugvöll. Þar hefur komið fyrir að grjótið hafi flogið í gegnum bílana og brotið rúður báðum meg- in,“ segir Bergþór. Hann sagði ömurlegt fyrir ferða- menn að sitja uppi með stórtjón vegna öskufoks eftir Íslandsferðina. Gosaskan þarf minni vind en sand- ur til að fara að fjúka og valda tjóni. „Ferðamaðurinn lenti kannski í strekkingsvindi og gerir sér ekki grein fyrir því að eitthvað hafi gerst. Bílar geta líka orðið fyrir sandfoki þar sem þeim er lagt,“ segir Bergþór. Ekki er víst að fólk taki strax eftir skemmdunum. Tjón- ið er mikið hvort sem sér mikið eða lítið á bílnum. „Yfirleitt þarf að mála bílinn. Við byrjum alltaf á að massa lakkið en það tekst sjaldnast að laga það,“ segir Bergþór. Einnig skemmast rúður, plastlistar og öku- ljós. Eftir að lakkskemmdir vegna öskufoks urðu vandamál ákvað Höldur að bjóða viðskiptavinum upp á tryggingu gegn slíku tjóni. Starfsmenn Hölds hafa fyrirmæli um að kynna viðskiptavinum allar tryggingar sem í boði eru, skil- málana og hvað getur ógilt þær. Bergþór segir öskufokstrygginguna hafa mælst misjafnlega vel fyrir. Þeir sem tóku hana og óku svo hringinn í blíðu kvörtuðu yfir því að verið væri að selja þeim óþarfa. „Þetta er flóknasta mál sem ég hef lent í,“ segir Bergþór. „Á árum áður vorum við með þetta 5-8 foksandstjón á ári á okkar stóra bílaflota. Nú gerum við ráð fyrir að tjón vegna fjúkandi ösku geti orðið vandamál næstu árin,“ segir Berg- þór. Hann segir þungann af tjónum vegna foksins lenda á bílaleigunum. „Það er ekki hægt að rukka ferða- mennina um allt tjónið. Tjónsupp- hæðir eru metnar af þriðja aðila en við gefum stóra afslætti af tjón- unum.“ Um 100 bílaleigur á landinu Bergþór segir vissulega dæmi um að leigjendur bílaleigubíla hafi verið ofrukkaðir vegna tjóna og slíkt sé til skammar. „Það verður hvert fyr- irtæki að svara fyrir sig um slíkt. Í mínum huga skiptir mestu að menn fari varlega og séu alltaf vissir um að það halli frekar á þá heldur en kúnnann þegar er verið að klára svona leiðindamál,“ segir Bergþór. Höldur er með 2.300-2.400 bíla flota og um fjórðung allra bílaleigu- bíla í landinu. Bergþór segir að í fyrra hafi Höldur borið tjón vegna skemmda á bílum upp á a.m.k. 20 milljónir króna. Hann telur víst að bílaleigur landsins, sem eru um 100 talsins og með tæplega 10.000 bíla í útleigu, þurfi samtals að axla tjón á á bílum sem er bilinu 50-100 millj- ónir króna á hverju ári. Tryggingar borga ekki tjónið  Öskufok hefur valdið skemmdum á mörgum bílum  Ferðamenn hafa fengið bakreikninga vegna tjónanna  Algengustu tjónin nema 400-800 þúsund krónum  Bílaleigurnar vilja bregðast við Morgunblaðið/Ernir Öskufjúk Gosaska getur valdið tjóni á bílum, skemmt lakkið, rúðurnar og plastfleti. Tjónið bera bíleigendur, leigj- endur bílaleigubíla og bílaleigurnar. Tryggingarnar borga ekki heldur tjón vegna sand- og grjótfoks. Evrópsku neyt- endaastoðinni á Íslandi (ena.is) berast á hverju ári 10-20 kvart- anir vegna við- skipta íbúa á Evrópska efna- hagssvæðinu við íslenskar bílaleigur. Hildi- gunnur Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur Neytendasamtak- anna og framkvæmdastjóri ENA á Íslandi, sagði oftast kvartað vegna tjónauppgjörs. „Við höfum haft milligöngu og fengið leiðréttingu í mörg- um málum,“ sagði Hildigunnur. Hún sagði nokkuð margar kvartanir hafa borist vegna uppgjörs tjóna af völdum eld- fjallaösku. Einnig hafa leigutak- ar verið óánægðir vegna rukk- ana fyrir aðrar viðgerðir og hefur ENA þá leitað eftir stað- festingu á viðgerðarkostnaði og beðið um að fá að sjá reikn- inga. Hildigunnur sagði að oft hefði fengist leiðrétting á tjónakostnaðinum í kjölfarið. Hún sagði mikilvægt að fólk væri ekki látið borga meira en raunverulegu tjóni nemur. „Fólk sem keyrir utan vega og fær stein upp í pönnu eða ekur út í á og eyðileggur vélina þarf því miður sjálft að bera tjónið,“ sagði Hildigunnur. Hún sagði þetta oft koma fólki á óvart þegar tjónið er orðið því það gefur sér yfirleitt ekki tíma til að lesa „smáa letrið“ áður en lagt er af stað í ferða- lagið. Biðja um reikninga AÐSTOÐ VIÐ NEYTENDUR Hildigunnur Hafsteinsdóttir Úrskurðarnefnd Samtaka ferðaþjón- ustunnar og Neytendasamtakanna kveður upp úrskurði í kærumálum neytenda vegna ferðamála. Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur Ferða- málastofu og formaður nefndarinnar, segir nokkur uppgjörsmál vegna tjóns á bílum vegna gosösku hafa borist skömmu eftir eldgosin í Eyja- fjallajökli og Grímsvötnum. Málin eru af mörgum toga. Hægt er að lesa úrskurðina á heimasíðu Neytenda- samtakanna (www.ns.is). Nærri tveggja milljóna tjón Bandaríkjamaður leigði hér bíl í apríl 2010. Eftir að bílnum var skilað komu í ljós umfangsmiklar skemmdir á lakki, rúðum og ljósum vegna ösku- foks. Bílnum hafði m.a. verið ekið um öskusvæði. Í kjölfarið var leigutakinn krafinn um 1.981.626 kr. vegna við- gerðar á bílnum. Úrskurðarnefndin fór yfir málið og ákvað að leigutakinn skyldi borga bílaleigunni 660.542 kr. vegna tjónsins. Sænskur ferðamaður leigði sér bíl 9. júní 2009 og skilaði honum fimm dögum síðar á Keflavíkurflugvelli. Bílaleigan lét gjaldfæra 120.000 kr. sjálfsábyrgð af greiðslukorti Svíans vegna skemmda sem fundust á bílnum. Svíinn mótmælti því að hafa skemmt bílinn. Bílaleigan sagði að skemmdir hefðu verið á afturstuðara og framrúðu og lagði fram myndir sem teknar voru á viðgerðar- verkstæði. Í ljós kom að bílnum hafði verið ekið yfir 200 km frá því honum var skilað og þar til verkstæðið vann samantektina. Úrskurðarnefndin taldi ósannað að leigutakinn hefði valdið tjóninu og var bílaleigunni gert að endurgreiða sjálfsábyrgðina. Af síðu ENA á Íslandi (ena.is) Franskur ferðamaður leigði hér bíl í ágúst í fyrra. Þegar hann skilaði bílnum kom í ljós sprunga í afturljósi og var maðurinn rukkaður um 57.000 kr. áætlaðan viðgerðarkostnað. Hann leitaði til ENA og við eftirgrennslan kom í ljós að viðgerðin kostaði 37.000 kr. Ferðamaðurinn fékk 20.000 kr. til baka. Sumarið 2010 leigði Ítali sér bíl. Þegar hann skilaði bílnum var hann rukkaður um sjálfsábyrgð á kaskó- tryggingu upp á 162.000 kr. vegna skemmda á afturstuðara bílsins. Ítalanum þótti stuðarinn dýr og leitaði til ENA. Eftir að krafist var reikninga kom í ljós að viðgerðar- kostnaðurinn var aðeins 116.000 kr. og fékk Ítalinn mismuninn endur- greiddan. Reikningar fást oft leiðréttir  Óánægðir neytendur kvarta Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Þú átt betri samskipti Veglegur kaupauki að verð- mæti 9.950 kr. fylgir öllum seldum Alera heyrnartækjum Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.