Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 17

Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Námskeið þar sem veiðimönnum verður veitt tilsögn í að veiða í Ell- iðaánum verður haldið við árnar um næstu helgi, laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. júní nk. Gengið verður með ánum frá Elliðavatns- stíflu að Elliðaárósum í tveimur áföngum. Laugardaginn 9. júní verður farið yfir efri hluta ánna, en á sunnudaginn verður neðri hlutinn kynntur. Áætlað er að námskeiðið taki um 3½ klst. hvorn dag. Leiðbeinandi verður Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaár- nefndar Stangaveiðifélags Reykja- víkur, en hann er gjörkunnugur Elliðaánum. Skráning er á net- fangið olafur.johannsson@sinmet- .is. Námskeiðsgjald er kr. 13.000. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðitilsögn í Elliðaá Í tengslum við 2. Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður um helgina verður efnt til málþings Heilsuvinjar sem ber yfirskriftina „Bætt heilsa, betra líf – hvað þarf til?“ Málþingið fer fram í hátíð- arsal Varmárskóla föstudaginn 8. júní og hefst kl. 13. Geir Gunnlaugsson landlæknir mun setja málþingið en fluttir verða 11 fyrirlestrar og mun hver og einn standa yfir í 15 mínútur. Fyrirlestrarnir verða um flest sem viðkemur heilsu og má í því sambandi nefna hreyfingu, næringu og andlega heilsu. Málþing um bætta heilsu og betra líf Föstudaginn 8. júní kl. 14.00 verður haldinn kynningarfundur í Reykja- hlíðarskóla í Mývatnssveit á mögu- leikum á nýtingu varma til þör- ungaræktunar. Flutt verða fjögur erindi og umræður verða á eftir. Á undanförnum árum hafa menn í vaxandi mæli beint sjónum að ræktun og hagnýtingu þörunga til framleiðslu hráefna í ýmsar vörur. Þörungar framleiða m.a. prótein, fituefni, fjölsykrunga, litarefni og þráavarnarefni. Þörungar eru nú víða ræktaðir í stórum stíl. Ræða um þörunga Fimmtudaginn 7. júní flytur dr. Regina Morantz- Sanchez, pró- fessor í kvenna- og kynjasögu við Michigan- háskóla, erindi sem ber heitið „Áhrif kyngervis á sögu lækn- isfræðinnar“. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 á Háskólatorgi kl. 12.00. Í erindinu verður fjallað um með hvaða hætti félagssagan og kvenna- og kynjasagan, ásamt kvennahreyf- ingunni, umbreyttu sagnaritun um læknisfræði og læknavísindi á síð- ari hluta 20. aldar. Færð verða rök fyrir því að nýjar aðferðir innan sagnfræðinnar hafi vakið spurn- ingar um heilbrigði, sjúkdóma og líkamann sem höfðu í senn áhrif á fræðasvið læknavísindanna og klín- íska starfshætti. Áhrif kyngervis á sögu læknisfræði Regina Morantz-Sanchez STUTT „Ég er algjörlega sannfærður um að nú sé hátíðin komin til að vera og að hún verði framvegis haldin á hverju ári“, segir Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Landsmóts ungmennafélags Ís- lands fyrir 50 ára og eldri. Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fer fram um helgina í Mosfellsbæ og verður þéttsetin dag- skrá í boði fyrir þá sem hafa áhuga. Hátíðin byrjar af krafti á föstudeginum með keppni í botsía og línudansi í íþróttahúsi Mosfells- bæjar. Hátíðin verður svo sett formlega á föstu- dagskvöldinu. Keppt verður í fjölda keppnisgreina og verða um 20 greinar í boði. Ekki verða einungis keppn- isgreinar í boði, en ásamt íþróttum verður mikil áhersla lögð á heilsu á mótinu og mun sérstakt málþing vera haldið um heilsu á föstudeginum. Ýmislegt annað verður í boði fyrir þá sem ætla ekki keppa og verður t.a.m. farið í sögugöngur um Álafosskvosina. Aðallega er um íþróttagreinar að ræða, en í boði eru m.a. frjálsar íþróttir, sund, botsía, línu- dans, golf og hestaíþróttir, en að sögn Sigurðar er vinsælast að menn velji að keppa í þríþraut, sundi og frjálsum íþróttum. Ekki verða allar greinar lokaðar og á laug- ardeginum verður keppt í svokölluðu „Álafoss- hlaupi“, en hlaupið er um 9 km langt og geta allir tekið þátt. Sérstakt svæði verður svo í boði fyrir þá sem vilja prófa hinu ýmsu íþróttir, en það svæði verður einnig opið fyrir alla. Skráningar ganga vonum framar og á Sigurður von á því að þegar skráningum lýkur, verði um 800 manns búin að skrá sig, en skráningum lýkur í dag. „Það er rosalega gaman að skipuleggja þetta og við vonumst til að úr þessu skapist árleg hefð,“ segir Sigurður, en þetta er í annað sinn sem hátíð- in er haldin. Áhugasamir geta farið inn á vefsíðuna umfi.is og skráð sig til leiks, en þátttökugjald er 3.500 krónur fyrir alla helgina. pfe@mbl.is Mikið fjör í Mosfellsbæ um helgina  Búist er við 800 þátttakendum á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri Árshátíð, haustferð, stórafmæli? Njótið þess að ferðast saman og vera til. Icelandair býður hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vestan, ferðir sniðnar að þörfum fólks í góðra vina hópi sem eiga örugglega eftir að hressa upp á tilveruna. Hafið samband við hópadeild Icelandair Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og kvöldverði. Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á icelandair.is/hopar.* HÓPFERÐIR HEILL HEIMUR FYRIR ÞÁ SEM LANGAR TIL AÐ SKEMMTA SÉR SAMAN + Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða á hopar@icelandair.is * Hópur miðaðst við að 10 eða fleiri ferðist saman. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 59 35 1 04 /1 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.