Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Ég kynntist Kalla árið 1982 þegar hann opnaði nýtt útibú Landsbankans á horni Grensás- vegar og Miklubrautar, kallað Miklubrautarútibú. Ég vann þá í útibúinu hjá honum í eina átta mánuði og síðan þá vorum við í sambandi, fyrst í bréfasambandi meðan ég bjó erlendis en frá 1990, eftir að ég flutti heim, hittumst við reglulega. Meðan hann var ennþá í bank- anum sá hann um mín mál og hjálpaði mér að koma undir mig fótunum eftir langa dvöl erlendis. Einnig minnist ég margra há- degisverða, fyrstu árin oft með Guðríði og minni konu en síðan með kunningjum sem hann hafði kynnst í bankanum sem honum þótti skemmtilegir menn. Þá var mikið glens og glatt á hjalla. Ég kynntist þannig mönnum sem síð- ar urðu góðir vinir mínir, en við sóttumst allir eftir félagsskap hans vegna kímnigáfu hans og hæfileika til að halda uppi fjörug- um samræðum. Okkar missir er mikill. Ég leitaði mjög oft til hans um ráðgjöf eða aðstoð. Hann brást mér aldrei og tók öll mál föstum tökum. Ég minnist þess alltaf þegar þau Guðríður fóru í Stykk- ishólm og afgeiddu músa-vanda- mál í húskofa sem ég hafði þar enda Karl vanur músaveiðum frá Vattarnesi þar sem her hagamúsa leikur lausum hala. Músagildrur sem hann setti upp þá eru enn við lýði, mörgum árum síðar. Oft hringdi hann í mig til að ráðfæra sig við mig um vandamál vina eða kunningja, eða jafnvel fjartengt skyldfólk vina sinna. Var þetta oft um vandamál þessa fólks vegna til dæmis fasteigna- viðskipta og skuldamála. Ekki taldi hann eftir sér að eyða tíma í að aðstoða við að finna lausnir fyr- ir þá sem til hans leituðu. Ég reiknaði aldrei með að missa Karl svona snemma. Þetta var mikið áfall fyrir mig persónu- lega enda verður líf mitt ekki eins skemmtilegt héðan í frá. Ég sendi hér með innilegar samúðarkveðjur til Guðríðar, Hallbjarnar og Hjalta, eigin- kvenna þeirra og barna. Ægir Breiðfjörð Sigurgeirsson. Eftir því sem árunum fjölgar, hrukkurnar dýpka og auðmýktin fyrir lífinu eykst fylgir því það sem mér þykir hvað erfiðast í líf- inu; að kveðja góða vini og sam- ferðamenn. Fyrsta minning mín um Kalla er þegar við bræðurnir keppt- Karl Friðrik Hallbjörnsson ✝ Karl FriðrikHallbjörnsson fæddist 2. ágúst 1935. Hann varð bráðkvaddur á Vattarnesi á Barða- strönd 21. maí 2012. Útför Karls Frið- riks fór fram frá Hallgrímskirkju 31. maí 2012. umst við að banka upp á hjá þeim heið- urshjónum til að fara út að ganga með Kollí, hundinn þeirra. Við vorum víst heldur árrisulir en ávallt var okkur vel tekið. Þeir bræð- ur Hallbjörn og Hjalti voru á svipuð- um aldri og við bræðurnir og með okkur tókst mikil vinátta sem hef- ur staðið óslitin síðan. Enginn maður mér ótengdur hefur reynst mér og fjölskyldu minni betur en Kalli „banka- stjóri“. Viðurnefnið „bankastjóri“ kom út af vinnunni hans sem úti- bússtjóri í Landsbankanum. Okk- ur fannst sjálfsagt að Kalli hefði völd og visku um allt innan banka- kerfisins. Kalli var okkur hjónum innan handar þegar við keyptum fyrstu íbúðina okkar og hann hafði sterkar skoðanir á því hvernig best væri fyrir ungt fólk að fjárfesta. Sem betur fer fyrir okkur hjónin. Það var þannig að við vorum búin að finna okkur íbúð sem okkur langaði til að kaupa. Á þeim tíma var í boði að fá lán hjá Íbúðalánasjóði og svo þurftum við að fjármagna rest með eigin fé eða aukaláni. Auka- lán var erfitt að fá og við hjónin vorum að gefast upp og farin að reyna að finna okkur leiguíbúð. Kalli frétti af þessu brasi á okkur hjónunum og aðstoðaði okkur við að fá hagstætt lán. Við höfum oft hugsað til hans og hvað við vorum heppin að eiga hann að. Eins var Kalli alltaf áhugasam- ur um líf mitt og hagi á meðan ég stundaði nám í Þýskalandi. Heim- ili þeirra Guðríðar var eitt af fyrstu stoppunum í Íslandsheim- sóknum mínum. Alltaf var ég spurður spjörunum úr af innileg- um áhuga og ég skynjaði alltaf einlægan föðurlegan kærleika. Hann er ómetanlegur sá stuðn- ingur sem þau hjónin veittu mér meðan á námi mínu stóð. Ég verð þeim að eilífu þakklátur fyrir það. Það sem ég á helst eftir að minnast Kalla fyrir er húmorinn og umhyggjan fyrir Guðríði og af- komendum sínum. Húmorinn var oft á tíðum beittur en Kalli hafði sterkar skoðanir og orðheppni hans var einstök. Ósjaldan veltist ég um af hlátri þegar hann var að lýsa sinni sýn á lífið og tilveruna. Þegar við Kalli sáumst síðast mætti hann sérstaklega til að vera við athöfn mér til heiðurs innan frímúrareglunnar. Það lýsir Kalla vel að mæta til þess að styðja mig. Ég náði að faðma hann og fyrir það er ég þakklátur. Hugur minn er hjá þeim sem tengdust Kalla. Við hjónin hugs- um til ykkar allra og vitum að missir ykkar er mikill og sár. Skylda okkar sem þekktum Kalla vel er að halda áfram að segja sögur af honum þannig að yngsta kynslóðin, barnabörnin, fái að kynnast honum í gegnum sögur okkar. Guðmundur Reynaldsson og Þórunn Einarsdóttir. Það eru hverfandi líkur á að maður eigi nokkurn tíma eftir, á þessari lífsleið, að rekast á aðra eins gersemi og hana Fríðu, frænku okkar í Reykjahlíð. Okkur systkinunum var gert það ljóst, af mömmu okkar, strax í bernsku, að Fríða væri alger- lega sérstök manneskja og yrði ekki borin saman við nokkurn mann. Um það bil hálfri öld síðar, þegar við nú kveðjum hana, verð- ur okkur það ljósara en nokkru sinni fyrr að sú var raunin. Þetta hárfína sambland af blíðu og hörku, kaldhæðni og samúð, húmor og meðlíðan. Sam- bland af styrk og viðkvæmni, þol- inmæði og ýtni. Fríða frænka var alveg yndis- leg manneskja, og var okkur í raun sú móðuramma, sem við aldrei fengum að kynnast. Mamma okkar, Kristín Skafta- dóttir í Skeiðháholti, systurdóttir hennar, kom í sveit til hennar sem unglingur og þar með voru henn- ar örlög ráðin. Í þessu umhverfi og í nábýli við Fríðu móðursystur Sveinfríður H. Sveinsdóttir ✝ SveinfríðurHersilía Sveins- dóttir fæddist á Mælifellsá 27. ágúst 1924. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 24. maí 2012. Útför Svein- fríðar fór fram frá Skálholtskirkju 2. júní 2012. sína skyldi hún tak- ast á við þetta líf með kostum og göll- um. Þarna voru ofin tengsl milli frænkn- anna, sem sann- færðu okkur um það að hlutir eins og hugsanaflutningur eru bláköld stað- reynd. Þær frænkur vissu nákvæmlega hvenær eitthvað bjátaði á hjá hinni og gerðu þá eitthvað í mál- inu. Þær voru ekkert alltaf með nefið ofan í kistu hvor annarrar. „Það er ekki til siðs í þeirra ætt.“ En alltaf til staðar og alltaf gal- opið, alveg inn að hjarta. Fríða var hin fullkomna frænka að öllu leyti. Við kveðjum hana með kæru þakklæti fyrir samfylgdina, alla okkar ævi. Frændsystkinum okkar í Reykjahlíð og öllu þeirra fólki vottum við samúð á kveðjustund. Jón, Björgvin Skafti, Anna Fríða og Bjarni Gunnlaugur Skeiðháholti. Hún Fríða, mamma hennar Ernu vinkonu minnar, var ein- stök manneskja og ljúflingur. Ein af mínum uppáhalds samferða- mönnum sem alltaf hafði tíma til að ræða málin, hlæja, njóta líð- andi stundar og umvefja sína nánustu með hlýju sem hún átti ómælda. Sumir hafa mjög sterka og eft- irminnilega áru og Fríða var ein af þeim. Skagfirska stúlkan sem fór í Húsmæðraskólann á Laug- arvatni og kynntist bóndasynin- um frá Reykjum á Skeiðum. Hún sagði mér frá því hvað henni fannst þau ólík, hvað hann var ríf- andi félagslyndur og mikill eld- hugi og hún svona hlédræg. Hún varð auðvitað konan hans Ingv- ars, eignaðist með honum fimm mannvænleg börn og varð hús- freyjan í Reykjahlíð, bóndakonan sem alltaf var svo vel tilhöfð og mikil dama. Það var á mennta- skólaárunum sem kynni okkar hófust, við Erna hittumst á kór- æfingu hjá Þorgerði og náðum fjótlega saman, skemmtilega ólík- ar, hláturmildir grínarar og gát- um sungið saman þindarlaust. Erna, með sína fallegu rödd, hafði nefnilega lært að syngja raddað hjá pabba sínum og allt hennar fólk söng af lífi og sál. Þau tóku mér opnum örmum. Síðsumars ’84 vorum við Fríða á alvarlegum nótum og ræddum sorgina. Hún vildi styrkja mig á sinn hógværa hátt, ræskti sig og sagði: „Ibba mín, lífið er stundum svona erfitt og mundu að þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfa þig.“ Mér varð orðfall. Við vorum staddar í eldhúsinu í Reykjahlíð og hún hafði orðið. Hún vildi deila með mér reynslu sinni af sorginni og ég var svo ung og svo græn að ég kunni ekki við að spyrja neins. Það var aðeins rúmt ár síðan Hjalti dó og ég treysti mér hrein- lega ekki til að taka þátt, heldur hlustaði og íhugaði orð hennar. Ég þurrkaði hnífapörin og lagði þau í skúffuna, varlega, því ég vildi heyra meira. Hún hikaði og hélt áfram: „Þú veist að það fara svo margir í gegnum lífið án þess að nokkuð bjáti á í tilverunni, það fólk hefur ósköp litlu að deila. Þú verður að reyna að muna að þó að þú fáir hnefahögg á sálina þá er það reynsla sem gerir það að verkum að þú getur kannski hjálpað einhverjum öðrum þótt síðar verði.“ Mér fannst þetta alls ekki sanngjarnt en hugsaði mitt, hún gerði sér grein fyrir því. Við helltum upp á kaffi og náðum að setjast í eldhúskrókinn, ræddum aðeins meira um lífið og tilveruna og einhvern veginn fékk hún mig til þess að horfa á sjálfa mig frá öðru sjónarhorni. Hún bætti síð- an við: „Maður gleymir aldrei sorginni, hún er á sínum stað en það er hægt að lifa með henni, það kemur.“ Svo brosti hún og sagði við okkur Ernu, með glettni í augnsvipnum: „Sanniði til, ég held að þið gangið báðar með stelpur og að þær eigi eftir að verða góðar vinkonur.“ Þar var hún sannspá þessi elska. Við eyddum góðum tíma sam- an hjá Ernu og Þorsteini í októ- ber sl. og vorum strax eins og við hefðum hist í gær, við skellihlóg- um, minntumst góðra stunda og glettinna atburða. Þannig vil ég muna yndislega manneskju. Aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Ingadóttir. HINSTA KVEÐJA Fríða sat á friðar stóli falleg og öllum kær. Hennar minning í hugarskjóli Hún geymist, björt og tær. (G. Sig.) Þökkum fyrir hlýjuna, brosin og samfylgdina í gegnum árin. Fjölskyldu og aðstand- endum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. F.h. fjölskyldunnar Reykhól, Guðmundur Sigurðsson. Kvöld er sett, nú sól er gengin undir, silfri ljómar mána frá. Fegurstar svo flýja lífsins stundir, fljúga sem í dansi hjá. Litríkir oss lífsins hverfa þættir, að lokum tjaldið falla má, og grafreitir í vina tárum vættir, verða hinsta skjól vort þá. Jafnvel fljótt (því hljóðlátt hugboð fæðist Helga Aðalsteinsdóttir ✝ Helga Að-alsteinsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 4. nóv- ember 1946. Hún lést í Reykjavík 22. maí 2012. Útför Helgu fór fram frá Neskirkju 31. maí 2012. sem hægur blási vestanblær), endar þessi lífsins ferð, ég læðist til landsins þar sem ró er nær. Ef við mína gröf þá munuð gráta grárri ösku minni hjá, þá skal ég vinir, brátt mig birtast láta og blása‘ af himnum ykkur á. Eins þú, gef mér lítið tár og láttu litla fjólu gröfina‘ á og loks í andans innileik svo máttu yfir mig af mildi sjá. Grát mér tár, og æ! þín blygðast eigi þó yfir mér svo vökni brá, því perla dýrst ég trúi að teljast megi tár þitt, mínu djásni á. (J.H.Campe. þýð. Garðar Guðnason) Helga var mikilsháttar kona. Hún var góð móðir og góð tengdamóðir og amma. Ég var ekki gömul þegar fjölskyldan opnaði faðminn og bauð mig vel- komna og ég varð samstundis ein af hópnum, 18 ára og ástfangin af frumburðinum Garðari. Við unga fólkið bjuggum í kjallaranum í Lauknum sem var svo kallaður (stytting á Sauðlauksdalur, sem félögum Garðars fannst réttnefni á stað sem var svo langt úr al- faraleið sem Breiðholtið var) og var heimili þeirra Helgu og Guðna. Þar varð einnig okkar annað heimili þegar við bjuggum í Noregi en komum til Íslands í jólafríi og á sumrin, og alltaf var nóg pláss fyrir litlu fjölskylduna. Það er ekki sjálfgefið að tengdadóttir og tendamóðir eigi skap saman, en ekki síst fyrir mannkosti Helgu urðu þau sam- skipti alltaf falleg og átakalaus. Helga var hjartahlý og einstak- lega geðgóð og mér leið alltaf vel í návist hennar. Hún hafði sér- staka kímnigáfu sem hún deildi með fjölskyldunni, svo ekki þurfti alltaf mörg orð til að kveikja á hláturvélinni og tárin fóru að renna. Helga var hæg og mild í fram- komu, en undir niðri ólgaði eldur réttlætis og sanngirni. Hún var fylgin sér þegar því var að skipta og hafði einstakan hæfileika á að koma sínum skoðunum á fram- færi á sinn hæga, hlýja og sér- saka hátt. Helga var hispurslaus, hrein og bein. Hún var vinur heim að sækja og það var auðvelt og sjálfsagt að trúa henni fyrir sínum hjartans málum. Hún tal- aði fallega um aðra og hún átti auðvelt með að hrósa og láta í ljós væntumþykju og aðdáun. Það var yfir henni sérstök birta. Ég er innilega þakklát fyrir samfylgd og samveru til 27 ára. Mig langar að enda þetta með orðum Helgu þegar hún kvaddi vitandi hvert stefndi: Við hittumst svo öll seinna á góðum stað. Anna. Það er með mikilli virðingu og þökk sem ég kveð hann afa minn. Um huga minn streyma ljúfar minningar um samskipti okkar í gegnum tíðina og þá ekki síst þegar ég dvaldi fyrir Guðmundur Fertram Sölvason ✝ GuðmundurFertram Sölva- son fæddist í Efri- Miðvík í Miðvík í Aðalvík 24. júlí 1922. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 21. maí 2012. Útför Guð- mundar Fertrams fór fram frá Ísa- fjarðarkirkju 26. maí 2012. vestan á sumrin þegar ég var ung- lingur. Ég vann í fiski á Norður- tanganum og afi sá um fiskibúðina þar. Við hjóluðum saman í vinnuna á morgnana, fórum svo stundum sam- an í kaffinu niður á bryggju, sett- umst þar og borð- uðum bitann sem amma hafði smurt handa okkur. Það voru margar og góðar lexíurnar sem afi kenndi mér. Ég var þá nokkuð hress ung- lingur og hélt að ég mundi nú ekki þurfa á þessari lífsspeki að halda, ég vissi nú betur. Annað hefur síðan komið í ljós á lífsleiðinni og hef ég ótal oft staldrað við og hugs- að um það hvað afi hefði gert í þessum aðstæðum. Afi var einstaklega blíður og góður maður, aldrei man ég eftir að hann hafi skipt skapi, alltaf var stutt í brosið, hláturinn og kímnina ekki síst þegar hann var að „spila“ með „eymingjana“. Afi var harð- duglegur og honum féll aldrei verk úr hendi, hann fór vel með aurinn en var með ein- dæmum örlátur. Þegar ég var lítil man ég eftir að hafa verið að leika mér niðri í geymslu við að mála sköftin á verkfærunum og fela mig í peysuskápnum, í minningunni var þetta eins og paradís. Líf afa hefur örugg- lega ekki alltaf verið auðvelt en hann tók öllu með jafn- aðargeði og aldrei heyrði ég hann kvarta. Seinna meir þegar ég var sjálf komin með fjölskyldu var afi með allt á hreinu, hann fylgdist með hvernig börnin mín döfnuðu og þroskuðust og bað mig ósjaldan um að passa að þau væru nú ekki úti á kvöldin með „kvikindunum“. Maður getur endalaust hugsað aftur í tímann um allar góðu stundirnar okkar saman og hve sárt var að horfa upp á það hversu fljótt hallaði undan fæti hjá afa eftir að amma dó. Það var afa þungbært þegar amma dó fyrir um 4 árum, hann varð einmana en ég trúi því að nú sé afi kominn á frið- sælan og hamingjuríkan stað hjá ömmu og mömmu. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á Í minninganna hljómi Takk fyrir samfylgdina elsku afi minn. Þín, Steinunn Björg. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.