Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 39

Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 39
en víða í Norður-Evrópu er áratuga reynsla fyrir lífgasframleiðslu í lífg- asverum af ýmsum gerðum. Hér á landi er umtalsvert magn hráefnis sem nýta mætti til metan- vinnslu frá landbúnaði, sorpi frá heimilum, fiskiðjuverum og iðnaði. Kristján telur að lífgas og metan gæti verið fýsilegur og sjálfbær orkukostur hér á landi. Fékk ritgerðarstyrk frá Verkís Ritgerð sína skrifaði Kristján á launum hjá Verkís en að námi loknu hóf hann störf hjá fyrirtækinu. Ritgerð hans hefur vakið umtals- verða athygli. Hann hefur haldið fyrirlestra um efni hennar víða um land og er að semja kennslubók um vinnslu á lífgasi. Kristján var leiðbeinandi hjá Vífli, skátafélagi Garðabæjar, var í unglingavinnunni í Garðabæ, var skóflustrákur hjá Háfelli - verktök- um, var smiður hjá Gluggasmiðj- unni í þrjú ár, var málari hjá Polyh- úðum, sinnti tækniaðstoð hjá Símanum, vann við lyfjapökkun hjá Actavis, var vaktstjóri hjá Domino pizzum og starfaði hjá videoleigunni Matur og myndir. Kristján sat í ritnefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ og sat í stjórn Gaia, nemendafélags um- hverfis- og auðlindafræðinga við HÍ. Kristján hóf að renna sér á snjó- bretti eftir að hann hafði brunað niður skíðakennara og nokkra nem- endur í Bláfjöllunum. Hann hefur rennt sér á snjóbrettum frá fermingaraldri og farið í brettaferð- ir til Austurríkis og Ítalíu. Hann segist hafa gaman af að „glamra“ á gítar og les mikið, einkum sögubæk- ur: „Ég les allt sem við kemur sögu, mannkynssögu, Evrópusögu, trúar- bragðasögu, hugmyndasögu og hag- sögu. Það má segja með sanni að ég sé sögunörd og orkunörd.“ En hver verður orka framtíðar- innar? „Framtíðin er oftast og að mestu óráðin. Ég hef það samt á tilfinning- unni að í orkumálum verðum við með bland í poka næstu hálfu öldina en síðan verði einhver ein meg- inaðferð ráðandi. Kannski náum við stjórn á kjarnasamruna og getum nýtt hann til orkuframleiðslu. Það myndi leysa orkuvandann endanlega. Því er hins vegar ekki að heilsa í dag því enn fer meiri orka í að valda slíkum samruna heldur en hann myndar.“ Fjölskylda Dóttir Kristjáns og Evu Bjarkar Gunnarsdóttur, f. 17.4. 1984, er Embla Huld Kristjánsdóttir, f. 19.5. 2004. Systkini Kristjáns eru Eyrún María Ingólfsdóttir, f. 16.9. 1972, lögfræðinemi á Bifröst; Monika Hrönn Ingólfsdóttir, f. 12.7. 1979, fornleifafræðingur í Kópavogi; Ölrún Björk Ingólfsdóttir, f. 23.4. 1981, nemi í dýralækningum í Búda- pest í Ungverjalandi. Foreldrar Kristjáns eru Ingólfur Geir Ingólfsson, f. 10.12. 1950, sjúkraþjálfari, búsettur í Garðabæ, og Dagný Hjaltadóttir, f. 27.2. 1952, sjúkraliði í Garðabæ. Úr frændgarði Kristjáns Hlyns Ingólfssonar Kristján Jóhannsson smiður í Hvammi í Fáskrúðsf. Guðrún Magnúsd. frá Fossárdal í Beruf. Andreas Jakobsen skipstj. í Klakksvík í Færeyjum Elsa Jakobsen húsfr. í Klakksvík í Færeyjum Valgerður Jónsdóttir frá Siglufirði Anna Gunnarsdóttir húsfr. í Hringveri Hallgrímur Jónsdóttir b. í Hringveri í Skagaf. Kristján Hlynur Ingólfsson Ingólfur Geir Ingólfsson sjúkraþjálfari í Garðabæ Dagný Hjaltadóttir sjúkraliði í Garðabæ Ellý María Kristjánsson húsfr. og fiskverkak. á Fáskrúðsf. Hjalti Kristjánsson sjóm. á Fáskrúðsf. Unnur Hallgrímsdóttir húsfr.á Sauðárkróki Ingólfur Nikódemusson húsasmíðam. á Sauðárkróki Nikódemus Jónsson vkm. á Sauðárkóki Þorgeir Jónsson pr. á Eskifirði Þórarinn Hallgrímsson kennari Guðjón Hallgrímsson kennari á Akranesi Jón Nikódemusson jársm. á Sauðárkróki Hallgrímur Ingólfsson fyrrv. tæknifr. Sauðárkróks Jón Hallur Ingólfsson bankam. á Sauðárkróki Umhverfisfræðingurinn Kristján í fullum skrúða í vinnunni. ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 90 ára Árni Guðbrandsson 85 ára Friðrik Sveinsson Gísli Bjarnason Hafliði Frímannsson Sigríður Einarsdóttir Skarphéðinn Pálmason 80 ára Anna Jóhanna Zimsen Haraldur N. Kristmarsson Þorbjörn Klemens Eiríksson 75 ára Guðrún Dóra Hermannsdóttir Hreiðar Sigmarsson Jens Jónsson Þorleifur Jóhannesson 70 ára Benedikt Björgvinsson Jón Tómas Bjarnason 60 ára Atli Arason Birgir Björnsson Eygló Stefánsdóttir Guðrún A. Benónýsdóttir Hanna Þ. Þorgrímsdóttir Kristbjörg Ólafsdóttir Ólafur Svanlaugsson Sigfríð Ingólfsdóttir Viðar Hafsteinn Eiríksson 50 ára Ásdís Vilborg Pálsdóttir Ellert Gíslason Grétar Finnbogason Guðbrandur Guðmundsson Guðmundur R. Ársælsson Jakobína B. Kristjánsdóttir Ólafur Fjalar Ólafsson Ólafur Richard Róbertsson Óskar Jóhann Sigurðsson Ragnar Þór Ólason Skarphéðinn Garðarsson Svavar Þór Annesson 40 ára Arnar Birgir Ólafsson Björk Ormarsdóttir Brandur Gunnarsson Böðvar Tómasson Einar Már Guðmundsson Gísli Þór Bessason Jolanta Þorsteinsson Jóhanna Guðmundsdóttir Pálmi Sigurður Jónasson Ricardas Stonys Twiggy Van De Fonteyne 30 ára Andri Þór Arinbjörnsson Daníel Kári Stefánsson Gabríel Ari Gunnarsson Guðmundur Birgisson Guðmundur Borgar Gíslas. Kolbeinn Kolbeinsson Kristófer Egilsson Sigurður Natan Jóhannesson Til hamingju með daginn 30 ára Leifur ólst uppí Vestmannaeyjum til tólf ára aldurs, en fluttist þá til Reykjavíkur. Hann starfar sem tæknimaður hjá Vodafone. Leifur er söngvari og gítarleikari Ourlives. Maki Marta Rut Trausta- dóttir, f. 1981, nemi í kvik- myndafræði í HÍ. Foreldrar Þóranna Sveinsdóttir, f. 1950, og Kristinn Svavarsson, f. 1947. Leifur Kristinsson 30 ára Ragnhildur ólst upp á Djúpavogi. Hún lauk grunnskólakenn- araprófi frá Kennarahá- skóla Íslands 2006. Hún er grunnskólakennari í Breiðholtsskóla. Maki Valur Gunnarsson, f. 1982, kennari í Verzló. Börn Gunnar Freyr, f. 2009, og Ásdís, f. 2011. Foreldrar Ásdís Þórð- ardóttir, f. 1954, og Sig- urður Gunnlaugsson, f. 1952. Ragnhildur Sigurðardóttir Þórður Ásmundsson, útgerð-armaður, bóndi og kaup-maður á Akranesi, fæddist á Háteigi á Akranesi 7. júní 1884. Hann var sonur Ásmundar Þórð- arsonar, útvegsb. í Elínarhöfða, af Klingenbergsætt, og Ólínu Bjarna- dóttur, dóttur Bjarna Brynjólfs- sonar á Kjaransstöðum og Helgu Ólafsdóttur Stephensen. Þórður lauk prófum frá Flensborg 1906 og gerðist síðan frumkvöðull á ýmsum sviðum atvinnuuppbygg- ingar á Akranesi, oft í samstarfi við aðra. Má þar nefna smíði fyrsta dekkvélbáts Akurnesinga – Fram – sem þá var stærsti vélbáturinn, sem hafði verið smíðaður hér á landi. Hann stofnsetti verslun á Akranesi, hóf þar útgerð, keypti Sandgerð- iseignirnar á Hamrinum, svoköll- uðum, og gerði út með félaga sínum 20 báta í Sandgerði. Þórður og Bjarni Ólafsson skip- stjóri keyptu báta saman og jörð í nágrenni Akraness, þar sem þeir hófu miklar framkvæmdir, keyptu dráttarvél frá Ameríku – Akranest- raktorinn – sem var fyrsta vélknúna landbúnaðartækið sem notað var hér á landi, keyptu fyrstu bifreiðina í Borgarfjarðarsýslu, árið 1922, vöru- bíl, keyptu aðra af tveim fyrstu skurðgröfunum, sem komu til lands- ins og voru frumherjar í vélfryst- ingum, árið 1928. Þeir hófu einnig síldarsöltun á Eyri í Ingólfsfirði, ásamt Halldóri Jónssyni, árið 1919, í Teigastöðinni. Í framhaldi af því gerði Þórður út marga báta til síld- veiða á Siglufirði, auk hefðbundinna veiða á vertíðum frá Akranesi. Þá átti Þórður þátt í smíði fyrstu þilfarsvélbátanna á Akranesi fyrir 100 árum, og þátt í fyrstu nýsmíði báts í Danmörku, árið 1916. Hann rak mjólkurbú í Innstavogi og átti mikil viðskipti við bændur í Borg- arfirði, vann að hafnarbótum á Akranesi og var meðal stofnenda Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness. Þórður var orðheldinn, trygglund- aður og vinfastur, glaður og reifur í kunningjahópi, söngmaður góður og í hvívetna hinn skemmtilegasti fé- lagi. Þórður var kvæntur Emilíu Þor- steinsdóttur. Þórður Ásmundsson lést 3. maí 1943, 58 ára að aldri. Merkir Íslendingar Þórður Ásmundsson 30 ára Sigríður Erna ólst upp í Reykjavík og er bú- sett þar. Hún lauk grunn- skólakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 2007. Sigríður starfar sem grunnskólakennari í Laugarnesskóla. Systkini Helga Björg, f. 1972, Almar Þór, f. 1974, og Hafdís Lilja, f. 1989. Foreldrar Guðbjörg Þor- steinsdóttir, f. 1950, og Þorgeir Hafsteinsson, f. 1952. Sigríður Erna Þorgeirsdóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu 4 VERÐ Á UMGJÖRÐUM 19.900 14.900 9.900 4.900 Sjónmælingar á staðnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.