Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Í sannleika sagt þá er mér ómögulegt að gera
upp á milli sinfónía Beethovens, því það er allt-
af sú sem ég er að vinna með hverju sinni sem
er í mestu uppáhaldi,“ segir Hannu Lintu, en
hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á
tónleikum í kvöld kl. 19:30 og á aukatónleikum
annað kvöld kl. 19:30. Á efnisskránni eru sin-
fónía nr. 8 og sinfónía nr. 9, Óðurinn til gleð-
innar, eftir Ludwig van Beethoven. Einsöngv-
arar kvöldsins eru Hulda Björk Garðarsdóttir,
Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Andrew
Kennedy og Ágúst Ólafsson auk þess sem
Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn
Harðar Áskelssonar tekur þátt í flutningnum.
Með þessum tónleikum lýkur Beethoven-
hringnum svokallaða, en Sinfóníuhljómsveitin
hefur á fernum tónleikum á yfirstandandi
starfsári leikið allar níu sinfóníur Beethovens í
réttri röð. „Þetta hefur verið mjög áhugavert
ferli fyrir mig sem stjórnanda. Ég hef í gegn-
um tíðina margsinnis stjórnað sinfóníum
Beethovens, en aldrei öllum í réttri röð. Sú
nálgun hefur hins vegar opnað augu mín fyrir
því hversu mjög sinfóníurnar eru tengdar í
höfundarverki Beethovens.
Fyrirfram mætti auðveldlega færa rök fyrir
því að 5, 7, 9 og jafnvel 3 sinfónían skeri sig úr í
hópi hinna sinfóníanna. En þegar maður fer í
gegnum verkin í réttri röð þá verður t.d. aug-
ljóst að hann hefði ekki getað samið þriðju sin-
fóníuna nema að undangenginni þeirri annarri
og eins eru hlutir í níundu sinfóníunni sem
ekki hefði verið hægt að hugsa sér án þeirrar
áttundu. Ég hef því lært mjög mikið um
Beethoven sem tónskáld í þessu ferli og það
var ein aðalástæða þess að ég tók verkefnið að
mér,“ segir Lintu og tekur fram að uppsetning
tónleikanna hafi verið mjög krefjandi.
„Venjulega er aðeins leikin ein sinfónía
Beethovens á hverjum tónleikum. Við hófum
verkefnið með því að leika sinfóníur nr. 1, 2 og
3 á einum og sömu tónleikunum. Það er alls
ekki á færi allra hljómsveita því það krefst
gríðarlegs úthalds bæði líkamlega og sálrænt.
Þessi uppsetning skilar tónleikum sem eru
langir og mjög krefjandi fyrir alla hlutaðeig-
andi, en að sama skapi mjög gefandi og
lærdómsríkt.“
Að sögn Lintus eru verk kvöldsins afar ólík.
„Þannig er áttunda sinfónían sú stysta og ní-
unda sinfónían sú lengsta. Bæði verk búa þó
yfir sömu hrynvitfirringu. Hlutir í lokakafla
áttundu sinfóníunnar kallast á við marga staði
í níundu sinfóníunni. Áttunda sinfónían hefur
léttleikandi yfirbragð sem helgast helst af því
að það eru engir hægir kaflar í verkinu, á með-
an níunda sinfónían er mun þyngri og hægari.“
Vinnugleði, orka, nákvæmni og áhugi
Hannu Lintu hefur stjórnað mörgum helstu
hljómsveitum Norðurlanda síðan hann bar sig-
ur úr býtum í Norrænu stjórnendakeppninni í
Bergen árið 1994. Meðal hljómsveita sem hann
hefur stjórnað eru Fílharmónían í Bergen,
Danska útvarpshljómsveitin og Konunglega
fílharmónían í Stokkholmi. Hann hefur um
nokkurt skeið gegnt stöðu aðalstjórnanda við
Fílharmóníuhljómsveitina í Tampere í Finn-
landi, en var nýverið ráðinn aðalstjórnandi
Finnsku útvarpshljómsveitarinnar í Helsinki
og tekur við þeirri stöðu á næsta ári.
Ekki er hægt að sleppa Lintu án þess að
heyra álit hans á hljómburðinum í Eldborgar-
sal Hörpu. „Það er mikið ánægjuefni að Sin-
fóníuhljómsveit Íslands skuli loksins vera
komin í svona gott húsnæði með afbragðs-
hljómi. Hins vegar er ekkert launungarmál að
það tekur allar hljómsveitir nokkurn tíma að
venjast og læra inn á breyttar aðstæður og
hljómburð, jafnvel þrjú til fjögur ár,“ segir
Lintu og bendir á að Sinfóníuhljómsveitin í
Helsinki sé í sömu sporum, en hún flutti í nýtt
tónlistarhús á sama tíma og SÍ flutti í Hörpu.
„Ég er sérlega ánægður með samstarfið við
Sinfóníuhljómsveit Íslands og get í einlægni
sagt að mér líkar andinn sem ríkir í hljóm-
sveitinni. Hann einkennist af mikilli vinnu-
gleði, orku, nákvæmni og áhuga. Mér finnst
líka gott að finna hversu tilbúnir hljóðfæra-
leikararnir eru til að nálgast hlutina á nýjan
hátt og fylgja mér í minni sýn og áherslum,“
segir Lintu og tekur fram að markmið sitt sé
að draga fram öll hin áhugaverðu smáatriði í
tónlist Beethovens. „Þessi smáatriði heyrast
því miður alltof sjaldan, því stundum virðist
eins og hljómsveitarstjórar kynni sér einfald-
lega ekki nóturnar nægjanlega vel.“
„Krefst gríðarlegs úthalds“
Morgunblaðið/Ómar
Áhugavert „Þetta hefur verið mjög áhugavert ferli fyrir mig. Ég hef í gegnum tíðina marg-
sinnis stjórnað sinfóníum Beethovens, en aldrei öllum í réttri röð,“ segir Hannu Lintu.
Óðurinn til gleðinnar
eftir Beethoven ómar í
kvöld og annað kvöld
Starfsstyrkjum Hagþenkis til rit-
starfa var úthlutað við hátíðlega at-
höfn í gær. Alls var úthlutað 14,6
milljónum, en samtals bárust 80
umsóknir um starfsstyrki til rit-
starfa og nam heildarupphæðin
sem sótt var um 40 milljónum.
Úthlutað var styrkjum til 31
verkefnis og hlutu 16 þeirra hæsta
styrk eða 600.000 krónur.
Meðal þeirra sem hlutu styrk
voru Árni Heimir Ingólfsson tón-
listarfræðingur, Jónína Einars-
dóttir mannfræðingur, Ragnar
Stefánsson jarðskjálftafræðingur,
Harpa Björnsdóttir myndlistar-
maður, Jón Viðar Jónsson leiklist-
arfræðingur, Jón Þ. Þór sagnfræð-
ingur, Sigríður Matthíasdóttir
sagnfræðingur og Þóra Björg Sig-
urðardóttir heimspekingur.
Þrjár umsóknir vegna handrits-
gerðar hlutu styrk, samtals 600.000
krónur. Í úthlutunarráði að þessu
sinni voru Arnþór Helgason sagn-
fræðingur, Hilmar Malmquist nátt-
úrufræðingur og Rannveig Lund
menntunar- og uppeldisfræðingur.
Ljósmynd/Ingólfur Júlíusson
Styrkþegar Hagþenkis Alls var úthlutað 14,6 milljónum til 31 verkefnis.
Hagþenkir úthlutar
14,6 milljónum
Franski bandóneonleikarinn
og myndlistarmaðurinn Oli-
vier Manoury opnar sýningu
á vatnslitamyndum frá Ís-
landi í Þjóðmenningarhús-
inu á morgun kl. 17. Á sýn-
ingunni verða landslags-
myndir sem hann hefur
málað á ferðum sínum um
Ísland undanfarin ár, auk
mynda sem afhjúpa reyk-
vískt borgarlandslag með óvæntum hætti. Sýn-
ingin stendur til loka ágúst og verður opin dag-
lega frá kl. 11-17. Á opnuninni mun Olivier,
ásamt eiginkonu sinni Eddu Erlendsdóttur pí-
anóleikara, og fleiri landsþekktum tónlist-
armönnum, leika tónlist fyrir gesti og gangandi
og eru allir boðnir velkomnir.
Myndlist
Vatnslitamyndir
Eitt verka Oliviers.
Tónlistarhátíð unga fólks-
ins verður haldin í fimmta
sinn dagana 8.-19. ágúst.
Hátíðin samanstendur af
námskeiðum, tónleikum og
fyrirlestrum sem allir eru
velkomnir á. Umsóknar-
frestur er til 10. júní nk. Í
ár verður hægt að taka þátt
í hljóðfæra- og söng-
námskeiðum, strengjasveit,
kammernámskeiði og Alex-
andertæknitímum. Allir þátttakendur geta síð-
an sótt fyrirlestra, jógatíma og tónleikaröð svo
fátt eitt sé nefnt. Allar nánari upplýsingar má
finna á vefnum: musicfest.is.
Tónlist
Hátíð ungs fólks
Hátíðin er opin öll-
um tónlistarnemum.
Hugarástand nefnist
sýning Önnu Óskar
Erlingsdóttur sem
opnuð verður í Ljós-
myndasafni Reykjavík-
ur í dag kl. 12. Anna
Ósk lærði ljósmyndun
við TAFE Sunshine
Coast listaskólann í
Ástralíu. Hún hefur fengist við listræna port-
rett- og tískuljósmyndun og hafa myndir
hennar birst á síðum tískutímarita, ljósmynda-
blaða og bóka víða um heim. Sýningin stendur
til 14. ágúst og er opin virka daga kl. 12-19 og
um helgar kl. 13-17.
Ljósmyndir
Hugarástand
Ein mynda Önnu Óskar.
MANOUK
SKART SEM TEKIÐ ER EFTIR
FJÖLBREYTT ÚRVAL -MARGIR LITIR
Töskur
Hanskar
Seðlaveski
Ferðatöskur
Tölvutöskur
Belti
Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Kíktu inn á drangey.is
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
8.500 kr.
14.700 kr.
14.700 kr.
Smáralind
Stofnsett 1934
Sími: 528 8800
drangey.is
Drangey | Napoli