Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 44

Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Ég var að klára verkfræðinám og fékk ekkert að gera. Þá fékk ég sím- tal að vestan þar sem ég var spurður hvort ég væri ekki til í að koma og slægja fisk,“ segir Snævar Sölvi Sölvason, leikstjóri myndarinnar Slay masters. Myndin fjallar um unga menn sem vinna við að slægja fisk í Bolung- arvík og ætla sér að komast á Sjó- mannadagsball en ýmislegt fer öðru- vísi en ætlað er. „Ég fór vestur og var alltaf búinn að ganga um með það í maganum að gera mynd. Með þessari nýju digi- taltækni sá ég að það væri í það minnsta þess virði að prófa að gera mynd í fullri lengd,“ segir Snævar. Hugmyndin að myndinni kom fljótlega eftir að hann mætti til vinnu. „Strax á öðrum degi var mér falið það verkefni að sjá um slæg- inguna því fólkið sem var að vinna þarna var að fara á ball með tilheyr- andi fylleríi. Mér var sagt að ég fengi afleysingastráka með mér og hugsaði ekki mikið meira út í það. Daginn sem ballið stendur til eru svo allir að tala um kvöldið framundan. Ég lít yfir hópinn sem eftir stendur og hugsa með sjálfum mér: Þetta gæti verið góður efniviður í mynd,“ segir Snævar. Leikendur í myndinni eru vinir hans á svæðinu. Gerir hlutina sjálfur Snævar hafði ekki gert neitt á kvikmyndasviðinu áður en hann ákvað að taka upp myndina. Að eigin sögn kunni hann ekki einu sinni á myndavél þegar hann byrjaði. „Ég lék í einhverju leikriti sem lítill púki, annað var það ekki,“ segir Snævar. „Ég lærði að klippa á netinu og nýtti mér þekkingu sem hægt er að sækja þangað. Að vísu hjálpaði vinur minn úr Kvikmyndaskólanum mér við eft- irvinnslu í nokkra daga.“ Um 500 manns hafa séð myndina á tveimur sýningum í Bolungarvík. Myndin var tekin upp í hraðfrysti- húsinu á svæðinu eftir að starfsfólk var farið heim úr vinnu. „Við hrófl- uðum ekki við neinu. Í myndinni er meira að segja verið að vinna með fisk sem síðar var seldur. Fyrir vikið er smáhljóð í vinnuvélunum. Ég vildi ekkert vera að taka sénsinn á því að taka rafmagnið af vélunum því það hefði getað skemmt fisk sem kostar margar milljónir króna. Því settum við bara texta á þau samtöl þar sem heyrðist mikið í vélunum,“ segir Snævar. Kviknaði á peru Flest af því sem gerist í myndinni er byggt á atvikum sem áttu sér stað í raun og veru. „95% af því sem fram kemur í myndinni er eitthvað sem komið hefur upp í alvöru. Þeir sem hafa séð þetta segja að ef þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vilja sjá hvernig slægingarvinna virkar þá ættu þeir að sjá þessa mynd,“ segir Snævar Undirtektir hafa verið góðar að sögn Snævars. „Fólk veit alveg af því að við erum byrjendur. Ýmislegt hefði mátt fara betur. En áhorf- endum virðist alveg sama og hafa tekið vel í þetta. Það gefur til kynna að sagan sé þétt og í henni litríkar persónur,“ segir Snævar. Hann stefnir að frekari frama í kvikmyndaheiminum. „Það kviknaði á ljósaperu fyrir ofan höfuðið á mér við gerð þessarar myndar: Þetta er það sem ég vil gera. Auðvitað er þetta bransi þar sem menn ströggla í fleiri fleiri ár. En ég segi: Það er betra að ströggla við eitthvað sem maður hefur ánægju af en að gera eitthvað sem veitir manni enga ánægju þótt í því felist starfs- öryggi,“ segir Snævar. Slay masters verður sýnd í Há- skólabíói í dag og á morgun, 7. og 8. júní, kl. 18 í sal 1. Úr slægingu á ballið  Leikstjórinn fékk hugmynd að kvikmyndinni Slay Mast- ers í vinnunni  Hafði aldrei komið nálægt kvikmyndagerð Leikstjórinn Snævar Sölvi Sölvason leikstýrði Slay Masters. MEDIA, sjóður Evrópusambands- ins til eflingar evrópskri kvik- myndagerð og -menningu, hefur valið Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem eina af fimm- tán áhugaverðustu kvikmynda- hátíðunum í Evrópu, að því er fram kemur í tilkynningu frá RIFF. Sjóð- urinn styrkir um 90 hátíðir á ári hverju. MEDIA kynnti hátíðirnar fimm- tán á nýlokinni kvikmyndahátíð í Cannes og gaf út kynningarrit af því tilefni. Í ritinu er velt upp þeirri spurningu hvernig „hátíð í svona litlu eylandi geti náð þvílíkri stærð hvað varðar dagskrá, áhorfenda- fjölda og umfjöllun á alþjóðavett- vangi“, að því er fram kemur í til- kynningunni. Þykir RIFF setja fordæmi um það hverju kvik- myndahátíðir geti áorkað þegar kemur að kvikmyndamenningu í Evrópu. RIFF hvetur íslenska kvik- myndagerðarmenn til þess að senda myndir á hátíðina í ár sem haldin verður 27. september til 7. október. Morgunblaðið/Kristinn Framúrskarandi Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, hefur unnið gott starf. RIFF á lista MEDIA yfir fimmtán áhuga- verðustu kvikmyndahátíðir Evrópu LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar PROMOTHEUS 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power) SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 4 - 7 - 10 MEN IN BLACK 3D Sýnd kl. 5:45 - 8 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 10:15 -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 Moonrise Kingdom MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS PROMETHEUS KL. 5.50 - 8 - 10.15 16 SNOW WHITE AND THE... KL. 8 - 10.15 12 MIB 3 3D KL. 6 10 SLAY MASTERS KL. 6 PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16 MOONRISE KINGDOM KL. 5.50 - 8 - 10.10 L SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 9 12 MIB 3 3D KL. 9 10 GRIMMD:SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10 MBL PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 PROMETHEUS 2D KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 8 - 10.40 12 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 10 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L LEITIN AÐ UPPRUNA OKKAR GÆTI LEITT TIL ENDALOKANNA „SCOTT ... TEKST AÐ SKAPA RAFMAGNAÐA STEMNINGU Í PROMETHEUS“ -V.J.V., SVARTHOFDI.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.