Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við erum í miklum fram-
kvæmdum í sumar við göngustíga
á friðlýstum svæðum,“ sagði Aðal-
björg Birna Guttormsdóttir, deild-
arstjóri á deild náttúruverndar hjá
Umhverfisstofnun. Á vegum Um-
hverfisstofnunar hefur verið unnið
að því í sumar að laga svæði sem
lentu á svonefndum „rauða lista“
og „appelsínugula lista“ þegar
gerð var athugun á þolmörkum og
ástandi ferðamannastaða árið 2010.
Víða unnið að stígagerð
Í sumar hefur m.a. verið unnið
að gerð göngustígs við Dynjanda í
Arnarfirði. Þar lögðu hönd á plóg
bæði verktakar og erlendir sjálf-
boðaliðar. Unnið er við göngustíga
í Vatnsfirði og framkvæmdir að
hefjast við göngustíga í Grábrók-
argígum í Borgarfirði og við Eld-
borg á Mýrum. Áfram verður unn-
ið við göngustíga við Gullfoss en
þar var einnig unnið í fyrrasumar.
Þar er búið að gera nýja göngu-
palla, afmarka og bera í göngu-
stíga. Einnig verða göngupallar á
Hveravöllum lagaðir og endur-
bættir í sumar.
Sjálfboðaliðar eru í Þórsmörk
þar sem þeir vinna við að laga
gönguleiðir í samvinnu við Skóg-
rækt ríkisins og Landgræðslu rík-
isins. Þá hefur einnig verið unnið
við göngustíga í Dyrhólaey og á
fleiri svæðum. „Við erum í start-
holunum á friðlýstum svæðum úti
um allt land,“ sagði Aðalbjörg.
Fáir Íslendingar
bjóða sig fram
Umhverfisstofnun fær um 200
erlenda sjálfboðaliða til starfa í
sumar. Sumir eru hér allt sumarið
við störf en aðrir dvelja skemur.
Aðalbjörg sagði að ekki hefði
gengið sem skyldi að fá íslenska
sjálfboðaliða til starfa við göngu-
stígagerð. Það var reynt í fyrra-
sumar en fáir gáfu sig fram.
Morgunblaðið fjallaði á föstudag
um slæmt ástand á mörgum
gönguleiðum og taldi Andrés Arn-
alds hjá Landgræðslunni nauðsyn-
legt að grípa til aðgerða þess
vegna. Þær gönguleiðir eru oft ut-
an friðlýstra svæða í heild eða að
hluta eins og Laugavegurinn og
Fimmvörðuháls.
Aðalbjörg sagði að Umhverfis-
stofnun héldi við þeim hluta
Laugavegarins sem er innan frið-
landsins, það er svæðinu í kringum
Hrafntinnusker, og er það gert í
samvinnu við Ferðafélag Íslands.
Aðalbjörg sagði að Ferðafélagið
hefði einnig séð um þann kafla
Laugavegarins sem liggur frá frið-
landinu og niður í Þórsmörk.
Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Dynjandi í Arnarfirði Vinnuvél flytur fyllingarefni í göngustíginn. Svo annast sjálfboðaliðarnir frágang stígsins.
Víða er unnið að gerð göngu-
stíga á friðlýstum svæðum
Um 200 útlendir sjálfboðaliðar leggja Umhverfisstofnun lið í sumar
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Nýtt strandveiðitímabil hófst 1. júlí.
Heimild er fyrir um 2300 tonna veiði
á fjórum svæðum við landið.
Árni Sigtryggsson hefur sótt sjó í
22 ár. Hann rær á þriggja tonna trillu
á sumrin. Þess á milli starfar hann
sem húsasmiður. Hann gerir út frá
Hafnarfjarðarhöfn. ,,Það er lítið at
hérna í Faxaflóanum. Af einhverjum
ástæðum er best veiði hérna fyrir
sunnan á vorin, en það er langmest
veiði á Vestfjörðum,“ segir Árni.
Um 160 bátar gera út frá svæði D
sem nær til Faxaflóa. Heimild er fyr-
ir veiðum á 225 tonnum á því svæði
sem er lægsta veiðiheimild allra
svæða. Árni segir að 280 krónur fáist
fyrir hvert kíló sem er um 120 krón-
um minna en fékkst í upphafi sum-
ars.
Sumt mætti betur fara
Hann telur fyrirkomulag strand-
veiða ágætt þó sumt mætti betur
fara. ,,Það á vonandi eftir að þróast.
Mörgum er illa við 14 klukkutíma há-
markið,“ segir Árni en bátum er ein-
ungis leyfilegt að vera að veiðum í 14
klukkustundir í einu. ,,Ég er á ferð-
inni í 5 tíma til og frá þeim stað sem
ég veiði á. Það gefur því augaleið að
stundum gefst ekki nægur tími til að
stunda veiðarnar eins og maður
vildi,“ segir Árni.
Hann leggur af stað á milli kl. 4 og
5 á morgnana en er kominn aftur til
baka um kl. sex að kvöldi til.
Hámarksafli á dag er 740 kíló. Árni
segir að aflabrögð séu slæm um þess-
ar mundir í Faxaflóa. Í gær fékk
hann um 600 kíló af þorski. ,,Minnst
hef ég fengið rétt um 100 kíló. Þá er
ekkert annað að gera en að reyna á
öðru svæði daginn eftir. Svo fær mað-
ur fréttir af hinum. Stundum eru allir
í einum hnapp að veiða,“ segir Árni.
Í júlímánuði er heimild fyrir 858
tonna veiði á svæði A, 611 tonn má
veiða á svæði B, 661 tonn á svæði C
en 250 tonn á svæði D. Heildarheim-
ild er því 2305 tonn fyrir landið allt. Í
júnímánuði voru 680 bátar að strand-
veiðum. Í gær voru 918 bátar á veið-
um þegar best lét um tólf á hádegi,
samkvæmt upplýsingum frá Land-
helgisgæslunni. Í júní var heimild
fyrir 525 tonna veiði á svæði D en 20
tonn stóðu eftir við lok mánaðarins.
Þau færast yfir á júlímánuð.
„Stundum eru allir í einum hnapp“
Nýtt strandveiðitímabil hafið Um 120 króna verðlækkun orðið á kílóverði á þorski frá því í vor
Heimild fyrir um 2.300 tonna veiði á strandveiðisvæðunum fjórum 918 bátar á veiðum í gær
Nýtt strandveiðitímabil
» Nýtt strandveiðitímabil
hófst 1. júlí.
» Um 280 krónur fást fyrir
hvert kíló af þorski.
» Heimild er fyrir um 2300
tonnum af afla í júlí.
» Árni Sigtryggsson er
nokkuð ánægður með
strandveiðifyrirkomulagið en
vonast til þess að sjá það
þróast.
» Hann segir suma ósátta
við að geta einungis verið 14
klukkutíma að veiðum í einu.
Morgunblaðið/Eggert
Landar aflanum Árni Sigtryggsson kemur hér til hafnar í Hafnarfjarðarhöfn síðdegis í gær með um 600 kíló af
þorski. Nýtt strandveiðitímabil hófst 1. júlí og er heimild fyrir veiðum á um 2.300 tonnum í mánuðinum.
Þeirri hugmynd hefur oft verið hreyft í umræðunni um
ástand vinsælla ferðamannastaða að láta ferðamenn
borga gjald fyrir að heimsækja þá eða fyrir að ganga vin-
sælar leiðir. Tekjunum yrði svo varið til þess að standa
undir viðhaldi þessara staða.
Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, deildarstjóri hjá Um-
hverfisstofnun, var spurð álits á slíkri gjaldtöku. Hún
benti í því sambandi á stofnun Framkvæmdasjóðs ferða-
mannastaða sem fær tekjur af gistináttagjaldi. Fjármagn
úr honum á að renna til uppbyggingar ferðamannastaða. Hún taldi heimild
skorta í lögum til að rukka ferðamenn beint fyrir að ganga tilteknar leiðir.
„En sú hugmynd hefur komið upp að koma fyrir söfnunarkössum svo
fólk geti skilið þar eftir smá framlög til að viðhalda leiðunum. Það er gert
víða erlendis,“ sagði Aðalbjörg.
Kassar fyrir frjáls framlög?
FERÐAMANNASTAÐIR LÁTA Á SJÁ VEGNA MIKILS ÁGANGS SÉ
EKKI BRUGÐIST VIÐ ÁLAGINU OG ÞEIM HALDIÐ VIÐ
Aðalbjörg Birna
Guttormsdóttir
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
staðfest ákvörðun matsnefndar um
að íslenska ríkið skuli greiða 13,9
milljónir í bætur til bænda á Suður-
landi vegna riðusmits sem greindist
í kind á bænum.
Riða greindist í kind frá bænum
haustið 2007. Matsnefnd eignar-
námsbóta mat tjón bóndans og varð
niðurstaða hennar að það væri 13,9
milljónir. Ríkið var ósátt við niður-
stöðu nefndarinnar, en dómarinn
taldi að niðurstaða matsnefndar
væri í meginatriðum rétt. Ríkinu
var gert að greiða 600 þúsund kr. í
málskostnað.
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Dómur Bændur fengu bætur.
Greiði bætur
vegna riðu
Óskað var eftir
aðstoð lögregl-
unnar á Selfossi í
dag vegna deilna
sem brutust út
eftir að ökumað-
ur olli miklum
gróðurskemmd-
um á landi í Út-
hlíð. Ökumað-
urinn ók inn í
skóglendi með
tilheyrandi skemmdum. Hann seg-
ist hafa orðið að bregðast við þegar
önd gekk skyndilega í veg fyrir bíl-
inn.
Lögreglan fór á vettvang og
greiddi úr málinu. Var ljóst talið að
ökumaðurinn yrði að greiða ein-
hverjar bætur vegna tjónsins sem
hann olli.
Önd fipaði
ökumann
Tjón Önd varð völd
að útafakstri.