Morgunblaðið - 03.07.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012
Í fyrrasumar viðruðu valda-menn í Reykjavík ýmsar af-
sakanir fyrir óræktinni. Meðal
þess sem þá var
nefnt var að sprett-
an hefði verið
óvenjulega mikil
sökum vætutíðar.
Glöggt mátti sjá að
minna hafði rignt á
Seltjarnarnesi en í
Reykjavíkurborg.
Var áberandi hve
rigningin hafði
fylgt borgarmörkunum og mun
það vera einsdæmi í veraldar-
sögunni.
Í ár vill svo til að leikurinnendurtekur sig. Enn gerist
það að gras og illgresi sprettur
fyrirstöðulaust í borgarlandinu
en helst í skefjum handan borgar-
markanna.
Og nú er það væntanlega ekkivætutíðin sem stuðlar að
stjórnlausri sprettunni í Reykja-
víkurborg, heldur brakandi
þurrkurinn sem hefur valdið því
að ekki verður við neitt ráðið.
En þurrkurinn hefur ekki leik-ið grasflatirnar á Seltjarn-
arnesi jafn grátt og þar hefur ill-
gresið ekki getað nýtt sér hann til
að vaxa bæjarbúum upp í hné.
Þar er af einhverjum ástæðumenn jafn snyrtilegt um að lit-
ast og í fyrra. Og í Reykjavík er
af jafn óútskýrðum ástæðum enn
jafn ósnyrtilegt og í fyrra.
Það eina sem fyrir liggur er aðskýringanna er ekki að leita í
Ráðhúsi Reykjavíkur, því eins og
borgarstjóri hefur bent á þá
stjórnar hann ekki snjókomunni
og þá örugglega ekki gróð-
ursprettunni heldur.
Jón Gnarr
Kristinsson
Stjórnar ekki
sprettunni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 14 skýjað
Akureyri 13 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 12 skýjað
Vestmannaeyjar 10 skýjað
Nuuk 8 léttskýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 13 skúrir
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 21 heiðskírt
Dublin 17 skúrir
Glasgow 16 alskýjað
London 16 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 20 skýjað
Berlín 22 heiðskírt
Vín 33 heiðskírt
Moskva 26 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 25 heiðskírt
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 32 léttskýjað
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 30 skýjað
Montreal 25 léttskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 31 skýjað
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:12 23:54
ÍSAFJÖRÐUR 2:07 25:08
SIGLUFJÖRÐUR 1:44 24:57
DJÚPIVOGUR 2:29 23:36
„Mótið tókst vel og nú er aðalvand-
inn fyrir hestamenn að láta tímann
aðeins líða og vera ekki að draga of
miklar ályktanir eftir mótið, heldur
fagna því að mótið tókst vel og nýta
það besta. Við höldum áfram að
þróa þann viðburð. Næsta mót verð-
ur á Hellu og það er næsta verkefni
að gera það vel úr garði,“ sagði
Haraldur Þórarinsson, formaður
Landssambands hestamannafélaga,
aðspurður hvernig Landsmót 2012 í
Víðidal í Reykjavík hefði tekist.
Snýst um þá sem lifa af hestum
„En við þurfum jafnframt að taka
umræðuna um hvernig við viljum
láta þennan viðburð þróast inn í
framtíðina. Mesta vandamálið er að
hrinda engum frá, stuða ekki neinn
og fara ekki að draga þær ályktanir:
„Reykjavík og aldrei nema Reykja-
vík.“ Við eigum að forðast slíkar
umræður og reyna að láta þennan
viðburð sem slíkan þróast og þrosk-
ast í höndunum á okkur,“ sagði
Haraldur og bætti við: „Í mínum
huga hefur þetta aldrei snúist um
svæðið heldur um hestinn og þá
sem lifa af honum. Hvernig við get-
um nýtt þennan viðburð þannig að
fleiri geti komið inn í þetta og gert
hestinn að sínu lifibrauði. Það er
okkar keppikefli að láta ekki neitt
villa okkur af þeirri braut.“
ipg@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsmót hestamanna Það var mikið um dýrðir í Víðidalnum í Reykjavík í síðustu viku. Þegar mótið stóð sem hæst á laugardagskvöldið var brekkan þétt
setin eins og sést og nutu gestir í senn veðurblíðu og einstakra gæðinga á vellinum. Næsta landsmót hestamanna verður haldið á Hellu.
„Þróum
þennan við-
burð áfram“Full búð
af fallegum
fatnaði á alla
fjölskylduna!
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200