Morgunblaðið - 03.07.2012, Qupperneq 11
gönguferð í upphafi, meðal annars
til að halda á okkur hita. Svo stopp-
um við, helst þar sem er falleg nátt-
úra og skjól, og þar eru gerðar æf-
ingar. Allar æfingarnar eru
standandi jógaæfingar, svo útfæri
ég þannig að þær passi því umhverfi
og þeim aðstæðum sem við erum í
hverju sinni,“ segir Ragnheiður og
bendir þar sérstaklega á tímana þar
sem kalt er í veðri. „Það er til dæm-
is ekki hægt að leggjast niður í
ískaldan snjóinn.“
Líka fyrir byrjendur
Í bók Ragnheiðar má finna leið-
beiningar fyrir öndunaræfingar,
jógaæfingar, næringu og ýmislegt
fleira sem getur nýst jógaiðkendum.
„Þetta eru meira og minna þær æf-
ingar sem við höfum verið að gera í
hópunum,“ útskýrir Ragnheiður.
„Þegar ég hef spurt fólk úr hóp-
unum hvort það hafi verið duglegt í
pásunni yfir sumarið hef ég komist
að því að oft stoppar það fólk að
muna æfingarnar ekki nákvæmlega
og þá gerir það ekki neitt,“ segir
hún. „Mér fannst því ágætt að vera
með bók þannig að fólk gæti flett
upp í henni og rifjað upp. Það þarf
oft bara að sjá myndina og þá
kviknar á perunni,“ segir Ragnheið-
ur og bætir við að bókin henti ekki
einungis þeim sem hafa stundið jóga
áður. „Ég fékk einstaklinga sem
hafa ekki gert jóga áður til að prófa
að gera æfingarnar eftir lýsingum í
bókinni og það gekk ágætlega hjá
þeim þannig að fólk á að geta bara
verið með bókina þó það sé ekki
vant að gera jóga,“ segir Ragnheið-
ur. „Svo er náttúrulega mikilvægt
fyrir byrjendur og lengra komna að
muna að hlusta á líkamann.“
Nánari upplýsingar má finna á
vefsíðunni www.anda.is.
Hressandi Ragnheiður Ýr segir tilvalið að stunda jóga úti í náttúrunni og hefur haldið útijógatíma frá árinu 2007.
Hún segir bókina Útijóga henta öllum sem vilja stunda jóga, alveg sama hvort þeir hafi gert það áður eða ekki.
Morgunblaðið/G.Rúnar
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012
Tour de Hvolsvöllur, ein magnaðasta
götuhjólreiðaáskorun landsins, fer
fram laugardaginn 7. júlí. Er þetta í
annað sinn sem áskorunin fer fram
og stefnir í metþátttöku í ár, en
áskorunin var endurvakin í fyrra
með vel heppnuðum hjólreiðadegi.
Boðið er upp á þrjár vegalengdir: 110
km frá Reykjavík, 48 km frá Selfossi
og 14 km frá Hellu fyrir þá sem vilja
taka þetta á rólegu nótunum. Tíma-
taka verður frá Reykjavík og Sel-
fossi, auk þess sem bætt hefur verið
við liðakeppni frá Reykjavík.
Frábær þátttaka var á lengstu
leiðinni í fyrra en 64 skráðu sig til
leiks á þeirri vegalengd en um 120
manns tóku þátt í heildina. Þeir sem
hraðast fóru yfir komu í mark á rúm-
um þremur tímum og verður spenn-
andi að sjá hvort einhverjir geri bet-
ur í ár.
Hjólaleiðin liggur að stórum hluta
eftir þjóðvegi 1 og eru vegfarendur
því beðnir um að sýna aðgát meðan
á áskoruninni stendur en sjálfsagt
að hvetja þátttakendur.
Fjöldi manns kemur að Tour de
Hvolsvöllur og verða vel valdir aðilar
á hverri stöð sem sjá til þess að allt
gangi vel og snurðulaust fyrir sig.
Við endamarkið á Hvolsvelli verð-
ur tekið vel á móti þátttakendum og
fylgdarfólki þeirra með dagskrá í
miðbænum frá kl. 10.00. Allar nánari
upplýsingar um áskorunina og dag-
skrána á Hvolsvelli má nálgast inni á
www.hvolsvollur.is.
Tour de Hvolsvöllur um helgina
Stefnir í metþátttöku
Dugnaður Keppendur í Tour de Hveragerði. Áskorunin fer fram um helgina.
Garpar Vinningshafar síðan í fyrra saman komnir eftir góða keppni.
Vert er að minna á Hleðsluhlaupið á Ísafirði sem hlaupið er
fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Næsta hlaup verður því
nú á fimmtudaginn, 5. júlí, og hefst kl 18:00 við hringtorg
hjá Ísafjarðarkirkju, þ.e í hjarta Ísafjarðar.
Hlaupnir eru 5 km á hlaupastígum og er leiðin alveg flöt
og góð til að ná hraða og er tímataka í hlaupinu. Einnig er
boðið upp á 2,5 km hlaup/göngu og 11 km hjólreiðar eftir
hraðbraut frá Ísafirði, langleiðina út á flugvöll og til baka.
Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Umsjón-
armenn Hleðsluhlaupsins eru Benni Sig (bennisig@vik-
ari.is) og Martha Ernstdóttir.
Hleðsluhlaupið á Ísafirði
Hressandi Sum-
arhlaup.