Morgunblaðið - 03.07.2012, Side 12

Morgunblaðið - 03.07.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Óvenjusólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri í nýliðnum júnímánuði. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 320,6 og hafa aðeins einu sinni orðið fleiri í júní. Það var 1928 þegar þær mældust 338,3. Sól skein nú 159 stundir umfram meðallag í júní. Samanlagt eru sólskinsstundir í maí og júní í Reykjavík nú 617 stundir og hafa aldrei mælst svo margar í þessum tveimur mánuðum samanlagt. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 258,4 og er það 82 stundum yfir meðallagi. Sólskins- stundirnar voru ámóta margar á Akureyri í júní 2010. Þá kemur fram í yfirliti Trausta að mjög þurrt var á landinu í júní og úrkoma alls staðar minni en í meðalári. Þurrkarnir voru óvenjulegastir um landið vestanvert, allt frá Reykjanesskaga í suðri norður og austur um til Skagafjarðar. Úrkoma hef- ur aldrei mælst jafnlítil í júní á fjölmörgum stöðv- um á þessu svæði, m.a. í Stykkishólmi þar sem mælt hefur verið samfellt í júní frá 1857. Úrkoman í Stykkishólmi mældist nú aðeins 0,6 millimetrar. Úrkoma mældist 13,8 mm í Reykjavík og er það aðeins 28 prósent meðalúrkomu. Ámóta þurrt var í Reykjavík í júní í fyrra (2011) og sömuleiðis mæld- ist úrkoma litlu minni 2008 og 1980. Þurrasti júní í Reykjavík var 1971 en þá mældist úrkoma aðeins 2,1 millimetri. Á Akureyri mældist úrkoman í júní 9,9 mm og er það um 35 prósent meðalúrkomu. Á Höfn í Horna- firði mældist úrkoman aðeins 12,6 mm. Þetta er minnsta júníúrkoma þar um slóðir frá 1991. sisi@mbl.is Sólríkasti júnímánuður í 84 ár  Úrkoma minni en í meðalári alls staðar á landinu  Ekki hefur mælst minni úrkoma í Stykkishólmi í júní en þar hefur verið mælt samfellt frá árinu 1857 Morgunblaðið/Kristinn Sólskin Landsmenn nutu einmuna veðurblíðu í síðasta mánuði. Víða kom varla dropi úr lofti. Meðalhiti í Reykjavík mældist 10,7 stig, 1,7 stigum ofan með- allags og er þetta áttundi hlýj- asti júnímánuður sem vitað er um í Reykjavík. Júní 2010 var þó hlýrri en júní nú. Í Stykkishólmi var meðalhit- inn 9,7 stig og er það 1,6 stig- um yfir meðallagi. Mun kaldara var um landið austanvert. Á Akureyri var meðalhitinn 8,9 stig, eða 0,3 stigum undir meðallagi, og á Egilsstöðum var hiti 1,3 stigum undir meðallagi. Júní í fyrra (2011) var þó talsvert kaldari norðaust- anlands heldur en sá nýliðni, segir í yfirliti Trausta Jóns- sonar. Hlýtt syðra HITANUM VAR MISSKIPT Í gærmorgun opnaði Toyota á Ís- landi nýjar höfuðstöðvar sínar í Kauptúni 6 í Garðabæ. „Eftir rúmlega fjörutíu ára veru í Kópavogi erum við að flytja höf- uðstöðvarnar í Kauptún í Garðabæ,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Toyota, og bætir við: „Við höfum verið hér og þar um bæinn. Við höfum verið á dálítið mörgum stöðum, bæði í Reykjavík og Kópa- vogi, og aðalbreytingin er sú að nú er öll þjónusta fyrirtækisins komin undir eitt þak.“ Að sögn Páls er verulegur þjón- ustuauki fólginn í hinu nýja húsnæði en þar má finna nýja og notaða bíla, verkstæðismóttöku, varahlutaversl- un o.fl., allt á sama stað. Þá bendir hann á að nk. laugar- dag verði Toyota með bílasýningu þar sem GT 86 sportbíllinn frá Toyota verður m.a. til sýnis ásamt öðrum spennandi bílum. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Nýjar höfuðstöðvar Toyota opnaðar í Garðabæ Samtökin Íslandrover hefur und- anfarin á staðið fyrir sumarhátíð Land Rover áhugamanna, þar sem eigendur og áhugamenn þessara bíla, íslenskir sem út- lendir, hittast og skemmta sér saman í Húnaveri, á mótum Langadals og Svartárdals. Hátíð- in mun standa yfir frá föstudeg- inum 13. júlí til sunnudagsins 15. júlí. Á laugardag verður boðið upp á jeppaferð, þrautabraut og vegasalt. Um kvöldið mun hóp- urinn grilla saman og skemmta sér. Íslandrover útvegar kol og grill en fólk kemur sjálft með matinn. Á sunnudeginum verður gengið frá „og við tökum kannski einhverja hálendisleið til baka,“ segir í tilkynningu. Nánar á isl- androver.is. Hátíð í Húnaveri Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík hyggst óska eftir upplýsingum um kjör og aðbúnað þess vinnufólks í Kína sem starfar við framleiðslu á lopapeysum sem seldar eru á Íslandi. Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, segir handverksfólk, sem hafi tekjur af því að prjóna og selja lopapeysur, hafa áhyggjur af sam- keppninni við fyrirtæki sem láti prjóna fyrir sig erlendis. „Við höfum fengið ábendingar frá handverkskonum sem eru ósáttar með sína stöðu, að í auknum mæli séu menn að flytja inn erlendar lopapeys- ur til að selja á Íslandi,“ segir Aðal- steinn. Hann segist ekki líta svo á að íslensk ull og íslensk hönnun jafngildi íslenskri framleiðslu ef varan er fram- leidd erlendis. Hann hafi m.a. heyrt í aðila sem flytji inn lopapeysur frá Kína og Lettlandi en þær séu merkt- ar „Íslensk hönnun úr íslenskri ull“. „Það stendur hvergi „Made in Latvia“ og þá er bara ekki verið að segja allan sannleikann,“ segir Aðal- steinn og ber þetta saman við þegar erlent grænmeti var flutt inn og merkt íslenska fánanum af því það var flokkað á Íslandi. „Það er lágmarkskrafa að þetta sé merkt sem vara sem er ekki fram- leidd á Íslandi, jafnvel þótt hún sé úr íslensku hráefni,“ segir Aðalsteinn. Innfluttar lopapeysur verði merktar sem slíkar  Vilja láta kanna aðbúnað í Kína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.