Morgunblaðið - 03.07.2012, Side 14
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Veiðin hefur farið afar vel af stað í
Veiðivötnum í ár. Í fyrstu vikunni
veiddust rúmlega 3000 silungar og á
upplýsingasíðu Veiðivatna kemur
fram að fara þarf níu ár aftur í tím-
ann til að sjá jafngóðar tölur eftir
fyrstu vikuna. Í aflanum voru 1843
urriðar og 1232 bleikjur. Í dag er
von á tölum eftir tvær veiðivikur en
veiðimenn sem hafa verið í vötn-
unum snúa ánægðir heim.
„Það getur verið mjög ævin-
týraleg veiði hérna en stundum
fiskast minna, eins og gengur,“ sagði
Bryndís Magnúsdóttir í gær, en hún
hefur um árabil þjónustað veiðimenn
á svæðinu. Mest var veiðin í Stóra-
Fossvatni, þar sem aðeins er veitt
með flugu, og í Snjóölduvatni. Veitt
er með 100 dagstöngum á svæðinu
og eru því venjulega vel á annað
hundrað manns við Veiðivötn.
Sá stærsti rúm níu pund
Ágæt urriðaveiði hefur verið á sil-
ungasvæðunum í Laxá í Þingeyj-
arsýslu undanfarið. Erlendum veiði-
mönnum fjölgar nú þegar líður á
sumarið og að sögn Bjarna Hösk-
uldssonar veiðieftirlitsmanns hafa
Bretar verið á þurrfluguveiðum í
Laxárdal og gengið vel; þeir hafa
tekist á við stóra fiska og meðal ann-
ars fengið tvo 59 cm langa.
„Á dögunum voru Ítalir að veiða á
Staðar- og Múlatorfu og voru með 30
eftir daginn, allt upp í 57 cm fiska,“
segir Bjarni. „Þá hefur verið ágæt
veiði í Mývatnssveitinni en svolítið
hefur borið á minni fiski en síðustu
sumur, sem er bara jákvætt, hann
verður orðinn stærri næsta ár.
Veiðimaður sem var að veiða við
Arnarvatn í gær sagði allt hafa
kraumað hjá sér en það gekk illa að
fá þá stóru til að taka, en hann sá þá
svo sannarlega og sýndi þeim allar
flugur í boxinu.“
Stærsti urriði sumarsins í Laxá
það sem af er vó rúm níu pund og
veiddist í Miðkvísl, þar sem stíflan
var sprengd um árið. Annar stór-
fiskur tók þar nokkrum dögum síð-
an, hjá frönskum veiðimanni. „Það
var ekki sá sami, því sá fyrri var
drepinn. Þessi lét veiðimanninn hafa
mikið fyrir sér og sást vel áður en
hann kvaddi. Það eru stórir fiskar í
þessari á,“ sagði Bjarni.
Það fréttist af góðri
bleikjuveiði í vötnum víða,
meðal annars í Hrauns-
firði á Snæfellsnesi þar
sem hópar þriggja og
fjögurra veiðimanna
hafa fengið tugi fiska. Í
Þingvallavatni hafa
menn líka veitt vel und-
anfarið, sumir veiði-
menn jafnvel tíu, tutt-
ugu vænar bleikjur,
fyrir utan murtuna
sem gleður ungviðið.
„Það eru stórir
fiskar í þessari á“
Ágæt urriðaveiði í Laxá Afar góð byrjun í Veiðivötnum
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012
Betri heimtur á
meðlagsgreiðsl-
um árið 2011
Greiðslugeta meðlagsgreiðenda eykst
AFP
Börn Heildarupphæð meðlagskrafna
hefur hækkað jafnt og þétt frá 1993.
BAKSVIÐ
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Heimtur upp í meðlagskröfur voru
mun betri árið 2011 en árin á undan
en mismunur milli krafna og
greiðslna var rúmar 753 milljónir í
fyrra, samanborið við 934 milljónir
2010 og 944 milljónir 2009. Forstjóri
Innheimtustofnunar sveitarfélaga
segir að svo virðist sem ákveðinn
stöðugleiki sé að komast aftur á en
margir samverkandi þættir spili inn í
þessa jákvæðu þróun.
Kröfur vegna meðlaga námu rúm-
um 3,2 milljörðum árið 2011, 3,17
milljörðum 2010, 3,25 milljörðum
2009 og 2,95 milljörðum 2008. Tæp-
lega 2,46 milljarðar fengust greiddir
upp í kröfurnar í fyrra, sem er eins
og fyrr segir nokkuð meira en und-
anfarin ár. Jón Ingvar Pálsson, for-
stjóri Innheimtustofnunar, segir að
merkja megi á greiðslugetu með-
lagsgreiðenda að minna rót sé á
tekjum og atvinnu en síðustu miss-
eri.
„Svo er ýmislegt annað sem kem-
ur til,“ segir Jón Ingvar. „Við erum
til dæmis búin að setja í góðan far-
veg aðhald að vinnuveitendum varð-
andi kröfur í laun. Síðan má ekki
gleyma að fullt af fólki flutti til Norð-
urlandanna og það eru að farnar að
skila sér greiðslur til okkar þaðan,
sem betur fer. Og það munar um
minna; þarna er fólk sem er komið
með góðar tekjur og hefur meiri
greiðslugetu, en þetta er fólk sem
var hér á atvinnuleysisskrá eða með
lágar tekjur,“ segir Jón Ingvar.
Hann segir hugsanlegt að þarna
spili einnig inn í ákvörðun, sem tekin
var á síðasta ári, um að skuldajafna
meðlagskröfur við útborgaðar inn-
eignir vegna vaxtabóta hjá öllum
skuldurum, líka þeim sem höfðu gert
ívilnunarsamninga við Innheimtu-
stofnun.
Þeim sem sækja um slíka ívilnun-
arsamninga hefur þó ekki fækkað,
þrátt fyrir að greiðslugeta virðist al-
mennt hafa aukist, en Jón Ingvar
segir að á milli 150-250 manns sæki
um undanþágur í hverjum mánuði.
„Þetta er töluverður fjöldi sem sækir
um, sumir í örfáa mánuði vegna
tímabundinna erfiðleika en aðrir
sækja um til langframa. Þannig að
fjöldinn getur sveiflast talsvert til,“
segir hann.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit-
arfélaga sendi í síðustu viku bréf til
nokkurra sveitarfélaga þess efnis að
skuldir þeirra væru of háar og að
þörf væri á áætlun um niðurgreiðslu
þeirra. Þetta varð niðurstaða nefnd-
arinnar að lokinni yfirferð ársreikn-
inga ársins 2011 og fjárhagsáætlana
vegna áranna 2012-2013. Um er að
ræða þau sveitarfélög sem skulda yf-
ir 150% af reglulegum árstekjum. Í
bréfinu er tekið fram að sveitar-
félögin standist ekki fjárhagsleg við-
mið skuldareglu sveitarstjórnarlaga
en þar eru ákvæði um að slík sveit-
arfélög setji sér áætlun um niður-
greiðslu skuldanna.
Í bréfi eftirlitsnefndarinnar er
sveitarfélögum gefinn frestur til 1.
september til þess að senda inn
áætlun viðkomandi sveitarstjórna
um niðurgreiðslur skulda.
Reynt var að afla upplýsinga um
fjölda sveitarfélaga sem hefðu feng-
ið bréf send að þessu sinni, en starfs-
maður eftirlitsnefndarinnar hjá
innanríkisráðuneytinu neitaði að
upplýsa blaðið um fjöldann, að sinni.
Vilja að skuldsett sveitarfélög
geri áætlun um niðurgreiðslur
Morgunblaðið/Eggert
Skuldir Reykjavíkurborg er í hópi
nokkurra skuldugra sveitarfélaga.
Fengu bréf í
síðustu viku frá
eftirlitsnefndinni
Skuldug sveitarfélög
» Frá 1. janúar 2012 mega
skuldir sveitarfélaga ekki vera
yfir 150% af árstekjum.
» Þau sem skulda meira fengu
bréf frá eftirlitsnefnd með fjár-
málum sveitarfélaga í síðustu
viku þar sem frestur var veittur
til 1. september til að senda
inn áætlun um niðurgreiðslur.
Veiði hófst 1. júlí í þeim lax-
veiðiám sem síðast eru opn-
aðar. Víða hefur frést af ágætri
byrjun, til að mynda í Miðá í Döl-
um. Einn veiðimaður fékk fimm
laxa þar á þeim klukkutíma sem
hann veiddi á sunnudagskvöldið
og morguninn eftir veiddust 11.
Veiðin hófst formlega í
Eystri-Rangá á sunnudag og
veiddust þá 30 laxar, mest stór-
lax fyrir klakkisturnar. Með
klakveiði sem stunduð var
seinni hluta júnímánaðar, eins
og síðustu ár, hafa þá veiðst um
150 laxar, sem er mun meira
en áður á þeim tíma, en
þá hafa mest 72
verið komnir í
veiðibókina, að
sögn Einars
Lúðvíkssonar.
Níu laxar
veiddust í
Breiðdalsá
fyrsta veiðidag-
inn, og var sá
stærsti 90 cm
langur.
Eystri-Rangá
byrjar vel
LAXVEIÐIÁR OPNAÐAR
Veiðimaður
með laxa úr
Eystri-Rangá.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sporðadans Urriði hefur tekið flugu veiðimanns í Laxárdal. Vænir fiskar hafa veiðst á svæðinu undanfarið.
24.230
er fjárhæð meðlags.
20.844
er sá fjöldi barna sem greitt var
meðlag með. Hann var 21.203 árið
2010.
10.747
meðlagsgreiðenda eru karlmenn en
541 kona.
687
móttakendur meðlagsgreiðslna voru
fæddir árið 1972 og er það stærsti
aldurshópurinn meðal þeirra.
‹ MEÐLAG 2011 ›
»
Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum
Frí flugubox
Krókar fylgja öllum túpum
www.frances.is
Heimsþekktar flugur
atvinnumanna