Morgunblaðið - 03.07.2012, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012
✝ Kristinn Krist-insson fæddist
á Sólvangi í Hafn-
arfirði 20. apríl
1958. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 24. júní 2012.
Hann var sonur
hjónanna Kristins
Kristinssonar,
húsasmíðameist-
ara, f. í Reykholti í
Borgarfirði 3. október 1937 og
Guðrúnar Sveinsdóttur, lækna-
ritara, f. á Barðsnesi við Norð-
fjörð 7. desember 1934, d. 24.
ágúst 2011. Kristinn var elstur
af fimm systkinum, þau eru: 1)
Sigríður, f. 1959, maki Bergur
Þorgeirsson, f. 1958. 2) Bergljót,
f. 1962, maki Andrés I. Guð-
mundsson, f. 1957. 3) Sveinn, f.
1964, maki Ásta Rut Sigurð-
ardóttir, f. 1966. 4) Dagbjört, f.
1966, maki Matthías Jónasson, f.
1966.
Þann 26. desember 1981
lendssyni, f. 8. mars 1983. Börn
þeirra eru Erlendur Óli, f. 1.
nóvember 2008 og Kristinn Leó,
f. 31. janúar 2012. c) Tinna
Björk, f. 28. maí 1988, í sambúð
með Brynjari Rafni Ólafssyni, f.
20. maí 1987.
Kristinn lauk barnaskóla í
Kópavogi 1971, Víghólaskóla,
1975, 4. stigi í Vélskóla Íslands
1979 og sveinsprófi í vélvirkjun
1980. Hann var vélvirkjanemi í
Vélsmiðjunni Kletti hf. 1978-80,
vann í Vélsmiðju Hafnarfjarðar
1982-83, í fiskimjölsverksmiðju
hjá Ströndum hf. á Reykjanesi
1983-85, var vélstjóri hjá Sjóla-
stöðinni hf. á Otri 1985-89 og hjá
Meitlinum hf. á Jóni Vídalín
1989-91. Hann var vélstjóri hjá
Vinnslustöðinni hf. á Hoffelli SU
80 sem síðar varð Jón Vídalín
VE 82, 1991-2002 og yfirvél-
stjóri frá 2002 þangað til hann
veiktist vorið 2011. Kristinn
lauk grunnnámi í rafvirkjun frá
FB samhliða starfi vorið 2009.
Hann gerðist meðlimur í Frí-
múrarareglunni árið 2006.
Kristinn og Steinunn Lilja
bjuggu allan sinn búskap í Hafn-
arfirði.
Kristinn verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 3. júlí 2012, kl. 13.
kvæntist Kristinn
Steinunni Lilju Sig-
urðardóttur. Stein-
unn Lilja er fædd
24. september 1958
á Sólvangi í Hafn-
arfirði. Foreldrar
hennar voru Sig-
urður Dagnýsson,
verkamaður í Hafn-
arfirði, f. 25. júlí
1925 á Seyðisfirði,
d. 3. nóvember
2002 og Katrín Sigurðardóttir,
f. 24. júlí 1926 á Norðfirði, d. 5.
mars 1962. Uppeldismóðir
Steinunnar Lilju var Helga
Sveinsdóttir, f. 18. nóvember
1920, d. 4. desember 2002. Börn
Kristins og Steinunnar eru: a)
Katrín Helga, f. 28. febrúar
1977 í Reykjavík, gift Snæbirni
Sigurðssyni, f. 31. mars 1977.
Börn þeirra eru Sigurður Ari, f.
12. júlí 2003 og Kristinn Páll, f.
21. september 2007. b) Guðrún
Harpa, f. 21. apríl 1983 í Reykja-
vík, í sambúð með Sigurði Er-
Elsku pabbi minn, stórt skarð
hefur nú myndast í lífi mínu.
Hugsunin um það að þú sért far-
inn særir svo mikið að orð fá því
ekki lýst. Ég sit með tárin í aug-
unum og rifja upp allar minning-
arnar um þig, sem hefðu átt að
verða svo miklu fleiri. Þú sem
varst svo ótrúlega lífsglaður og
viljugur að rækta fjölskylduna.
Við áttum margar ógleymanlegar
stundir saman sem ég er svo
þakklát fyrir að hafa átt með þér.
Þar má nefna kvöldstundirnar
okkar við eldhúsborðið þar sem
við spiluðum á spil og öll ferðalög-
in þar sem maður var ósjaldan
settur á landakortið til að þylja
upp allt sem fyrir augu bar. Þú
varst svo drífandi og viljugur að
stunda áhugarmálin með okkur
systrunum, þær eru mér minnis-
stæðar allar skemmtilegu skíða-
ferðarnar í Bláfjöll og Skálafell
þar sem þú varst búinn að græja
allt og kominn að sækja mig um
leið og skólinn var búinn. Þú varst
mikill tónlistarunnandi og frábær
gítarspilari og vaktir alltaf mikla
lukku hvar sem þú spilaðir. Ég á
mikið eftir að sakna þess að heyra
þig ekki spila á gítarinn og syngja.
Það er mér einnig minnisstætt
þegar ég var í yngri bekkjum
grunnskólans og þú komst, ásamt
fleiri foreldrum, og hélst starfs-
kynningu um vélstjórastarfið á
sjó. Ég man hvað ég var montin
að eiga svona flottan pabba. Mér
fannst alltaf svo gaman að fara
með mömmu að sækja þig þegar
þú varst að koma heima af sjón-
um. Minningin um þig þreyttan
en glaðan, alskeggjaðan með sjó-
pokann á öxlinni og rembingskoss
situr svo fast í huga mér. Þegar þú
komst í land varstu aldrei verk-
efnalaus, þú fannst þér alltaf ein-
hvað að gera og nýttir alla daga til
fulls. Ég er svo ótrúlega glöð að
hafa fengið þig og mömmu í heim-
sókn til mín til Danmerkur vorið
2010, sú ferð verður lengi í minni
höfð.
Eins og við systurnar og
mamma segjum þá varst þú klett-
urinn okkar, sterki pabbi okkar
sem gat allt. Þú varst svo hand-
laginn og allt sem þú tókst þér
fyrir hendur gerðir þú af fullum
hug. Þú og mamma hafið alltaf
verið svo samrýmd og eignast allt
ykkar með eigin dugnaði. Ég hef
oft hugsað hversu heppin ég er að
hafa fæðst inn í svona samrýmda
fjölskyldu og átt þig og mömmu
sem foreldra. Þú og mamma hafið
alla tíð verið svo kærleiksrík og
lagt fyrir okkur systurnar lífsgild-
in og erum við endalaust þakklát-
ar fyrir það.
Elsku yndislegi pabbi minn, ég
kveð þig með ólýsanlegum sökn-
uði og sorg. Ég mun aldrei
gleyma þér.
Þín
Tinna Björk.
Elsku yndislegi pabbi minn er
búinn að kveðja þennan heim, svo
alltof ungur. Við sem áttum eftir
að gera svo margt saman. Mikið
rosalega er sárt að hugsa til þess
að eiga ekki eftir að hitta hann aft-
ur.
Margar góðar minningar
streyma fram í hugann meðan ég
sit hérna með tárin í augunum að
skrifa þær niður á blað.
Eins og t.d. þegar pabbi fór
með mig í inntökupróf í Rokk-
lingana. Við æfðum okkur heima
áður, pabbi spilaði á gítar og ég
söng með, svo þegar á hólminn
var komið þá þorði ég ekki að
syngja.
Eitt sumarið er mér mjög
minnisstætt en þá tókum við
pabbi okkur til og fórum í sund
snemma á morgnana þegar hann
var í landi og syntum eins og her-
foringjar og lágum svo í pottinum
þegar við vorum búin.
Pabbi var mikill matmaður og
ég veit um fáar manneskjur sem
var eins gaman að bjóða í mat.
Honum fannst nánast allt gott og
kláraði alltaf matinn sinn, og
sagði svo þegar hann var búinn:
Þetta var alveg æðisgengið, Guð-
rún mín.
Pabbi spilaði á gítar og gerði
mikið af því, fór með gítarinn með
sér nánast hvert sem hann fór.
Það var alltaf svo notalegt að vera
heima hjá mömmu og pabba og
hlusta á hann spila á gítarinn. Ég
man þegar við systurnar vorum
litlar þá tók pabbi oft upp á kass-
ettu meðan hann spilaði og við
sungum saman. Ég var alltaf svo
stolt af að eiga pabba sem var
svona flinkur á gítar.
Pabbi keypti sér atvinnuhús-
næði fyrir nokkrum árum og var
að vinna við það, í sínum frítíma,
að gera það fínt. Hann gat verið
þar tímunum saman þegar hann
var í landi. Svo var hann að fá mig
til að hjálpa sér við það að teikna
húsnæðið upp í teikniforriti, og
það sem hann hafði gaman af því
að fylgjast með því og læra.
Hann hafði svo gaman af afa-
strákunum sínum og var svo stolt-
ur af þeim. Ljómaði alltaf allur
þegar ég kom með strákana mína
til hans. Ég verð dugleg að segja
þeim sögur af afa Didda, hvað
hann var góður maður.
Elsku pabbi minn, að þurfa að
kveðja þig er það erfiðasta sem ég
hef þurft að gera í mínu lífi. Við
sem vorum svo lík. Við erum eins,
eins og þú sagðir.
Hver minning sem ég á um þig
er mér sem dýrmæt perla.
Ég elska þig óendanlega mikið,
pabbi minn, ég mun aldrei gleyma
þér.
Takk fyrir allt.
Þín pabbastelpa,
Guðrún Harpa.
Elsku afi Diddi.
Við eigum svo góðar minningar
um þig. Okkur fannst svo gaman
þegar þú spilaðir á gítarinn og
fékkst okkur til að syngja með
þér. Og þegar þú bauðst okkur í
heita pottinn með þér, það var sko
fjör.
Við söknum þín svo mikið.
Við kveðjum þig með þessari
bæn:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Takk fyrir allt.
Þínir afastrákar,
Sigurður Ari, Kristinn Páll,
Erlendur Óli og Kristinn
Leó.
Hann stóri bróðir minn er dá-
inn. Burtu tekinn í blóma lífsins,
aðeins 54 ára gamall.
Hann sem alltaf var til staðar
fyrir alla, ávallt tilbúinn að rétta
hjálparhönd, óþreyjufullur og
orkumikill.
Hann sem leiddi mig um ref-
ilstigu unglingsáranna, kynnti
mig fyrir lífi hinna fullorðnu, oft-
ast tilbúinn að hafa litlu systur
með í för.
Hann sem spilaði stóru Bítla-
bókina með mér aftur á bak og
áfram, pældi í gegnum flókin grip
og kenndi mér allt sem ég kann á
gítar.
Hann sem söng og spilaði dú-
etta með mér uppi á herbergi öll
unglingsárin og jafnan er við hitt-
umst eftir það.
Hann sem leyfði mér að spila á
bassa í bílskúrsbandinu sínu, upp-
örvandi og fullur vissu um getu
litlu systur.
Hann sem hjálpaði mér óum-
beðinn að gera við fyrstu bíl-
skrjóðana sem ég eignaðist.
Hann sem aldrei bað um neitt
en lagði hart að sér alla tíð að sjá
fyrir fjölskyldu sinni þannig að vel
væri.
Hann sem neitaði að skilja
hugsunarhátt útrásarvíkinga og
sá ekki framlegðina sem þeir sáu.
Hann sem var samkvæmur
sjálfum sér, hreinskiptinn og full-
ur af umhyggju.
Elsku Lilja og dætur, yljum
okkur við ljúfar minningar um
Didda stóra bróður minn, þær
verða ekki frá okkur teknar.
Bergljót Kristinsdóttir.
Það er sárt að þurfa kveðja ást-
vini sem eru enn í blóma lífsins en
við verðum að trúa því að einhver
tilgangur sé þar að baki. Diddi
bróðir kvaddi okkur á sólríkum og
björtum júnídegi. Eftir baráttu
við krabbamein í rúmt ár var von-
in tekin frá okkur og viku fyrir
andlát sitt fékk hann inni á líkn-
ardeild, þar sem hann lést þann
24. júní.
Í hópi fimm systkina var Diddi
elstur, en ég yngst. Við ólumst
upp í stórri samheldinni fjöl-
skyldu í Reynihvammi í Kópavogi
þar sem alltaf var líf í tuskunum.
Það eru níu ár á milli mín og
Didda og þegar ég hugsa til baka
man ég eftir dúfnakofanum hans,
stóra hjólinu, gítarspili, Fíatinum
úti í bílskúr sem hann var alltaf að
laga og hve erfiðlega gekk að
vekja hann á morgnana. Ég man
þegar hann kynntist Lilju og enn
betur þegar þau birtust með Kötu
með sér sem þá var um tveggja
ára gömul.
Diddi var mikill fjölskyldumað-
ur, ákveðinn og með mikla rétt-
lætiskennd en umfram allt mikið
ljúfmenni. Fjölskyldan var í
fyrsta sæti hjá honum og hann
vantaði sjaldnast í okkar föstu við-
burði. Hans fyrsta verk þegar
hann kom af sjó var að koma við
hjá mömmu og pabba áður en
hann fór heim til sín. Eftir að
mamma kvaddi okkur fyrir tíu
mánuðum, passaði hann að kíkja
reglulega til pabba á meðan hann
hafði heilsu til, ég veit að þeirra
heimsókna verður sárt saknað.
Þegar framkvæmdir lágu fyrir
þá lá Diddi ekki á liði sínu. Hann
gekk rösklega til verks og eftir
hann liggja mörg handtök í Kiðja-
bergi og á Barðsnesi sem hvoru
tveggja eru sameiginlegir fjöl-
skyldustaðir. Hann fékk snemma
áhuga á ættfræði og varð með
tímanum uppflettibók fjölskyld-
unnar um fjölskyldu- og ættar-
tengsl aftur í tímann. Gítarinn
hefur verið órjúfanlegur hluti af
Didda frá því að ég man eftir mér.
Hann var fljótur að pikka upp ný
lög og var hrókur alls fagnaðar
þegar við fjölskyldan gerðum
okkur glaðan dag. Hann leið-
beindi syni okkar sem stundar gít-
anám og lét hann vita að hann yrði
að taka við sem undirleikari.
Elsku Lilja, Kata, Harpa og
Tinna, þetta er stór missir og sár
söknuður sem við fjölskyldan
þurfum að vinna úr og við munum
án efa sameinast um að styðja
hvert annað í því sem öðru.
Dagbjört Kristinsdóttir.
Diddi mágur, skólabróðir en
umfram allt vinur minn verður
jarðaður í dag.
Ég hitti þig fyrst vorið ’88, ég
nýtekinn saman við Dæju litlu
systur þína. Í fyrstu fannst mér
þú vera heilli kynslóð á undan
mér, ráðsettur með konu og þrjár
dætur og að auki nokkuð sjóaður
sem vélstjóri. Ég var nýútskrif-
aður úr vélskólanum og því nokk-
uð viss um að verða tekinn í bak-
aríið, svona grænn sem ég var. Sá
ótti reyndist ástæðulaus því þú
tókst mér strax sem jafningja og
sagðir: „Maður var sjálfur jafn
vitlaus til að byrja með.“
Árin liðu, bilið minnkaði og vin-
Kristinn
Kristinsson
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
RANNVEIG ÁRMANNSDÓTTIR,
Lindasíðu 2,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn
23. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Bestu þakkir til starfsfólks Hlíðar og Bakkahlíðar fyrir góða
umönnun.
Guð blessi ykkur.
Hákon Aðalsteinsson,
Ármann Þ. Björnsson, Ellen Þorvaldsdóttir,
Aðalsteinn Hákonarson, Sigurlína Hilmarsdóttir,
Elías Hákonarson, Dröfn Jónsdóttir,
Hákon Hákonarson, María B. Ívarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, faðir, tengdafaðir
og afi,
KRISTINN H. BENEDIKTSSON
ljósmyndari,
Grindavík,
lést laugardaginn 23. júní
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði miðvikudaginn 4. júlí kl. 15.00.
Benedikt Sveinsson, Þórdís Kristinsdóttir,
Steinunn M. Benediktsdóttir, Sverrir Friðbjörnsson,
Svava B. Benediktsdóttir, Gestur Kristjánsson,
Jóel Kristinsson, Linda Þóra Grétarsdóttir,
Hildur Sigrún Kristinsdóttir, Pétur L. Lentz,
Rakel Kristinsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
TRAUSTI KRISTINSSON
vörubifreiðastjóri,
Laufásvegi 50,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtu-
daginn 28. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Halla Guðný Erlendsdóttir,
Málhildur Traustadóttir, Guðmundur Vésteinsson,
Anna Erla Guðbrandsdóttir, Egill Sveinbjörnsson,
Margrét Traustadóttir, Ámundi Halldórsson,
Hjördís Steina Traustadóttir, Kristinn Jónsson,
Erlendur Traustason, Björg Sigrún Ólafsdóttir,
Þórður Ólafur Traustason, Ágústa Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓHANN JÓHANNSSON,
Lindasíðu 2,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn
27. júní.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 5. júlí kl. 13.30.
Svava Valdimarsdóttir,
Lovísa Sigurðardóttir, Þorsteinn Guðnason,
Jóhanna Hartmannsdóttir,
Bjarki Sigurðsson, Hólmfríður Jónasdóttir,
Valdimar Sigurðsson,
afa- og langafabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og dóttir,
ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi, deild
B7, miðvikudaginn 27. júní, verður jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 5. júlí
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands.
Sigurður Vilhjálmsson,
Brynjar Hólm Sigurðsson, Anna María Sveinsdóttir,
Guðrún Lilja Sigurðardóttir,
Hafliði Már Brynjarsson, Sigurður Hólm Brynjarsson,
Guðrún Stefanía Jóhannsdóttir.