Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012
✝ Erla Jóhanns-dóttir, hjúkr-
unarfræðingur,
fæddist á Heiði á
Langanesi 13. nóv-
ember 1930. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
23. júní 2012.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hann Snæbjörn
Snæbjörnsson
húsasmiður frá Barká, Hörg-
árdal, f. 2. sept. 1902, d. 2. sept.
1978 og Lára Lárusdóttir, hús-
freyja, frá Heiði á Langanesi, f.
12. des. 1908, d. 8. apr. 1998.
Systkini Erlu eru Bragi, f. 7.
okt. 1931, d. 18. júní 2010, Arn-
þrúður Heiðrún, f. 15. des. 1932,
d. 21. mars 1990, Hörður, f. 18.
júlí 1934, Baldur, f. 18. júlí 1934,
Birna, f. 26. sept. 1938, Her-
mann, f. 25. sept. 1941, Sigrún,
f. 15. des. 1942, Sæmundur
Snorri, f. 22. mars 1947, Lárus
Margeir, f. 11. ágúst 1948,
Trausti, 12. maí 1951.
Erla giftist Hauki S. Magn-
ússyni, lækni, 1954. Foreldrar
hans voru Magnús Björgvin
Guðmundsson frá Sleðbrjótsseli
í Jökulsárhlíð, f. 3. febr. 1897,
Langanesi. Hún var í Héraðs-
skólanum á Reykjum í Hrúta-
firði 1944 til 1946, Húsmæðra-
skólanum á Akureyri 1948 til
1949. Lauk námi frá Hjúkr-
unarskóla Íslands árið 1954.
Hún hélt til Kaupmannahafnar
árið 1950. Þar dvaldi hún um
eins árs skeið og vann á sauma-
stofum Illum Magazin. Hún sett-
ist á skólabekk í Hjúkr-
unarskóla Íslands árið 1951. Að
loknu prófi árið 1954 starfaði
hún við hjúkrun en var einnig
heimavinnandi húsmóðir milli
þess sem hún vann hjúkr-
unarstörf. Hún starfaði á
handl.d. Landspítalans í nokkra
mánuði að loknu prófi, á sjúk-
arhúsi Akraness frá janúar 1955
til október 1956, á Kleppsspítala
frá febrúar 1957 til 1960. Hún
vann á gjörgæsludeild Borg-
arspítalans frá opnun deild-
arinnar til ársins 1975 en þá hóf
hún störf á Flókadeild Klepps-
spítalans, göngudeild fyrir
drykkjusjúklinga, og starfaði
þar næstu tíu árin. Eftir það
starfaði hún á hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu eða þar til hún
lét af störfum árið 2002. Erla
flutti með fjölskyldu sinni til Eg-
ilsstaða árið 1962 og bjó þar
næstu fimm árin. Þaðan fluttist
fjölskyldan til Svíþjóðar 1968 og
bjó hún þar næstu tvö árin.
Útför Erlu verður gerð frá
Áskirkju í Reykjavík í dag, 3.
júlí 2012, og hefst athöfnin
klukkan 13.
og Jónína Geir-
mundsdóttir frá
Hóli í Hjalta-
staðaþinghá, f. 10.
okt. 1901, d. 19. maí
1962. Börn þeirra
eru: 1) Jóhann upp-
lýsingafulltrúi, f. 1.
nóv. 1953, maki
Ingveldur G. Ólafs-
dóttir dag-
skrárgerðarmaður,
f. 26. nóv. 1959.
Fyrri maki Jóhanns var Þórdís
Ósk Sigtryggsdóttir, f. 19. okt.
1954, börn þeirra eru: a) Sig-
tryggur Ari, f. 15. júní 1974 og
b) Erla, f. 23. maí 1983, 2) Magn-
ús framkvæmdastjóri, f. 13. nóv.
1954, maki Ragnheiður Hall-
dórsdóttir, f. 4. jan. 1959, börn
þeirra eru: a) Haukur Sig-
urbjörn, f. 14. febr. 1981, maki
Julia Staples, f. 5. nóv. 1979, b)
Salóme Katrín, f. 3. sept. 1995,
c) Guðmundur Björgvin, f. 19.
apr. 1997, 3) Jónína Eir hjúkr-
unarfræðingur, f. 12. nóv. 1961,
maki Ingólfur Guðjónsson, f. 1.
júní 1959, börn þeirra eru: a)
Steingrímur Gauti, f. 26. sept.
1986, b) Brynjólfur Haukur, f.
16. apr. 1996.
Erla óst upp á Þórshöfn á
Hún mamma er dáin. Eftir
að hafa hlýtt á úrskurð um ban-
vænan sjúkdóm lagðist hún í
sjúkrarúm sitt á Landspítalan-
um í Fossvogi og lést aðeins
nokkrum sólarhringum síðar.
Það var engu líkara en hún
hefði ákveðið innra með sér að
nú væri komið nóg. Tveimur
dögum fyrir andlátið sagði hún
æði skýrt og greinilega við okk-
ur sem hjá henni vorum: „Ég
segi það satt, ég dey innan
tveggja daga. Það er búið að
segja mér það.“ Enginn gat
hafa sagt neitt slíkt við hana og
í mínum eyrum hljómaði þetta
sem yfirþyrmandi vitrun.
Mamma mín var sannkallað-
ur forkur. Hún var hlýjan og
festan. Hún var aginn og rétt-
sýnin. Hún var skjólið og ör-
yggið, ekki aðeins fyrir okkur
systkinin, heldur einnig barna-
börnin sem hún annaðist svo vel
í uppvextinum. Það gerði hún
ekki síst með því að fá þeim
eitthvað að gera, kenna þeim að
vinna ýmis verk líkt og hún
hafði gert við sín börn. Sjálfur
var ég varla nema tíu ára þegar
ég var orðinn bærilega þjálf-
aður í uppvaski og pönnuköku-
bakstri. Tengslin við hana urðu
sterk af þessum sökum, einnig
barnabarnanna og þegar dró að
leiðarlokum sást vel hve óum-
ræðilega vænt þeim þótti um
ömmu sína.
Erla Jóhannsdóttir, móðir
mín, fæddist á Heiði á Langa-
nesi 13. nóvember 1930. Hún
var elst 11 barna Láru Lár-
usdóttur húsmóður frá Heiði og
Jóhanns Snæbjörns Snæbjörns-
sonar húsasmíðameistara úr
Hörgárdal. Hún lærði því
snemma að annast yngri systk-
ini sín og létta ömmu heim-
ilisstörfin á Þórshöfn. Vinnu-
semina og ábyrgðina endurkvað
hún síðar með sínum börnum
og barnabörnum. Ekki aðeins
það, því hún ræktaði einnig
sambandið við stórfjölskyldu
sína, systkinin og stækkandi
fjölskyldur þeirra.
Þegar mamma fór um ferm-
ingaraldur til náms við Héraðs-
skólann að Reykjum í Hrúta-
firði vissi hún áreiðanlega ekki
að þar með væri hún svo gott
sem farin að heiman. Fjölskyld-
an fluttist að vísu skömmu eftir
stríð frá Þórshöfn til Borgar-
ness og þar bar fundum aftur
saman.
Eftir nám við Húsmæðra-
skólann á Akureyri og ársdvöl í
Kaupmannahöfn innritaðist hún
í Hjúkrunarskóla Íslands. Það-
an brautskráðist hún árið 1954.
Á þeim tíma voru aðeins skráð-
ar 133 hjúkrunarkonur í föstum
stöðum á öllu landinu. Um 80 til
viðbótar áttu aukaðild að Félagi
íslenskra hjúkrunarkvenna eða
voru þar heiðursfélagar. Íbúar
landsins voru um 150 þúsund og
lætur því nærri að einn hjúkr-
unarfræðingur hafi verið um
hverja eitt þúsund íbúa. Nú er
einn hjúkrunarfræðingur fyrir
hverja 100 íbúa. Þessi breyting
endurspeglar mikil umskipti og
uppbyggingu heilbrigðiskerfis-
ins í meira en hálfa öld. Þessar
breytingar upplifði mamma og
tók stolt þátt í þeim.
Mamma var mikið heimavið
síðustu árin enda fór krafturinn
þverrandi. Það er tómlegt að
horfa nú á stólinn hennar í eld-
húsinu. Merkin um hana eru
alls staðar en hún er hvergi. Ég
sé mynd af henni í fullu fjöri.
Ég horfi á skó hennar og finn
enn ilminn af henni.
En hún er farin. Ég sakna
hennar óumræðilega mikið en
hugga mig við að hún lifir
áfram með okkur afkomendun-
um. Blessuð sé minning hennar.
Jóhann Hauksson.
Hún situr efst á steintröpp-
unum og horfir hlæjandi út á
hlaðið. Sólin hlær líka í heiðinni
og brosir blítt við Heiði svona í
leiðinni. Þær eru skemmtilegar
þessar tvær, sólin og litla stúlk-
an og ekki svo ólíkar. Húsið er
reisulegt og nýbyggt steinhús
sem pabbi hennar byggði. Það
stendur á mörkum hins byggi-
lega heims og næsti viðkomu-
staður er sennilega norðurpóll-
inn. En hún hugsar ekki mikið
um það. Hún á allt lífið fram-
undan og ískalt hafið og gróð-
urlítið umhverfið breytir engu
þar um. Þeir sem byggðu þenn-
an stað voru hugdjarfir og helj-
armenni. Þeir óttuðust ekkert
og það gerir hún ekki heldur.
Hún fær þetta allt með móð-
urmjólkinni. Þannig byrjaði
þetta einhvernveginn. Lífið
hófst og það eina sem var
öruggt þá var að því myndi
ljúka einhverntímann. Hún var
elst margra systkina og lærði
fljótt að vinna og bera ábyrgð á
öðrum. Það var hennar skylda í
lífinu. En hún var sérstök og
skar sig úr fjöldanum. Hún vildi
sjá meira og kynnast þessum
heimi sem Guð hafði ákveðið að
gefa henni hlutdeild í. Til hvers
að láta gefa manni eitthvað ef
maður ætlar ekki að nota það?
Hún fór ung til mennta og hélt
síðan áfram að hjálpa og bera
ábyrgð á öðrum. Hjúkraði og
vakti yfir okkur hinum alla sína
ævi. Og enginn gerði það betur.
Það er einhvernveginn þannig
að þeir sem veljast til að gæta
okkar hinna eru stærri en flest-
ir. Og þannig var hún. Hún var
risastór. Allt varð stórt í kring-
um hana. Hún var drottningin í
fyrirmyndarríkinu þar sem eng-
inn var skilinn útundan og allir
fengu nóg að borða. Allir fengu
rúm til að sofa í og svo fengu
allir kökur í morgunmat. Hún
meira að segja tók að sér ungan
prins að beiðni móður hans,
kom honum til mennta og gaf
honum svo falleg og góð börn.
En hún fékk líka til baka ást og
aðdáun allra sem kynntust
henni. Lífið var henni oftast
gott. En ef lífið væri endalaus
dans á rósum lærði maður
sennilega aldrei neitt. Hún
lærði og þroskaðist í sínu lífi
eins og hún kenndi og hjálpaði
okkur hinum að öðlast einhvern
þroska. Og nú eru þegnarnir í
ríkinu harmi slegnir því Guð
kallaði á hana og bað hana að
hjálpa til annars staðar. Hún er
farin með sama kraftinum og
dugnaði sem einkenndi allt
hennar líf. Ekki fleiri sögur fyr-
ir okkur og ekki meiri söngur.
Ekki meira kaffi og ekki fleiri
kökur. Búið að kenna öll fanta-
brögðin og horfa á síðustu bíó-
myndina. Ekki lesnar fleiri
bækur og ekki eldaður meiri
matur. En minningarnar ylja og
kalla fram bros og hlátur. Þær
eru okkar huggun og gleymast
seint.
Takk fyrir öll árin og takk
fyrir að gefa mér Jónínu og
strákana.
Ingólfur.
Þegar ég hugsa til þín, elsku
amma, kemur margt upp í hug-
ann.
Lyktin þín, brosið þitt, fal-
legu hendurnar þínar og faðm-
lagið.
Svo margar góðar minningar
hefurðu gefið mér að ég veit
ekki hvar ég á að byrja eða
enda. En ég ætla samt að
reyna.
Ein af mínum allra fyrstu
minningum er frá því þegar þú
komst að heimsækja okkur í
Svíþjóð. Ég sennilega rétt að
verða 3 ára. Ég man að klukkan
var margt, ég var í náttfötum,
fékk Svala og svo knúsaðirðu
mig það sem eftir var af kvöld-
inu.
Jafnvel þó svo þú sért farin í
bili ertu enn að gefa mér góðar
minningar. Nærvera þín var
svo sterk og góð að hún lifir
enn með okkur öllum.
Elsku amma mín, nafna mín,
rósin.
Takk fyrir að bíða eftir mér
kvöldið fyrir Jónsmessu og
leyfa mér að kyssa þig bless.
Ég hlakka til að hitta þig
næst, og vona að það verði að
sumarlagi.
Þín
Erla Jó. yngri.
Á Langanesi var ættarmót.
Sennilega árið 1981. Amma
Erla hafði kippt mér með barn-
ungum í ferðalag sem virtist
óralangt. Hópurinn var stór
sem hittist við bæinn Heiði,
fæðingarstað þessarar glað-
lyndu og ákveðnu konu, sem
átti svo ríkan þátt í uppeldi
okkar frændsystkinanna. Allir
voru ungir, það var sungið við
varðeld í fjörunni og vakað inn í
sumarnóttina.
Það er safn af minningum á
borð við þessa sem gjarnan ger-
ir fólk að Íslendingum, yst sem
innst. Þessi minni koma við-
stöðulaust fram, hjá Sigur Rós
og Mugison líkt og hjá skáld-
unum gömlu.
Og þessum minningum miðl-
aði amma Erla til sjö ára snáða.
Síðan ferðuðumst við um landið
vítt og breitt.
Þrjátíu árum síðar hafði
heilsunni sannarlega tekið að
hraka. Inni á milli þessara síð-
ustu sólarhringa leyndust
nokkrir góðir dagar. Meðal
annars þegar langmæðgurnar
Erla og Þórdís Anna spjölluðu
saman hluta úr degi í Fossvog-
inum. Fyrir þetta er ég þakk-
látur.
Þakklátur reyndar fyrir allt
uppeldið og hlýju kynnin, um-
hyggjuna og verndina sem
þessi góða kona færði mér.
Sigtryggur Ari Jóhannsson.
Kynni okkar og Erlu hófust
fyrir hálfri öld. Hún var þá
unga læknisfrúin á Egilsstöð-
um. Íbúð þeirra hjónanna var í
öðrum enda sjúkraskýlisins og
þótti sjálfsagt að þeir sem hittu
lækninn nýttu sér hreinlætisað-
stöðu íbúðarinnar. Auk þess
bjuggu margir ættingjar Hauks
á Héraði. Það var því stöðugur
straumur fólks á heimilinu en
öllu þessu tók Erla eins og
sjálfsögðum hlut. Hún átti auð-
velt með að slá á létta strengi
þegar við átti, segja hlutina
hreint út en einnig að styðja þá
sem bágt áttu. Þessir eiginleik-
ar hennar hafa vafalítið komið
sér vel í starfi hennar sem
hjúkrunarkona hvort heldur
hún hjúkraði þeim sem áttu við
fíkn að stríða eða þeim sem
voru sjúkir og aldraðir. Gest-
risni Erlu er alkunn. Henni
þótti sjálfsagt að hýsa nætur-
gesti, ættingja eða aðra sem
þau hjónin höfðu kynnst á lífs-
leiðinni. Frá því er við settumst
að í Reykjavík höfum við átt
ótal ánægjustundir með þeim
hjónum, oftar en ekki í eldhús-
inu yfir kaffibolla og meðlæti
sem ekki var af lakara taginu.
Þarna við borðið heyrðum við
margar sögur frá æsku Erlu og
uppvaxtarárum, hvernig var að
vera elst í stórum systkinahópi
og hvað veðrið gat verið gott á
Langanesinu. En þegar aldur-
inn færist yfir og heilsan bilar
er hvíldin langa kærkomin. Við
erum þakklát fyrir allar sam-
verustundirnar og vottum
Hauki, börnunum og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúð.
Ívar Þorsteinsson
og Sesselja Þórðardóttir.
Erla
Jóhannsdóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við fráfall og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURJÓNU SÍMONARDÓTTUR,
Lautasmára 2,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til Önnu Þórhildar Salvars-
dóttur læknis, Brynju Hauksdóttur hjúkrunarfræðings og
starfsfólks kvennadeilda Landspítalans fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Elísabet Harpa Steinarsdóttir, Ástþór Ragnarsson,
Sigríður Steinarsdóttir, Einar K. Þórhallsson,
Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, Þórhallur Ólafsson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bergsveinn Jóhannesson,
Ragnar Victor Gunnarsson, Sveindís D. Hermannsdóttir,
Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Jón Ingi Magnússon
og fjölskyldur.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
SIGURÐUR JÓNSSON,
fyrrverandi prentsmiðjustjóri,
Hlíf II,
Ísafirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni, Ísafjarðarbæ, laugardaginn
23. júní, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn
6. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á
Ísafirði.
Árni Sigurðsson, Guðrún Halldórsdóttir,
Jón Ólafur Sigurðsson, Jóhanna Oddsdóttir,
Málfríður Þ. Sigurðardóttir,
Þórhildur S. Sigurðardóttir, Guðmundur Hafsteinsson,
afabörn, langafa- og langalangafabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs föður
míns og afa,
HINRIKS AÐALSTEINSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Hjúkrunarheimilisins Mörkin fyrir einstaka
umönnun.
Klara Berta Hinriksdóttir,
Róbert Arnar Sigurþórsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður, ömmu
og tengdamóður,
SIGRÍÐAR BJARGAR EGGERTSDÓTTUR,
Skjólvangi 9,
Hafnarfirði.
Guðmundur Geir Jónsson,
Jón Eggert Guðmundsson,
Jóhannes Geir Guðmundsson, Pamela Perez,
Björgvin Guðmundsson
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæra
KRISTÍN G. SIGURÐARDÓTTIR
lést aðfaranótt mánudagsins 2. júlí.
Sigrún H. Karlsdóttir, Kristján Sveinsson,
Sigurður Karlsson, Ellen María Ólafsdóttir,
Magnús Þór Karlsson, Margrét H. Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar
míns og bróður,
HINRIKS HINRIKSSONAR.
Friðlín Valsdóttir,
Klara Berta Hinriksdóttir.