Morgunblaðið - 03.07.2012, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012
Helga Þórdís
Guðmundsdóttir,
organisti og kór-
stjóri við Ástjarn-
arkirkju í Hafn-
arfirði, leikur á
hádegistónleikum
í Dómkirkju
Krists konungs í
Landakoti á
morgun milli kl.
12:00-12:30. Um
er að ræða fyrstu tónleikana í tón-
leikaröð sem nefnist Orgelandakt og
haldin er nú fjórða sumarið í röð.
Orgelandakt verður haldin hvern
miðvikudag í júlí og ágúst. Ýmsir
organistar leika og er aðgangur
ókeypis og öllum frjáls.
Orgelandakt
í Kristskirkju
Helga Þórdís
Guðmundsdóttir
Hjónin Rósa
Valtingojer og
Zdenek Patak
hafa opnað sýn-
ingu á handverki
sínu í Listmuna-
horninu í Árbæj-
arsafni. Rósa
sýnir þar ís-
lenska fugla
unna úr leir og
Zdenek sýnir ljós
frá hönnunarvinnslu þeirra hjóna
byggð á endurvinnslu á efni sem til
fellur í samfélaginu.
Rósa og Zdenek eru búsett á
Stöðvarfirði sem er heimabær Rósu
en Zdenek er fæddur og uppalinn í
Prag. Árið 2008 stofnuðu þau hönn-
unarvinnsluna Mupimup, sem rekur
vinnustofur og verslun á Stöðvar-
firði. Sl. ár hafa Rósa og Zdenek
unnið að uppbyggingu á Stöðvarfirði
með verkefni sínu sem kallast Sköp-
unarmiðstöð og snýst um að nýta
fyrrverandi frystihús staðarins í
samfélags- og menningarlegum til-
gangi. Þar fyrir utan taka þau þátt í
rekstri Gallerí Snærósar á Stöðvar-
firði sem var stofnað 1988 af for-
eldrum Rósu, þeim Ríkharði Valt-
ingojer og Sólrúnu Friðriksdóttur.
Sýna hand-
verk í Ár-
bæjarsafni
Lóa Einn af
fuglum Rósu.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Alla leið inn í stofu er yfirskrift tónleika sem
kammerhópurinn Nordic Affect heldur í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Tón-
leikarnir marka upphaf sumartónleikaraðar
safnsins í ár, en næstu níu þriðjudaga verður
boðið upp á fjölbreytta tónleikadagskrá í safninu.
„Á tónleikunum munum við bjóða upp á tón-
listarkvöld í anda þeirra skemmtana sem fram
fóru í Evrópu um aldamótin 1800,“ segir Halla
Steinunn Stefánsdóttir, fiðluleikari og listrænn
stjórnandi hópsins, en auk hennar koma fram á
tónleikunum þær Guðrún Hrund Harðardóttir
víóluleikari og Hanna Loftsdóttir sellóleikari.
Eins og venjan er á tónleikum Nordic Affect mun
Halla Steinunn segja frá verkunum og tónskáld-
unum á milli verka.
Stuldur eða tilvitnun?
Á efnisskránni í kvöld verða verk eftir þekkt
tónskáld á borð við Joseph Haydn, Franz Schu-
bert og Ludvig van Beethoven, en einnig minna
þekkt tónskáld eins og Nicolas Dalayrac og Jo-
hann Nepomuk Hummel. „Við munum m.a. leika
dúett fyrir fiðlu og víólu eftir Dalayrac sem fæst-
ir þekkja í dag, en hann var eitt vinsælasta
óperutónskáld í París um 1800. Tónlist hans er
mjög lagræn, falleg og ljúf í eyru,“ segir Halla
Steinunn. Spurð hvers vegna hann hafi fallið í
gleymskunnar dá segir Halla Steinunn ekki ein-
falt að útskýra. „Ef til vill helgast það af því að
hann var aðallega óperutónskáld og hefur
gleymst þegar óperur hans féllu úr tísku.“
Að sögn Höllu Steinunnar var mjög algengt
hjá tónskáldum 17. og 18. aldar að lauma inn í
verk sín alls kyns vísunum í þekkt tónverk ann-
arra tónskálda. „Þannig vitnar t.d. Hummel í óp-
eru eftir Mozart,“ segir Halla Steinunn og bendir
á að Hummel hafi verið lærlingur hjá Wolfgang
Amadeus Mozart sem barn.
„Mozart tók Hummel í læri án greiðslu sökum
þess að Hummel var svo mikið undrabarn. Í
þessu tríói sem við spilum úr má í lokin heyra til-
vitnun í eina óperu Mozarts. Það er skemmtilegt
að velta fyrir sér hvort þetta sé stuldur eða að-
eins gert til heiðurs gamla kennaranum. Þetta
getur líka hafa verið hugsað sem trikk til að
skemmta áhorfendum þess tíma, því þarna var þá
komin laglína sem allir þekktu.“
Kammerhópurinn Nordic Affect var stofnaður
2005 með það að markmiði að miðla tónlist 17.og
18. aldar sem og að flytja samtímatónlist. Með-
limir hópsins eiga allir að baki nám í sagn-
fræðilegum hljóðfæraleik og koma reglulega
fram víða um Evrópu. Spurð hvað framundan sé
hjá hópnum segir Halla Steinunn hann vera á
leið í upptökur á diski sem væntanlegur er á
næsta ári og styrktur er af Menningarsjóði Hlað-
varpans.
„Síðar í vikunni byrjum við að taka upp geisla-
disk með nýjum verkum eftir íslensk kven-
tónskáld, m.a. Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur,
Hafdísi Bjarnadóttur, Þuríði Jónsdóttur og Önnu
Þorvaldsdóttur,“ segir Halla Steinunn.
Allar nánari upplýsingar um sumartónleikaröð
Listasafns Sigurjóns Ólafssonar má finna á vef
safnsins: lso.is.
Morgunblaðið/Ómar
Fyrstar Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Hanna Loftsdóttir sellóleikari á æfingu í gær.
Lagræn tónlist og ljúf í eyru
Tónleikar kammerhópsins Nordic Affect í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
í kvöld kl. 20:30 marka upphaf sumartónleikaraðar listasafnsins í ár
„Tónlist frá ýmsum löndum – Rúss-
land, Frakkland, Ítalía, Svíþjóð, Ís-
land, Rúmenía og Írland“ er
yfirskrift sumartónleikaraðar
Kammerhópsins Stillu sem hefst
annað kvöld með tónleikum í Mið-
garði í Skagafirði kl. 20:00. Hóp-
urinn treður upp í Bergi á Dalvík
fimmtudaginn 5. júlí kl. 20:00 og í
Selinu á Stokkalæk laugardaginn
21. júlí kl. 16:00.
Kammerhópurinn Stilla er skip-
aður strengjakvartett og söngv-
urum. Á tónleikunum verða leikin
allt frá fjörugum þjóðlögum til há-
dramatískra sönglaga, auk þess
sem dúettar og tríó úr heimi óp-
erunnar fá að hljóma. Flutt verða
verk eftir m.a. Rachmaninoff, Bell-
ini, Sibelius og Bizet auk íslenskra
söngperla eftir Karl O. Runólfsson,
Atla H. Sveinsson, Eyþór Stef-
ánsson og Friðrik Jónsson.
Einnig flytur strengjakvartettinn
fjöruga þjóðdansa í eigin útsetn-
ingum.
Stilla Kammerhópurinn Stilla kemur fram á þrennum tónleikum í sumar.
Hádramatísk sönglög
sem og fjörug þjóðlög
! "
#
$
% &
$
&
$
$%&
$
&
!
"
## "
' "