Morgunblaðið - 03.07.2012, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 185. DAGUR ÁRSINS 2012
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Andlát: Einar Jónsson
2. Murdoch tjáir sig um Tom Cruise
3. Gengu illa um á Flúðum
4. Tóku áhættu sem borgaði sig
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Stilluppsteypa mun í
kvöld kl. 20 flytja hljóðverk í Ný-
listasafninu og er flutningurinn hluti
af hljóðverkadagskrá safnsins í
tengslum við sýningu bandarísku
listamannanna Melissu Dubbin og
Aaron Davidson, Volumes for Sound.
Morgunblaðið/Golli
Stilluppsteypa á
Volumes for Sound
Fjórða myndin í
Mystery Film Ex-
periment Sigur
Rósar var frum-
sýnd í gær. Mynd-
in, sem er eftir
leikstjórateymið
Árna og Kinski, er
við lagið Rembi-
hnút sem finna
má á nýjustu plötu sveitarinnar, Valt-
ara. Hægt er að horfa á myndina á
sigur-ros.co.uk. Næsta mynd verður
frumsýnd 16. júlí.
Fjórða myndin við lag
af Valtara frumsýnd
Ný þáttaröð af Með okkar augum
hefst í Ríkissjónvarpinu annað kvöld
að loknum kvöldfréttum og verða
þættirnir sýndir einu
sinni í viku fram í
ágúst. Fyrsta þátta-
röðin var sýnd í fyrra
en í henni fékk fólk
með þroskahömlun að
spreyta sig í sjónvarpi
með undirbúningi,
kennslu og
aðstoð
fagmanna.
Með okkar augum
snýr aftur á RÚV
Á miðvikudag Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir, eink-
um á N-landi, en léttskýjað á suðaustanverðu landinu. Hiti víða 10
til 15 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað að
mestu og víða skúrir en bjartviðri austanlands. Hiti 8 til 16 stig,
svalast við austurströndina.
VEÐUR
Stjörnumenn eru komnir í
þriðja sæti Pepsi-deildar
karla í fótboltanum eftir sig-
ur á Fram í bráðfjörugum
leik í Garðabænum í gær-
kvöld, 4:2. Framarar töpuðu
hins vegar fjórða leiknum í
röð og sitja áfram í næst-
neðsta sætinu með aðeins
sex stig. Varamaðurinn Jó-
hann Þórhallsson tryggði
Fylki jafntefli, 1:1, gegn
Breiðabliki í Árbænum með
marki seint í leiknum. »2-4
Stjarnan komin
í þriðja sætið
„Hér hjá Helsingborg hafa menn ver-
ið uppteknir af þjálfaraskiptunum en
ég á von á að nú verði farið í viðræður
fljótlega og málin skýrist á næstu 2-3
vikum. Óvissan er óþægileg en ég
reyni að einbeita mér bara að fótbolt-
anum. Ég spila einhvers staðar eftir
15. ágúst,“ segir Alfreð Finnbogason
sem skoraði þrennu í sænsku úrvals-
deildinni í gærkvöld. »1
Alfreð segir að óvissan
sé óþægileg
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
„Ég er nú bara að saga framan af
einum hérna,“ segir Einar Mikael
töframaður þegar blaðamaður spyr
hvað hann hafi fyrir stafni þessa
stundina. Einar nýtir nú hverja
lausa stund í æfingar fyrir þátttöku
sína í heimsmeistaramóti töfra-
manna í Blackpool á Englandi sem
fram fer um næstu helgi. „Þetta eru
í raun ólympíuleikar töframanna,
mótið er haldið á þriggja ára fresti
og keppt er í átta flokkum. Þangað
koma helstu stjörnurnar í galdra-
heiminum, meðal annarra David
Blaine, David Copperfield og Dar-
ren Brown því að þarna er eini séns-
inn þeirra til að láta plata sig al-
mennilega,“ segir Einar Mikael.
Lokað leynisamfélag
Helstu flokkarnir á mótinu eru
sjónhverfingar, spilagaldrar, hugs-
analestur, sviðstöfrabrögð, kænsku-
töfrabrögð og fleira. Ekki er hlaupið
að því að hljóta þátttökurétt á
mótinu. „Nauðsynlegt er að fá
ákveðna menn til að veita manni
keppnisrétt, en galdraheimurinn er
leynisamfélag sem erfitt er að kom-
ast inn í. Skilyrði fyrir þátttöku er að
hafa náð árangri í töfrum í heima-
landi sínu og að hafa lagt sitt af
mörkum til samfélagsins. Þá er átt
við að taka þátt í góðgerðarsýn-
ingum, sýna á almannafæri og annað
slíkt,“ segir Einar en hann hefur
gert talsvert af hvoru tveggja.
Með þátttökunni brýtur Einar
Mikael blað í íslenskri galdrasögu,
en hann er fyrsti Íslendingurinn til
að spreyta sig á mótinu. Aðspurður
hvort hann setji markið hátt segir
hann svo vera: „Ég hef unnið að
þessu í heilt ár og fer með atriði sem
ég veit að er einstakt og á heims-
mælikvarða, þannig að ég vonast eft-
ir góðum árangri.“ Sérgreinar Ein-
ars eru ekki af verri endanum. „Ég
fæst við hluti sem ekki hafa sést áð-
ur á Íslandi, ég er til dæmis mikið í
því að láta fólk svífa og saga framan
af fólki sem nennir ekki að fara í
ræktina,“ segir Einar Mikael og
hlær. Hann mun svo snúa aftur á
klakann með glæný brögð uppi í
erminni. „Mig langar
að opna þennan ynd-
islega heim fyrir þjóð-
inni og leyfa henni að
upplifa þessa ótrúlegu
hluti í enn ríkari mæli.“
Hann er með mörg járn
í eldinum. „Ég er að
klára að setja saman átta
stór sjónhverfingaatriði
sem verður gaman að
sýna Íslendingum eftir
keppnina,“ segir Einar
að lokum.
Sagar fólk og lætur það svífa
Keppir á
ólympíuleikum
töframanna
Morgunblaðið/Eggert
Dáleiðandi Einar Mikael lætur sig ekki muna um að snúa á þyngdarlögmálið með lágmarksfyrirhöfn.
Atriði Einars Mikaels á heims-
meistaramótinu er ekki af verri
endanum. „Ég er með gegnheilt
mahóníborð sem svífur í lausu
lofti. Svo hef ég þjálfað fugl til að
sitja á borðinu á meðan það svíf-
ur.“ Einar segir svif í lausu lofti
vera tryggingu fyrir góðum ár-
angri. „Ef maður getur látið eitt-
hvað fljúga þá er maður í nokkuð
góðum málum,“ segir hann og
hlær.
Einar hefur galdrað frá 12
ára aldri. „Ég sá þá galdra-
mann í Bandaríkjunum og
þótti magnað að sjá sjón-
hverfingarnar og vildi prófa
sjálfur.“ Hann menntaði sig
svo í faginu. „Ég fór í nám í
Hogwarts-galdraskólanum í
Englandi og er um þessar
mundir að klára meistara-
gráðu í töfrafræðum, 70 ein-
ingar í fjarnámi,“ segir Einar.
Meistaragráða í töfrafræðum
MIKLU MEIRA EN ÁHUGAMÁL
„Ég hélt það fyrir helgi að ég væri
nokkuð öruggur inn en svo var birtur
listi sem ég var ekki inni á þannig að
maður var bara búinn að bóka sér
flug heim. Síðan hefur eitthvað
breyst og ég fékk bara að vita í há-
deginu að ég hefði komist inn. Maður
er því alveg búinn að fara allan skal-
ann hvað tilfinningarnar varðar,“
sagði Jakob Jóhann Sveinsson sund-
kappi í gær en hann er á leið á sína
fjórðu Ólympíuleika. »1
Jakob Jóhann var búinn
að panta flugið heim
VEÐUR » 8 www.mbl.is