Morgunblaðið - 04.07.2012, Page 13

Morgunblaðið - 04.07.2012, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Staða lífeyrissjóðanna fer batnandi samkvæmt því sem fram kom á blaðamannafundi hjá Fjármálaeft- irlitinu í gær, þar sem fjallað var um stöðu lífeyrissjóðanna árið 2011. Fram kom það mat FME á fund- inum að lífeyriskerfið væri öflugt, en að veikleikar væru þó til staðar. Á fundinum kom einnig fram að draga mætti úr halla í lífeyriskerfinu „með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi eða hækka lífeyrisaldur“. Eignir upp á 2.230 milljarða Eignir íslenskra lífeyrissjóða, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, voru um 137% í árslok 2011. Þetta hlutfall er svipað og var fyrir fall bankanna haustið 2008. Heildareignir lífeyrissjóða að meðtöldum séreign- arsparnaði námu 2.230 milljörðum í lok síðasta árs, þar af eru 1.889 millj- arðar í samtryggingarhluta lífeyr- issjóðanna, 209 milljarðar hjá sér- eignahluta lífeyrissjóða og 132 milljarðar hjá séreignahluta annarra vörsluaðila. Þetta nemur um þriðj- ungi þeirra eigna sem eru undir eft- irliti Fjármálaeftirlitsins. Í skýrslu FME um lífeyrissjóðina segir: „Í árslok 2011 var staða 21 samtryggingardeildar af 24 án ábyrgðar neikvæð þar af voru 4 með meiri halla en 10%, 8 voru með halla á bilinu 5,1-10% og 9 voru með halla á bilinu 0-5%. Staða 3 deilda var já- kvæð. Þeir lífeyrissjóðir sem eru með meiri frávik en 10% samkvæmt ár- legri tryggingafræðilegri úttekt þurfa að ná jafnvægi milli eigna og skuldbindinga með skerðingu eða aukningu lífeyrisréttinda. Hafi sjóður verið með meiri frávik á milli eigna og skuldbindinga en 5% samfellt í 5 ár ber að breyta réttindum til að ná jafn- vægi á ný.“ Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið slæm undanfarin ár. Í reglu- gerð segir að ávöxtun lífeyrissjóða skuli vera 3,5%. Sú hefur þó síður en svo verið raunin. Meðalávöxtun síð- ustu fimm ár er neikvæð um 3,7%, en þar vegur þyngst neikvæð raun- ávöxtun upp á 22% á árinu 2008. Á ár- unum 2003-2006 var ávöxtunin þó á bilinu 10,2-13,2%. Raunávöxtun árs- ins 2011 nam 2,5%, sem var 0,2% lægra en árið á undan. Eign í ríkisverðbréfum eykst Skipting eigna samtryggingar- deilda lífeyrissjóðanna hefur breyst nokkuð á síðustu þremur árum. Eign- ir í hlutabréfum námu 19% af eignum árið 2011, en voru 30% í árslok 2008. Á móti hafa eignir í ríkisverðbréfum aukist úr 24% í 43% á síðasta ári. Skuldabréf og víxlar hjá lánastofn- unum hafa dregist saman úr 10% í 3% en skuldabréf sveitarfélaga hafa auk- ist úr 2% í 5%. Skýringin á þessari miklu aukn- ingu í ríkisverðbréfum og minnkandi hlutdeild í hlutabréfum skýrist af því að lítið framboð hefur verið af fjár- festingum í hlutabréfum, auk þess sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir fjárfestingar erlendis. Eignir lífeyris- sjóðanna í erlendum gjaldeyri nema þó 23% af eignum sjóðanna, en það eru eignir sem komu að mestu til fyr- ir fall bankanna árið 2008. Samanburður við útlönd Íslenska kerfið var borið saman við kerfi nokkurra Evrópuríkja. Þar kom fram að stærð íslenska lífeyriskerf- isins, sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu, var árið 2010 nálægt 125%. Hollenska kerfið var þó stærra eða um 135% af VLF Hollands. Kerf- ið í Noregi nam innan við 10% af VLF Noregs og í Þýskalandi var það enn minna. Skýringar á því eru olíusjóður Noregs, sem kemur til með að fjár- magna lífeyrisskuldbindingar þar í landi og í Þýskalandi fer stór hluti kerfisins gegnum tryggingafélög. Fram kom að samkvæmt upplýs- ingum frá OECD greiddu um 90% fólks á aldrinum 17-67 ára í Svíþjóð í lífeyrissjóði, hlutfallið hér á landi er 85,5%, í Finnlandi 75,5%, í Noregi 65,8% og í Danmörku greiða 58% fólks á vinnualdri í lífeyrissjóði. Næsthæst var hlutfallið í Hollandi eða 88%. 42% fólks á vinnualdri á Ís- landi taka þátt í séreignalífeyris- sparnaði, álíka og í Þýskalandi, Bret- landi og á Írlandi. Hlutfallið annars staðar á Norðurlöndum er 22-29%. Náðu ekki ávöxtunarkröfu ársins  Raunávöxtun lífeyrissjóða nam einungis 2,5% á síðasta ári  Eignir þeirra námu 2.230 milljörðum eða 137% af vergri landsframleiðslu  Ríkisverðbréf orðin 43% af eignasafni sjóðanna í árslok 2011 Morgunblaðið/Ómar Batnandi rekstur Halldóra E. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins, fer yfir skiptingu eigna á blaðamannafundinum í gær. Á fundinum var farið yfir rekstr- arkostnað fimm stærstu lífeyr- issjóðanna, Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis lífeyr- issjóðs, Stapa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Hlutfall þessara fimm lífeyr- issjóða í öllu kerfinu var 54,8% um síðustu áramót. Þessir líf- eyrissjóðir þurftu á árinu 2011 að fjárfesta í 20 milljörðum og raunávöxtun þeirra var að með- altali 2,5%, þar af var raun- ávöxtun Stapa 0,0%. Rekstrarkostnaður þeirra sem hlutfall af iðgjöldum vegna almenns reksturs og fjárfest- inga er að meðaltali 4,32%, en 0,24% sem hlutfall af hreinni eign. Rekstrarkostnaður Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins, sem er með 17% af heildar- lífeyriskerfinu, er hlutfallslega lægstur eða 2,18% sem hlutfall af iðgjöldum. Hinsvegar greiðir Sameinaði lífeyrissjóðurinn, sem er með 5,1% af heildarkerf- inu, 5,65% af iðgjöldum í rekstrarkostnað. Reksturinn tekur 4,32% FIMM STÆRSTU SJÓÐIRNIR   75 Á R A 1936 2011 Ryksugur Gólfþvottavélar Háþrýstidælur Þrif á herbergi eða heilli borg hefur svarið FÖNIX Raftækjaverslun • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • Fax 562 3735 • fonix@fonix.is • www.fonix.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.