Morgunblaðið - 04.07.2012, Síða 15

Morgunblaðið - 04.07.2012, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Opið: mán-fös 12:30 - 18:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is Frönsk húsgögn og búsáhöld fyrir bústaðinn og heimilið Nýjar vörur í úrvali Hjólaborð 105.600.- Opin hilla 26.700.- Glerskápur með hillu 53.400.- Stóll 19.500.-Sessur frá 2.990,- Lampar og skermar í úrvali Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Akureyringar þurfa ekki að sýta Evr- ópumótið í knattspyrnu því um helgina verður blásið til tveggja fjöl- mennra fótboltamóta þar í bæ. N1- mót KA og pollamót Þórs fara bæði fram um helgina og er von á um tvö þúsund fótboltaköppum í tengslum við mótin. „Gríðarlegt umfang er á móti af þessu tagi og í mörg horn að líta,“ segir Óskar Þór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, en N1-mót félagsins fyrir 5. flokk drengja verður haldið frá fimmtudegi til sunnudags. Þar keppa 11 og 12 ára fótboltakappar. Allt þarf að ganga upp „Alls eru skráð til leiks 152 lið frá 38 félögum um allt land,“ segir Óskar Þór en að hans sögn munu alls 1.350 keppendur taka þátt. „Síðan bætist við mikill fjöldi fararstjóra og þjálf- ara, svo ekki sé talað um foreldra, svo í heildina eru þetta nokkur þúsund manns,“ segir hann. „Við höfum borið gæfu til að vera með vaskan hóp fólks sem gengur að sínum verkum í framkvæmd og skipulagningu mótsins frá ári til árs og kann þetta gríðarvel. Öðruvísi væri þetta einfaldlega ekki mögu- legt,“ segir Óskar Þór. „Allt þarf að ganga upp og tíma- setningar verða að standast til þess að allt fari ekki úr skorðum,“ bætir hann við en skipuleggjendur mótsins sjá einnig keppendum og aðstand- endum fyrir næringu meðan á því stendur. „Við berum fram morgunmat og heitar máltíðir fyrir um 1.700 manns. Matmálstíminn þarf því að vera vel skipulagður svo að allir fái sitt og stundataflan haldist,“ segir Óskar Þór. Mótið er nú haldið í 26. skipti. „Þetta er gefandi og skemmtilegt ef vel gengur,“ segir Óskar Þór. „Það er ofsalega gaman að upplifa gleðina hjá krökkunum og stemninguna sem myndast, sérstaklega ef veður er gott.“ Að hans sögn nýta margar fjöl- skyldur mótið sem ástæðu til að skella sér í frí norður. „Síðdegis á fimmtu- degi og föstudegi er dagskránni hagað þannig að keppendur hafi frjálsan tíma til að verja með fjölskyldum sín- um. Þær stundir eru gjarnan nýttar til að gera eitthvað saman, fara út að borða eða njóta bæjarins,“ segir hann. Pollamót Icelandair og Þórs er sem fyrr segir haldið þessa sömu helgi. Mótið fer fram á Þórsvellinum og er fyrir 30 ára og eldri. „Þetta eru gamlar kempur í misgóðu ástandi sem koma alls staðar að til að sinna aðaláhuga- málinu,“ segir Aðalsteinn Pálsson, for- maður knattspyrnudeildar Þórs. Feðgar mæta til leiks Hann segir nokkuð algengt að feðg- ar leggi leið sína norður þessa helgi til að keppa í fótbolta. „Oft er þetta sam- einað, menn sem eiga gutta á N1- mótinu skella sér sjálfir í keppni á pollamótinu. Úr þessu verður svo skemmtileg fjölskylduferð,“ segir Að- alsteinn. „Hér er alltaf mikið um að vera og líf og fjör í kringum mótið,“ bætir hann við. Að sögn Aðalsteins eru um 50-60 lið skráð til leiks, eða um 400-600 kepp- endur. Skemmtilegir viðburðir eru haldnir í tengslum við mótið. „Þetta er í 25. sinn sem mótið er haldið og þess vegna verður það sérlega veglegt í ár. Haldin verður grillveisla fyrir alla bæjarbúa þar sem Ingó veðurguð og Jónsi í Svörtum fötum munu skemmta,“ segir Aðalsteinn. „Heið- ursgestur mótsins í ár verður Ellert B. Schram, fyrrverandi formaður KSÍ sem tók þátt í fyrsta mótinu fyrir 25 árum. Ég veit ekki hvort hann mun reima á sig skóna, það verður að koma í ljós.“ Tvöföld fótboltaveisla á Akureyri  Ungir og eldri fótboltakappar leggja leið sína norður til að keppa í knattspyrnu  Liðlega tvö þúsund keppendur ásamt fararstjórum og þjálfurum  Þriðja stærsta ferðahelgin á Akureyri Mót Tvö fjölmenn fótboltamót verða haldin á Akureyri um næstu helgi, N1-mót KA og pollamót Þórs. Ætla mætti að viðbúnaður lög- reglunnar á Akureyri væri aukinn í tengslum við þá miklu fólks- fjölgun sem verður í bænum um helgina. Að sögn Þórarins Jó- hannessonar, varðstjóra lögregl- unnar á Akureyri, gerist ekki þörf á slíku. „Mótin hafa langoftast farið friðsamlega fram og engin þörf á afskiptum. Mikill fólksfjöldi þarf ekki að þýða aukin vand- ræði,“ segir Þórarinn. „Menn eru svo þreyttir eftir allan fótboltann, að engin orka er eftir til afbrota.“ Orkan fer í rétta átt ENGAR FÓTBOLTABULLUR FYRIR NORÐAN Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.