Morgunblaðið - 04.07.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 04.07.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 ● Töluvert dró úr atvinnuleysi á Spáni í júnímánuði eða um 2,1%. Alls fækkaði um tæplega 99 þúsund manns á atvinnuleysisskrá. Samkvæmt upplýsingum frá vinnumálaráðuneytinu eru 4,62 milljónir Spánverja án atvinnu. Ekki hefur fækkað jafn mikið á atvinnu- leysisskrá á Spáni í júnímánuði frá því ráðuneytið fór að taka saman þessar tölur árið 1996. Hvergi í Evr- ópu er atvinnuleysi jafn mikið og á Spáni. Fleiri með vinnu á Spáni AFP Spánn Ferðamannatíminn á Spáni er haf- inn, sem dregur heldur úr atvinnuleysi. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Norskir kaupsýslumenn keyptu 45% í bílaleig- unni ALP, sem rekur Avis og Budget hér á landi, í byrjun sumars. Þeir fóru fjárfesting- arleiðina og því má gera sér í hugarlund hvað þeir keyptu hlutinn á. Áætla má að þeir hafi keypt hlutinn á um 614 milljónir króna sem þýðir að verðmæti ALP er um 1,36 milljarðar króna. Hafa ber í huga að hér er verið að draga ályktanir um verðmæti viðskiptanna út frá skuldabréfi og gengi gjaldmiðla sem sveiflast nokkuð. Raunverulegar upphæðir gætu verið aðrar en þetta ætti að gefa grófa mynd af um- fangi viðskiptanna. Hvorki forsvarsmaður Norðmannanna né framkvæmdastjóri ALP vildu tjá sig um kaupverðið. Viðskiptablaðið sagði frá því í lok maí að Norðmenn sem reka bílaleigurnar Avis og Bud- get í Skandinavíu hefðu keypt 45% hlut í ALP. Norðmennirnir keyptu hlutinn af Inga Guð- jónssyni og Ársæli Hreiðarssyni. Hjálmar Pét- ursson, framkvæmdastjóri ALP, fer með 55% hlut ásamt tveimur öðrum stjórnendum. Fram kom í fréttinni að ALP væri um 10% af um- fangi skandinavíska félagsins sé litið til bíla- fjölda. Þegar hvað mest er að gera í sumar mun ALP reka um 1.600 bíla. Dag Andre Gimle Johansen, framkvæmda- stjóri norska fyrirtækisins RAC Scandinavia sem rekur bílaleigurnar, segir við Morgunblað- ið að fyrirtækið sé að fjárfesta í ALP til langs tíma. Hann segist vera mjög hrifinn af Íslandi en hann kom fyrst hingað til lands einungis 13 ára gamall og fór í sumarbúðir. Síðan þá hefur hann komið hingað um það bil 20 sinnum. Og er afar kátur með að „geta fjárfest í þessu frá- bæra fyrirtæki sem starfar í frábæru landi“. því gera ráð fyrir að þeir hafi farið með um það bil 1,5 milljónir evra í gegnum fjárfestingarleið- ina. Reglurnar kveða á um að það þurfi að koma með jafn mikið af fjármagni til landsins á hefðbundnum kjörum. Gengið er núna 158. Þeir hafa því komið með aðrar 1,5 milljónir evra til landsins og keypt krónur fyrir á hefðbundnu gengi. Það gerir um 244 milljónir, samtals 614 milljónir króna. Samkvæmt þessum forsendum má áætla að hluturinn hafi kostað um 614 millj- ónir. Fjárfestingarleiðin gefur innsýn í kaupin Norðmennirnir gáfu út skuldabréf fyrir um 370 milljónir í maí. Þess er krafist til að fara fjárfestingarleið Seðlabankans en hún er liður í því að vinna á aflandskrónuvandanum. Ef horft er til gjaldeyrisútboðs Seðlabankans, sem bankinn sagði frá í frétt 9. maí, var gengi krónu fyrir hverja evru 239. Mögulega keyptu Norðmennirnir á öðru gengi, en það hefur verið á þessu róli. Það má ALP um 1,3 milljarða virði Bílaleiga Norðmennirnir fóru fjárfestingarleið Seðlabankans. Hún veitir betri kjör á krónukaupum.  Norðmenn keyptu 45% hlut líklega fyrir rúmar 600 milljónir króna  Reka stóra bílaleigu í Skandinavíu  Segjast vera að fjárfesta til langs tíma ● Microsoft tilkynnti í gær um 6,2 millj- arða dala afskriftir, jafnvirði um 775 milljarða íslenskra króna, vegna áætl- ana sem gengu ekki eftir um að vera stór aðili á netauglýsingamarkaði. Fréttavefur BBC sagði í frétt í gær að Microsoft hefði þar með viðurkennt að það byggist ekki við tekjum af slíkum auglýsingum á næstu misserum. Gjaldfærslan er sögð tilkomin vegna kaupa Microsoft á fyrirtækinu Aquan- tive árið 2007. Kaupverð var þá 6,3 milljarðar dala, sem var kostnaðarsam- asta yfirtaka Microsoft til þess tíma. Microsoft Lítið um netauglýsingar. Microsoft afskrifar 775 milljarða króna ● Viðskipti með hlutabréf um það bil tvöfölduðust milli mánaða. Viðskiptin námu 9,6 milljörðum í júní eða 456 milljónum á dag. Til samanburðar nam veltan með hlutabréf í maí 4,7 milljörðum eða 234 milljónum á dag. Mest voru viðskipti með bréf Ice- landair Group, 4,3 milljarðar, með bréf Haga 1,8 milljarðar, og með bréf Össurar 1,6 milljarðar. Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 1,1% milli mán- aða og stendur nú í 1.057 stigum. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 234 milljörðum í síðasta mán- uði sem samsvarar til 11,1 milljarðs veltu á dag, sama velta var á dag í maímánuði, segir í tilkynningu. helgivifill@mbl.is Meira líf í Kauphöll Forstjóri Barclays bankans í Bret- landi, Bob Diamond, sagði af sér í gærmorgun og hætti störfum þegar í stað. Þetta kom fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér snemma í gærmorgun. Síðdegis í gær var framkvæmdastjórinn Jerry del Mis- sier einnig látinn taka pokann sinn.. Í fyrradag sagði stjórnarformaður bankans, Marcus Agius, af sér en Barclays bankinn varð uppvís að því að hafa haft ólögleg áhrif á milli- bankavexti (LIBOR) og var í kjölfar- ið sektaður um 290 milljónir punda, eða sem svarar 57 milljörðum íslenskra króna. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði afsögn Diamonds. Cameron sagði í fyrra- kvöld að breska þingið myndi hefja umfangsmikla rannsókn á starfsemi breskra banka í kjölfar málsins en efnahagsbrotadeild bresku lögregl- unnar, SFO, íhugar nú hvort hún eigi að gefa út ákærur í tengslum við málið. Bob Diamond mun mæta fyrir fjárlaganefnd breska þingsins í dag, miðvikudag, og svara spurningum um vaxtamisferli bankans. Forstjóri Barclays sagði af sér í gær  Bresk stjórnvöld fagna afsögnum AFP Farinn Bob Diamond, forstjóri Barclays, sagði af sér í gær.                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./+ +01.- +,/./2 ,+.+02 ,3.01- +4.32 +/+., +.-105 +03.+ +-2.1+ +,-.1+ +01.04 +,/.2/ ,+.,-0 ,+.3,2 +4.+,/ +/+.-2 +.-25 +03.12 +-4.3- ,+4.0-4+ +,-.0+ +02.51 +,5.30 ,+./,+ ,+.340 +4.+21 +/+.05 +.-241 +0+.,5 +-4.50 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Íslenskir neytendur eru nú bjartsýnni en þeir hafa verið frá því fyrir hrun, samkvæmt Greiningu Íslandsbanka í gær. Þar kemur fram að væntingar til efnahags- og atvinnulífs séu að aukast hvort sem litið er til nútíðar eða fram- tíðar. Væntingavísitala Capacent Gallup var birt í gærmorgun og var vísitalan fyrir júnímánuð 79,9 stig en leita þarf aftur til maí 2008 til að finna hærra gildi. Vísitalan hækkar um 6,6 stig frá fyrri mánuði og er 14,5 stigum hærri en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur styrkst um 3% frá síðustu mælingu, verðbólgan er að hjaðna, atvinnuleysi er komið niður í 5,6%, störfum er að fjölga og kaupmáttur fer vaxandi. Væntingar íslenskra neytenda að aukast Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur hækkað spá sína um eftirspurn eftir farþegaflugvélum næstu tuttugu árin í heiminum. Spáir Boeing því að seldar verði 34 þúsund farþegavélar á næstu tuttugu árum og metur þær á 4.500 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 562.500 milljarða íslenskra króna. Fyrri spá Boeing hljóðaði upp á 33.500 vélar og 4 þúsund milljarða dala, jafnvirði 500.000 milljarða íslenskra króna. Reuters fréttastofan greindi frá þessu í gær. Boeing spáir því að krafan um endurnýjun flugflotans heimsins fari vaxandi á næstu árum, ekki síst í Asíu. Endurskoð- ar spána

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.