Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Þú átt betri samskipti Veglegur kaupauki að verð- mæti 9.950 kr. fylgir öllum seldum Alera heyrnartækjum Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er. Þegar við sjáum eld- ingar slá niður, þá sjáum við mikla krafta að verki í náttúrunni. Við veltum fyrir okkur hvað verður um alla þá orku sem þarf til að mynda eldinguna, hvað varð um þessa orku? Á síðasta ári uppgötvaðist fyrir tilviljun mikil orkuútgeislun frá eld- ingum. Þessi uppgötvun er ein mest spennandi uppgötvun síðustu ára í jarðvísindum. Það var fyrir tilviljun að vísindamenn sem voru að nota Fermi geimgeisla stjörnukíkinn (sem er í eigu NASA og er á braut um jörðu) við að skoða orkumikla geislun frá fjarlægum stjörnum, að þeim til mikillar furðu fundu að eldingar framleiða geimgeisla. Við nánari skoðun uppgötvaðist að eldingar búa til mikinn straum af rafeindum og andrafeindum, sem streyma beint út í loftið, þessi straumur nær út í geim. Þangað til þetta uppgötvaðist þá hafði engum dottið í hug að andefni gæti myndast á jörðinni eða í sólkerfinu annarstaðar en á sólinni. Sólin framleiðir mikið magn af andrafeindum og andrótendum (an- tiproton), þegar andefnin streyma framhjá jörðu þá fangar segulsvið jarðar það. Á síðasta ári fundust straumar af andefni sem hringsólar um jörðu. Síðan hafa fundist straum- ar af andefni í segulsviði annarra pláneta og tungla í sólkerfinu. Andefni hafa þann eiginleika að þegar þau snerta venjulegt efni losa þau mikla orku við það að sameinast, þessi orka er 100 sinnum meiri en sú orka sem losnar í t.d. kjarnorku- sprengju, miðað við þyngd. Fram til þessa hefur andefni verið framleitt í stórum rannsóknarstofum við mikinn tilkostnað. Hafa rannsóknir síðustu ára t.d. í öreindahraðli CERN í Sviss, sýnt fram á að framleiða má, með raf- magni, andrafeindir, andróteindir og heilu andatóm. Á sama tíma eru í gangi hagnýtar rannsóknir um hvern- ig framleiða má ódýrt andefni og líka að sækja andefni út í geim. Hagnýta má and- efni til að knýja geimför, t.d. myndi 1 gramm duga til að knýja bandarísku geimskutlurnar 23 ferðir út í geim. Verið er að skoða að nota andefni sem hvata í hagnýtingu kjarnorku orkuvera og t.d. í að brenna kjarnorku- úrgangi. Er meðal ann- ars verið að skoða að nýta andefni sem hvata í kjarn- orkuverum sem byggja á vetn- issamruna (eins og sólin okkar fram- leiðir orku) og framleiða rafmagn sem myndi skila mjög litlum kjarn- orkuúrgangi, miklu minni en núver- andi kjarnorkuver. Bandaríkjamenn eru mjög áhuga- samir um nýtingu andefna og er merkilegt að núverandi orku- málaráðherra þeirra Dr. Steven Chu fékk Nóbelsverðlaun fyrir nokkrum árum, fyrir m.a. rannsóknir sínar á andefnum. Er talið að nýlegur aukinn áhugi Bandaríkjamanna á kjarn- orkuverum og stefnubreyting í geim- rannsóknum séu m.a. tengdur hag- nýtingu andefna. Um síðustu helgi lenti í Kaliforníu nýjasta geimfar bandaríska hersins X-37B, ómönnuð geimskutla, sem hafði verið úti í geimi við rannsóknir í yfir 400 daga, sem er met. Er talið að þetta nýja geimfar hafi verið að prufa háþróaðan búnað til hagnýtingar á andefni. Íslensk heilbrigðisyfirvöld eru í samstarfi við önnur Norðurlönd um að fylgjast með þróun á geislunarbún- aði til krabbameinslækninga. Nú er kominn í notkun mun betri búnaður á öðrum Norðurlöndum heldur en sá búnaður sem er í notkun hér á landi. Í viðtali við Garðar Mýrdal hjá Land- spítalanum kom fram að ekki hefur fengist fjárveiting til að kaupa nýj- ustu geislalækningatæki, ljóseinda- hraðal fyrir krabbameinslækningar. Eins og svo oft áður er hafin söfnun til kaupa á nýjum geislunarbúnaði fyrir krabbameinslækningar, byggir hann á ljóseindum og kostar 400 milljónir, mun sá ljóseindahraðall bæta með- höndlun sjúklinga og gefa vonir um betri árangur í geislameðferð krabba- meinssjúkra. Er þessi söfnun skipu- lögð af m.a. samtökunum Framsýn, samtök þeirra sem hafa fengið blöðruhálskirtilskrabbamein. Kalla þau átakið Bláa naglann. Gert er ráð fyrir að á næstu árum munu næstu kynslóðir lækn- ingatækja hagnýta sér andefni, en Garðar segir að sú þróun muni taka nokkur ár og líklega tvær kynslóðir tækjabúnaðar. Íslendingar munu í gegnum samstarf við önnur Norð- urlönd taka smám saman í notkun nýjustu tækni og hafa aðgang að því besta sem fæst. Andefni finnast náttúrlega á jörðinni Eftir Holberg Másson » Gert er ráð fyrir að á næstu árum munu næstu kynslóðir lækn- ingatækja hagnýta sér andefni ... Holberg Másson Höfundur er framkvæmdastjóri. Í fyrri greinum hef- ur verið rakið hvernig breytt skipan og aukn- ar kröfur til sjúkra- flugs sköpuðu stór- bætta þjónustu við landsbyggðina og gerðu fjárfestingu í starfsfólki, tækjum og aðstöðu mögulega. Þá var sýnt fram á hvers vegna ber að líta á sjúkraflugið sem líflínu landsbyggðarinnar til Landspítala Háskólasjúkrahúss og hvernig stað- setning Reykjavíkurflugvallar er þar af leiðandi ekki einkamál Reykvík- inga. „Landspítalann“ verður að flytja eigi flugvöllurinn að fara úr Vatnsmýrinni. Í stað þess að höggva að öryggi landbyggðarinnar er tæki- færi til að nýta núverandi fjárfest- ingu betur og ná fram auknu öryggi og betri þjónustu fyrir landið allt. Flugfloti Landhelgisgæslu Íslands er allur með bækistöð í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir utan þyrlukost hefur Landhelgisgæslan yfir gríðarlega öflugri og vel útbúinni flugvél að ráða, TF-SIF. Rekstur hennar er kostnaðarsamur. Til þess ráðs hefur verið gripið að leigja vél- ina til verkefna erlendis hluta ársins. Þær þyrlur sem flughæfar eru hverju sinni standa hlið við hlið í flug- skýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Þann- ig gerir fjárhagslega þröngur stakk- ur erfitt um vik að bregðast við vá sem skapast langt á hafi úti. Án flug- vélar er lítill möguleiki á að gæta landhelginnar úr lofti. Án hennar er einnig erfitt að sinna ýmsu leitar- og björgunarflugi. Öryggi þyrlanna skerðist séu þær á hafi úti án fylgdar flugvélar. Jarðskjálfti eða eldgos gætu enn- fremur gert allan flug- flota á Reykjavíkurvell ónothæfan í einu vetv- angi. Nægir hér að minnast Suðurlands- skjálfta og eldgossins í Eyjafjallajökli. Í dag eru áhafnir og flugvélar tilbúnar til flugs á Akureyr- arflugvelli allan sólarhringinn. Tæki- færi er til að nýta þessa fjárfestingu betur. Flugvélakostur þar er ekki jafn vel búinn og flugfloti Landhelg- isgæslunnar. Hann hentar þó prýði- lega til afmarkaðra verkefna og kostnaður við flug minni véla ein- ungis brot af því sem úthald á vélum Gæslunnar kostar. Takmörkuð land- helgisgæsla og leit og björgun eru dæmi um það sem flugvélar Mýflugs gætu sinnt. Með þessu fyrirkomulagi má bæta þjónustu og ná fram veru- legri hagræðingu. Með flutningi einnar þyrlu og skilgreindra verk- efna til Akureyrar myndi skapast rekstrargrundvöllur til að staðsetja viðbótar flugvél á Akureyri. Sú vél myndi jafnframt þjóna sem vara- flugvél fyrir sérbúnu sjúkraflugvél- ina. Yrði þessi ráðstöfun til að auka stórlega öryggi á sjó jafnt sem landi og tryggja betur almannavarn- arhagsmuni. Nauðsynlegt er að hyggja að auknum fjölda ferðamanna í landinu og kröfum sem sá fjöldi ger- ir til viðbúnaðar um sjúkraflug, leit og björgun. Sjúkraflug: Framtíðarsýn Eftir Sigurð Bjarna Jónsson Sigurður Bjarni Jónsson » Í dag er til staðar skipulag sem nýta má til að hagræða og bæta þjónustu og öryggi Íslendinga til sjávar og sveita, sem og erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Mýflugs. Nú eru þær byrjaðar þessar neikvæðu um- ræður um rekstur Hörpu, sem ég hef beð- ið eftir frá því ákveðið var um hið undarlega rekstrarform hússins, – að það ætti að standa undir sér fjárhagslega! Það var þó alltaf vitað að það er ekki til það menningarhús á Ís- landi eða erlendis, sem stendur undir byggingu og rekstri sín- um sjálft og ekki hægt að ætlast til þess frekar en að ráðuneyti, skólar og sjúkrahús geri það – án mikilla op- inberra framlaga. Byggingarkostn- aður ráðuneyta, skóla og sjúkrahúsa er afskrifaður um leið og húsin eru byggð, en hér á menningarhús að þurfa að útvega sína peninga til bygg- ingar og rekstrar að verulegu leyti sjálft alveg ólíkt hinum. Í þessu er engin vitglóra og það mátti sjá fyrir. Auðvitað þarf að gæta aðhalds í rekstri Hörpu, en að græða á henni eða láta hana standa undir sér fjárhagslega er og hefur verið tóm della og er hér með útrætt mál fyrir aðra en stuttbuxnamenn úr Heimdalli, sem alltaf mátti reikna með að skildu ekki mikilvægi menningar og þörf á kostun hennar af opinberum aðilum. Glæsileg Harpa Það sem upp úr stendur þegar hugs- að er til Hörpu er svo margt skemmti- legt og glæsilegt að það er erfitt að byrja á einhverju einu. Við skulum bara byrja á húsinu sjálfu, sem er stór- glæsilegt í útliti setur flottan svip á bæ- inn og dregur til sín fólk í tugþús- undatali í hverjum mánuði. Það hefur lukkast að markaðssetja hana sem funda- og ráðstefnumiðstöð og er það gleðiefni. Fyrir okkur flest er hún þó samt aðallega tónlistarhúsið okkar – musteri menningarinnar. Þar hefur ekki síður tekist vel til, aðalsalurinn er stórkostlegur og hljómburður er þar í hæsta gæðaflokki. Ég skrifaði fyrir nokkrum árum margar greinar í Morgunblaðið og hvatti til þess að húsið yrði hannað sem fjölnotahús fyrir ýmsar listgreinar, sin- fóníutónleika, óperur, popp, jazz og dans; – oft við litlar sem engar und- irtektir ráðamanna. Al- menningur stóð með mér og hrunið neyddi loks rekstraraðila til að skipta um gír og bjóða alla velkomna í húsið – óperuna líka. Þetta hef- ur tekist með eindæm- um vel; sinfónían blómstrar sem aldrei fyrr með fleiri gestum og áhugasamari en áður, óperan, sem margir spáðu illri fram- tíð fyrir um, bæði almennt og í þessu húsi sérstaklega, sýndi það a.m.k. með sýningunni á La boheme, að hún á fyllilega heima í húsinu og lifir enn sem listgrein, Listahátíð í Reykjavík hefur notið mjög góðs af húsinu, popp, jazz og rokk og hvers kyns önn- ur tónlist fær einnig að blómstra í því og þannig mætti lengi telja. Mínir draumar a.m.k. hafa gengið upp hvað varðar þetta hús og svo held ég að segja um flesta þá sem ekki eru aldir upp í fyrrnefndum stuttbuxum. Við skulum fagna því að eiga þetta hús, sem er stolt okkar menningar, bæði að utan sem innan – og ekki síð- ur því að stjórnvöld höfðu kjark til að ljúka við byggingu hússins þótt illa áraði í íslenski samfélagi og kjánar kölluðu eftir því að óklárað húsið yrði látið standa sem minnisvarði um hrun og bruðl. Af slíkum minnisvörðum eigum við nóg samt, en enginn þeirra gefur af sér í íslenskt þjóðarbú, sál og hjarta eins og Harpa. Þess vegna borgum við með rekstri og öðrum kostnaði við Hörpu úr sameiginlegum sjóðum með bros á vör. Alveg eins og með skólunum og spítölunum. Við getur ekki án þess verið! Harpa tónlistarhús Eftir Árna Tómas Ragnarsson Árni Tómas Ragnarsson » Gæta þarf aðhalds í rekstri Hörpu, en að græða á henni eða láta hana standa undir sér fjárhagslega er og hefur verið tóm della… Höfundur er læknir. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.