Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Flestar ef ekki allar þær hátíðir sem eru á dagskrá í sumar eru ár- viss atburður í viðkomandi bæjum eða héruðum. Heimafólk, brott- fluttir sem og einfaldlega áhuga- samir ferðamenn sækja bæi heim til að hafa það notalegt saman og hlusta á tónlist, taka þátt í leikj- um, borða góðan mat og spjalla. Þá er stærri hátíðir gjarnan að finna um verslunarmannahelgi þar sem aðkomufólk er í meirihluta. Af nógu er að taka og hér má sjá lista yfir rúmlega áttatíu hátíð- ir en þess má geta að listinn er ekki tæmandi heldur gefur ein- hverja mynd af því sem er um að vera og þá má geta þess að dag- setningar geta stundum breyst. Fyrir þá sem hyggjast sækja hvers kyns hátíðarhöld er best að tryggja áður, sérstaklega ef um minni hátíðir er að ræða, að dag- setningar standist. Það má gera með því að hringja í viðkomandi sveitarfélag og svo eru landshlut- arnir allir með sína ferðavefi sem finna má inni á is.visiticeland.com. Verslunarmannahelgin Ein með öllu er fjölsótt fjöl- skylduhátíð á Akureyri sem í ár er haldin á 150 afmælisári bæjarins. Fastir liðir eur meðal annars Kirkjutröppuhlaup og Dynheima- ball svokallað sem og tónleikahald á leikhúsflötinni. Fjölskylduhátíð SÁÁ er að þessu sinni haldin á tjaldsvæðinu að Laugalandi í Holtum á Hellu. Fjöl- breytt fjölskyldudagskrá er í boði með leikjum, tónlist, listasmiðjum og fleiru. Fjölskyldudagar á Stokkseyri eru árviss atburður. Söfnin á staðnum verða opin, tilboð í gangi, ýmiss konar viðburðir og tónlistarflutn- ingur. Innipúkinn er tónleikahátíð sem haldin er í miðbæ Reykjavíkur um verslunarmannahelgi. Þverskurður af því sem er að gerast í íslensku tónlistarlífi, hátt í þrjátíu hljóm- sveitir troða upp og flestir tónleik- arnir fara fram í Iðnó. Írskir dagar á Akranesi eru bæj- arhátíð fyrir alla fjölskylduna. Af dagskrárliðum í ár má nefna ljós- myndasýningar, tívolí, litboltavöll og lifandi tónlistaratriði. Þá er írskt stuðball um helgina. Kántrýdagar á Skagaströnd eru útihátíð með kúrekabrag fyrir fjöl- skylduna með margvíslegum at- burðum þar sem kántrýið er í önd- vegi. Hátíðin hefur notið mikilla vinsælda enda dagskráin afar fjöl- breytt, leikir, tónlist, útigrill o.fl. Mýrarboltinn er á léttum nótum kallað Evrópumeistaramót í mýr- arbolta en keppt er í Tunguskógi í Skutulsfirði. Yfirskriftin er „Drullumall á daginn, stanslaust stuð á kvöldin“. Í keppnisgreinar er alla jafnan 18 ára aldurstak- mark. Ýmiss konar afþreying er í boði meðan á mótinu stendur sem og lokahóf. Síldarævintýri á Siglufirði er sér- stök fjölskylduskemmtun um verslunarmannahelgina en hátíðin hefur verið haldin í yfir 20 ár. Í ár troða upp listamenn eins og Jógv- an, hljómsveitin Upplyfting, Frið- rik Ómar og Eva Karlotta. Sæludagur í sveitinni eru sveita- hátíð á laugardegi í Hörgársveit sem haldin hefur verið undanfarin ár. Uppákomur eru í boði fyrir alla fjölskylduna á Hjalteyri, á Möðru- völlum og víðar um daginn og um kvöldið er dansleikur. Sæludagar í Vatnaskógi eru fjöl- skylduhátíð sem Skógarmenn KFUM og KFUM og KFUK á Ís- landi standa að. Hátíðin er vímu- efnalaus og dagskráin er fjöl- skylduvæn með fjölbreyttum viðburðum. Unglingalandsmót UMFÍ á Sel- fossi er árviss fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem unga fólkið og fjölskyldur þess eru í aðal- hlutverki. Hátíðin er vímuefnalaus. Börn og unglingar á aldrinum 11 - 18 ára geta reynt með sér í fjöl- mörgum íþróttagreinum og auk þess er boðið upp á ýmiss konar leiki og skemmtun fyrir fjölskyld- una. Verslunarmannahelgin á Flúðum er skemmtun fyrir fjölskyldufólk um verslunarmannahelgina sem haldin hefur verið í fjölmörg ár. Leikir og tónlist setja svip sinn á hátíðina. Þjóðhátíð í Eyjum er líklega ein stærsta útihátíðin. Fjölmargir tón- listarmenn og hljómsveitir troða upp í Eyjum og þeirra frægust að þessu sinni er líklega Ronan Keat- ing. Þá mun Bubbi Morthens og hollenska rapphljómsveitin Dope DOD stíga á svið. Sérstök barna- dagskrá verður líka í boði með söngvakeppni barna, barnaballi, Brúðubílnum ásamt söngvakeppni barna. Hrafnkelsdagurinn er skemmti- dagskrá með sögulegu ívafi. Boðið er upp á rútuferð með leiðsögn um Fljótsdal og yfir í Hrafnkelsdal og þaðan er farið að Aðalbóli og formleg dagskrá hefst. Dagurinn er haldinn í minningu Hrafnkels Freysgoða. Hátíðahöld um landið allt í sumar  Ýmiss konar hátíðahöld munu setja svip sinn á íslenska sumarið  Fjölmargar bæjar-, héraðs- og tónlistarhátíðir verða haldnar um allt land í júlí og ágúst Drullumall Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki fyrir snyrtipinna. Mýrarbolti Kántrýdagar Ein með öllu Sæludagar í Vaglaskógi Síldarævintýri Sæludagar í sveitinni Unglingalandsmót UMFÍ Verslunarmannahelgin á Flúðum Þjóðhátíð í Eyjum Innipúkinn Írskir dagar Fjölskyldudagar á Stokkseyri Hrafnkelsdagur Loftmyndir ehf. Útihátíðir um verslunarmannahelgina Vandvirkir Apparat á Innipúkanum. Söngvaskáldin góðu er yfirskrift Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði sem hefst í dag og stendur til sunnudags. „Við leggjum áherslu á fjölbreytileik- ann og að engin tónlistarstefna sé yfir aðra hafin. Þannig er hátíðin opin öll- um sem vilja vinna með þjóðlagaarf- inn,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem stofnaði Þjóðlagahátíðina árið 2000 og hefur verið listrænn stjórnandi henn- ar frá upphafi. Að sögn Gunnsteins hefur hátíðin vaxið og dafnað frá stofnun. „Fyrstu árin voru að jafnaði 8-10 tónleikar, en í ár eru þeir 18. En við bjóðum ekki bara upp á tónleika heldur líka leik- sýningar og námskeið bæði tónlist- arlegs eðlis og í handverki. Svo má ekki gleyma að við erum með Þjóð- lagaakademíu sem er námskeið á há- skólastigi í íslenskri þjóðlagatónlist,“ segir Gunnsteinn. Alls koma um 160 listamenn fram á hátíðinni í ár, þar af taka ríflega hundrað manns þátt í konsert- uppfærslu á Don Giovanni eftir Mozart sem flutt verður í íþróttahús- inu á Siglufirði 8. júlí kl. 14, en nánari umfjöllun um uppfærsluna verður hér á síðum blaðsins þegar nær dregur. Spurður hvað beri hæst á hátíðinni í ár segir Gunnsteinn ómögulegt fyrir hann að velja á milli. „Við erum að fá frábæra listamenn frá Svíþjóð, þau Mariu og Olof Misgeld sem kenna sænska þjóðlagatónlist við Tónlistarháskól- ann í Stokk- hólmi,“ segir Gunnsteinn, en María sem er söngkona og Olof sem er fiðluleikari munu vera með námskeið á hátíðinni og halda tón- leika í Bátahúsinu í kvöld kl. 21.30. „Einnig verð ég að nefna samíska ljóðskáldið Niillas Holmberg og selló- leikarann Roope Mäenpää sem flytja munu söngva frá Samabyggðum,“ segir Gunnsteinn en tónleikar þeirra verða í Bátahúsinu annað kvöld kl. 21.30. Að sögn Gunnsteins hefur aðsókn- in á hátíðina verið gríðarlega góð síð- ustu ár og iðulega uppselt á tónleika. „Við eigum von á því að selja um þrjú þúsund sæti á hátíðinni sem dreifast á marga tónleika,“ segir Gunnsteinn og bendir á að margir hátíðargestir nýti sér það að kaupa skírteini sem veiti aðgang að öllum tónleikum há- tíðarinnar. Allar nánari upplýsingar um hátíð- ina má finna á: www.folkmusik.is/is/ page/thjodlagahatidin-2012. Áherslan er á fjölbreytileika  Þjóðlagahátíðin haldin í tólfta sinn Gunnsteinn Ólafsson HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 10-18, LAUGARDAGA: LOKAÐ MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í YFIR 1 5 ÁR T I L B O Ð GLERAUGU FRÁ 19.900,- DAGLINSUR FRÁ 2.500,- PAKKINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.