Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Það verðurekki afþeimMúgsefj- unarmönnum skaf- ið að þeir gera hlut- ina eftir eigin höfði. Nýjasta plata þeirra er lítt til þess fallin að unga út smellum fyrir síbyljustöðvarnar en þess líklegri að falla þeim í geð sem kjósa eilítið efnismeiri músík til að fóðra eyrun með. Platan, sem er sam- nefnd sveitinni og önnur plata þeirra fimmenninga, er kaflaskipt 13 laga verk og hér er samið af metnaði, kveðið af íþrótt og flutt af hæfi- leikaríku harðfylgi. Fyrsti þriðj- ungur plötunnar samanstendur af vísnaskáldapoppi með háfleygum ádeilutextum og margslungnum hljómum. Þar stendur upp úr lagið Sendlingur og sandlóa, sem er feiki- gott. Þá tekur við sá hluti plötunnar sem hvað mest fútt er í, proggskotinn og göróttur. „Ferkönt- uð sólin“ er til dæmis frábært lag sem byrjar eins og eitthvert hljóm- borðadrama með Rick Wakeman, til- komumikið og voldugt. „Þórðargleði“ gæti næstum verið ævagamalt Queen-lag, þar sem kúplað er milli mismunandi hrynjandi fram og til baka, og rólegu lögin sem platan end- ar á virka eins og sögulok á langri og mikilli frásögn. Þar sem platan hverfist um ákveð- ið konsept (góðæris- og hrunuppgjör, mestanpartinn) og hefur nokkuð skipulega framvindu virkar hún heil- steypt áheyrnar og eitt leiðir mjög skipulega af öðru. Sem fyrr segir er auðheyrilega vandað mjög til verka, hvert sem litið er, en stundum mús- íkin rennur engu að síður hjá án þess að hreyfa tiltakanlega við hlustanda; það vantar eitthvað sem tekur í og sleppir ekki strax. Sjálfsagt munu hárbeittir textarnir þjóna þeim til- gangi í einhverjum tilfellum en það hefði ekki sakað að mjaka lagasmíð- unum í nokkrum tilfellum upp um þrep eða tvö. Þá er hætt við því að mörgum þyki kreppuádeilan orðin fullkveðin vísa núorðið. Það breytir þó engu um að platan er metn- aðarfullt og eftir því þakklátt innlegg í innlenda plötuútgáfu í sumar. Heilsteypt Þar sem plata Múgsefjunar hverfist um ákveðið konsept og hefur nokkuð skipulega framvindu virkar hún heilsteypt, að mati gagnrýnanda. Gáfumannapopp Geisladiskur Múgsefjun - Múgsefjun bbbmn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Breska hljómsveitin Blur frumflutti í fyrrakvöld tvö ný lög á vefnum Twitter sem streymdi flutningnum í beinni. Síðasta plata hljómsveit- arinnar kom út fyrir níu árum og aðdáendur því farið að þyrsta í ný lög. Lögin tvö heita „Under the Westway“ og „The Puritan“ og lék hljómsveitin þau á þaki ónefndrar byggingar. Lög- in samdi Blur fyrir fyrirhug- aða tónleika sína í Hyde garðinum á lokaathöfn Ól- ympíuleikanna. Blur lék fyrir fimmtíu boðs- gesti á þakinu og rigndi á hljóm- sveitina. Hljóm- sveitin hélt síðast tónleika árið 2009 á Glastonbury. Blur frumflutti tvö lög á Twitter Damon Albarn The Amazing Spider-Man Kóngulóarmaðurinn snýr aftur í kvikmyndinni The Amazing Spiderman, eða Hinn ótrúlegi köngulóarmaður. Hér er á ný sögð saga ofurhetjunnar, hvernig mið- skólaneminn Pétur Parker öðlaðist krafta kóngulóar þegar hann var bitinn af einni slíkri og það geisla- virkri. Leikstjórinn Sam Raimi tók það efni fyrir í kvikmynd sinni um Kóngulóarmanninn frá árinu 2002. Að þessu sinni er það leikstjórinn Mark Webb sem tekst á við hetjuna vinsælu. Nýja myndin mun þó sýna áður ókannaðar hliðar á sögu- persónunni. Með aðalhlutverk fara Andrew Garfield, Emma Stone, Irrfan Khan, Martin Sheen, Rhys Ifans og Sally Field. Metacritic: 67/100 Rotten Tomatoes: 77% Bíófrumsýning Enn segir af Lóa Kónguló Andrew Garfield fer með hlutverk Kóngulóarmannsins. Stiklu úr næstu kvikmynd leik- arans Toms Cruise, Jack Reacher, hefur verið sleppt á netið, á sama tíma og fréttir af skilnaði Cruise og Katie Holmes fara sem eldur í sinu um netið. Framleiðandi Jack Reacher, Paramount, ætlar þrátt fyrir þetta ekki að breyta markaðsherferð sinni fyrir myndina og segir störf leikarans vera það sem máli skipti. The Hollywood Reporter greinir frá því að hæstráðendur í fyrirtæk- inu hafi enga trú á því að skilnaðar- fréttirnar komi niður á aðsókn að myndinni. Óttast ekki fjölmiðlafár Tom Cruise LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE AMAZING SPIDERMAN 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power) INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 8 - 10:20 MADAGASCAR 3 3D Sýnd kl. 4 - 6 WHAT TO EXPECT... Sýnd kl. 8 - 10:15 Ein vinsælasta sögupersóna veraldar snýr aftur í sumarstórmynd ársins EKKI MISSA AF ÞESSARI! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 Einstök perla sem er orðin langaðsóknarhæsta mynd allra tíma, af þeim sem eru ekki á ensku. ÍSL TEXTI Salome Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri - Þetta er minn staður! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SPIDERMAN 3D KL. 5.40 - 8 - 10.30 10 WHAT TO EXPECT WHEN... KL. 5.45 - 8 - 10 L PIRANHA 3D KL. 10.20 16 SPIDER-MAN 3D KL 6 - 9 12 INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 – 10.30 10 STARBUCK KL 5.30 - 8 L WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL 10.20 L SPIDER-MAN 2D KL. 5 -8 - 10.50 10 SPIDER-MAN 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.50 10 SPIDER-MAN 3D KL. 4 - 5 - 8 - 10.50 10 PROMETHEUS 3D KL. 8 - 10.30 16 MADAGASCAR 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 8 - 10.25 L EIN VINSÆLASTA SÖGUPERSÓNA VERALDAR SNÝR AFTUR Á HVÍTA TJALDIÐ Í SUMARSTÓRMYND ÁRSINS EKKI MISSA AF ÞESSARI! HLUTI AF HVERJUM SELDUM BÍÓMIÐA ALLAN JÚLÍ - rennur til Barnaheilla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.