Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Egill kærir stúlkuna 2. Lífið var eins og hryllingsmynd 3. Tom Cruise farinn heim 4. Dóttir Cruise komin til landsins »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hinsegin kórinn heldur sumar- tónleika sína í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 18.30. Kórinn er áhugamannakór og var stofnaður í fyrra. Á efnisskrá eru fjölbreytt, fær- eysk og íslensk lög, klassísk kóralög í bland við dægurflugur. Stjórnandi er Helga Margrét Marzellíusardóttir. Hinsegin kórinn syngur í Tjarnarsal  Bláa lónið hefur fengið listakon- una Kitty von Sometime til að taka upp þátt eða stuttmynd í til- raunalistverkefni sínu, The Weird Girls Project, í lóninu. Þátturinn verður tekinn upp 28. júlí næstkom- andi og að venju mun Kitty hóa sam- an konum fyrir tökurnar sem vita ekki hvað bíður þeirra. Bláa lónið greiðir fyrir Weird Girls-þátt  Vefurinn Freisting greinir frá því að kanadíska tónlistarkonan Shania Twain og eiginmaður hennar Fré- déric Thiébaud hafi ver- ið í hestaferð hér á landi og snætt mat frá Kaffi Grund á Flúðum. Þar hafi kokkurinn Berglind Ósk Loftsdóttir mat- reitt ofan í þau og síðasta kvöldið eldað fyrir þau ein. Eldaði fyrir Shaniu Twain á Flúðum Á fimmtudag Hæg vestlæg átt og skýjað, víða dálítil rigning eða smáskúrir, en yfirleitt þurrt og bjart suðaustantil. Hiti 11 til 16 stig. Á föstudag Hæg suðvestanátt og skýjað að mestu. Hlýtt veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil rigning norðan- og vestanlands, víða léttskýjað suðaustanlands en þurrt austanlands fram eftir degi. Hiti 8 til 16 stig, svalast við austurströndina. VEÐUR Logi Gunnarsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, er að hefja sitt ellefta tímabil í at- vinnumennsku erlendis. Nú hefur hann sagt skilið við Solna Vikings í Svíþjóð og er kominn til Frakklands á ný þar sem hann hefur skrifað undir samning við Angers. „Það var stefna mín að fara aftur til Suður-Evrópu, ann- aðhvort til Ítalíu eða Frakk- lands, þó að mér líkaði mjög vel í Svíþjóð,“ segir Logi. »1 Logi til Frakk- lands á nýjan leik Óskar Örn Hauksson er drjúgur við að leggja upp mörk fyrir KR-inga en finnst hann ekki skora nógu mikið sjálfur. Hann var maðurinn á bak við þrjú marka KR gegn Grindavík í 9. umferð Pepsi-deildarinnar í fótboltanum en segir að KR- liðið eigi ennþá mik- ið inni og sé eig- inlega ennþá bara í öðr- um gír. » 2-3 Leggur upp mörkin en skorar ekki nóg sjálfur Þór/KA náði tveggja stiga forystu í Pepsi-deild kvenna í fótboltanum í gærkvöld með öruggum sigri á Sel- fossi, 6:2. Breiðablik komst í annað sætið með því að sigra Val, 1:0, þar sem Rakel Hönnudóttir skoraði sig- urmarkið. ÍBV vann upp tveggja marka forskot Stjörnunnar og liðin skildu jöfn, 2:2, í Vestmannaeyjum. »2-3 Þór/KA með tveggja stiga forystu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Óskar Magnússon om@mbl.is „Ég er búin að selja 307 hamborg- ara á tveimur vikum og strax komin með einn fastakúnna sem er búinn að borða tólf, “ sagði Mía á Sveita- grilli Míu við sundlaugina á Hellu í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er fljúgandi bisness. Það gæti verið að ég yrði forrík.“ Stolt í sólinni Mía heitir fullu nafni Stefanía Björgvinsdóttir og kemur úr Kópa- voginum austur í Rangárþing: ,,Ég vann á Hilton hóteli í Reykjavík og svo bauðst mér og manninum mín- um vinna á Hótel Rangá hér fyrir austan. „Ég varð náttúrlega ófrísk í sveitaloftinu, hætti á Rangá og langaði til að gera eitthvað sjálf,“ sagði Mía veitingakona og stillti sér stolt upp í sólinni í litríkri svunt- unni fyrir framan atvinnutækið. Vagninn er ekta amerískur og greinilega kominn nokkuð til ára sinna. Sumar áletranir eru á ensku, Mia‘s Country Grill hljómar eins og áratuga gamalt fyrirtæki með stóra markaðshlutdeild og marga kúnna og á einni hliðinni stendur: Take me back to the 50‘s. Einfalt og snjallt Mía segist hafa leitað á netinu að brúklegum vagni en flestir hafi ver- ið pylsuvagnar: „Ég hafði ekki áhuga á að selja pylsur, mig langaði til að reyna eitthvað nýtt. Þennan vagn rak á fjörur mínar norður á Hólmavík og ég sló strax til. Hann var ekki dýr en við erum búin að taka hann algjörlega í gegn.“ Í Sveitagrilli Míu ræður einfald- leikinn ríkjum. Ekki er fyrir að fara flóknum eld- húsbúnaði heldur hefur gömlu Char Broil-grilli verið komið fyrir í öðr- um enda vagnsins. Önnur eld- unartæki eru ekki sjáanleg og franskar kartöflur ekki á boðstólum. Allir eru ánægðir Salerni er ekki á staðnum, hvað þá búningsklefi eða sturta. Hvað sagði heilbrigðiseftirlitið við þess- um einfaldleika? ,,Þeim fannst þetta æðislegt, bæði Vinnueftirlitið og Heilbrigð- iseftirlitið voru ánægð með þetta hjá okkur, þau voru mjög fín, alveg frábær. Þau vita líka að það eru bæði klósett og sturtur í sundlauginni,“ sagði Mía. Fastakúnninn búinn með tólf  Sveitagrill Míu í amerískum grillvagni á Hellu Morgunblaðið/Óskar Magnússon Samhent hjón Mía ásamt manni sínum, Stefáni Ólafssyni, sem stendur vaktina í vagninum með konu sinni. Stefanía Björgvinsdóttir, áður á Hilton, síðan á Rangá og nú Mía á Sveitagrillinu, telur sundlaugar- gesti ákjósanlegan viðskipta- mannahóp. „Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn koma hér frískir og ban- hungraðir úr sundinu.“ Matseðillinn er einfald- ur, aðallega hamborg- arar og samlokur en athygli vekur að á hamborgurunum eru þunnskornar venjulegar kartöflur sem gefa þeim sérstakt bragð. „Við bjóðum auðvitað upp á gos að drekka en litlar fernur með prinsessudjús eru vinsælastar, sérstaklega hjá ungum stúlkum.“ Sveitagrillið lagar afgreiðslutíma sinn að leik- skólanum og hefur opið frá klukkan 11 til 16.30 en einmitt á þeim tíma er dóttir Míu í leikskól- anum. Koma alveg banhungraðir SUNDLAUGARGESTIR ERU ÁKJÓSANLEGIR VIÐSKIPTAVINIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.