Morgunblaðið - 14.07.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.07.2012, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 4. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  163. tölublað  100. árgangur  HANNA LIST- MUNI Í GÖMLU VERBÚÐUNUM VANDI SIG AF ÞVÍ AÐ VERA ÍSLENSK STUÐMENN HALDA STÓRTÓNLEIKA Í HÖRPU Í HAUST SUNNUDAGSMOGGINN MEÐ ALLT Á HREINU 30 ÁRA 40LISTRÆNAR MÆÐGUR 10 Ljósmynd/Guðmundur Stefán Maríasson Vinnsla Fyrsta brettið með frystum og fullunnum makríl úr verksmiðjunni í gær.  Vonir standa til að vinnsla geti hafist af fullum krafti í nýrri verk- smiðju Skagans á Akranesi á Suð- urey í Færeyjum eftir rúma viku. Þetta segir Ingólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri Skagans. Til stendur að vinna uppsjávarfisk í verksmiðj- unni en uppsetning hennar er langt á veg komin. Vinnslukerfi verksmiðjunnar byggist á íslenskri tækni sem þróuð hefur verið hjá Skaganum en fyrsti áfangi hennar á að afkasta 600 tonnum. »2 Vinnsla hefst innan skamms í Færeyjum Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is „Ég er ekki háður styrkjakerfi og er ekki hluti af háskólakerfinu og þess vegna get ég rifið kjaft,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í við- tali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „En marga kollega mína gruna ég um að passa mjög vel hvað þeir segja vegna þess að þeir starfa innan kerfisins í litlu landi. Þá er stutt í sjálfsritskoðun.“ Haraldur segist ekki sjá neitt sem bendi til að gos verði fljótlega, en segir að verið sé að reisa byggð á hættusvæðum. „Ég hef bent á Krísuvík- ursvæðið, sem ástæða er til að hafa áhyggjur af en þar er sprungukerfi sem Heiðmörk liggur á og Straumsvík er byggð nærri sprungukerfi og ung hraun eru í Hafnarfirði og í grennd við Njarðvíkur, ættuð úr eldstöðvum á Reykjanesi. Það er nokkurn veginn regla að þar sem ungt hraun er mun yngra hraun koma ofan á það. Ytri mörk höfuðborgarsvæð- isins eru að færast upp að Ell- iðavatni og Heiðmörk og í Hafnarfirði eru þau að færast yfir í Kapelluhraunið, þannig að verið er að reisa byggð á hættu- svæðum. Stjórnmálamennirnir lifa fyrir kjör- tímabilið og hugsa sem svo: Það gerist ekkert með- an við erum á lífi. Sem getur verið alveg rétt. Þetta er sennilega allt í lagi varðandi verksmiðjuna í Straumsvík því það þarf hvort eð er að byggja nýja verksmiðju eftir fimmtíu ár, þá verður núverandi verksmiðja orðin gamaldags, menn vilja rífa hana og byggja nýja og þá er svo sem allt í lagi að hraun- ið taki hana. En það er nokkuð annað mál ef þú átt einbýlishús í útjaðri Hafnarfjarðar eða uppi við El- liðavatn, sem þú varst ekki bara að byggja fyrir þig heldur líka fyrir afkomendur þína. Þér þætti sárt ef það færi undir hraun. Veðurstofan og vísindamenn við Háskóla Íslands fylgjast vel með sem þýðir að ef til vill verður hægt að sjá fyrir gos á þessum svæðum skömmu áður en þau hefjast en það er bú- ið að byggja á svæðunum. Það verður hægt að bjarga fólkinu og kannski kæliskápnum og hús- gögnum en það verður aldrei hægt að byggja aftur á sumum af þessum svæðum.“ Byggð reist á hættusvæðum Haraldur Sigurðsson  Segir að ung hraun sé að finna í Hafnarfirði og í grennd við Njarðvíkur  Fram- kvæmdastjóri LÍU segir vel hægt að auka þorskkvóta enn frekar eða upp í 230 þús- und tonn, enda hafi þorsk- stofninn náð sér verulega á strik og hrygning- arstofninn ekki verið stærri síðan árið 1963. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra ákvað í gær aflamark næsta fiskveiðiárs. Þorskkvóti var aukinn um 10,4% eða í 195,4 þúsund tonn. Síldveiðar verða einnig aukn- ar um 48,9% eða úr 45 þúsund tonn- um í 67 þúsund tonn. Ýsukvótinn dregst saman um 20% milli ára. »6 Mikil aukning í veið- um á þorski og síld Sjá nánar á síðu 5 Græddu á gulli á Grand Hótel um helgina lau. sun. og mánudag frá kl. 11:00 til 19:00 Staðgreiðum allt gull, silfur, demanta og vönduð úr Skúli Hansen skulih@mbl.is „Alþingi hefur ekki ákveðið kjör- dag, mér sýnist að það eigi að líða þrír mánuðir frá því að Alþingi ákveður kjördaginn en ekki ein- hvern hugsanlegan frest, og ég sé ekki annað en að ef þingið ætlar að koma saman 11. september þá sé það fallið á tíma,“ segir Sigurður Líndal, prófessor emiritus, en að sögn hans verður Alþingi að ákveða kjördag fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- una um tillögur stjórnlagaráðs í síð- asta lagi 20. júlí næstkomandi ef ætlunin er að halda atkvæðagreiðsl- una eigi síðar en 20. október. Aðspurður hvaða afleiðingar það hefði ef Alþingi myndi virða fresti í lögum um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslna og lokafrestinn í þingsályktunartillögunni um þjóðar- atkvæðagreiðsluna að vettugi og halda atkvæðagreiðsluna 20. októ- ber, sagðist Sigurður telja að slík atkvæðagreiðsla væri markleysa. „Ég sé ekki betur en að atkvæða- greiðsla sem þannig væri staðið að yrði markleysa,“ segir Sigurður. Ber að miða við 20. október „Forseti lítur svo á að á meðan ekki liggur fyrir önnur ákvörðun um kjördag þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar beri hlutaðeigandi stjórnvöld- um að haga undirbúningi sínum samkvæmt henni,“ segir m.a. í svar- bréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur, forseta Alþingis, við bréfi innanríkisráðuneytisins sem Morg- unblaðið greindi frá í gær. Í bréfinu kemur einnig fram að taki Alþingi aðra ákvörðun um kjördag eftir að það hefur komið saman í september þá verði ráðuneytinu gerð grein fyr- ir því. MDeila um kjördag »4 Tími Alþingis að renna út  Lagaprófessor segir þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða að markleysu ef Alþingi virðir lögbundna fresti að vettugi Sigurður Líndal Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Um þrjátíu manns tóku þátt í sjósundskeppni í Skutulsfirði í gær en sundið markaði upphaf hlaupahátíðar sem stendur yfir á Vestfjörðum um helgina. Næsti liður hátíðarinnar var Óshlíð- arhlaupið en það fór fram í gærkvöldi. Í dag verður keppt í 55 kílómetra fjallahjól- reiðum en hátíðinni lýkur á sunnudag með Vest- urgötuhlaupinu milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar. Syntu af stað inn í helgi þrekrauna Morgunblaðið/ Sigurjón J. Sigurðsson Upphaf hlaupahátíðar á Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.