Morgunblaðið - 14.07.2012, Page 4

Morgunblaðið - 14.07.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég hef alltaf reiknað með að hún [þjóðaratkvæðagreiðslan] yrði 20. október,“ segir Valgerður Bjarna- dóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, spurð um þá ósk innanríkisráðuneytisins að Al- þingi staðfesti endanlega dagsetn- ingu fyrir kjördag þjóðar- atkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs. „Það þarf að vera með þriggja mánaða fyrirvara og Al- þingi situr ekki núna, þannig að ég geri þá ráð fyrir að það verði 20. október,“ bætir hún við. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær þá sendi innanríkisráðuneytið nýlega bréf til forsætisnefndar Al- þingis þar sem ráðuneytið óskaði formlega eftir því að Alþingi staðfesti hvort 20. október næstkomandi verði kjördagur þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Vísaði ráðuneytið þar m.a. í 1. mgr. 5. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna en þar segir að Alþingi ákveði kjördag þjóðaratkvæða- greiðslu. Forsaga bréfsins er sú að í þingsályktunartillögunni þar sem ákvörðun var tekin um að halda ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs segir að sú at- kvæðagreiðsla skuli fara fram eigi síðar en 20. október 2012. Ákvörðunin liggur hjá Alþingi Í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær sagði Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra að ráðu- neytið liti svo á að það væri hlutverk Alþingis að ákveða hvenær kosningin eigi að fara fram og að eina aðkoma ráðuneytisins væri því að gera grein fyrir því hvort sú ákvörðun þingsins sé tæknilega framkvæmanleg eður ei. Aðspurður hvort fullnægjandi sé að segja í þingsályktunartillögu að kjördagur eigi að fara fram eigi síðar en 20. október segir Sigurður Líndal, prófessor emeritus, svo ekki vera. „Það er alveg ljóst að Alþingi ákveður þetta, það stendur skýrt í lögunum,“ segir Sigurður og bætir við að Alþingi eigi að taka ákvörðun um kjördag innan þeirra marka sem ákvæði laga um framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslna setja. Alþingi að falla á tíma Að sögn hans gæti Alþingi raunar breytt lögunum eða afnumið loka- frestinn úr þingsályktunartillögunni, þá væri einnig mögulega hægt að gefa út bráðabirgðalög. „Mér finnst nú að það sé farið að ganga ansi nærri stjórnskipan landsins ef menn fara að gefa út bráðabirgðalög. Það gæti staðist kannski lagalega en ekki finnst mér það nú gott svona siðferðislega,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar verða lögum samkvæmt að líða þrír mánuðir frá því að Alþingi ákveður kjördag og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan er haldin. „Alþingi hefur ekki ákveð- ið kjördag, mér sýnist að það eigi að líða þrír mánuðir frá því að Alþingi ákveður kjördaginn en ekki einhvern hugsanlegan frest, og ég sé ekki ann- að en að ef þingið ætlar að koma saman 11. september þá sé það fallið á tíma,“ segir Sigurður og bætir við að þingið verði að ákveða kjördaginn í síðasta lagi 20. júlí næstkomandi ef ætlunin er að halda atkvæðagreiðsl- una eigi síðar en 20. október. Sammála Ögmundi „Ég fæ ekki betur séð en að það sé hárrétt lögskýring hjá innanrík- isráðuneytinu að það sé eftir að taka ákvörðun um kjördag fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, spurður út í afstöðu sína til málsins. Að sögn Birgis er það ótvírætt Alþingi sem þarf að taka ákvörðun um kjördag samkvæmt lögum um framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslna. „Í því sambandi finnst mér augljóst að það verði að velja tiltekinn dag en ekki bara ein- hvern dag á tilteknu tímabili eða í síðasta lagi einhvern dag eins og ákveðið var með þingsályktun- artillögunni í vor,“ segir Birgir og bætir við: „Ég fæ ekki betur séð en að til þess að taka ákvörðun af þessu tagi þurfi samþykki meirihluta Al- þingis. Það dugar ekki að forseti þingsins, forsætisnefnd eða einhver annar innan þingsins taki þessa ákvörðun.“ Þá segir Birgir að varðandi næstu skref þá hljóti boltinn að liggja hjá meirihluta Alþingis sem ákvað að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og að það standi nú upp á meirihlut- ann að svara því hvernig við verður brugðist. Mánuður nægur frestur Að sögn Freys Ófeigssonar, for- manns landskjörstjórnar, væri það ekki stórmál fyrir störf landskjör- stjórnar þó svo að þingið ákvæði dag- setningu kjördagsins fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna með einungis rétt rúmlega eins mánaðar fyrirvara eða þann 11. september næstkom- andi, þegar þingið snýr aftur úr sum- arfríi. „Það eru í sjálfu sér ekki nein ákvæði sem binda dagsetn- ingu þannig séð. Auðvitað er betra að það sé svona hæfilegur fyr- irvari en ég held að mánuður sé nú alveg nóg fyrir framkvæmd kosning- anna,“ segir Freyr. Deila um kjördag atkvæðagreiðslu  Sigurður Líndal segir Alþingi þurfa að ákveða kjördag fyrir 20. júlí nk. ef ætlunin er að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012  Eiga að ákveða kjördag en ekki hugsanlegan frest Morgunblaðið/ÞÖK Alþingi Ákveða þarf kjördag eigi síðar en 20. júlí, segir Sigurðar Líndal. „Erindi þetta verður svo sem eðlilegt er lagt fyrir nefndina þegar hún kemur saman til næsta fundar í ágúst. Í tilefni bréfsins vill forseti þó árétta að forsætisnefnd er ekki bær til þess að staðfesta vilja eða áform Alþingis eða túlka ályktanir þess á annan hátt. Ef sérstök þörf er verður ráðuneytið því að bregðast við sjálfstætt. Forseti vill hinsvegar benda á að fyrir liggur sú ákvörðun samkvæmt ályktun Alþingis að „þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram eigi síðar en 20. október 2012“,“ segir í svarbréfi Ástu Ragnheiðar Jó- hannesardóttur, forseta Alþing- is, við bréfi innanríkisráðuneyt- isins sem Morgunblaðið greindi frá í gær en blaðið hefur undir höndum afrit af svarbréfinu sem er dagsett 13. júlí. Enn fremur segir í svarbréfi þingforseta til ráðuneytisins: „Þá liggur enn fremur fyrir að innanríkisráðuneytið skal aug- lýsa atkvæðagreiðsluna sam- kvæmt nánari fyrirmælum 2. mgr. 5. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna. Auk þessa fer um tímafresti við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar skv. 57. gr. laga nr. 24/2000, um kosn- ingar til Alþingis, eins og nánar greinir í bréfi yðar.“ skulih@mbl.is Bendir á þingsályktun FORSETI ALÞINGIS SVARAR INNANRÍKISRÁÐUNEYTINU Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Kristjana Milla Thor- steinsson, viðskipta- fræðingur, er látin, 86 ára að aldri. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. júlí. Hún fæddist 26. maí ár- ið 1926 í Reykjavík en foreldrar hennar voru þau Sigríður Hann- esdóttir Hafstein og Geir Þorsteinsson Thorsteinsson, útgerð- armaður. Kristjana lauk versl- unarprófi frá Versl- unarskóla Íslands árið 1943 og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1975. Fjórum árum síðar lauk hún prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Þá stundaði hún háskólanám í hag- fræði við Minneappolis-háskóla í Minnesota og Nazareth College í Rochester í New York í Bandaríkj- unum árin 1944 til 1946. Á ferli sínum stundaði Kristjana ýmis skrifstofu störf á árunum 1943- 1946. Þá var hún framkvæmdastjóri hjá Hárgreiðslumeistarafélagi Ís- lands 1979-1991. Hún sat í stjórnum ýmissa félaga- samtaka og fyrirtækja. Hún var með- al annars fyrsta konan sem tók sæti í stjórn Flugleiða en þar sat hún frá 1981 til 1993. Hún sat í varastjórn Verslunarmannafélags Íslands 1946- 1947 og í stjórn Park- insonsfélagsins á Ís- landi 1982-1994. Kristjana var einnig varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á árunum 1983 til 1987. Þá var hún einn af stofnendum UNIFEM á Íslandi og var síðar heiðursfélagi þar. Var hún fulltrúi félagsins hjá Mannréttinda- skrifstofu Íslands frá stofnun 1994 til 1997 og aftur frá 1999. Hún var formaður Félags eldri borgara í Garðabæ frá stofnun 1993 til 1995. Þá stundaði hún sjálfboðaliðastörf hjá Rauða krossi Íslands á árunum 1989-2010. Hún var einn stofnenda málfreyjudeildarinnar Írasar í Hafn- arfirði sem nú heitir ITC á Íslandi og var síðar heiðursfélagi þar. Einnig má geta þess að Kristjana var fyrsta fjallkona Íslands við lýð- veldisstofnunina á Þingvöllum árið 1944 en mikil rigning kom þó í veg fyrir að hún stigi þar á svið. Eiginmaður Kristjönu var Alfreð Elíasson, fyrrverandi forstjóri Loft- leiða og Flugleiða. Hann lést árið 1988. Börn þeirra eru Geir Alfreð (d. 1950), Áslaug Sigríður, Haukur, Ragnheiður, Katrín Guðný, Geir- þrúður og Elías Örn. Andlát Kristjana Milla Thorsteinsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Fjárhagsstaða borgarsjóðs, þ.e. A- hluta samstæðunnar, er sterk en hefur verið að veikjast. Það er mjög varhugaverð þróun ef skuldir halda áfram að aukast í A- og B-hluta sam- stæðunnar. Það þarf að róa að því öllum árum að bæta rekstur borgar- innar og hætta skuldasöfnun. Það segir sig sjálft að eftir því sem fjár- hagsstaða borgarinnar versnar, nýt- ur hún lakari vaxtakjara,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um aukna skuldasöfnun í borginni. Skuldahlutfallið nærri 300% Tilefnið er að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem innan- ríkisráðherra skipar, hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem segir að fjármál sveitarfélagsins þarfnist nánari skoðunar. Nefndin bendir á að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum mega ekki vera hærri en 150% af reglulegum tekjum. „Með hliðsjón af ársreikningi 2011 er niðurstaða eftirlitsnefndarinnar að skuldahlut- fall sveitarfélagsins sé 292%,“ segir í umsögn nefndarinnar. Kjartan telur einsýnt að bregðast þurfi við þessari niðurstöðu með markvissum aðgerðum til þess að stöðva skuldasöfnunina. „Það ber að taka þessa ábendingu frá innanríkisráðuneytinu alvarlega og auka aðhald í rekstri borgarinnar. Við sjálfstæðismenn höfum ítrekað bent á að auknar skuldir borgarinn- ar séu áhyggjuefni. Í ljósi þess að lík- legt er að borgin þurfi að aðstoða Orkuveituna frekar er brýnt að A- hlutinn sé í jafnvægi og gott betur. Í fjárhagsáætlun síðasta árs átti A- og B-hlutinn að skila jákvæðri af- komu en hvorugur gerði það. Rekst- urinn var samanlagt neikvæður um rúma sjö milljarða króna.“ Hvorki náðist í Jón Gnarr borgar- stjóra né Dag B. Eggertsson, for- mann borgarráðs, vegna málsins. Þá náðist ekki í S. Björn Blöndal, aðstoðarmann borgarstjóra. Reykjavíkurborg nálgast hættusvæði  Skuldahlutfallið stefnir í 300% Morgunblaðið/Eggert Ráðhús Reykjavíkur Skuldir borgarinnar aukast ár frá ári. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fest kaup á fjórtán pró- senta hlut í Eim- skipafélagi Ís- lands. Kaupverðið nemur samtals tæpum 5,7 millj- örðum króna. Tilkynnt var um þessi viðskipti í gær. Alls keypti sjóðurinn 28 milljónir bréfa en það voru Landsbanki Ís- lands og bandaríska fjárfestingar- félagið Yucaipa sem seldu 14 millj- ónir hluta hvort. Straumur fjárfestingarbanki hafði milligöngu um viðskiptin sem fara fram í undanfara að mögulegri skráningu félagsins í kauphöll. Í til- kynningu frá Eimskip segir að við- skiptin falli vel að þeim áformum fé- lagsins og með þeim breikki hluthafahópur fyrirtækisins. Eftir viðskiptin á Lífeyrissjóður verzl- unarmanna samtals 14,6 prósenta hlut og er þriðji stærsti hluthafi Eimskips á eftir Yucaipa sem sam- tals á 25,3 prósenta hlut og Lands- banka Íslands sem á um 30,3 pró- sent hlutafjár. Kaupir stóran hlut í Eimskip  Lífeyrissjóður VR á nú 14,6% hlut Eimskip er á leið á hlutabréfamarkað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.