Morgunblaðið - 14.07.2012, Page 6

Morgunblaðið - 14.07.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár verður 195,4 þúsund tonn. Þetta til- kynnti sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra í gær þegar aflamark fyr- ir fiskveiðiárið 2012/2013 var gefið út. Aukningin í þorski nemur 10,4% en var 177 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákvörðun ráðherra byggist á ráð- gjöf Hafrannsóknarstofnunar sem kynnt var í júní, en að auki hafi hefð- bundið samráð verið haft við hags- munaaðila. Heildaraflamark sem gefið var út í gær nemur 458,2 þúsund tonnum sem er aukning um 7,7% á milli ára. Auk þorsks er kvóti aukinn í gull- karfa, grálúðu, sandkola, löngu og ís- lenskri sumargotsíld. Ýsukvóti dregst saman um 20% Í öðrum tegundum er kvótinn minnkaður. Mestur er samdrátturinn í ýsu þar sem aflamarkið dregst sam- an um 20% og fer úr 45.000 tonnum í 36.000 tonn. Ástæðan er slæmt ástand ýsustofnsins vegna nýliðunar- brests síðustu ár. Frá fiskveiðiárinu 2006/2007 hefur ýsukvótinn dregist saman um rúm 65%, en þá var kvótinn í ýsu 105 þús- und tonn. Steinbítskvótinn dregst einnig töluvert saman á milli ára, úr 10,5 þúsund tonnum niður í 8,5 þúsund tonn. Sama staða er með skötuselinn, en ákvörðun ráðherra segir til um að kvóti hans skuli minnka úr 2,5 þús- und tonnum niður í 1,8 þúsund tonn. Samdrátturinn er 28%. Í tilkynningu ráðuneytisins segir: „Ástand stein- bítsstofnsins er ekki gott og hefur ráðgjöf farið hratt minnkandi. Nýlið- un skötusels mælist léleg og er nú nær því sem hún var um aldamótin þegar stofninn var mun minni. Ákvörðun aflamarks fyrir þessa tvo stofna tekur mið af þessu.“ Ráðherra hefur ákveðið að auka kvóta í grálúðu úr 13 þúsund tonnum í 14,7 þúsund tonn. Byggist þessi ákvörðun meðal annars á mati Al- þjóðahafrannsóknaráðsins, sem lagði í upphafi til að engar veiðar yrðu á stofninum. Það breyttist svo þegar stofnunin lagði til 20 þúsund tonn á svæðinu öllu. Hafrannsóknastofnun lagði hinsvegar til 12 þúsund tonn á svæðinu öllu. Grálúðustofninn er sameiginlegur nytjastofn Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Íslendingar og Grænlendingar hafa nýlega gert með sér samning um veiðarnar, en grænlenska þjóðþingið á þó eftir að samþykkja hann. Sam- komulag við Færeyinga tókst ekki, en ráðgert er að þeir taki 6% heildar- aflans. Samið um veiðar næstu tvö ár Samkomulag Íslendinga og Græn- lendinga kveður á um að þetta hlut- fall Færeyinga takist hlutfallslega af hlut þjóðanna tveggja, en í samning- um þeirra er kveðið á um að Íslend- ingar fái 60% og Grænlendingar 40%. Samið er um næstu tvö fiskveiðiár ásamt áætlun um á hverju stjórn veiða skuli byggjast eftir það. Gullkarfastofninn er sagður í góðu ásigkomulagi og skilar það aukningu í aflamarki um fimm þúsund tonn og verður kvótinn því 45 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Aflamark ufsa minnkar um tvö þúsund tonn í 50 þúsund tonn sem er sami kvóti og var 2010/2011. Kvóti í löngu verður aukinn um 2,5 þúsund tonn eða úr níu þúsund tonn- um í 11,5 þúsund tonn. Veruleg aukning síldarkvóta Kvóti á íslenskri sumargotsíld er aukinn umtalsvert. Kvótinn var 45 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2011/ 2012 og 40 þúsund tonn á fiskveiði- árinu þar á undan. Núna er lagt til að auka kvótann um 22 þúsund tonn eða í 67 þúsund tonn. Raunar var í gær lagt til að kvótinn yrði 64 þúsund tonn, en áður hafði þrjú þúsund tonn- um verið úthlutað sem meðafla í mak- ríl. Sýking síldarinnar í rénun Í tilkynningu ráðuneytisins segir: „Í fjögur ár í röð hefur sýking herjað á stofn íslensku sumargotsíldarinnar. Nú eru sterkar vísbendingar um að sýkingin sé í rénun og horfur með stærð veiðistofnsins eru bjartari en undanfarin ár og því er hægt að auka aflamarkið.“ Aukinginn á síldarkvót- anum nemur 48,9%. Auk þess sem þegar hefur komið fram ákvað ráðherra að minnka kvóta í djúpkarfa um tvö þúsund tonn, í keilu um sex hundruð tonn, í þykkvalúru um fjögur hundruð tonn, langlúru um tvö hundruð tonn og humarkvótinn minnkar um tvö hundruð tonn. Aukning um 32,8 þúsund tonn Ráðherra eykur aflamark í sex teg- undum samtals um 49,9 þúsund tonn. Hinsvegar er minna aflamark í 9 teg- undum og nemur samdrátturinn 17,1 þúsund tonnum. Einungis tvær teg- undir, skrápflúra og skarkoli, standa í stað. Eftir situr heildaraukning um 32,8 þúsund tonn, en loðnukvótinn hefur þó ekki verið ákveðinn ennþá. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að erfitt sé að meta verðmætaaukn- ingu af aflamarksaukningunni, meðal annars vegna óvissu um loðnuveiðar. Hinsvegar gerir ráðuneytið ráð fyrir um 10 milljarða verðmætaaukningu á grundvelli ákvörðunar ráðherra í gær. Þorskkvóti 195,4 þúsund tonn  Ráðherra ákvað heildaraflamark næsta fiskveiðiárs í gær  Heildaraflamarkið eykst um 32.800 tonn  Ýsukvóti minnkar um 20% eða 9.000 tonn  Verðmætaaukning gæti numið um 10 milljörðum króna Leyfilegur heildarafli tveggja fiskveiðiára í tonnum talið 200.000 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 To nn 2011-2012 2012-2013 Þo rsk ur Gu llka rfi Djú pk arfi Ýs a Ufs i Gr álú ða Ste inb ítu r Ke ila La ng a Sk ötu se lur Hu ma r Ísl . su ma rgo tsí ld* *Áður hafði verið úthlutað 3.000 tonnum semmeðafla með makríl 17 7.0 0 0 19 5. 40 0 40 .0 0 0 45 .0 0 0 12 .0 0 0 10 .0 0 0 45 .0 0 0 36 .0 00 52 .0 0 0 50 .0 0 0 13 .0 0 0 14 .7 0 0 10 .5 0 0 8. 50 0 7.0 0 0 6. 40 0 9. 0 0 0 11 .5 0 0 2. 50 0 1. 80 0 2. 10 0 1. 90 0 45 .0 0 0 67 .0 0 0 Aðrar tegundir 2011-2012 2012-2013 Skrápflúra 200 200 Skarkoli 6.500 6.500 Sandkoli 500 800 Þykkvalúra 1.800 1.400 Langlúra 1.300 1.100 Morgunblaðið/Eggert Þorskur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að þorsk- kvóti fyrir næsta fiskveiðiár verði aukinn í 195,4 þúsund tonn eða um 10,4%. „Í sjálfu sér kemur ekkert á óvart miðað við ráðgjöfina. En það breytir ekki því að við höfum talið, varðandi þorskinn, að það hefði verið eðlilegt að endurskoða aflaregluna vegna þess að stofninn er kominn í mjög gott horf. Viðmiðunarstofninn, fjög- urra ára og eldri, er kominn í 1.070 þúsund tonn. Hefur ekki verið stærri síðan 1981,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegs- manna, þegar hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun ráðherra um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár. Aflareglan verði endurskoðuð „Það er metið að hrygningarstofn- inn hafi síðast verið stærri 1963, kominn í 400 þúsund tonn. Veiðihlut- fallið er gríðarlega lágt, það er ekki nema 18%,“ segir Friðrik. „Þannig að við höfum hvatt til þess að afla- reglan verði endurskoðuð. Það var náttúrlega nauðsynlegt að draga úr veiðum 2007, en nú er staðan gjör- breytt og þessi aflaregla sem var sett til fimm ára þá miðaðist við að allt væri stöðugt og að uppbygging yrði hægari en raunin hefur orðið. Þetta kemur ekki á óvart miðað við að þessi aflaregla var sett á sínum tíma með þessum hætti, en við höf- um talið, eins og staða stofnins er, að það yrði engin áhætta tekin þó að veitt yrði 10-20% meira heldur en nú er. Allavega 230 þúsund tonn væri mjög hóflegt.“ Aflamarkið í ýsu dregst saman um 9 þúsund tonn, eða um 20%, á milli ára. „Það er auðvitað verulegur sam- dráttur í ýsu, hlutfallslega. Við erum að fá inn fjóra slaka árganga sem koma inn í veiðar á næstu árum. Það hefur bara eitthvað gerst í lífríkinu. Við erum að fá nokkra slaka árganga úr mjög sterkum stofni. En það kemur ekkert á óvart að það sé farið niður með ýsuna og stóru línurnar eru í takt við ráðgjöfina og ekkert sem kemur á óvart í því,“ segir Frið- rik. Hann segir að þó svo að það séu skiptar skoðanir um einstakar teg- undir þá komi fátt á óvart við ákvörðun ráðherrans. „Við höfum auðvitað skoðanir á ýmsu þarna en þorskurinn er stóra málið og þar höfum við talið að væri eðlilegt, í ljósi stöðunnar, að endur- skoða aflaheimildirnar strax og höf- um farið þess á leit við sjávarútvegs- ráðherrann,“ segir Friðrik. Óvitað hver loðnukvóti verður „Við höfum alltaf sagt að það beri að fara sem næst tillögum Hafró. Við höfum ekkert betri viðmið og þetta er í þeim anda,“ sagði Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, í gær. „Þetta er bæði jákvætt og nei- kvætt. Þorskurinn eykst, sem er mjög jákvætt, samdráttur í ýsunni, sem var vitað. Þetta er allt eins og Hafró lagði til,“ sagði Hólmgeir. „Svo er náttúrlega ekki allt komið. Við vitum ekki hvernig loðnuveiðin verður og annað. Það eiga eftir að koma tillögur um það,“ sagði Hólm- geir. ipg@mbl.is Vilja að þorskveiðar verði 230 þúsund tonn Hólmgeir Jónsson Friðrik J. Arngrímsson  LÍU vill endurskoðun á aflareglu  Kom ekki á óvart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.