Morgunblaðið - 14.07.2012, Page 36

Morgunblaðið - 14.07.2012, Page 36
36 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Þegar ég var lítill átti ég venjulega afmæli uppi á hálendi eða ein-hvers staðar á Melrakkasléttu,“ sagði Andri Snær Magnason,rithöfundur, sem er 39 ára í dag. Veisluföngin voru hamborg- ari eða eitthvað svipað og veislan haldin í Volvo Lapplander. For- eldrar Andra Snæs voru vön að taka sér sumarfrí í júlí og þá var hald- ið á fjöll eða fáfarna staði. Björtustu afmælin í minningunni voru þó haldin á þeim árum sem Andri Snær bjó í Bandaríkjunum með for- eldrum sínum – áður en Lapplanderinn kom til. „Við komum heim í frí og það voru haldin 50 manna afmæli hjá afa og ömmu í Hlaðbæ. Svo enduðu allir krakkarnir allsberir í garðúðaranum eða í baðkarinu.“ Andri Snær hafði ekki ákveðið neitt tilstand í dag. Hann átti von á að konan hans, Margrét Sjöfn Torp, vekti hann með afmælisgjöf og dekkuðu morgunverðarborði eins og venja er í hennar fjölskyldu. Andri Snær sendi handrit að nýrri bók til útgefanda síns í gær. „Þetta er ævintýri um konung sem er búinn að sigra heiminn en lang- ar að sigra tímann,“ sagði Andri Snær. Sagan er miðuð við yngri les- endur, foreldra þeirra og alla þá sem hafa gaman af skrítnum æv- intýrum. Stefnt er að útgáfu næsta haust. Ritun bókarinnar hefur staðið yfir síðustu tvö til þrjú árin. Andri Snær sagðist hafa lagt heil- mikla vinnu í hana, enda krefðist það mikillar vinnu að gera flókna hugmynd einfalda. gudni@mbl.is Andri Snær Magnason rithöfundur 39 ára Morgunblaðið/Friðrik Tryggvason Rithöfundurinn Andri Snær Magnason sendi handrit að nýju og efn- ismiklu ævintýri til útgefanda síns í gær. Bókin er væntanleg í haust. Allsberir afmælis- gestir í garðúðara Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | Kringlunni | sími 588 0660 | casa.is Bourgie lampar Hönnuður: Ferruccio Laviani Glær 45.000 Svartur 45.000 Off white 59.900 Silfur 69.900 Gull (þarf að sérpanta) 139.900 Vinkonurnar Emilía Björk og Anna Karen héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þær söfnuðu 5.425 krónum. Litla systir fékk að vera með á myndinni. Hlutavelta Reykjavík Haraldur Logi fæddist 12. nóvember. Hann vó 18 merkur og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Drífa Björk Kristjánsdóttir og Haraldur Logi Hrafnkelsson. Nýir borgarar Garður Kristrún Erla Sigurðardóttir fæddist 24. apríl kl. 8.47. Hún vó 3.525 g og var 48,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Mona Erla Ægisdóttir og Sigurður Rúnar Sævarsson. E dda Björg ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Kópavoginum, þeim Sigurði Jónssyni, f. 16.11. 1921, vélsmið sem er enn við störf, og Unni Ólafs- dóttur, f. 12.12. 1919, húsfreyju. Edda Björg var í Kópavogsskóla og Gagnfræðaskóla Kópavogs, lauk stúdentsprófi frá MH 1992, var au pair í Frakklandi, tók inntökuprófi í Leiklistarskóla Íslands 1994 og út- skrifaðist þaðan 1998. Leikverk og hlutverk Edda Björg lék í kvikmyndinni Mávahlátur, 2001, en hóf sinn feril á sviði hjá Borgarleikhúsinu og lék þar í fjölda verka til 2005. Má þar nefna Grease; Kysstu mig Kata; Boðorðin níu; Mávahlátur (sviðs- verkið) lék Wöndu í Pétri Pan og í Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona, 40 ára Morgunblaðið/Sigurgeir S Fjölskyldan Edda Björg og Stefán Már með Kolbeini Daða heima í Miðstræti – einni fallegustu götu Reykjavíkur. Leikverk skapa heima Dúettinn Edda Björg og eiginmaðurinn Stefán Már Eiríksson með gítarinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.