Morgunblaðið - 14.07.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.07.2012, Qupperneq 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að koma sér á framfæri er spurning um einbeitingu. Raðaðu verkefnum eftir for- gangsröð því þá verður eftirleikurinn auð- veldari. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú tekur hugsanlega þá ákvörðun í dag að hætta að eiga samskipti við einhvern í vinnunni. Hver og einn þarf að gera það sem hann telur rétt hverju sinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú stefnir í að þú hittir fyrir þá sem eru sama sinnis og þú og reiðubúnir til þess að vinna málstað ykkar brautargengi. Með því endar þú með svo margt ógert, að þú kemst ekki yfir það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ástvinir líta á athygli þína sem verð- mæta gjöf, en vanræksla þín er hræðileg móðgun. Aðrir geta í raun ekkert gert þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér á eftir að líða vel bæði í vinnunni og heima í dag. Horfðu frekar á stóru málin sem þú ert að þoka áleiðis. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess að móðga ekki einhvern með því að halda honum utan við vinafund. Það að eitthvað gerðist í gamla daga þýðir ekki að það gerist aftur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sumar hugmyndir virka á svipstundu, aðrar þurfa lengri tíma. Eldaðu uppáhalds- réttinn þinn, hlustaðu á gamlar plötur, skoð- aðu myndaalbúm, allt til þess að fá hug- myndir fyrir framtíðina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að láta það ekki á þig fá þótt náinn vinur þinn valdi þér vonbrigðum. Viðfangsefni sem eru þess virði að taka að sér einkennast bæði af jákvæðri og nei- kvæðri orku. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Treystu dulrænum hæfileikum þínum fyrir alla muni. Vertu ekki með áhyggj- ur – fólk tekur þér bara eins og þú ert. 22. des. - 19. janúar Steingeit Spennandi dagur er í vændum. Hið sama gildir um ráðagerðir tengdar menntun og lögfræðilegum efnum. Hristu af þér slenið og vertu jákvæður og þá fara hlut- irnir að gerast hjá þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugsun þín er skýr í dag, einkum um skattamál, skuldir og tekjur og önnur fjármál. Aðrir gleðjast yfir því sem þeir þó eiga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hver jákvæð niðurstaða felur í sér til- tekin óþægindi. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur í dag eykur verðmæti heimilis þíns. Karlinn á Laugaveginum var íheimspekilegum hugleið- ingum, þegar ég hitti hann, – það er búið að dæma forsætisráðherrann fyrir brot á jafnréttislögum, sagði hann. Það er ekki sama hver karl- maðurinn er! Ég er nú bara al- múgamaður og ekki í náðinni: „Það brýtur á boðum hér útundan,“ sagði Bjartur og leit síðan útundan sér, – undan lítur: „ég er karl, ég er hvítur og kristinn og þess vegna útundan!“ Funi kveikist af funa stendur í Hávamálum og limra kallar á limru. Ég hef áreiðanlega birt limr- una um Harald bónda á Heiði eftir Kristján Karlsson áður hér í Vísna- horni. En veðurguðirnir kalla á hana, – þótt ég á hinn bóginn við- urkenni að niðurlagið eigi ekki lengur við og sýni, að við lifum á erfiðum tímum: Mælti Haraldur bóndi á Heiði: „mitt höfuð þyngir nú leiði. Hér er ágætisveður og ekkert sem skeður. Eitt illmenni kæmi sem greiði.“ Grétar Snær Hjartarson sendi mér gamlan húsgang um vega- lengdina frá Eyrarbakka út í Sel- vog: Frá Eyrarbakka út í Vog er svo mældur vegur: átján þúsund áratog áttatíu og fjegur. Í Hafrænu hefur Guðmundur Finnbogason fyrri hlutann öðru vísi en botninn eins: Af Eyjasandi út í Vog – er svo mældur vegur – o.s.frv. Í skemmtilegu viðtali í Víkingi við skútuskipstjórann Egil Hansen frá Færeyjum heldur hann að það sé rétt munað hjá sér, að sunn- lenskur árabátur hafi skriðið þrjá faðma í áratogi, svo að vegalengdin hefur verið 54.252 danskar álnir. Þorsteinn Jónsson í Laufási seg- ist í Lesbók Morgunblaðsins hafa verið í Fáskrúðsfirði árið 1896 og þá heyrt Maríu Níelsdóttur á Höfðahúsum, nær áttræða, hafa vísuna svona: Úr Landeyja- víðum vog í Vestmannaeyja gjögur eru átján þúsund áratog áttatíu og fjögur. María lærði þessa vísu í æsku. Hún ól allan sinn aldur í Múla- sýslum.Og væri gaman að fá meira um þessar vísur að heyra eða aðrar svipaðar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ég er kristinn og þess vegna útundan Sendibréf eru á undanhaldi. Vík-verji ákvað að gleðja gamla vin- konu með óvæntum pinkli í póstsend- ingu sem innihélt smáa bleiklita bók með fallegu flúri í kringum titil bók- arinnar. Með bögglinum fylgdi póst- kort, ljósmynd eftir gamlan meistara sem fangar tíðarandann í kringum aldarmótin í Reykjavík. Gamall grár hestur stendur í porti og þvottur hangir á snúrum sem hafa verið strengdar milli húsa. x x x Nú vandaðist málið, vel skrifaðirstafir og hlýleg orð þyrftu að fylgja með. Víkverji hefur vanist því undanfarin ár að skrifa allt niður í tölvu og hefur lítið nýtt sér gamal- dags sjálfblekung og pappír. Þó hann grípi til þess endrum og eins að hripa helstu verkefni dagsins niður á blað. Rithöndin er ekki upp á marga fiska en nýtileg þó. Kannski situr enn í Víkverja ummæli kennara hans frá því í þriðja bekk að hann „hefði nú al- veg getað lagt sig meira fram í skrift- arprófinu“. Upp frá því hefur Víkverji ekki lagt mikinn metnað í að skrifa vel því hann lagði sig vissulega fram í umræddu prófi en hafði ekki erindi sem erfiði. x x x Orðin skrifuðu sig ekki sjálf en Vík-verji ákvað samt að skrifa ekki beint á póstkortið heldur rissa fyrst upp og hreinskrifa á póstkortið. Handskrifuð orð á póstkorti verða eilíf á einhvern hátt og óafturkræf. Ekki er hægt að notast við út- þurrkunartakkann sem beitt er í tölvuskrifum. Ef þetta ætti að varð- veitast um aldir alda þyrfti að leggja höfuðið í bleyti. x x x Einn helsti nákvæmnismaður ogstílsnillingur síðustu aldar, rithöf- undurinn Elías Mar, gerði sér glögg- lega grein fyrir mikilvægi sendibréfa. Í vel skrifaðri samtalsbók við íslenska rithöfunda orðaði Elías hugsun sína: „Ég hef varðveitt öll sendibréf sem mér hafa borist um dagana [...] Það að eyðileggja sendibréf jaðrar við glæp og ber vott um tillitsleysi, sjálfs- elsku og fleira miður gott. Hvar væri sagnfræðin stödd, ef ekki hefðu varð- veist sendibréf?“ víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38.) G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d VISSIR ÞÚ AÐ FÓLK SEM Á GÆLUDÝR LIFIR LENGUR EF VIÐ LEYFUM ÞEIM ÞAÐ HANN GERÐI ÞETTA AFTUR! HVAÐ? MJÁ MAMMA? PABBI? ER EINHVER HEIMA? HVAÐ MEÐ ÞIG LITLI BRÓÐIR? HVAR ERU ALLIR? ER ENGINN HEIMA? EKKI SEGJA MÉR AÐ ÉG SÉ EIN HEIMA MEÐ... TEPPINU!? EDDI, ÞÚ ÁTT AÐ STANDA VAKTINA Í NÓTT AF HVERJU SETURÐU MIG ALLTAF Á NÆTURVAKTIR!? VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT SVO MIKIL NÁTTUGLA SVO LENGI SEM ÞAÐ ER GÓÐ ÁSTÆÐA FYRIR ÞVÍ... GRÍMUR & ATLI ERU STADDIR Í CHERNOBYLSKEMMTIGARÐINUM VÁ! VIÐ ERUM LOKSINS KOMNIR SJÁÐU ÞARNA ER HUNDUR LÁRUSAR, KJARNEÐLIS- FRÆÐINGS! HANN HEITIR PLÚTÓNÍUM FARÐU VARLEGA, SLEFIÐ HANS VIRÐIST VERA AÐ ÉTA SIG Í GEGNUM GÓLFIÐ ÉG TRÚI ÞVÍ BARA EKKI AÐ VIÐ HÖFUM UNNIÐ ÞESSA MIÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.