Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 20
Mayotte Kóralrifin eru torfarin. Minnst sjö létust og sex er enn sakn- að eftir að skipi hvolfdi nærri Ma- yotte-ströndinni í Frakklandi í gær. Um borð í skipinu voru ólöglegir inn- flytjendur sem ferðuðust frá Kómor- eyjum til Frakklands. Fjögur börn og þrjár konur létust í slysinu. 11 manns var bjargað úr flaki skipsins seint í gær. Tvö sjóslys hafa átt sér stað á tæp- um tveimur mánuðum á svæðinu, en öðrum bát hvolfdi á Indlandshafsrif- inu við Mayotte í maí síðastliðnum. Í slysinu létust fimm, fimmtán er enn saknað en 19 manns var bjargað. Kóralrifin á svæðinu eru mjög torfar- in og mikill fjöldi skipa hefur sokkið og hvolft nærri ströndum Mayotte. Margir Kómoreyingar leggja í hættu- lega siglingu til Frakklands í von um atvinnu og bætt lífsskilyrði, en gríð- arleg fátækt er á Kómoreyjum, mest á eyjunni Anjouan, 100 kílómetrum frá Mayotte í Frakklandi. Talið er að um tveir fimmtu hlutar íbúa Mayotte séu innflytjendur sem komið hafa til Frakklands með ólöglegum hætti. Sjö létust í sjóslysi  Skip með erlenda innflytjendur fórst 20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Eþíópískur blaðamaður, Eskinder Nega, var í gær dæmdur í átján ára fangelsi fyrir að brjóta hryðjuverka- lög landsins. Nega er þekktur stjórn- arandstæðingur en í maímánuði fékk hann PEN-frelsisverðlaunin fyrir skrif sín. Nega var dæmdur sekur fyrir að hafa unnið með Ginbot Seven-sam- tökunum, sem eru með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, en eþíópísk stjórn- völd líta á samtökin sem hryðju- verkasamtök. Auk Nega hlutu 23 refsidóm fyrir að hafa brotið hryðju- verkalög landsins, segir í frétt BBC. Í frétt AFP kemur fram að aðrir hafi fengið allt frá átta árum til lífs- tíðardóma. Mannréttindasamtök hafa fordæmt sakfellingu mannanna. Stjórnarandstæðingurinn Andua- lem Arage fékk lífstíðardóm og gaf dómari þá skýringu að brot hans hefði verið mjög alvarlegt en hann var dæmdur fyrir að starfa með út- lagasamtökum. Hann var einnig dæmdur sekur fyrir að hafa tekið ákvarðanir fyrir hryðjuverkasamtök- in. Af þeim 24 sem voru dæmdir voru sextán ekki viðstaddir réttarhöldin þar sem þeir höfðu flúið land. Hins vegar voru þeir Eskinder og Andua- lem báðir viðstaddir dómsuppsöguna í gær. Mikill mannfjöldi var í dóm- salnum, bæði fjölskyldur þeirra, vin- ir, stjórnarandstæðingar, blaðamenn og diplómatar. Kastljós alþjóðlegra fjölmiðla beinist að Eþíópíu um þessar mundir vegna þungra dóma yfir blaðamönn- um sem hafa verið fangelsaðir vegna strangra laga landsins varðandi mál- og prentfrelsi. Auk Nega voru sænskir blaðamenn fangelsaðir vegna ásakana um hryðjuverk. Blaðamennirnir halda því fram að þeim sé haldið að ósekju og krefjast þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju, en eitt ár er liðið af 11 ára fang- elsisdómi þeirra. Diplómatar heimsóttu að auki blaðamanninn Martin Schibbye og ljósmyndarann Johan Persson, en þeim hefur verið haldið í eþíópísku fangelsi síðan 1. júlí á síðasta ári, þeg- ar þeir voru handteknir af þarlendri lögreglu. „Þeir eru einangraðir innan veggja fangelsisins en líkamlegt og andlegt ástand þeirra er viðunandi,“ sagði sænski sendiherrann í Eþíópíu eftir heimsókn í fangelsið þar sem Schibbye og Persson afplána dóm sinn. „Þeir eru enn á þeirri skoðun að þeim sé haldið í fangelsinu vegna rangra saka,“ bætti hann við. Svíarn- ir fá vikulegar heimsóknir frá starfs- fólki sænska sendiráðsins. Ætla ekki að áfrýja Svíarnir voru handteknir á Odega- svæðinu í Eþíópíu ásamt uppreisn- armönnum frá Frelsishreyfingu landsins, ONLF, eftir að hafa komið til landsins með ólöglegum hætti frá Sómalíu. Dómur yfir þeim féll svo í desember síðastliðnum, en þeir voru sakfelldir fyrir stuðning við hryðju- verk. Talsmaður ríkisstjórnar Eþíóp- íu, Shimeles Kemal, sagði að ákvörð- un réttarins yrði ekki hnikað og að Schibbye and Persson hefðu „farið út yfir þau mörk sem hæfilegt þykir í fréttamiðlun“. Hann bætti við að dómurinn væri að sínu mati sann- gjarn. „Sjálfstæður dómstóll komst að niðurstöðu um sekt þeirra. Þeir geta áfrýjað ef þeir eru ósáttir við niðurstöðuna,“ sagði Kemal. Svíarnir birtu hins vegar yfirlýsingu þess efn- is í janúar að þeir myndu ekki áfrýja vegna þeirrar glufu í eþíópísku rétt- arkerfi að fangar geti hlotið óvænta lausn játi þeir sekt sína.  Þungir dómar falla yfir blaðamönnum í Eþíópíu  Landið hefur eina ströngustu fjölmiðlastefnu heims  79 blaðamenn hafa verið þvingaðir í útlegð síðan árið 2001 18 ár fyrir uppreisnarskrif AFP Refsing Blaðamaðurinn Eskinder Nega var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að brjóta hryðjuverkalög Eþíópíu. 23 blaðamenn hlutu refsidóm að auki. Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Tuttugu hafa látist í gríðarlegum rigningum sem geisað hafa í suðvest- urhluta Japans undanfarna daga. Björgunarsveitir vinna hörðum höndum að því að finna fórnarlömb sem grafist hafa í leðju sem gengið hefur fram vegna úrkomu. Verst er ástandið á sunnlægu eyjunni Kyushu. Lögregla, slökkviðliðsmenn og hermenn ryðja sér leið gegnum leðju sem hlaðist hefur upp í kjölfar þungrar úrkomunnar, en notast er við skóflur og gröfur við björgunar- aðgerðirnar. Íbúar svæðisins hafa að stórum hluta flúið heimili sín. Fjöldi bygginga er kominn á kaf í rigning- arvatn og leðju og eru björgunar- sveitir í kapphlaupi við tímann að bjarga íbúum húsa og verðmætum áður en fleiri falla í valinn. Sam- kvæmt því sem fram kemur á frétta- vefnum AFP hafa viðlíka rigningar ekki áður þekkst á svæðinu. Fyrsti dagur rigninga var á fimmtudag og að sögn veðurfræð- inga er ekki útlit fyrir að stytti upp á næstu dögum. Rigningin hefur bleytt jarðveg og rutt fram leðju- straumi sem ber gríðarstór tré og ýmiss konar brak með sér. Ár flæða yfir bakka sína og auka enn á flóðin í Kyushu. Borgin Kumamoto hefur einnig þurft að þola slæm flóð, en götur hennar eru þaktar leðju og berast bílar og brotajárn með leðju- straumi af götum. Hundruð húsa hafa eyðilagst í flóðunum. Sjónarvottar segja að- stæður líkjast þeim sem sköpuðust árið 2011 eftir tsunami-fljóðbylgjuna í norðausturhluta landsins. Bílhræ og járnarusl liggur í fjallshlíðum þangað sem það hefur borist með flóðum. Íbúum er gert að yfirgefa heimili sín meðan á rigning- unum stendur af ótta við að hin straummikla á Kagetsugawa muni flæða yfir bakka sína. Banvæn rigningarflóð  Tugum þúsunda gert að yfirgefa heimili sín í suðvestur- hluta Japans  Líkist aðstæðum eftir tsunami-flóðin 2011 AFP Neyð Rigningarflóð í suðvesturhluta Japans valda rafmagnsleysi í borgum auk þess sem vatnsveitur virka ekki. Mannfall af völdum flóða » Í borginni Aso í Kuyshu hafa 19 látist í flóðunum og sex er enn saknað að sögn þar- lendra yfirvalda. » Yfirvöld í borginni Hita hafa gefið út skipun þess efnis að 14.800 íbúar skuli yfirgefa heimili sín LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI - SÍMI: 462 4646

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.