Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Kveðja frá dætrum Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Alfreð Sigurlaugur Konráðsson ✝ Alfreð Sigurlaugur Konráðsson fædd-ist á Brattavöllum á Árskógsströnd 14. júlí 1930. Hann lést 4. desember 2011. Útför Alfreðs var gerð frá Dalvík- urkirkju 17. desember 2011. þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku pabbi, við söknum þín. Þórdís og Kristín. ✝ Ingvald OlafAndersen var fæddur á Siglu- firði 7. maí 1923. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 30. júní sl. Foreldrar hans voru August Georg Rasmus Peter Andersen fæddur í Kaup- mannahöfn 1886, d. 1970 og Kristín Kristinsdóttir And- ersen fædd 1885, d. 1947. Bjuggu öll árin á Siglufirði. Alsystkini Ingvalds; Jón Alfreð Andersen f. 1910, d. 1989. Hedvig Hulda Andersen, f. 1914, d. 1991. Emil Helgi And- ersen, f. 1919, d. 1971. Sam- feðra eru Hertha Sylvía And- ersen, f. 1939. Soffía Adda Andersen Georgsdóttir, f. 1941. Sigríður María Bjarnrún Andersen, f. 1943. Guðrún Inga Andersen, f. 1945. Kristín Ardís Andersen, f. 1947. Þórð- ur Georg Andersen, f. 1950. Invald Olaf giftist Málfríði Önnu Bjarnadóttur 1945. Börn þeirra eru Kristinn Ævar And- ersen, f. 1947, kvæntur Aldísi Atldóttur. Á hann 3 börn, 5 barnab. og 1 barnab. Sig- urveig Margrét Andersen, f. 1951. Gift Óla Ágústi Ólafssyni. Á hún 4 börn, og 12 barnab. Ragnar Hallgrímsson And- ersen, f. 1952, d. 1953. Birgir, f. 1954. Ólafur Sölvi Bjarni Andersen, f. 1958, kvæntur Svölu Dögg Þor- láksdóttur. Á hann 2 börn og 1 barnab. Stjúpdætur Ingvalds, dætur Önnu, eru Guðmunda Guðrún, f. 1942, og Sigríður Ragna, f. 1943. Ingvald Olaf flutti til Vest- mannaeyja 1952 frá Siglufirði. Hann var mest til sjós sem kokkur á hinum ýmsu bátum frá Siglufirði og Vest- mannaeyjum. Hann var líka kokkur í landi á Hótel Berg og Hótel HB í Vestmannaeyjum. Síðustu árin sín bjó hann á Selfossi hjá dóttur sinni og tengdasyni Sigurveigu og Óla. Fluttu þau síðan aftur til Eyja og flutti hann þá fljótlega á Dvalarheimilið Hraunbúðir. Jarðarför Ingvalds Olafs fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, 14. júlí 2012, kl. 14. Í dag kveð ég tengdaföður minn hann Ingvald Olaf Ander- sen, Inga á hótelinu eins og ég þekkti hann á árum áður. Hans er sárt saknað af okkur, þessa yndislega manns. Ég var búin að kynnast honum mörgum árum áður en ég varð tengdadóttir hans. Hann hjálpaði elstu dóttur minni mikið þegar hún var að stíga upp úr erfiðum veikindum sem þú þekktir líka af eigin raun, komst fram við hana af mikilli hlýju og væntumþykju. Takk, Ingi minn. En svo kem ég inn í fjölskyld- una þína fyrir 11 árum og það var eins og ég hefði alltaf verið með. Eitt sem var gaman var að þegar ég kom til þín í heimsókn gaspr- aði ég alltaf: „Hæ „bjútý beiker“ hvað er að frétta?“ og þá koma alltaf glott á karlinn. Hann Kiddi þinn á eftir að sakna þess að koma ekki í sjóaraspjall til þín og segja þér fréttir frá höfninni og rifja upp gamla tíma á hinum ýmsu bátum sem þið voruð á. Kiddi kom alltaf glaður og hress þegar hann kom frá þér. Þín verður sárt saknað. Ég kveð þig, gamli vinur, nú eruð þið Anna þín saman, það er sem þú þráðir. Örugglega að rifja upp gamla góða tíma á Sigló og í Vestmannaeyjum. Aldís Atladóttir. Elsku afi minn, nú ertu kom- inn til ömmu sem þú hefur sakn- að svo mikið og ég efast ekki um að allir þínir ástvinir sem þú hef- ur saknað hafa tekið á móti þér hlýjum faðmi. Elsku afi, mikið sem ég sakna þín og það verður skrýtið að geta ekki farið í heim- sókn á Elló í Eyjum og hitt þig. Ég er mikið þakklát fyrir þann tíma þegar þú fluttir til okkar á Selfoss því þá fyrst fékk ég að kynnast þér og þínum eiginleik- um vel. Þú varst alltaf eitthvað að grínast en svo gat maður talað við þig um allt og ég undra mig alltaf á því hvað þú gast munað margt fram að þínum síðustu dögum. Þegar ég hugsa um fyrstu minninguna mína um þig þá var það þegar ég kom til þín og ömmu upp á verbúðirnar í Eyjum og þú leyfðir mér að horfa á Ghostbusters og gafst mér nammi. Það var alltaf svo gott að vera í kringum þig og ég veit og finn það svo sterkt inni í mér að þú munt fylgja mér og passa upp á afastelpuna þína. Þangað til næst, elsku afi, Þóra Margrét. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn um afa er að hann var brandarakarl. Hann var einstak- lega hress og skemmtilegur og hafði sérlega góða nærveru, var kærleiksríkur með hlýtt faðmlag. Margar góðar minningarnar koma upp í huga minn og ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa til þess þegar afi fann lundapysju í garðinum hjá sér, heima í Vestmannaeyjum. Hann náði henni og hringdi svo í mig stoltur og sagði að krakkarnir mínir mættu fá hana. Þegar við komum til að sækja hana beið pysja litla inni í örbylgjuofni því afi átti engan kassa til að geyma hana í. Það er svo margt tengt afa sem fær mig til að brosa, hann svaraði til dæmis ekki í símann á þeim tíma dags sem viss sápu- ópera var í sjónvarpinu, hann átti alltaf nokkra kassa af súkkulaði í skúffunni hjá sér sem hann gaf krökkunum mínum þegar við komum og þau ljómuðu öll yfir þessari miklu gjöf. Afa þótti einstaklega vænt um sitt fólk og hann kunni að meta þann tíma sem fjölskyldan og vinir gáfu sér til að heimsækja hann og verja með honum góðri stund. Það var ávallt gott að koma til afa og við gátum spjallað um amstur daglegs lífs. Hann fylgdist vel með öllu sem afkom- endur hans tóku sér fyrir hendur og sýndi stolt sitt og aðdáun í verki og orðum. Amma Svana sagði við mig fyrir nokkru að tilfinningarnar sem við fyndum þegar eldra fólk kveddi þennan heim einkenndust meira af söknuði en sorg. Við söknum þess að koma til afa og og finna faðmlag hans. Við sökn- um þess að hann muni ekki vera í Eyjum þegar við komum næst í heimsókn. En við eigum ótal margar góðar minningar sem við munum geyma um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku besti afi minn. Það er gott að vita af þér í örmum ömmu á ný. Svanhildur Inga og fjölskylda. Mig langar að skrifa hér nokk- ur orð til þín, elsku besti afi minn. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þegar ég sat hjá þér uppi á spítala síðustu daga þína hér hjá okkur rifjuðust upp margar fal- legar minningar um þig og hana ömmu. Mikið var gott að geta sagt þér hvað ég elskaði þig mik- ið og hvað ég leit allaf upp til þín, ég grét en þú sagðir mér að þetta yrði allt í lagi. Alltaf var svo gott að fá að koma til ykkar í Vegg og best var að fá að kúra á milli ykkar í litla hjónarúminu sem þið áttuð. Sumarið sem ég fékk að búa hjá ykkur ömmu á verbúðinni og hvað þið voruð alltaf natin og góð. Eftir að ég fullorðnaðist og átti mína drengi hvað þú, elsku afi minn, varst alltaf svo góður við þá. Þá vantar mikið núna þegar þú ert farinn frá okkur en ég veit að núna líður þér vel. Þú ert kom- inn til ömmu sem er búin að bíða þín í 10 ár. Elsku afi, hvíldu í friði og fallegar minningar lifa í hjarta mínu. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn. Við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi, 1981.) Aðskilnaður okkar er aðeins tímabundinn, elsku afi minn. Ég veit að þér líður mjög vel núna. Þín afastelpa, Kolbrún. Ingvald Olaf Andersen Morgunblaðið birtir minningargreinar endur- gjaldslaust alla útgáfu- daga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsending- armáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstand- endur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift | Minningar- greinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina við- vart. Minningargreinar MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR ELÍASDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða. Kjartan H. Guðmundsson, Kolbrún Kjartansdóttir, Elín Hanna Kjartansdóttir, Jón Vestmann, Hafsteinn Kjartansson, Þuríður S. Baldursdóttir, Hörður Kjartansson, Þórunn Elídóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR JÓHANNS JÓHANNSSONAR, Lindasíðu 2, Akureyri. Svava Valdimarsdóttir, Lovísa Sigurðardóttir, Þorsteinn Guðnason, Jóhanna Hartmannsdóttir, Bjarki Sigurðsson, Hólmfríður Jónasdóttir, Valdimar Sigurðsson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDAR SIGURÐSSONAR, Miðvangi 159, Hafnarfirði. Alexía Margrét Gísladóttir, Haukur Þór Haraldsson, Bylgja Birgisdóttir, Katrín Haraldsdóttir, Bjarki Þór Hauksson, Birgir Hauksson, Haraldur Orri Hauksson, Alexía Margrét Jakobsdóttir, Finnbogi Jakobsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUNNARS ÞÓRIS ÞJÓÐÓLFSSONAR, fv. sviðsstjóra hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kristnibraut 99, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Ágústína Dagbjört Eggertsdóttir, Anna Bjargey Gunnarsdóttir, Ari Brimar Gústavsson, Þjóðólfur Gunnarsson, Ragnar Guðm. Gunnarsson, Heiðrún Rósa Sverrisdóttir, Eggert Gunnarsson, Snæfríður Þórhallsdóttir, Lovísa María Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og barnabarns, EIRÍKS MUSSIMA QUAN BIRGISSONAR, sem lést eftir stutt veikindi 16. júní og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. júní. Birgir Guðbergsson, Sike Quan, Jóna Kristín Birgisdóttir, Jóhannes Stefánsson, Hjálmtýr Birgisson, Tinna Rósantsdóttir, Gunnar Birgisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.