Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 þeir einróma undir að Með allt á hreinu komist ofarlega á þann lista. Egill bætir þó við að auðvitað hafi hljómsveitin breyst með árunum og tíminn hafði slípað þann stein sem hljómsveitin er orðin að. „Það voru auðvitað hæðir og lægðir rétt eins og gerist í lífi allra hljómsveita og fólks. Ég held nú samt að hljóm- sveitin hafi náð vissum hæðum, hvað varðar gæði og annað,“ segir Egill og vísar t.d. í tónleikana í Ro- yal Albert Hall í London þar sem hljómsveitin spilaði árið 2006. „Halló og púkó en samt töff“ „Það er ákveðinn húmor sem hefur alltaf loðað við hljómsveitina, eða svokallaður menntaskóla- húmor,“ segir Egill og vísar aftur í þá tíma þegar hljómsveitin var rétt að fæðast. „Við lékum okkur að því að vera hallærisleg, rétt eins og við gerðum svo í Með allt á hreinu. Við erum í rauninni sjarmerandi hall- ærisleg,“ segir Egill og vísar í lagið Ástardúett. „Sterkur og stór, stinn- ur eins og Sokki. Manni er lýst sem íslenska hestinum. Er það ekki halló? En samt svolítið sætt?“ En þótt það hafi aldrei verið stutt í grín og glens hjá Stuðmönn- um var ákveðinn boðskapur í tón- listinni. „Innihaldið er þessi þjóð, sem er alltaf að berja sér á brjóst. Langt frá öðrum þjóðum og viðmið þess vegna svo skrýtið. Við erum útnári á ballarhafi og eins og allir eyja- skeggjar, þá horfum við alltaf út fyrir okkur, berum okkur saman við aðrar þjóðir sem við höfum ekki ástæðu til því við erum svo langt frá öðrum. Þetta er svipað og þeg- ar tveir krakkar standa hvor sínum megin við skurð og spyrja sig: Er ég stærri en þú? Við erum í svo- litlum svoleiðis vanda og höfum alltaf verið,“ segir Egill. Helstu smellir og faldar perlur Myndinni Með allt á hreinu, mætti lýsa með sama móti. „Þannig var myndin lögð upp, með hallær- issjarma, og með þeim húmor sem hljómsveitin hafði fyrir sjálfri sér og hann er ennþá til staðar,“ segir Valgeir. „En nú eru liðin 30 ár frá því að myndin kom út og þá er spurningin hvort púkalegheitin hafi varðveist í óbreyttri mynd?“ bætir Valgeir við. Hverju mega þeir sem ætla að halda upp á 30 ára afmæli mynd- arinnar búast við í Hörpu? „Auðvit- að munum við leika okkur með þemað, púkalegt en töff,“ segir Val- geir. „Við erum auðvitað fyrst og fremst að koma saman og skemmta okkur yfir því að við höfum búið til þessa tónlist. Þetta er stór hluti af okkar lífi og við erum að sýna því ákveðna virðingu,“ segir Egill um tónleikana. Jakob gerir dagskránni sem Stuðmenn spila í haust í Hörpu nánari skil. „Fyrri hlutann ætlum við að hafa blandaðan, ný lög í bland við þau þekkustu og bestu frá fyrri tíð en eftir hlé verð- ur seinni hlutinn alfarið tileinkaður kvikmyndinni. Og svo eru nokkrar faldar perlur þarna inn á milli sem við teljum að hefði kannski mátt spila oftar.“ Þá bætir Egill við að í seinni helmingnum muni Stuðmenn einnig sviðsetja kvikmyndina al- ræmdu og „búa til smá leikrit úr því“. Samhliða tónleikunum gefa Stuð- menn út endurhljóðblandaða plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni. Listamenn sýna fjölbreytt verk í Vinnslunni á Norðurpólnum á Seltjarnarnesi í kvöld. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskrá hefst kl. 20 og stendur til kl. 1 um nótt. Tónlist, gjörningar, þátttökuleik- hús, skúlptúr, innsetningar, uppi- stand og ýmislegt fleira er á dag- skránni. „Vinnslan er tilrauna- vettvangur fyrir allar listgreinar, listaupplifun fyrir öll skynfæri og nauðsynleg fyrir framþróun lifandi lista hérlendis,“ segir í tilkynningu frá Vinnslunni. Þetta er í annað skipti í sumar sem hún er sett upp en þau María Kjartans og Vala Óm- arsdóttir myndlistarkonur, Birgir Hilmars tónlistarmaður og Guð- mundur Ingi Þorvaldsson leik- húslistamaður eru frumkvöðlar verkefnisins. Síðast tóku um 30 listamenn þátt en búast má við svip- uðum fjölda í kvöld. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Listilegar tilraunir Sumardjasstón- leikaröð Jómfrú- arinnar fer fram í sjöunda skiptið á Jómfrúartorg- inu og tónleikar hefjast kl. 15 og standa til 17. Leikarinn og tónlistarmað- urinn Þór Breiðfjörð flytur dag- skrána Innileikar, þar sem hann tekur „gömul en sígræn djasslög í anda Bings Crosby og fleiri meist- ara“. Með Þór spilar kvartett sem Vignir Þór Stefánsson á píanó, Snorri Sigurðarson á trompet, Birgir Bragason á kontrabassa og Erick Qvick á trommur skipa. Margir kannast eflaust við Þór úr Vesalingunum sem voru nýlega sýndir í Þjóðleikhúsinu. Aðgangur er ókeypis. Djass á Jómfrúnni Eigin leiðir Fiona Apple fetar eigin stigu að vanda á fjórðu breiðskífu sinni. raunakenndara verk og algerlega án málamiðlana. Virðing Apple jókst í kjölfarið og fólk tók um leið andköf yfir magnaðri sögu stúlkunnar. Henni var nauðgað tólf ára gamalli, stríddi við þunglyndi, átröskun o.s.frv. When The Pawn … kom út 1999 en næsta plata ekki fyrr en sex árum síðar. Extraordinary Machine lenti í kröggum jakkafatanna ef svo mætti segja, yfirmenn hjá Epic þráuðust við að gefa plötuna út og svo fór að lokum að henni var lekið á netið. Platan vakti síðan mikla lukku hjá tónlistaraðdáendum og Apple ekki búin að taka tónlistarlegt feil- spor hingað til þrátt fyrir að hafa fet- að örðuga ævistigu að öðru leyti. The Idler Wheel … kom út í síð- asta mánuði og fór beint í þriðja sæti Billboard-listans. Auk þess hafa gagnrýnendur keppst við að ausa hana lofi. Líkt og Eels og Beck sem ég nefndi hér áður nær Apple að samþætta tvo hluti, vinsældir og list- ræna vigt, eitthvað sem er síst öllum gefið. Apple tók heldur enga áhættu gagnvart útgáfufyrirtækinu núna en fulltrúar Epic vissu ekki af því að hún væri búin með plötu fyrr en hún af- henti þeim hana. Og í þetta sinnið biðu menn ekki boðanna með að gefa út … » Apple var mjög svogreinilega að nýta hæfileika sína til að við- halda andlegu jafnvægi og græða gömul – og í raun óbætanleg – sár. Í byrjun árs 1982 brugguðu nokkrir meðlimir Stuðmanna hugmyndir að kvikmynd. Þeir fóru svo af stað með verkefnið en tóku mikla áhættu við fram- leiðslu þess, að sögn Egils Ólafs- sonar og Valgeirs Guðjónssonar. Í desember var verkinu svo lokið og á stóra tjaldið kom myndin Með allt á hreinu. Kvikmyndinni leikstýrði Ágúst Guðmundsson. Í henni léku Stuðmennirnir Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magn- ússon, Tómas M. Tómasson, Val- geir Guðjónsson, Þórður Árna- son og Ásgeir Óskarsson. Í kvikmyndinni fluttu Stuðmenn lög sem urðu síðar þjóðþekktir smellir. Í kvikmyndinni kom einn- ig fram kvennahljómsveitin Grýl- urnar sem nefndust Gærurnar í myndinni en í þeirri hljómsveit söng Ragnhildur Gísladóttir sem seinna slóst í lið með Stuðmönn- um. Í myndinni leika einnig Egg- ert Þorleifsson og Flosi Ólafs- son. Myndin segir frá ástum og af- brýðisemi Stuðmanna og Gær- anna á ferðalagi þeirra um landið þar sem þau lenda í óteljandi uppákomum. Stuðmenn og Gærur MEÐ ALLT Á HREINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.