Morgunblaðið - 14.07.2012, Síða 11

Morgunblaðið - 14.07.2012, Síða 11
Með því að bjóða listafólki og hönnuðum aðstöðu í verbúðunum vildu Faxaflóahafnir gæða svæðið við höfnina nýju lífi. Þetta segja Linda og Kristín að hafi tekist vel og að í kring- um þær hafi myndast skemmtilegur hópur ýmiskonar listafólks, til að mynda myndlistarfólks, ljósmyndara og iðn- og fatahönnuða. Góður andi hafi myndast meðal fólksins sem allt hefur það sameiginlega markmið að gera svæðið skemmtilegt og aðlað- andi. Iðnbylting á vinnustofunni Þær Kristín og Linda nýta ým- iskonar hráefni í hönnun sína. Kristín hefur verið á ýmsum glernám- skeiðum í gegnum tíðina en segist nú í fyrsta sinn hafa tækifæri til að koma á framfæri því sem hún býr til. Einn- ig hefur Kristín búið til hluti úr leir, t.d. paprikur og í bígerð er að búa til grænmeti í yfirstærð. „Í byrjun áskotnaðist okkur gamall ofn sem við notuðum í allt sem við gerðum svo það varð eins og iðn- byltingin hjá okkur þegar við fengum tölvustýrðan ofn. Það hefur breytt miklu og við getum gert meira og þróað hlutina áfram. Við höfum gert hluti úr gleri og okkar sérstaða verið að nota mikið blómavír með glerinu. Við látum vírinn koma út úr mynd- fletinum sem gefur myndunum sér- stakt yfirbragð. Ég hef líka verið að gera skúlptúra úr vír og þá aðallega dýr, hesta og einstaka kött og fiska að sjálfsögðu því við erum jú svo nálægt hafinu. Ég hef lagt meiri og meiri áherslu á skúlptúrana og langar að gera þá meiri og stærri,“ segir Linda. „Síðan má nefna væntanlega framleiðslu á hillunum og gulrót- arsnögunum,“ skýtur Kristín inn í. „Já, ég er að hanna snaga og hillur úr áli en þær eru með rúnaletri. Það er gaman að geta leitað aftur í menning- ararf okkar Íslendinga og fléttað for- tíð og nútíð saman á þennan hátt. Svo hafa mér líka áskotnast hestshófar sem ég hef unnið úr listaverk. Þegar maður kemst í svona pláss eins og þetta fær maður mikla andagift og hugmyndirnar streyma fram. En þær kvikna líka í samtali við fólk sem kemur í galleríið,“ segir Linda. „Það er líka skemmtilegt hvern- ig við köstum oft hugmyndum á milli okkar. Ég segi eitthvað og þá kemur Linda með blað og rissar upp. Það er skemmtilegt að við mæðgurnar get- um unnið svona saman enda ekkert sjálfgefið,“ segir Kristín. Leist ekki á blikuna Mikið þurfti að gera fyrir hús- næðið en Kristín og Linda lögðu sig fram um að halda kostnaði í lágmarki. Útkoman er látlaus en smekkleg og er hreint ótrúlegt að sjá myndir af húsnæðinu fyrir breytingar. „Okkur leist nú ekki alveg á blik- una þegar við sáum húsnæðið og má geta þess að það var í krafti okkar góðu maka sem þetta varð að veru- leika. Þeir hjálpuðu okkur alveg ótrú- lega mikið að koma húsnæðinu í stand og hvöttu okkur líka óspart áfram,“ segir Kristín. Í dag liggur stigi upp á efri hæð húsnæðisins þar sem Kristín og Linda hafa skrif- stofuaðstöðu og Linda grípur þar einnig í pensla og málar. Niðri er gall- erí þeirra mæðgna og vinnustofa en á þá hlið sem snýr að götunni hafa nýlega verið settir tveir stórir gluggar sem hægt er að opna til fulls og gefa rýminu skemmtilegan svip á góðviðrisdegi. Unnið var að fram- kvæmdunum skref fyrir skref en þær mæðgur hafa nú haft Spektrum opið í rúmt ár og segja straum ferðamanna um svæðið hafa aukist síðan síðasta sumar. „Við sem erum með aðstöðu hér í verbúðunum vinnum nú að því í sam- einingu að kynna svæðið þannig að miðbærinn nái aðeins lengra. Líkt og þekkist erlendis þar sem líf skapast við höfnina. Við lítum björtum augum á framtíðina og þetta er allt á uppleið hér,“ segir Linda. Með því að bjóða lista- fólki og hönnuðum að- stöðu í verbúðunum vildu Faxaflóahafnir gæða svæðið við höfn- ina nýju lífi. Álgulrætur Nýtt úr smiðju Lindu. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Varðköttur Einum nágrannahund- inum er meinilla við vírköttinn. Mæðgur Þær Linda Heide (t.v.) og Kristín Hjálmars reka saman gallerí og vinnustofu á Grandagarði. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Ferðamálafélag Hríseyjar stendur að hátíðinni Fjölskyldu- og skeljahátíðin í Hrísey nú um helgina. Fjölbreytt dagskrá verður í dag og á morgun og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Áhersla er lögð á afþrey- ingu fyrir yngstu kynslóðina. Í dag verða leiktæki opin til klukkan 18, föndrað verður úr skel, keppt í Litla kirkjutröppuhlaupinu og hjólböru- formúlu. Þá verður fjöruferð með Skralla trúð farin í dag klukkan 13.30 og klukkan 15 hefst söngvarakeppni barna í umsjá Heimis Ingimarssonar. Aðeins er fátt eitt hér nefnt en um kvöldið verður einnig dagskrá af ýmsu tagi. Á sunnudeginum heldur gleðin áfram en dagskrána má sjá nánar á www.hrisey.is Fjölskyldu- og skeljahátíðin í Hrísey haldin um helgina Fjölskylduhátíð Stemning í Hrísey. Föndrað, keppt og sungið Dagskrá Hjólböruformúla í Hrísey. vildu vera með. Við byrjuðum á smá kennslu í byrjun og útskýrðum dansinn en það er yndislegt við salsa hversu einfalt er að læra grunnsporin. Því viljum við fá alla með í salsa sem finnst gaman að dilla sér við skemmtilega tónlist,“ segir Hanna Harpa Agnarsdóttir hjá Salsa Iceland. Rueda de Casino, eða Casino hjólið er hluti af kúbversku salsa og þróaðist dansinn í Havana, höf- uðborg Kúbu seint á sjötta ára- tugnum. Tvö eða fleiri pör mynda hring og dansa casino grunnsk- refið og fylgja skipunum eins stjórnanda í hringnum. Flestar flétturnar fela í sér að skipt er um dansfélaga, og þannig skapast skemmtilegt flæði þar sem allir dansa við alla. Dans Tvö eða fleiri pör mynda hring og dansa casino grunnskrefið. Skemmtileg Salsasporin eru einföld og henta fólki á öllum aldri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.