Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 34

Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 34
34 MINNINGAR Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 ÁRBÆJARKIRKJA | Sameiginleg útiguðs- þjónusta Árbæjar-, Grafarholts- og Grafavogs- safnaðar kl. 11 að Nónholti, í skógarreit rétt neðan við sjúkrahúsið Vog, hægt er að aka að staðnum. Gengið verður frá Árbæjarkirkju kl. 10.30. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Fulltrúar Árbæjar og Grafarholts flytja ritning- arorð. Flemming Valmundsson leikur á harm- ónikku. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos. Börnin eru boðin velkomin. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Tónlist í flutningi félaga úr Kór Bústaðakirkju og kant- or Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa í Kópavogs- kirkju kl. 11. Lokað vegna sumarleyfa í Digra- neskirkju www.digraneskirja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur, org- anisti er Kári Þormar. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sameig- inleg messa Garðaprestakalls og Laugarnes- prestakalls. Prestarnir Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir predika og þjóna fyrir altari. Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng. Boðið verður upp á akstur frá Laugarneskirkju kl. 10.30 og til baka að messu lokinni. GRENSÁSKIRKJA | Lokað til 7. ágúst vegna sumarleyfa. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Sameig- inleg útiguðsþjónusta Árbæjar-, Grafarholts- og Grafavogssafnaðar kl. 11 í skógarreit rétt neðan við Sjúkrahúsið Vog, hægt er að aka að staðnum. Gengið verður frá Guðríðarkirkju kl. 10.15. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Fulltrúar Árbæjar og Grafarholts flytja ritning- arorð. Flemming Valmundsson leikur á harm- ónikku. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos. Börnin eru boðin velkomin. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt rev. Leonard Ashford og messu- þjónum. Sögustund fyrir börnin. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Douglas A. Brotchie. Alþjóðlegt orgels- umar: Tónleikar laugardag kl. 12 og sunnu- dag kl. 17. Kári Þormar leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Fermd verður Anna Guðný Jónsdóttir. Sr. Daniel Mu- eller Þór prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sjöfn Mueller Þór. Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Um tónlist að öðru leyti sjá Hjörtur Freyr Sæland og Lárus Óskar Sig- mundsson. Þátttakendur í ungmennaskipt- um Evrópu unga fólksins frá Þýskalandi og Íslandi leiða söng og sjá auk þess um lestur ritningarlestra og bæna. Messan fer fram á íslensku, þýsku og ensku. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 17 í umsjón Valborgar og Bergdísar. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur messar. Tón- leikar kl. 14. Á tónleikunum leika Guðný Guð- mundsdóttir á fiðlu og Gunnar Kvaran á selló. Aðgangur ókeypis. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur Hauk- stein Knútsson predikar. Kaffi á eftir. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstu- daga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13. á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KÓPAVOGSKIRKJA | Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Ólafur Sig- urðsson. Kvartett úr kór Hjallakirkju syngur. LANGHOLTSKIRKJA | Bent er á messu í Bústaðakirkju kl. 11. LAUGARNESKIRKJA | Sameiginleg messa Garða- og Laugarnesprestakalls verður kl. 11 í Garðakirkju á Garðaholtinu. Prestarnir Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir predika og þjóna fyrir altari. Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti leiðir almennan safn- aðarsöng. Boðið verður upp á akstur frá Laugarneskirkju kl. 10.30 og til baka að messu lokinni. Kaffi og kleinur á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Forsöngvari er Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og organisti er Arnhildur Valgarðs- dóttir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skóli kl. 11. Útileikir ef veður leyfir. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Stein- grímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermd verður Freyja María Jóhannsdóttir sem býr í Genf en áður á Seyðisfirði. Samfélag og kaffisopi eft- ir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Ræðumaður Margrét Jóhannesdóttir. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Organisti er Jörg Sondermann, félagar úr kirkjukór leiða söng. Veitingar á eftir. Sjá selfoss- kirkja.is SELJAKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safn- aðarsöng. Organisti Tómas Guðni Eggerts- son. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson leiðir stundina. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. Organisti Jón Bjarnason. Flutt verður tónlist frá sumartónleikum helg- arinnar. STRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Messu- þjónar aðstoða. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. ORÐ DAGSINS: Sjá, ég er með yður. (Matt. 28) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Snóksdalskirkja ✝ Þuríður Guð-mundsdóttir fæddist á Höfða í Vallarhreppi 9. ágúst 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 13. júní 2012. Foreldrar Þur- íðar voru Guð- mundur Ólason, búfræðingur og bóndi á Höfða, f. 1886, d. 1964 og Ingibjörg Árna- dóttir frá Ausu í Andakílshreppi, f. 1887, d. 1969. Þau eignuðust þrettán börn og komust níu auk Þuríðar á fullorðinsaldur, þau Óli, f. 1914, Herborg, f. 1915, Ásta Ragnheiður, f. 1917, Þóra, f. 1918, Árni, f. 1919, Hólmgeir, f. 1920, Gunnar, f. 1925, Hörður, f. 1931. Þau eru öll látin. Ein eft- irlifandi systkina er Elín Björg, f. 1929, búsett í Bandaríkjunum. Árið 1953 giftist Þuríður Jó- hannesi Sæmundi Pálssyni iðn- rekenda og eignuðust þau eina dóttur, Ástríði Guðbjörgu þann 4. júlí 1955. Fyrir átti Þuríður tvo synir. Fyrir á Vignir dótturina Erlu Ósk. Margrét, sonur hennar er Ísak. Þóra, gift Grétari Snorrasyni, synir þeirra eru Hólmar og Steinar. Ástríður, gift Gunnlaugi Björnssyni. Börn þeirra eru Gígja, sambýlismaður Eysteinn Einarsson, barn þeirra er Ástríður Embla. Fyrir á Ey- steinn soninn Snorra. Jóhanna, sambýlismaður Darri Hilm- arsson. Þuríður ólst upp á Héraði, í Loðmundarfirði og á Seyðisfirði en ung fluttist hún til Reykjavík- ur. Eftir að hafa stundað nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur starfaði Þuríður sem matráðs- kona á leikskólum borgarinnar, Tjarnarborg og Steinahlíð. Eftir að hún giftist Jóhannesi var hún fyrst og fremst hús- móðir, vann heima við sauma, prjónaskap og hannyrðir og tók einnig þátt í rekstri iðnfyrirtækis á sviði framleiðslu úr plasti og gúmmíi sem hann setti á stofn ár- ið 1959. Árið 1982 fluttu þau hjónin til Kaupmannahafnar þar sem Jóhannes vann að iðnhönnun og framleiðslu á vörum sem hann hafði hannað. Þau fluttu aftur til Íslands árið 1994 og hafa búið í Hveragerði síðan. Útför Þuríðar fór fram í kyrr- þey frá Hveragerðiskirkju 21. júní 2012. syni, Guðmund Svav- arsson, f. 1944 og Gísla J. Gíslason, f. 1950, faðir hans lést af slysförum. Guð- mundur er kvæntur Hrafnhildi Gunn- arsdóttur. Börn Guð- mundar eru: Gríma, gift Sigurði Halldórs- syni, börn þeirra eru Vera og Emil, fyrir átti Sigurður dótt- urina Minný. Þórhildur, börn hennar eru Ragney Lind, Karen Lilja og Bryndís Lára. Sigríður, gift Jan David Tysk, börn þeirra eru Jón Óskar og Sigurður Ósk- ar. Börn Hrafnhildar eru: Ragn- heiður Arngrímsdóttir, gift Árna Mar Haraldssyni, börn þeirra eru Kristinn Logi og Alexander Hrafn, fyrir á Ragnheiður soninn Arngrím Braga. Gunnar Arn- grímur Argrímsson, sonur hans er Sölvi. Gísli er kvæntur Hólm- fríði Skaftadóttur. Börn þeirra eru: Þuríður, gift Vigni Demussyni, börn hennar eru Snorri, Gísli og Skafti Þorvalds- Elsku mamma. Þú valdir sumarið til að kveðja. Bjartasta tíma ársins. Margt kemur upp í hugann á skilnaðar- stundu. Æðrulaus, jarðbundin, með mikla réttlætiskennd og hjartahlý. Þögul um eigin veik- indi en lést þig miklu varða aðra í fjölskyldunni. Reglusemi var þitt einkunnarorð og gott veganesti allri fjölskyldunni. Fjölskyldu- boðin voru haldin fram á síðasta dag og vöfflur tilbúnar á borðum þegar við heimsóttum þig á af- mæli Gulla 7. maí sl. Barnatrúin var mér innrætt og sálmaversin lærði ég af þér. Þú varst alla tíð glaðlynd og hafðir gaman af að dansa og syngja. Mín fyrstu dansspor lærði ég hjá þér og marga söngtextana. Þú hélst til haga öllum bréfum og póstkortum sem ég hef sent þér í gegnum tíðina og það er ómetanlegur fjársjóður í dag. Alltaf hafðir þú mikið dálæti á barnabörnum og barnabarna- börnum og fannst ekki tiltökumál að koma yfir sundið til Lundar frá Kaupmannahöfn eða á Seltjarn- arnesið að gæta bús og barna þegar við hjónin vorum á ferða- lögum. Við kölluðum það hús- mæðraorlof. Þú varst stolt af öll- um þínum afkomendum. Þú varst stálminnug og kunnir alla afmælisdaga fjölskyldunnar, auk þinna systkina og þeirra barna. Gullkista varðandi alla ættfræði og ættartengsl langt aftur í aldir. Fylgdist alla tíð vel með þjóðfélagsumræðunni og lést þig hana varða. Horfðir á síðustu Eurovision-keppnina þungt hald- in á sjúkrahúsi. Þig dreymdi fyrir daglátum og oftar en ekki vissir þú nákvæmlega hvað á daga mína dreif áður en ég sagði þér frá því. Þú vissir að við myndum ekki halda upp á 90 ára afmælið þitt saman. Það voru erfiðir síðustu dag- arnir þínir en þú náðir að vakna og sjá að við vorum hjá þér. Þín verður sárt saknað en gott fyrir þig að fá hvíldina því síðustu mán- uðir voru þér erfiðir. Þín Ástríður (Ásta). Elsku amma Þura, við viljum þakka þér fyrir samveruna og allt það sem að þú hefur gert fyrir okkur. Þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar og varst okkur góð fyrirmynd. Þú kenndir okkur margt og hefur gefið okkur gott veganesti. Við eyddum með þér og afa miklum tíma í Danmörku. Skemmtilegast var að fá að máta kjólana þína og skó og máta við þá veski og slæður. Farið var í búðarleik út um gluggann á svöl- unum, mikið bakað og hjálpað til við eldamennskuna, að leggja á borð var okkar ábyrgð. Klukkan fimm var horft á Glamúr en við systurnar vorum ekki nógu þroskaðar til að meta slíka þætti. Við höfðum þó gaman af því að blaða með þér í gegnum Hjem- met og fara yfir helstu fréttir af kóngafólkinu. Við nutum þess að vera hjá ykkur afa. Í Hveragerði komum við í pössun eða þú komst til okkar á Seltjarnarnesið. Þú hefur verið með okkur á stórum stundum og leitt okkur í gegnum súrt og sætt. Okkur er minnisstætt þegar hamsturinn Mjallhvít dó, þú hjálpaðir okkur að finna sætan skókassa og grafa hana í garðin- um svo ekki sé minnst á þá hugg- un sem þú veittir okkur. Farið var í helgarferðir til ykk- ar afa í Hveragerði. Það var mikið sport og fengum við að taka þátt í heimilisstörfum með fallegar svuntur eins og alvöru húsmæð- ur. Þar var alltaf dekrað við okk- ur og ýmsar kræsingar bornar á borð. Þú varst alla tíð áhugasöm um það sem að við tókum okkur fyrir hendur og stolt, sama hvað var. Þú barst sterkar taugar til Danmerkur og fylgdist vel með því sem þar var að gerast. Þegar ég (Gígja) flutti til Danmerkur þótti þér alltaf gaman að heyra sögur og rifja upp góða tíma það- an. Þú lagðir mikið upp úr góðum tengslum og varst dugleg að skrifa bréf og spyrja fregna. Mér þótti alltaf gaman að fá hand- skrifuð bréfin frá þér. Síðustu ár hafa verið ófáar stundir yfir vöfflum og öðrum kræsingum. Árlegu jólaboðin eru okkur minnisstæð en síðasta jóla- boð sló öllum út þegar þú bauðst 26 manns í heimagerðar kökur og kakó, þvílíkar kræsingar. Í slík- um boðum naustu þín best, með allt þitt fólk í kringum þig og stjanaðir við gestina. Þú hafðir yndi af hannyrðum og fallegar lopapeysur, vettlingar og sokkar eru til víða. Þú lagðir mikið upp úr því að gera hlutina sjálf og afþakkaðir alla aukahjálp, vildir sinna þínu heimili sjálf eins og sannri hús- móður sæmir. Þú barst virðingu fyrir umhverfinu og nýttir hlutina vel, ekkert fór til spillis. Ástríður Embla fæddist á síð- asta ári og varst þú ekki lengi að koma og berja nýja fjölskyldu- meðliminn augum þó þú þyrftir að ganga upp tvo stiga. Mér þótti vænt um það og ekki síður að þú varst með okkur í skírninni, þú varst svo ánægð með nafnið. Þú varst áhugasöm um dömuna og stolt, enda stolt af öllum þínum afkomendum. Amma, þú varst dugnaðar- kona, hjartahlý og góð. Þú lést þér hlutina varða og varst okkur góð fyrirmynd. Við erum þakk- látar fyrir þann tíma sem við höf- um fengið með þér og vitum að þú ert komin á góðan stað. Elsku amma, við viljum enn og aftur þakka fyrir góðar stundir og kveðjum þig með söknuð í hjarta. Þínar stelpur, Gígja og Jóhanna. Þuríður Guðmundsdóttir Elsku Gabríel, það er svo stutt síð- an þú fæddist, og yndislegt að fá að hjálpa að taka á móti þér inn í þennan heim. Mamma þín og pabbi voru svo stolt. Yndislega ömmu og afa gullið okkar og ekki bara það. Þú varst líka litli drengurinn okkar, ljós og fagur. Augun þín voru svo stór og fal- leg, og þú heillaðir alla. Strák- arnir okkar höfðu eignast lítinn bróður, nú áttum við ekki bara þrjú börn heldur fjögur, Þú lýst- ir upp okkar heimili. Um leið og þú gekkst inn um hurðina hjá okkur þá kallaðir þú amma, afi, svo kom Addi. Þú reyndir að segja Daníel en þá var hlegið, svo horfðir þú á fallegu duglegu mömmu þína og sagðir mamma. Þú varst svo duglegur og líka sterkur. Hvar sem þú varst þá var tekið eftir þér. Þú varst svo fljótur að læra og sérstaklega að herma eftir hljóð- um. Þú varst farinn að smella fingrum og blikka augunum eins og afi gerði. Hvernig þú kallaðir á hundinn okkar var yndislegt, hundurinn okkar Amor elskaði þig líka því um leið og þú birtist því þá vissi hann að nú fengi hann að borða. Þú hljópst með skinkuna um allt hús og hann á eftir, og þvílíkur hlátur. Svo komstu aftur og baðst um meiri skinku. Meira að segja þá labbar Amor um og leitar að þér. Þú varst svo stór, þú varst svo sterkur, þú varst svo glaður. Þú skildir svo margt þrátt fyrir að vera svona lítill. Afi kenndi þér að þurrka borðið eftir að þú borðaðir, ekki nóg með það, þú baðst hann líka alltaf um að þvo fingur þína því það mátti ekkert vera á þeim. Þegar þú varst með ís þá mátti ekkert leka niður, þá réttir þú út litlu höndina þína og baðst um að láta þurrka hana. Gabríel Reynir Ragnarsson ✝ Gabríel ReynirRagnarsson fæddist í Keflavík 4. janúar 2011. Hann lést 21. júní 2012. Útför Gabriels Reynis var gerð frá Grindavíkurkirkju 3. júlí 2012. Þú varst oft frammi á gangi að máta skó, þá fórstu yfirleitt í stærstu skóna og reyndir að labba til okkar. Þá varst alltaf að detta en þú stóðst strax upp aftur, svo dug- legur og sjaldan komu tár þegar þú dast. Þú varst svo duglegur. Ef þú sást fólk berfætt þá gekkst þú beint til þeirra settist milli fóta þeirra og þrýstir þeim að þér, þá varst þú öruggur. Þú sast í smá stund og svo fórstu að leika. Það er svo sárt að sakna, við vorum svo heppin að fá að hafa þig hjá okkur þessa stuttu stund. En þessi stutti tími sem þú fékkst að vera hjá okkur mun alltaf vera í hjörtum okkar. Þú munt alltaf vera hjá okkur. Þú ert búinn að gefa okkur svo mik- ið, það eitt styrkir okkur því minningarnar um þig eru svo margar og hlýjar. Elsku gullið okkar, nú ert þú í faðmi Guðs og allra englanna. Gabríel engill er kominn til Guðs. Sum börn sem gestir koma sólríkan dag um vor og brosið þeirra bjarta býr til lítil spor í hjörtum sem hljóðlaust fela sinn harm og djúpu sár við sorginni er bænin svarið og silfurlituð tár. Það er svo erfitt að skilja með okkar veiku vörn að enga fró að finna þegar fara lítil börn. Börn Guðs sem gestir koma gleymum aldrei því. Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn Guðs þá sofa vært. (Bubbi Morthens.) Blessuð sé minning þín elsku Gabríel. Amma (Þórdís) og afi (Grétar) Daníel og Adam

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.