Morgunblaðið - 14.07.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 14.07.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Nú hefur grasið og illgresið íborgarlandinu vaxið borg- arfulltrúum meirihlutans yfir eyru. Jón Gnarr Kristinsson, sem ber tit- ilinn borgarstjóri, heyrir ekki í borgarbúum vegna hágróðursins og hefur þess vegna ekki séð ástæðu til að tjá sig um hann.    Dagur B. Egg-ertsson, for- maður borgarráðs, heyrir ekki heldur í borgarbúum, en segir að ekki standi til að bæta úr hirðu- leysi borgarinnar.    Hann gefur ekk-ert fyrir til- lögur um að auka grasslátt og segir að ekki verði meira slegið því að í borgarstjórn sé vilji til að forgangsraða í þágu velferð- arþjónustu.    Ef gróðurinn hefði ekki vaxiðDegi yfir eyru mundi hann heyra borgarbúa hnerra og berjast við nefrennsli um alla borg.    Þá mundi Dagur átta sig á aðgrassláttur borgarinnar er ekki aðeins sjálfsögð snyrti- mennska heldur líka nauðsynlegt velferðarmál til að forða borg- arbúum frá óþægindum vegna óhóflegs magns frjókorna í borg- inni.    Greinilegt er að Jón og Dagurhafa gefist upp á að veita borgarbúum þá lágmarksþjónustu sem talin er sjálfsögð í öðrum sveit- arfélögum. Þeir vilja enga ábyrgð bera á að borgin líti þokkalega út og að borgarbúar séu lausir við óþægindi.    Það eina sem þeir vilja bera erutitlarnir. Jón G. Kristinsson Vaxið yfir eyru STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Veður víða um heim 13.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 14 skýjað Akureyri 14 skýjað Kirkjubæjarkl. 17 skýjað Vestmannaeyjar 14 skýjað Nuuk 11 skýjað Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 13 skýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 16 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 16 léttskýjað París 15 skúrir Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 15 skúrir Vín 15 skúrir Moskva 20 þrumuveður Algarve 26 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 33 heiðskírt Winnipeg 25 skýjað Montreal 27 skýjað New York 30 heiðskírt Chicago 31 léttskýjað Orlando 28 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:41 23:28 ÍSAFJÖRÐUR 3:05 24:13 SIGLUFJÖRÐUR 2:46 23:58 DJÚPIVOGUR 3:01 23:06 Styrkir frá SORPU/ Góða hirðinum Umsóknarfrestur rennur út 31. júlí. Ágóði af sölu nytjahluta í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka og er markmiðið að styðja fólk til sjálfshjálpar. Verkefnin geta til dæmis snúist um menntun, endurhæfingu og sjálfsbjörg og er sérstaklega leitast við að styrkir nýtist efnaminni börnum og ungmennum. Nánari upplýsingar eru á vef SORPU, www.sorpa.is. Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun er til 31.júlí. FÍ TO N /S ÍA Verðmætar menningarminjar eru í mikilli hættu vegna ágangs sjávar við Kolkuós í Skagafirði. Landbrot af völdum sjávar lék uppgraftarsvæði forleifafræðinga afar illa síðasta vet- ur. Stefnt er að því í sumar að ljúka rannsókn á vettvangi þrátt fyrir fjár- svelti. Minjar að fara í sjóinn Ragnheiður Traustadóttir er stjórnandi Hólarannsóknarinnar. Hún segir efnahagsörðugleika hafa augljós áhrif á opinber framlög til fornleifarannsókna. Gildi þá einu þótt svæði séu í stórhættu. „Minjavarslan þyrfti að búa yfir sjóði til að stunda björgunarrannsóknir eins og gert er ráð fyrir í lögum að ráðist sé í þegar minjar eru í hættu. Minjar frá ýms- um tímaskeiðum í sögu þjóðarinnar eru víða að fara í sjóinn,“ segir Ragn- heiður í fréttatilkynningu. Hún hefur líkt og fleiri fornleifa- fræðingar unnið í kappi við tímann og óblíð náttúruöflin frá árinu 2003 við að bjarga forngripum og merkilegum menningarsögulegum upplýsingum frá því að skolast út á haf. Við uppgröftinn hafa m.a. fundist leifar af nauðsynja- og munaðarvöru sem flutt var milli landa, kambar, silf- urpeningar, gangsilfur, bronsnálar, nálhús, brot úr innfluttum brýnum, tinnur, leirker, bökunarhellur, skipa- saumur, unnin hvalbein, ýmislegt úr járni auk annarra mannvistarleifa og jafnvel heiðinna grafa. Fornminjar í stórhættu vegna ágangs sjávar Við Kolkuós Unnið að uppgreftri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.