Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 21

Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Hjálpargögnum var landað úr farmskipi í höfn í Ha- vana í gær, en um var að ræða fyrstu sendingu sem berst sjóleiðis frá Miami í Bandaríkjunum til Kúbu í hálfa öld. Skipið, Ana Cecilia, flutti matvæli, lyf, fatnað og nauðsynjavörur ásamt búnaði á borð við rafmagns- hjólastóla og stoðbúnað. Skipið fékk sérstakt leyfi frá bandarískum yfirvöldum til flutningsins, en við- skiptabann á Kúbu hefur verið í gildi frá árinu 1962. AFP Fyrsta farmsigling til Kúbu í hálfa öld Sextán ára ísr- aelskur piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að myrða 24 ára gamlan Palest- ínumann í febr- úar á síðasta ári. Í febrúar árið 2011 var Hossam al-Ruweidi myrt- ur í borginni Jerúsalem en fjórir ungir gyðingar réðust á hann. Lést af völdum áverka Í gær var einn árásarmannanna, sem var sextán ára er árásin átti sér stað, dæmdur fyrir manndráp af unglingadómstóli í Jerúsalem. Við réttarhöldin kom fram að fé- lagarnir fjórir hefðu verið að drekka áfengi langt fram á nótt. Ruweidi varð á vegi þeirra en hann var þá að tala við félaga sinn á ar- abísku. Einn fjórmenninganna hóf að hrópa að þeim ókvæðisorð og berja á þeim báðum. Félagar hans tóku svo allir þátt í árásinni. Ung- lingurinn sem nú hefur verið dæmdur skar Ruweidi í andlitið. Allir fjórir réðust þeir á mennina tvo. Ruweidi missti að lokum með- vitund og lést á sjúkrahúsi skömmu síðar en dauða hans mátti rekja til skurðsára á andliti. Réttarhöld standa enn yfir tveimur árásar- mönnum til viðbótar. 16 ára dæmdur fyrir morð  Myrti 24 ára gaml- an Palestínumann Jerúsalem Ung- lingur myrti mann. Þýsk stjórnvöld gáfu út yfirýs- ingu þess efnis í gær að þau myndu grípa til aðgerða til að vernda rétt gyðinga og múslíma til að umskera sveinbörn, eftir að fordæmisgefandi dómur féll fyrir dómstólum í Köln þess efnis að umskurn væri saknæmt athæfi. Dómurinn hefur vakið mikla reiði meðal múslíma og gyðinga og sagði talsmaður Angelu Merkel að kanslarinn hefði áhyggjur af afleiðingum dómsins. „Fullljóst er að ríkisstjórn Þýskalands vill vernda trúarlíf múslíma og gyð- inga í landinu. Umskurn undir ströngu heilbrigðiseftirliti verður ekki skilgreind sem saknæm að- gerð innan Þýskalands,“ sagði talsmaðurinn. Umskurður er ekki saknæmur ÞÝSKALAND Fjórir Bretar voru í gær dæmdir í 4-11 ára fangelsi fyr- ir að hafa hneppt menn í þrældóm í Bed- fordshire í Eng- landi. Um er að ræða fjölskyldu sem tók heim- ilislausa eitur- lyfjafíkla og alkóhólista og neyddi í þrælahald. Mennirnir unnu launalaust sex daga í viku, allt að 19 tíma á dag og fengu nánast ekkert að borða. Þrælahaldararnir voru handteknir eftir að lögregla frelsaði þrælana í september í fyrra. Hnepptu heimilis- lausa í þrældóm Heimilislausir Unnu launalaust. ENGLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.