Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar rýnt er í vikulegar veiðitölur úr gjöfulustu laxveiðiánum á vef Landssambands veiðifélaga, Ang- ling.is, má sjá að laxveiðin fer víða betur af stað í ár en í fyrra. Einkum virðast tölurnar vera hærri nú í ám á Vesturlandi auk Rangánna. Und- antekningar eru þó á því, eins og í Norðurá og í Þverá/Kjarrá, en í hinni síðarnefndu hefur hinsvegar verið afar góð veiði á Brennu, við ár- mót Þverár og Hvítár, en það þýðir að laxinn virðist staldra við í skilum jökulvatnsins og rennur þar viljugur á agn veiðimanna. Tölurnar tala sínu máli og eru ekki síst athyglisverðar sökum þess að margir veiðimenn kvarta yfir sól og hitum, segja laxinn styggan og ganga hratt upp árnar og lítið fari fyrir tökugleðinni. Og ekki veiða all- ir vel við þessar aðstæður. Reyndur erlendur veiðimaður sem blaðamað- ur heyrði í hafði veitt bæði í Laxá í Leirársveit og Miðfjarðará síðustu daga og sagði aðstæður hafa verið afar erfiðar, hann fékk tvo laxa í hvorri á og fannst það lítið. Þá frétt- ist af veiðimönnum sem voru í Gljúf- urá í Borgarfirði í vikunni og lönd- uðu tveimur. Þeir hafa oft veitt þar á þessum tíma og sögðust lítið hafa séð af laxi að þessu sinni. Gott í Haffjarðará Laxveiðiárnar á sunnanverðu Snæfellsnesi, Haffjarðará og Straumfjarðará, hafa búið við mikla þurrka undanfarin sumur, þótt veið- in hafi verið með ágætum. Einar Sigfússon, annar eigandi Haffjarð- arár segir alveg mega fara að rigna en engu að síður sé vatnsstaðan ótrúlega góð enn sem komið sé, mið- að við þetta veður, og svo hafi veiðin verið frábær. „Það hafa verið sterk- ar göngur og mikið af laxi er komið í ána,“ sagði hann en á miðvikudaginn höfðu veiðst 430 laxar. „Það eru bestu tölur sem við höfum séð á þessum tíma. Enda erum við mjög kát hér fyrir vestan.“ Sem dæmi um tökugleði laxins nefndi Einar að einn morgun í vikuni veiddust ellefu laxar í Sauðhyl ein- um og tóku allir hits. „Það getur gerst ef það er gára og vindáttin rétt. Horfurnar eru mjög góðar fyrir sumarið með þessari byrjun.“ Straumfjarðará, vestar á nesinu, hafði á miðvikudag gefið 82 laxa á stangirnar þrjár til fjórar. Til sam- anburðar höfðu 35 veiðst á sama tíma í fyrra. Að sögn Ástþórs Jóhannssonar, leigutaka Straumu, hefur veiðin því farið ágætlega af stað og haldist jöfn og vaxandi. „Mest hefur veiðin verið í Sjávarfossi og þar fyrir neðan og síðan aftur efst í ánni. Síðustu daga, eftir strauminn, hafa veiðistaðirnir þar á milli verið að gefa laxa í vax- andi mæli,“ segir Ástþór í skeyti til blaðsins. Eitt holl í vikunni var með 24 laxa eftir sex vaktir. „Það er ágæt veiði á fjórar stangir. Snjórinn sem setti allt á kaf hér vestur á Nesi í vetur er núna að gagnast okkur, því hingað til hefur verið þokkalegasta vatn og allar breiður virkar.“ Laxinn potast upp Flóku Ein gjöful á sem ekki fer alltaf mikið fyrir í umræðunni er Flóka- dalsá í Borgarfirði. Þótt aðeins sé veitt í henni með þremur stöngum situr hún á listanum yfir þær bestu yfir landið en á miðvikudag höfðu veiðst 144 laxar síðan veiðin hófst 18. júní. Er það betra en í fyrra þegar 100 höfðu veiðst á sama tíma en hinsvegar höfðu 360 veiðst á þessum tíma 2010 og 254 árið 2009 en það voru bæði metár. Í fyrrasumar veiddust alls 474 laxar í Flókadalsá en 724 og 744 sumrin þar á undan. „Við erum mjög ánægð með veið- ina undanfarið, og ekki síst í sumar,“ segir Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir á Nýja Bæ, formaður Veiðifélagsins Flóku. Frá 1986 hafa bændur séð sjálfir um sölu veiðileyfa í ána. Njóta þeir þess að veiðimenn sem á annað borð komast í ána sleppa leyfum sín- um ekki auðveldlega og eiga sömu daga ár eftir ár. „Eitthvað hlýtur af vera komið að laxi fyrst þeir veiða svona vel,“ segir Ólöf Kolbrún og bætir við að en sem komið sé veiðist best á miðsvæði ár- innar og þar fyrir neðan. „Hann hef- ur verið rólegur að fara ána á enda en er að potast upp,“ segir hún um laxinn. 11 sama morgun úr Sauðhyl  Laxveiðin fer víða betur af stað en í fyrra  „Bestu tölur sem við höfum séð á þessum tíma“ segir Einar Sigfússon  Snjóalög vetrarins gagnast veiðibændum á Snæfellsnesi  Ánægja við Flókadalsá Ljósmynd/Ástþór Jóhannsson Sprækur Birgir Snæbjörn Birgisson með 82 cm lax sem tók flugu í Bræðrastreng í Straumfjarðará, náðist á land 150 metrum neðar og var síðan sleppt. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Norðurá (14) Haffjarðará (6) Elliðaárnar. (6) Eystri-Rangá (18) Blanda (16) Ytri-Rangá & Hólsá (18) Langá (10) Selá í Vopnafirði (5) Þverá + Kjarará (14) Brennan (Í Hvítá) (2) Haukadalsá (5) Miðfjarðará (10) Flókadalsá, Borgarf. (3) Laxá í Aðaldal (18) Hofsá + Sunnudalsá (10) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 810 265 317 112 569 151 255 323 466 140 93 285 100 213 102 Staðan 11. júlí 2012 527 430 379 367 365 352 312 291 243 188 185 178 144 143 134 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 CUBE REACTION GTC PRO Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell.Fox Evolu- tion 32 Float RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 11,1 kg. Listaverð: 399.990 kr. Tilboð: 299.990 kr. CARBON Listaverð: 455.990 kr. Tilboð: 341.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC RACE Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock shox Reba RL 100mm. Sram XO 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,4 kg. Listaverð: 525.990 kr. Tilboð: 394.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC SL Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock Shox SID RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,3 kg. Fjallahjóladagar -25% Meðan birgðir endast. Tri áskilur sér rétt til allra breytinga á verði. Grassláttur gengur samkvæmt áætl- un í Reykjavík að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni í gær. Nú er verið að fara aðra umferð af þremur yfir svæði við umferð- argötur og önnur sláttutæk opin svæði. Á fjölförnum stöðum í mið- borginni og í skrúðgörðum Reykja- víkurborgar er grasið slegið viku- lega allt sumarið. Sláttutímabilið leggst á 12 vikur, frá 25. maí - 20. ágúst. Þar sem sleg- ið er þrisvar sinnum líða því minnst fjórar vikur á milli umferða. Kostn- aður við sláttinn er áætlaður um 174 milljónir kr. segir í tilkynningunni. „Fyrir þremur árum var dregið úr slætti vegna breyttrar forgangsröð- unar á verkefnum hjá Reykjavík- urborg og sparnaðar, en í ár og í fyrra voru fjárveitingar hækkaðar á ný til að halda uppi þjónustustigi. Sláttuumferðum við stofnbrautir, sem eru á forræði Vegagerðarinnar, hefur einnig verið fækkað á liðnum sumrum. Meðfram stofnbrautum er nú slegið þrisvar sinnum í stað fimm sinnum áður.“ Grassláttur gengur samkvæmt áætlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.