Morgunblaðið - 14.07.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.07.2012, Qupperneq 12
BAKSVIÐ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir koma til greina að leyfa inn- lenda framleiðslu á ostum úr óger- ilsneyddri mjólk en að gera þyrfti áhættumat og fjalla ítarlega um framleiðsluferlið og eftirlit áður. Beint frá býli, félag bænda sem vinna og selja afurðir sínar beint frá býli bóndans, hafa formlega óskað eftir því við Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið að framleiðslan verði leyfð. Félagið vill að bæjum, sem upp- fylla ákveðin skilyrði, verði gefið leyfi til að framleiða osta úr óger- ilsneyddri mjólk en Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, segir að líklega yrði um örfáa bæi að ræða. Framleiðslan yrði undir ströngu eftirliti héraðs- dýralækna og vörurnar merktar sérstaklega, þannig að enginn vafi léki á því hvaða vöru neytandinn væri að kaupa. Félagið fer einnig fram á að sala á ógerilsneyddri mjólk verði leyfð, en hún yrði þeim skilyrðum háð að kaupa þyrfti hana beint af bóndanum. Uggandi yfir berklaveiki Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að ráðast þyrfti í vand- aða úttekt áður en framleiðsla mat- væla úr ógerilsneyddri mjólk yrði leyfð. „Ég hefði viljað sjá að það yrði gert vandað áhættumat þar sem farið yrði yfir alla þætti og að gerðar yrðu tillögur um eftirlit með framleiðslunni og hvernig því yrði háttað. Það yrði að fara fram áhættumat sem allir hags- munaaðilar kæmu að og síðan þá Matvælastofnun og sóttvarnalækn- ir,“ segir Halldór. Hann segir málið snúast um heil- brigði fólks en margt hafi breyst frá því að gerilsneyðing mjólkur hófst á Íslandi. „Menn fundu það út fyrir fjölda- mörgum árum að það geta verið ýmsar sjúkdómsvaldandi örverur í hrámjólk,“ segir Halldór og nefnir listeríu, kamfýlóbakter og salmon- ellu sem dæmi, en tvær þær fyrst- nefndu valda engum einkennum í kúm. Það var þó berklaveikin sem varð þess valdandi að gripið var til þess ráðs að gerilsneyða mjólkina en berklar geta borist bæði úr nautgripum í menn og öfugt. Meðvitað um áhættuna „Það gátu náttúrlega líka verið bakteríur í mjólkinni sem komu til vegna þess að það var ekki nógu mikið hreinlæti viðhaft við mjalt- irnar, saurgerlar og fleira í þeim dúr. Þannig að gerilsneyðingin var tekin upp til að tryggja öryggi neyslu mjólkurinnar en kannski fyrst og fremst vegna berkla sem gátu verið í nautgripunum,“ segir Halldór. Halldór segir að á Íslandi og í flestum nágrannalöndunum hafi nú tekist að ráða niðurlögum berkla- veiki í fólki og að ekki hafi orðið vart við berklaveiki í nautgripum hérlendis síðan í kringum 1970. Nú sé það helst listeríubakterían sem menn hafi áhyggjur af hvað varðar neyslu osta úr ógerilsneyddri mjólk. Hann tekur undir með Har- aldi Briem sóttavarnalækni, sem segir í Bændablaðinu sem kom út í vikunni, að fólk þurfi að vera með- vitað um þá áhættu sem það er að taka með neyslu matvæla úr óger- ilsneyddri mjólk. Skilyrt áhættumati og miklu eftirliti  Gera þyrfti áhættumat og fjalla um eftirlit áður en framleiðsla afurða úr ógerilsneyddri mjólk yrði leyfð  Vilja fá að selja ógerilsneydda mjólk beint frá bændum  Listería er helsta hættan Morgunblaðið/Þorkell Mjólk Hvert mannsbarn veit að mjólkin kemur úr kúnni en færri vita að hægt var að fá berkla við neyslu hennar. „Gerilsneyðing er í grunninn mjög einföld; það er hitun á mjólk, og þessi lögbundna ger- ilsneyðing hér á Íslandi eru 72 gráður í 15 sekúndur,“ segir Auðunn Hermannsson, vöruþró- unarstjóri Mjólkursamsölunnar. „Við það að hita mjólkina upp í þetta hitastig og í þetta lang- an tíma, þá tryggjum við það að allar sjúkdómsframkallandi bakteríur drepast,“ segir hann og bætir því við að umtalsvert öryggi og eftirlit sé viðhaft við vinnslu mjólkurinnar. „Það er t.d. engin hætta á að ógerilsneydd mjólk geti farið saman við gerilsneydda mjólk,“ segir Auðunn. „Og ef hitastig fellur, þá slá tækin út. Það er mikið öryggi og opinbert eftirlit með þessu öllu saman,“ segir hann. Auðunn segir gerilsneyð- inguna á mjólkinni þá lægstu sem menn tali um en aðrar vörur, t.d. rjómi, séu hitaðar meira. Þá séu svokallaðar G- vörur, sem hafa lengra geymslu- þol, leifturhitaðar upp í 130-140 gráður. 72 gráður í 15 sekúndur GERILSNEYÐING 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Ú BÆJARLÍFINU Kristín Sigurrós Einarsdóttir Hólmavík Einmuna blíða hefur verið á Ströndum, sem og annars staðar á landinu, undanfarna daga. Krakk- arnir í vinnuskóla Strandabyggðar hafa nýtt góða veðrið vel til útiverka og meðal annars hamast við máln- ingarvinnu á hafskipabryggjunni, þar sem verið er að fríska upp á bryggjupollana og bryggjukantinn. Að þessu sinni er krökkunum í vinnuskólanum tvískipt og vann fyrri hópurinn meðal annars að und- irbúningi bæjarhátíðarinnar Ham- ingjudagar á Hólmavík sem fram fór um síðustu mánaðamót. Fimm vikna tímabili þessara duglegu krakka lauk svo með pitsuveislu á Café Riis. Seinni hópurinn tók við nú í júl- íbyrjun og vinnur að áframhaldandi fegrun bæjarins. Það sama gerir fimm manna hópur sjálfboðaliða frá SEEDS-samtökunum sem kom til Hólmavíkur í gær og mun starfa hér í vikutíma.    Á Hamingjudögum var Sauð- fjársetri á Ströndum veitt sérstök heiðursverðlaun vegna ríkulegs framlags til menningar á Ströndum gegnum árin. Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri tók við verðlaun- unum fyrr hönd safnsins sem á tíu ára afmæli í ár. Margt er á döfinni hjá safninu hvað varðar fram- kvæmdir og frekari uppbyggingu. Í máli Kötlu Kjartansdóttur, for- manns Tómstundasviðs, kom fram að safnið hlyti verðlaunin ekki síst fyrir að hafa haft jákvæð áhrif á menningu og mannlíf í héraðinu og vera uppspretta fróðleiks, lista og menningar fyrir alla fjölskylduna.    Á Hamingjudögum var sveitar- félaginu Strandabyggð afhent úti- listaverk, sem er fyrsta og eina úti- listaverkið á staðnum. Það var listamaðurinn Einar Hákonarson, sem búsettur hefur verið í sveitar- félaginu um nokkurra ára skeið, sem afhenti listaverkið og hefur það hlot- ið nafnið Seiður. Unnið hafði verið að uppsetningu verksins vikurnar á undan og setur það sérstaklega mik- inn svip á kauptúnið Hólmavík. Ingi- björg Valgeirsdóttir veitti listaverk- inu viðtöku fyrir hönd Stranda- byggðar og skýrði frá því við sama tækifæri að Einar hefði hlotið Menn- ingarverðlaun Strandabyggðar árið 2012, en verðlaunin voru nú veitt í þriðja sinn. Góða veðrið nýtt til útiverka Ljósmynd/Alfreð Gestur Símonarson Listaverk Seiður setur skemmtilegan svip á þorpið Hólmavík. „Veiðin fer mjög hægt af stað. Menn hafa ákveðnar áhyggjur af því að skilyrði í sjónum setji strik í reikn- inginn. Það er eftir að koma betur í ljós en þetta lítur ekki sérstaklega vel út í augnablikinu,“ segir Jörund- ur Gauksson, formaður Veiðifélags Árnesinga, en laxveiði, bæði í net og á stöng, hefur ekki gengið sem skyldi það sem af er sumri. Hann segist hafa heyrt að það sama sé uppi á teningnum í Þjórsá. Yfirleitt veiðast fleiri þúsundir laxa í ánum á hverju ári en nú virðist hins vegar lítið um hann að sögn Jör- undar. Nóg sé hins vegar af sjóbirt- ingi. Skýringa á ástandinu sé vísast að leita í hafinu. „Yfirleitt eru það skilyrði í hafi sem útskýra niðursveiflur. Stundum hafa komið jökulhlaup í árnar en það hefur ekki gerst í lengri tíma. Það er ekkert í ánum sem menn átta sig á að geti valdið þessu. Yfirleitt enda menn á að finna skýringar í hafinu þegar það verður svona brestur,“ segir hann. kjartan@mbl.is Laxveiði farið afar hægt af stað  Lítið af laxi í Hvítá og Ölfusá  Nóg virðist af sjóbirtingi www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu 3 Nákvæm kort og ítarleg nafnaskrá 3 Þjónusta í þéttbýli 3 Náttúruperlur og sögustaðir 3 Fróðleikur og fallegar myndir GERÐU FERÐALAGIÐ ÓGLEYMANLEGT!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.