Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Mæðgurnar KristínHjálmars og LindaHeide hafa komið sérvel fyrir í einum af gömlu verbúðunum við Grandagarð. Þar reka þær saman gallerí og vinnu- stofu undir nafninu Spektrum og hanna meðal annars glerlistaverk og skúlptúra. Góður andi í verbúðunum Linda er útskrifuð sem mynd- listarkona frá skúlptúrdeild Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og inn- anhúsarkitekt frá Danmarks Designskole í Kaupmannahöfn. Það- an útskrifaðist hún 2006 og flutti heim sama ár ásamt eiginmanni og dóttur. Linda hóf síðan störf á arki- tektastofu árið 2007 og vann þar til hún eignaðist tvíburadrengi rétt fyrir hrun 2008. Að loknu fæðingarorlofi var staðan breytt og Linda tók að velta fyrir sér við hvað hún gæti helst starfað. „Ég reyndi að hugsa dálítið inn á við og sjá hlutina frá öðru sjón- arhorni. Hugsa um hvað mig langaði helst að gera og hvar tækifærin lægju. Við mamma höfðum áður unn- ið saman með gler og ætíð haft sam- eiginlegan áhuga á list og handverki. Svo verðum við þeirrar lukku aðnjót- andi að komast hér að í þessu hús- næði sem við leigjum af Faxaflóa- höfnum. Við ákváðum að slá til og þrátt fyrir að mamma sé í fullu starfi ákvað hún að stökkva á tækifærið með mér. Við fengum líka húsnæðið alveg hrátt sem var mjög spennandi þar sem við gátum mótað það að vild,“ segir Linda. Listrænar verbúðarmæðgur Í einum af gömlu verbúðunum við Grandagarð reka mæðgurnar Kristín Hjálm- ars og Linda Heide listagalleríið Spektrum. Þar hanna þær listmuni úr gleri, leir, vír og áli og hafa ætíð haft mikinn áhuga á list og handverki. Húsnæðið gerðu þær upp frá grunni en á svæðinu hefur nú fjöldi ýmissa listamanna komið sér haganlega fyrir og gætt gömlu verbúðirnar skemmtilegu lífi. Gallerí Sýningarrýmið í Spektrum er bæði bjart og og rúmgott. Leirpaprikur Fallegar til að skreyta með og lífga upp á eldhúsið. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Það er við hæfi á Bastilludeginum sjálfum að mæla með fallegu og girnilegu matarbloggi sem haldið er úti af ástríðukokkinum Béa eða Béat- rice. Béa er fædd og uppalin í Norð- austur-Frakklandi en er nú búsett í Boston ásamt fjölskyldu sinni og starfar sem rithöfundur, ljósmyndari og stílisti. Béa hefur gefið út upp- skriftabók sem rétt eins og blogg- síðan heitir La Tartine Gourmande. Það er eiginlega ekki annað hægt en að verða svangur af því að skoða síðuna hennar Béu en hún tekur mjög flottar myndir og girnilegar af þeim mat sem hún gefur uppskriftir að. Sama hvort þar eru á ferðinni forréttir, bökur eða eft- irréttir. Ef þig langar til að prófa eitt- hvað úr franskri matargerð í dag skaltu kíkja á latartinegourmande- .com og finna þér uppskrift að ein- hverju góðu í gogginn. Vefsíðan www.latartinegourmande.com Franskt Girnileg tómatbaka með kryddjurtum er góð með fersku salati. Girnilegar franskar bökur Í dag er um að gera að njóta alls þess sem franskt er enda þjóðhátíð- ardagur Frakka, Bastilludagurinn, í dag. Skelltu franskri tónlist í græj- unar og ef þú hefur ekki séð Into- uchables í bíó þá er um að gera að drífa sig af stað og sjá þessa hugljúfu mynd. Svo er bara að borða dálítið af góðum osti og opna góða flösku af rauðvíni með. Fá sér baguette með skinku, Dijonsinnepi og tómötum eða croissant með sultu. Þú gætir líka bætt litríkum makkarónubakstri á listann. Hugmyndirnar eru enda- lausar að skemmtilegum, frönskum degi. Endilega … … fagnið Bastilludeginum Makkarónur Tilvalinn bakstur í dag. Nýtt Íslandsmet var sett í hópdans- inum rueda de casino á fimmtu- dagskvöldið en þá dilluðu níutíu manns sér í veðurblíðunni á Aust- urvelli. Viðburðurinn var á vegum Salsa Iceland sem er félag áhuga- fólks um salsa á Íslandi og eini sér- hæfði salsadansskólinn á Íslandi. „Við vorum ánægð með að slá metið enda renndum við blint í sjó- inn með það hve margir myndu mæta. Þorrinn af fólkinu var nem- endur eða kennarar í Salsa Iceland en þó bar einnig nokkra að sem Morgunblaðið/Ómar Stjórnandi Mike Sanchez sér til þess að allir séu með sporin á hreinu. Fjör Í Rueda de casino er skipt um dansfélaga þannig að allir dansa við alla. Salsaflæði á Austurvelli Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hvern ætlar þú að gleðja í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.