Morgunblaðið - 14.07.2012, Síða 37

Morgunblaðið - 14.07.2012, Síða 37
ÍSLENDINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Björn M. Ólsen, fyrsti rektorHáskóla Íslands, fæddist14.7. 1850. Hann var sonur Magnúsar Ólsen, stúdents og alþm. á Þingeyrum, og k.h., Ingunnar Jóns- dóttur. Magnús var sonur Björns Ól- sen, umboðsmanns á Þingeyrum Ólafssonar, b. á Vindhæli Guðmunds- sonar, bróður Þorkels, ættföður Bergmannættar. Björn lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla 1869, varð að fresta námsför til Kaupmannahafnar vegna veikinda en sigldi til Hafnar 1872, lauk prófum í málvísindum við háskólann þar 1877 og doktorsprófi við Kaupmannahafnarháskóla 1883. Björn varð aðjúnkt í Reykjavík- urskóla 1879 og rektor skólans sum- arið 1895. Hann fékk lausn frá því embætti vorið 1904, varð þá prófessor að nafnbót og helgaði sig rann- sóknum á sögu og íslenskum fornbók- menntum. Hafa menn getið sér þess til að sú ráðstöfun hafi verið tekin á heimastjórnarárinu sem viðleitni í því að byggja upp innlenda fræðastarf- semi í þessum greinum. Björn varð prófessor í íslensku við Háskóla Íslands við stofnun hans, 1911, og jafnframt fyrsti rektor skól- ans og gegndi því embætti til 1918. Þá var Björn konungskjörinn alþm. 1905 og 1907 fyrir Heima- stjórnarflokk Hannesar Hafstein. Hann var forseti Hins íslenska bók- menntafélags 1894-1900 og 1909- 1918, heiðursfélagi þess, sat í verð- launanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 1895-1919, var heiðursdoktor við Há- skólann í Kristjaníu frá 1911, heið- ursdoktor Háskóla Íslands frá 1918 og heiðursfélagi í hinu Konunglega danska vísindafélagi og fleiri vísinda- félögum. Björn þótti strangur skólamaður en góður kennari. Hann skrifaði fjölda ritgerða um íslenskar fornbók- menntir og sögu, var merkur fræði- maður í málfræði en í riti hans, Um Íslendingasögur, er lagður grunnur að bókfestukenningu og ýmsum hug- myndum seinni tíma fræðimanna um íslenskar fornsögur. Björn lést 16.1. 1919. Merkir Íslendingar Björn M. Ólsen Björn M. Ólsen Málverk eftir Þór- arin B. Þorláksson. Laugardagur 90 ára Baldur Sigurjónsson Bára Jónsdóttir 80 ára Jensína Jensdóttir Jón Elís Björnsson 70 ára Kristín Eggertsdóttir Lilja Sigurðardóttir 60 ára Árný Elíasdóttir Hildur Guðmundsdóttir Jón Þorbjörn Magnússon Karl Sigtryggsson Kolbrún Pétursdóttir Sævar Sigurðsson 50 ára Guðlaug Magnúsdóttir Halla Hjörleifsdóttir Hörður Gunnarsson Sigmundur Jónsson Stefán Árnason 40 ára Aron Kristjánsson Álfur Þór Þráinsson Daði Kárason Inga Hanna Guðmundsdóttir Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir Ólafur Þórður Kristjánsson René Schulz Ríkarður Halldórsson Sigurlín Gunnarsdóttir 30 ára Andrea Mekkín Júlíusdóttir Anna Þóra Kolbeinsdóttir Árni Jóhannsson Elías Ásgeir Baldvinsson Jón Bjarnason Jón Grétar Broddason Peter Francis Short Rúnar Þór Ómarsson Trausti Björn Ingvarsson Sunnudagur 90 ára Ragnar Bergsveinsson 80 ára Kolbrún Svavarsdóttir Þorvaldur Stefánsson 70 ára Aðalheiður Ása Jónsdóttir Guðrún Þorgeirsdóttir 60 ára Emil Þór Guðbjörnsson Gerður Helga Helgadóttir Haraldur Sverrisson Helga Hallgrímsdóttir Margrét Guðrúnardóttir 50 ára Birna Björnsdóttir Davíð Gunnarsson Erla Finnsdóttir Stefán Jónasson 40 ára Anita Björk Gunnarsdóttir Anna Lísa Gunnarsdóttir Ásta Ingunn Sævarsdóttir Baldur Ingi Jónasson Lilja Sigurjónsdóttir Magnús Marinósson Ólafur Þórisson 30 ára Berglind Dögg Óskarsdóttir Björn Ævar Jónsson Gísli Freyr Björgvinsson Gunnfríður Björnsdóttir Ingþór Magnússon Ívar Pétursson Til hamingju með daginn 30 ára Þórhallur fædd- ist í Reykjavík, lauk sveinsprófi í matreiðslu 2004 og var síðast mat- reiðslumaður á Hótel Búðum en er nú í fríi sem stendur. Maki: Þórdís Bjarna- dóttir, f. 1982, lögfræð- ingur. Foreldrar: Kristín Jóns- dóttir, f. 1960, viðskipta- fræðingur, og Jóhann Róbertsson, f. 1960, læknir. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Þórhallur Andri Jóhannsson 40 ára Þorsteinn fæddist í Reykjavík, er garðyrkju- fræðingur og með MBA- próf og er rekstrarstjóri hjá Datamarket. Maki: Herdís Rán Magn- úsdóttir, f. 1973, starfs- mannastjóri hjá VR. Börn: Alma Sól, f. 2001, Ylfa Sól, f. 2005, og Bene- dikt Aron, f. 2012. Foreldrar: Guðmundur Magni Þorsteinsson, f. 1952, húsasmíðameistari, og Lilja Björk Ólafsdóttir, f. 1953, leikskólakennari. Þorsteinn Yngvi Guðmundsson 30 ára Grétar fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í kjötiðn við MK og starfar nú hjá Esju – Gæðafæði. Maki: Sigríður Valdimars- dóttir, f. 1983, MA-nemi í félagsráðgjöf við HÍ. Sonur: Bjarki Þór, f. 2009. Foreldar: Björn Viðar Óttarsson, f. 1957, sjó- maður á Húsavík, og Hrönn Steinþórsdóttir, f. 1962, starfsmaður við umönnum á Hvammi. Grétar Þór Björnsson Terrorisma. Þá lék hún í Stjörnur á morgunhimni hjá Leikfélagi Íslands í Iðnó, og í tveimur verkum hjá Leikfélagi Akureyrar. Edda Björg lék síðan hjá Þjóð- leikhúsinu á árunum 2005-2010 og má þar nefna Túskildingsóperuna; Átta konur; lék Soffíu frænku í Kardemomubænum; lék í Vígaguð- inn; Konan áður, Legi og Friedu. Edda Björg hóf að starfa sjálf- stætt með Mörtu Nordal, árið 2010, er þær stofnuðu leikhópinn Aldrei óstelandi. Hópurinn setti upp Fjalla-Eyvind, árið 2011, og sýndi síðan, í samvinnu við Þjóðleikhúsið, leikverkið Sjöundá, sem fjallar um morðin á Sjöundá á Rauðasandi á 19. öld, og byggist á réttarheim- ildum, hinni kunnu skáldsögu Gunn- ars Gunnarssonar, Svartfugli, um sömu atburði og ýmsum öðrum sam- antektum. Edda Björg hefur leikið töluvert í útvarpsleikritum, lék í Stelpunum sem voru fjölmargir þættir, hefur leikið í Spaugstofunni og komið fram í Áramótaskaupum. Edda Björg fékk tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Boðorðunum níu og Legi, og fyrir túlkun sína á Höllu í Fjalla-Eyvindi auk þess sem það verk var tilnefnt sem besta sýning ársins. Leikhús – heimur út af fyrir sig Edda Björg hefur sungið töluvert með manni sínum og þá við hans undirleik. Þetta gera þau helst heima en hafa þó komið fram nokkr- um sinnum af ýmsum tilefnum. En hvernig persóna er Edda Björg? „Ég er hrifnæm og það togast á í mér margvíslegir og stundum mjög ólíkir áhrifaþættir. Ég held að allir góðir leikarar njóti góðra bók- mennta, ljóða og tónlistar. En ég er auk þess rosalegur fagurkeri, hef mikinn áhuga á húsum, bæði að ut- an og innan, elska gömul hús og jafnvel sum ný, er mjög næm fyrir alls konar munum og afar nostalgísk fyrir tónlist, húsbúnaði og klæðnaði. Flest við umhverfið og náttúruna skiptir mig máli. Kannski verð ég arkitekt.“ Var það kannski þetta sem dró þig að leikhúsinu – sameing margra listforma sem búa til heilan heim? „Já. Ég held það. Því leikverk býr ekki bara til sögu eða persónur, heldur heilan heim, út af fyrir sig.“ Fjölskylda Edda Björg giftist 20.7. 2002 Stef- áni Má Magnússyni, f. 28.7. 1971, gítarleikara. Hann er sonur Magn- úsar Eiríkssonar, f. 25.8. 1945, tón- skálds og gítarleikara, og Elsu Guð- rúnar Stefánsdóttur Lyngdal, f. 14.1. 1949, d. 26.5. 1999, versl- unarmanns og húsmóður. Sonur Eddu Bjargar og Stefáns Más er Kolbeinn Daði Stefánsson, f. 24.3. 2003. Systkini Eddu Bjargar, sam- mæðra, eru Jón Þorri Jónsson, f. 11.10. 1989, búsettur í Reykjavík; Hildur Ester Jónsdóttir, f. 1.9. 1994, nemi í Reykjavík. Systkini Eddu Bjargar, samfeðra, eru Pétur Örn Eyjólfsson, f. 12.2. 1980, arkitekt í Kaupmannahöfn; Elísabet Björt Eyjólfsdóttir, f. 19.6. 1986, búsett í Kaupmannahöfn. Foreldrar Eddu Bjargar eru Hrafnhildur Kjartansdóttir, f. 24.11. 1953, flugfreyja, og Eyjólfur Einar Bragason, f. 19.2. 1953, arkitekt í Noregi. Stjúpfaðir Eddu Bjargar er Jón Þorvaldur Bjarnason, f. 13.2. 1957, bifvélavirki. Úr frændgarði Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur Bjarni Bjarnason söðlasmiður á Patreksf. Guðfinna Guðnadóttir húsfr. Ólafur Halldórsson b. á Álftarhóli í Austur-Landeyjum Sigurbjörg Árnadóttir húsfr. í Álftarhóli Þórunn Jónsdóttir húsfr. í Rvík. Marteinn Halldórsson bílstj. í Rvík. Katrín Hólmfríður Jónasdóttir húsfr. í Rvík. Edda Björg Eyjólfsdóttir Eyjólfur Einar Bragason arkitekt í Noregi Hrefnhildur Kjartansdótir flugfreyja í Rvík. Unnur Ólafsdóttir húsfr. í Kópavogi Kjartan Bjarnason forstöðum. Áhaldaleigu Garðabæjar Guðlaug Marteinsdóttir húsfr. í Rvík. Jóhann Bragi Eyjólfsson rafvirki og bílstj. í Rvík. Eyjólfur Jóhannsson hárskeri í Bankastræti í Rvík. Trausti Eyjólfsson ökukennari Morgunblaðið/Páll Stefánsson Afmælisbarnið Edda Björg fimm ára hjá afa og ömmu í Kópavogi. www.avon.is Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Gaman í baði með Naturals Kids línunni Flækjusprey Sjampó og næring Sturtusápa og freyðibað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.