Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 31

Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 ✝ Jakob JóhannesSigurðsson fæddist á Akranesi 18. júlí 1926. Hann lést á Skjóli hjúkr- unarheimili 9. júní 2012. Foreldrar hans voru Sigurður Sím- onarson múr- arameistari frá Króki í Holtum í Rangárvallasýslu og Valgerður Guðrún Halldórs- dóttir húsmóðir frá Eyrarbakka. Þau áttu heimili að Lundi á Akranesi sem enn stendur og er Suðurgata 42. Systkini Jakobs voru sex. Guð- Péturs Jónssonar verkstjóra á Sauðárkróki. Jakob og Ingibjörg gengu í hjónaband í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 18. júlí 1949. Þau bjuggu sín fyrstu búskap- arár á Akranesi og síðan í Kópa- vogi og í Reykjavík en lengst af í Garðabæ. Jakob og Ingibjörg eiga tvo syni, Ólaf Pétur og Sig- urð Rúnar. Ólafur Pétur er lækn- ir í Västerås í Svíþjóð. Hann var kvæntur Sunnu Sigurðardóttur, lífeindafræðingi, þau skildu. Dætur þeirra eru Sigrún Sóley, Lísa og Ingibjörg Ylfa og á Sig- rún Sóley tvö börn. Sigurður Rúnar er dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu. Hann er kvænt- ur Björgu Óskarsdóttur, tóm- stunda- og félagsmálafulltrúa í Skógarbæ. Synir þeirra eru Jak- ob Jóhannes og Óskar og á Jakob einn son. Útför Jakobs fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna 18. júní 2012. leifur múrari, f. 1918, Jón Engilbert bifreiðarstjóri, f. 1920, Guðrún Guð- munda húsmóðir, f. 1922, Halldór Val- garður, f. 1924, Halldóra tækni- teiknari, f. 1929 og Valgerður Álfheið- ur húsmóðir, f. 1931. Tvær yngstu systurnar, Halldóra og Valgerður, eru enn á lífi. Eftirlifandi eiginkona Jakobs er Ingibjörg Pétursdóttir frá Sauðárkróki. Ingibjörg var ein af 13 börnum hjónanna Ólafíu Sigurðardóttur húsfreyju og Í uppvextinum skipuðu Inga móðursystir og Jakob sérstakan sess í hugum okkar systkina. Stundum þegar við komum suð- ur dvöldum við hjá þeim í Ból- staðarhlíðinni eitt og eitt í senn í góðu yfirlæti. Heimili þeirra var fallegt og margt forvitni- legra hluta bar fyrir ung augu. Við matarborðið sem oft var uppdúkað eftir kúnstarinnar reglum var tekið til þess ef norðlensku gestirnir tóku hraustlega til matar síns. Þá var maður „seigur“ eins og Jak- ob sagði með áherslu. Jakob var fæddur á Akranesi og var mikill Skagamaður. Knattspyrna átti hug hans frá unga aldri en í þeirri íþrótt náði hann að hasla sér völl sem einn besti markvörður landsins. Þegar Jakob var 26 ára lenti hann í alvarlegu slysi er hann fótbrotnaði svo illa á æfingu að taka varð af honum fót neðan hnés. Aldrei heyrði ég Jakob ræða fötlun sína eða láta á nokkru bera. Jakob menntaði sig sjálfur í tölvufræðum en fáir sáu betur fyrir hve sú tækni átti eftir að umbylta daglegu lífi fólks. Eftir að ég kom heim frá Þýskalandi og eignaðist sjálfur fjölskyldu kynntust synir mínir Jakobi líka. Hann hafði gott lag á börnum. Sonum mínum þótti mikið til þess koma hvað Jakob vissi margt um fótbolta en sá áhugi hans minnkaði ekki þrátt fyrir slysið. ÍA var félagið og Jakob fastagestur á leikjum þess um árabil. Í enska bolt- anum var Manchester City liðið en synir mínir áttu í erfiðleikum með að skilja hvernig hægt væri að halda með liði sem ekki var í fremstu röð. Það átti eftir að breytast. Jakob var viðræðu- góður og hafði góða nærveru. Hann hafði ósvikinn áhuga á því sem maður var að gera og varp- aði oft óvæntu ljósi á hlutina. Fyrir nokkrum árum bauð Jakob mér upp á Skaga að fylgjast með fótboltaleik. Þá var Guðjón Þórðarson þjálfari þar, en hann var í uppáhaldi hjá Jakobi. Við komum tímanlega til að hlýða á kynningu Gauja sem haldin var á kaffistofu á Safnasvæðinu. Við borðið hjá okkur settust gamlar kempur úr gullaldarliði ÍA, Ríkharður Jónsson og fleiri. Síðan voru mál málanna rædd: Uppstilling liðsins og taktík. Leikurinn tap- aðist og auðvitað hafði Jakob skýringar á reiðum höndum. Það var verk að vinna og merki ÍA átti eftir að rísa á ný. Rúmu ári síðar bauð ég Jakobi að koma með mér til Akraness að fylgjast með yngsta syni mínum leika á knattspyrnumóti. Það var undir jól og óvenju kalt í veðri. Leikið var í íþróttahöll- inni og þar inni var lofthiti lág- ur. Jakob var þá á 84. aldursári, ekkert unglamb lengur. Úti var hálka og við fórum fetið. Ég studdi hann inn í höllina þar sem við settumst á bekk álengdar við knattleikinn, ylj- uðum okkur við kaffi og fylgd- umst með ungdómnum. Þegar strákurinn skoraði sagði Jakob að hann væri „seigur“. Ég sá Jakob síðast um miðj- an mars. Það var af honum dregið og ég vonaði að hann myndi ná sér aftur eins og hann hafði gert svo oft áður. En mér varð ekki að ósk minni. Þó sagði Inga mér að hann hefði hresst við er hann flutti inn á hjúkrunarheimilið Skjól. Þaðan sá hann af 5. hæð upp á Skipa- skaga. Skömmu eftir að hann fluttist í Skjól veiktist hann og lést tveimur vikum síðar. Ég minnist Jakobs með hlýhug og virðingu og veit að hann er á góðum stað. Fylgist með fólkinu sínu af stolti og mannlífinu öllu af áhuga – og horfir að sjálf- sögðu á leiki ÍA af besta stað. Blessuð sé minning Jakobs. Ingu og sonum þeirra Jak- obs, Ólafi Pétri og Sigurði Rúnari ásamt fjölskyldum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Pálmi Ragnar Pétursson. Heyr Drottins orð um elsku Guðs og náð, sem aldrei dvín, leggðu þeim, Drottinn, líkn og hjálpar ráð, er leita þín. Heyr vora bæn þó bresti orða gnótt, við biðjum samt, þó málið verði hljótt. (Sig. Símonarsson) Það er alltaf sérstök tilfinn- ing sem verður þegar einhver sem maður hefur þekkt frá fæð- ingu deyr. Það er margs að minnast frá liðnum árum en ég var svo heppin að vera mikið á Skaganum í æsku. Ég er þess fullviss að á Lundi í gamla daga var oft samankominn glaðvær hópur enda áttu þeir bræður snaran þátt í knattspyrnulífi staðarins. Ég man vel eftir Bubba sem ungum manni á Akranesi. Bubbi var markmaður í liði Skagamanna en varð fyrir því að slasast illa í fótbolta þannig að hann gat ekki spilað meir, 26 ára gamall. En þá gafst minn maður ekki upp heldur stúd- eraði fyrirbærið „tölvur“ sem þá voru að ryðja sér til rúms og það varð til þess að hann gerð- ist yfirmaður tölvumála hjá Sláturfélagi Suðurlands við Skúlagötu. Ég fór með honum á vinnustaðinn og tók tölvan heilt herbergi. Síðan var hann yf- irmaður tölvudeildar Flugleiða til margra ára. Ég minnist þess að Inga og Bubbi komu í heimsókn og hann tefldi blindskák við son minn. Sá stutti átti erfitt með að skilja hvernig hann gat vitað hvar taflmennirnir væru þegar hann var með taflið bak við stól. Fyr- ir nokkrum árum fór ég í nám þar sem eitt fagið var upplýs- ingatækni og þá var gott að eiga Bubba að. Hann fór alveg á flug í upplýsingunum og því- líkt sem hann hefur verið búinn að stúdera, þá löngu hættur að vinna og var örugglega með fróðari mönnum í upplýsinga- tækninni. Við starfslok hans var hann sæmdur heiðursviður- kenningu Skýrslutæknifélags Íslands fyrir frumkvöðlastarf í tölvumálum hér á landi. Bubbi var mikill áhugamaður um fótbolta og aðaláhugamálið hans var hvernig Akranesliðinu gekk og svo Mancester City og hefur verið ánægjulegt fyrir hann að fá að upplifa sigur þeirra í vor. Hann fylgdist alla tíð vel með málum og fór á alla leiki hjá ÍA lengi vel og var hann heiðraður af Íþrótta- bandalagi Akraness. Bubbi hafði mikla ánægju af tónlist og á fyrri árum spilaði hann á trompet. Þá man ég eft- ir honum með myndavélina og á ég gamlar myndir af Skaganum sem hann tók. Á tímabili var ekki mikið samband eins og gengur á bestu bæjum. Fjölskyldur eru dreifðar um heiminn en í sumar eru þrjú ár síðan afkomendur Sigurðar Símonarsonar og Val- gerðar G. Halldórsdóttur frá Lundi á Akranesi komu saman og héldu ættarmót. Það var mjög fjölsótt hvaðanæva úr heiminum og heppnaðist afar vel. Bubbi var mjög áhugasam- ur um að mótið yrði haldið. Síð- an hefur heilsu Bubba hrakað stöðugt og nú eru aðeins Lalla og Hadda af systkinunum sjö frá Lundi á lífi. Bubbi var aðeins búinn að vera stuttan tíma á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli þegar hann lést. Ég vil votta Ingu, Óla Pétri og Sigga Rúnari og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð við fráfall frænda míns og föð- urbróður. Blessuð sé minning Jakobs J. Sigurðssonar. Sigrún Camilla Halldórsdóttir. Jakob Jóhannes Sigurðsson Móðir mín, mildin þín, eru orð sem komu í huga mér þar sem ég lá andvaka nóttina eftir að hún kvaddi þennan heim. Þann 27. júní kvaddi ég ást- kæra móður mína, en einhverra hluta vegna misfórst að birta þessa minningargrein þann dag. Ekki er hægt að hugsa sér betri móður, hún var alltaf svo blíð og góð og nærgætin. Hún hugsaði fyrst og fremst um aðra og þeirra heilsu og hamingju. Það eru Ásrún Kristmundsdóttir ✝ Guðmunda Ás-rún Þóra Krist- mundsdóttir fædd- ist að Húsum í Selárdal, Arn- arfirði, 12. sept- ember 1923. Hún lést á heimili sínu 16. júní 2012. Útför Ásrúnar fór fram frá Sel- tjarnarneskirkju 27. júní 2012. margir sem hafa komið til hennar mömmu í gegnum árin og fengið fót- anudd og heilun, margir sem hafa hringt í hana og fengið hana til að senda sér styrk á erfiðum stundum og fyrirbænir. Mikið á ég eftir að sakna hennar, sakna þess að geta ekki hringt í hana og spjallað um allt og ekkert eins og við vorum vanar að gera. Ég á eft- ir að sakna þess að koma til henn- ar í heimsókn, það var alltaf svo gott að koma til hennar, svo mikil rólegheit og góð hvíld frá ys og þys hversdagsins. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki spjallað um handa- vinnu, við vorum báðar að prjóna og höfðum gaman af að sýna hvor annarri það sem við vorum að gera. Allt sem hún gerði var svo fallegt, hvort sem það voru hand- stúkurnar, hálsmenin sem hún bjó til eða öll kortin sem hún saumaði út í, svo fínleg og falleg. Hún var að prjóna fram á síðasta dag þó hún ætti svo erfitt með það, hún vildi geta klárað það sem var búið að panta, hún náði að prjóna perlurnar framan á síð- ustu stúkurnar, allar nema eina og svo bað hún mig að taka við og klára þær. Ég sagði við hana að hún ætti að kenna mér að prjóna þær svo ég gæti gert þær fyrir hana, en hún bjóst nú alveg við að geta klárað, það væri bara ein eft- ir. Ég ætlaði að læra það á laug- ardeginum þegar ég kæmi til hennar, en hún var farin um há- degið. Ég fann blaðið með upp- skriftinni svo ég ætti að geta klár- að, en það er ekki eins auðvelt og maður hélt, skil ekki hvernig hún fór að því að þræða allar þessar perlur upp á bandið, hún sem var svo dofin í puttunum, ég átti fullt í fangi með það, en mér tókst það svo, nú klára ég að prjóna þær. Ég á eftir að sakna hennar um jólin, þar sem síðustu ár hefur hún verið um jólin hjá mér og ára- mótin hjá Gunnsteini. Við áttum svo yndislega stund á föstudagskvöldinu, hún hafði svo gaman af að sjá nýjasta af- komandann, litlu Ingu Birnu dóttur Kristófers og Ólafar. Þau voru þarna að kveðja hana ásamt Taniu og Tedda, svo vorum við Gary og Gunnsteinn hjá henni líka. Mér fannst gott að við gátum hjálpað henni í rúmið, breitt ofan á hana og ég gat setið svolitla stund og haldið í höndina hennar, hún strauk mína hönd með þuml- inum. Svo kvaddi ég hana í hinsta sinn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir Jóhanna. ✝ Guðjón Andr-ésson fæddist 24. október 1920 í Kálfshamarsvík í Skagahreppi í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Hjúkr- unar- og dval- arheimilinu Hrafn- istu í Hafnarfirði 20. júní 2012. Foreldrar hans voru Sigurborg Hallbjarnardóttir ljósmóðir, ætt- uð frá Flatey á Breiðafirði og Andrés Guðjónsson, kennari og verslunarmaður, ættaður frá Strandasýslu. Systkini hans voru Hallbjörn, Sigfús, Lilja og Árni og eru þau öll látin. Eftirlifandi uppeldissystir hans er Ásdís Guð- mundsdóttir. Guðjón kvæntist 6. júní 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig- fríði Runólfsdóttur, f. 28. apríl 1928 frá Húsavík í Strandasýslu. Guðjón og Sigfríður eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Birna, f. 1948, maki : Pierre Rabbath. Barn: Eric. 2) Stefanía, f. 1950, maki: Ástvaldur Jóhannesson. Barn: Jóhannes Rúnar. Börn Stefaníu og fyrri maka eru: Sóley Brynja, Guðjón Sveinn og Andrés Geir. 3) Lilja, f. 1960, maki: Gunnar M. Erlingsson. Börn: Kolbrún Fríð- ur og Andri Örn. Barnabarnabörnin eru 11. Guðjón flutti ungur með fjöl- skyldu sinni að bæn- um Neðri- Harrastöðum í Skagahreppi. Þar stunduðu foreldrar hans hefð- bundinn búskap og ólst Guðjón þar upp til fullorðinsára. Guðjón vann öll hefðbundin sveitastörf á uppvaxtarárum sínum. Hann rak trésmíðaverkstæði og tók síðan við verslunarrekstri af föður sín- um á Skagaströnd. Eftir að hann hætti verslunarrekstri fékkst hann við trésmíðar og ýmis störf. Guðjón og Sigfríður fluttu um miðjan áttunda áratuginn ásamt yngstu dóttur sinni til Reykjavík- ur. Lengst af bjuggu þau hjónin í Kópavogi en síðustu árin að Hraunvangi í Hafnarfirði. Útför Guðjóns fór fram í kyrr- þey, að ósk hins látna, þann 27. júní 2012. Sæll afi minn, klapp á bakið, hvernig hefurðu það í dag. Þann- ig heilsaði ég ávallt tengdaföður mínum. Leiðir okkar lágu saman í nóvember 1981 þegar Lilja, eig- inkona mín, kynnti mig fyrir for- eldrum sínum. Það voru þó ekki okkar fyrstu kynni því foreldrar okkar beggja bjuggu á Skaga- strönd þegar við Lilja fæddumst. Mæður okkar voru góðar vin- konur, og er mér sagt að oft hafi hún tengdamóðir mín passað tengdasoninn tilvonandi, þó að hana hafi nú ekki órað fyrir því þá að svo yrði rúmum 20 árum síðar. Þá er gaman að geta þess að við hjónakornin vorum skírð saman í Skagastrandarkirkju. Það var einstök gæfa tengda- pabba að hitta lífsförunaut sinn, Sigfríði Runólfsdóttur, en þau kynntust þegar honum var falið að byggja íbúðarhús á bænum Húsavík í Strandasýslu, þar sem tengdamóðir mín bjó í foreldra- húsum. Sigfríður reyndist hon- um frábær eiginkona og móðir þriggja dætra þeirra, Birnu, Stefaníu og Lilju. Betri eigin- konu hefði hann ekki getað hugsað sér. Góðmennska henn- ar, blíða og umhyggja fyrir öðr- um er einstök. Þá er hún mjög trúuð sem hefur oft hjálpað henni á erfiðum stundum á lífsleiðinni. Tengdapabbi var þannig gerð- ur að hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og annarra. Öll störf sem hann tók að sér vann hann af samviskusemi og vandvirkni. Hann var ákveðinn, hreinskipt- inn og hreinskilinn og sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Hann var mjög tilfinningaríkur, blíður og barngóður. Það var vilji tengdapabba að ganga menntaveginn og læra læknisfræði en aðstæður gerðu það að verkum að af því gat ekki orðið. Tengdaforeldrar mínir áttu sitt fyrsta heimili á Skaga- strönd. Tengdapabbi rak tré- smíðaverkstæði en vann síðar við verslunarstörf, þegar hann tók við verslun föður síns á Skagaströnd. Eftir að hann hætti verslunarrekstri fékkst hann við trésmíðar og ýmis störf. Um miðjan áttunda ára- tuginn fluttu þau hjónin búferl- um til Reykjavíkur ásamt yngstu dóttur sinni. Bjuggu þau lengst af í Kópavogi en síðustu árin á Hraunvangi í Hafnarfirði. Tengdapabbi var einstaklega handlaginn og gat lagað flest það sem aflaga fór. Hann unni tón- list, spilaði sjálfur á harmonikku og naut þess að fara á dansleiki. Þá var hann ljóðelskur, orti sjálfur og kunni mikið af ljóðum. Um matvendni tengdasonar síns setti hann saman þetta vísukorn sem mér þykir afskaplega vænt um. Ekki vill hann ost á brauð, enga fitu af holdasauð. Baunum hann ekki bragðar á, bragðmikinn hákarl ekki sjá. Svo vill hann engan siginn fisk, sínum hafa á matardisk. Elsku tengdamamma, söknuð- ur þinn og okkar allra er mikill, en minningin um góðan mann er okkur styrkur í sorginni. Megi góður Guð blessa þig, börnin þín og fjölskyldur þeirra. Kæri tengdapabbi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Nú er komið að kveðjustund. Þinni jarðvist er lokið og við tekur nýtt líf í Guðs- ríki þar sem eilíf hamingja og friður ríkir. Megir þú hvíla í friði. Þinn tengdasonur, Gunnar. Elsku afi minn. Með sorg í hjarta langar mig til þess að koma nokkrum orðum frá mér til þín. Mikið rosalega sakna ég þín mikið. Sakna þess að koma til þín, halda í titrandi höndina þína og segja þér frá lífinu og tilver- unni. Það var svo gaman hvað þú hélst mikið upp á Gunnar Örn og Björgvin Loga, lifnaði alveg yfir þér þegar þú sást þá. Gunni er að búa til minningarbók um þig með myndum af þér og ömmu og strákunum, svo ætlar hann að teikna myndir og skrifa fallegar minningar. Hann vildi gera það svo hann gæti alltaf sýnt litla bróður sínum hvað þeir áttu góð- an langafa. Að þurfa að kveðja þig var það erfiðasta sem ég hef gert en ég reyni að hugsa að nú ertu kominn á betri stað. Stað þar sem þú getur horft og fylgst með okkur án verkja og sárs- auka. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Man alltaf eftir öllum heimsóknunum í Engihjallann, þær voru nú ófáar. Þú varst svo duglegur, alltaf að kenna mér, kenndir mér á klukku og hjálp- aðir mér að lesa svo voru nú ansi margir klukkutímarnir sem fóru í það að spila, okkur fannst það sko ekki leiðinlegt. Elsku besti afi minn, þú tal- aðir oft um við mig að þú hefðir svo miklar áhyggjur af ömmu þegar þú værir farinn en ég lofa þér því að ég passa ömmu vel. Ég veit að þér líður betur núna og ég ætla að minna mig á í sorginni allar góðu minningarn- ar okkar. Bless afi minn. Ég elska þig. Þín afastelpa Kolbrún Fríður (Kolla). Guðjón Andrésson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.