Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 19

Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 19
Alls gætu sektargreiðslur alþjóð- legra banka vegna aðildar að svindli með LIBOR-millibankavexti numið allt að 22 milljörðum dala eða sem samsvarar rúmum 2.800 milljörðum íslenskra króna, að mati Morgan Stanley. Er greining fyrirtækisins sú fyrsta sem leitast við að leggja ígrundað mat á afleiðingar svindls- ins, sem fólst í að bankar höfðu áhrif sín á milli á umrædda vexti. Sektir upp á 2.800 milljarða Að mati Morgan Stanley eru a.m.k. ellefu bankar til viðbótar lík- legir til að þurfa að greiða himinháar fjárhæðir, bæði til stjórnvalda fyrir brot á reglum og í bætur til fjárfesta, vegna aðildar að vaxtasvindlinu, að sögn Financial Times. Barclays hef- ur þegar viðurkennt aðild sína að málinu og var sektaður um 58 millj- arða króna auk þess sem yfirmenn hafa fengið að fjúka. Sektargreiðslur bankanna tólf gætu samanlagt numið allt að 22 milljörðum dala, að mati Morgan Stanley, sem svarar til rúmlega 2.800 milljarða íslenskra króna, eða 0,5% af bókfærðu virði umræddra fyrirtækja. Umfang fjárhæðanna ætti ekki að koma mönnum á óvart en LIBOR-vextirnir liggja til grund- vallar markaðnum með afleiður, lán og húsnæðisfjármögnun upp á millj- ónir milljarða. Samráð banka í rannsókn Greining Morgan Stanley undan- skilur möguleg áhrif niðurstöðu rannsóknar bandarískra og evr- ópskra yfirvalda í Brussel, um hvort hægt sé að sýna fram á að bankarnir hafi haft með sér skipulagt samráð um að hafa áhrif á vexti. Færi svo gætu sektir orðið enn hærri. Viðskiptavinir æfir Viðskiptavinir bankanna í Bret- landi eru að vonum æfir yfir málinu. Hafa þónokkrir flutt fjármuni sína annað í mótmælaskyni, jafnt fyrir- tæki sem og einstaklingar. Frekari sekta vegna vaxtasvindls að vænta  Allt að 22 milljarða dala sektir að mati Morgan Stanley Sektir Barclays hefur þegar verið sektaður vegna vaxtasvindlsins en að mati Morgan Stanley verða fleiri bankar sektaðir um háar fjárhæðir. AFP FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Samningar hafa náðst um kaup Kvosar ehf. á Plast- prenti ehf. af Framtakssjóði Íslands (FSÍ). Er samningurinn um söluna gerður með fyrirvörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins og tekur ekki gildi fyrr en að lokinni umfjöllun þess, segir í tilkynn- ingu FSÍ. Plastprent var stofnað árið 1957 og framleiðir áprent- aðar plastumbúðir. Starfa um 75 manns hjá félaginu í dag. Kvos er eignarhalds- og fjárfestingarfélag í prent- iðnaði og skyldum rekstri. Er félagið m.a. móðurfélag Odda, Gutenbergs og Kassagerðarinnar. Kvos hefur verið til í núverandi mynd frá árinu 2006. Straumur fjárfestingabanki hafði umsjón með sölunni. Kvos kaupir Plastprent Guðbrandur Sigurðsson Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri VIÐ ERUM Í SUMARSK API 50%AFSLÁTTUR AF ÖLLU Grétar Haraldsson Hrl. Lögg.fast.fyrirt.og skipasali Í Borgartúni er best að vera! Á ört vaxandi stað í hjarta Reykjavíkur er laust til leigu 250 m² verslunarhúsnæði með gólfsíðum gluggum á jarðhæð á horni Borgartúns og Skúlatúns í Reykjavík. Verslunarrýmið skiptist í eitt stórt opið rými með mikilli lofthæð. Möguleiki er á að skipta því í tvö aðskilin rými. Steinteppi á gólfi. Salerni og möguleiki á að setja upp kaffistofu. Laust strax

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.