Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 24

Morgunblaðið - 14.07.2012, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 Hvar er þrískipting valdsins í löggjafar- vald, framkvæmdar- vald og dómsvald eins og svo oft er vitnað í að sé virkt hér á landi. Inni á vef Al- þingis, Skólaþingi, stendur m.a.: „Dóms- vald er í höndum dómara og er að- greining dómsvalds- ins frá löggjafar- og framkvæmd- arvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu“. Hvað getur venjulegur fjöl- skyldufaðir gert þegar bankinn er búinn að gera fjölskylduna gjald- þrota og búinn að taka heimilið af sex manna fjölskyldu hans á grundvelli ólöglegra lána. Við hjón- in höfum ákveðið að gefast ekki upp. Það sem ég rek hér á eftir er að mínu mati skýrt brot á þeim lögum og reglum sem um þrískiptingu valds gilda og mun ég fara með þetta mál eins langt og með þarf til að fá leiðréttingu á þessu broti á grundvallarreglum þjóðfélagsins. Raunar sé ég ekki annað en þetta mál geti ekki verið tekið fyrir af dómstólum hérlendis vegna aðildar héraðsdóms, Hæstaréttar og Al- þingis að því. Kannski þarf því að fara beint í t.d. Evrópudómstólinn eða Mannréttindadómstól Evrópu. Breytingatillögur til hagsbóta fyrir heimilin teknar út Sagan byrjar fyrir rúmum tveimur árum hvað mig varðar, en til að gera langa sögu stutta þá fjalla ég hér bara um 18. og 19. júní sl. Hinn 18. júní sl., næstsíð- asta dag þingstarfa 140. löggjaf- arþings fyrir sumarfrí, lagði Magn- ús M. Norðdahl varaþingmaður með fulltingi þingkvennanna Mar- grétar Tryggvadóttur og Eyglóar Harðardóttur fram breyting- artillögu við aðra umræðu í þing- skjali 1589 vegna þingmáls 716 sem fól m.a. í sér eftirfarandi rétt- arbætur fyrir hundruð ef ekki þús- undir fjölskyldna. Í 2. grein sagði m.a.: „Án tillits til þeirra fresta sem greindir eru í 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, getur þrotamaður, þrátt fyr- ir að útivist hafi verið af hans hálfu, krafist endurupptöku gjald- þrotaúrskurðar í máli þar sem skiptum á búi hans er ekki lokið, enda leiði hann líkur að því að greiðsluerfiðleika hans sé að rekja til gengistryggðra lána. Ákvæði þetta gildir til loka árs 2013. Ákvæði þetta á ekki við um lög- aðila.“ Og í 3. grein sagði m.a.: „Þrota- manni er heimilt að leita úrlausnar héraðsdómara um gildi sölu fast- eignar samkvæmt ákvörðun veð- hafafundar til fullnustu kröfu sem er umdeild í ljósi hæstaréttardóma um lögmæti og endurreikning gengistryggðra lána, enda hafi kaupandi jafnframt verið eigandi hinnar umdeildu kröfu og hann er eigandi uppboðsandlags. Að kröfu þrotamanns er sala til fullnustu kröfu samkvæmt framansögðu ógild. Ákvæði þetta gildir til loka árs 2013.“ Í atkvæðagreiðslu um ofan- greindar tvær breytingartillögur voru þær samþykktar á seinasta degi þingsins hinn 19. júní síðast- liðinn klukkan 18.35 eins og sjá má í þingskjali 1644. Þar með var lög- gjafarvaldið og Alþingi búið að samþykkja tillögurnar í atkvæða- greiðslu á hinu háa Alþingi. Í framhaldi af þessu var málið sent aftur í Allsherjar- og mennta- nefnd fyrir þriðju umræðu sem fram fór seinna sama dag. Á þann fund stormar inn starfandi hæsta- réttardómari við Hæstarétt Íslands, Benedikt Bogason, sem jafnframt er starfsmaður réttar- farsnefndar og krefst þess að þess- ar breytingartillögur sem þing- menn voru nýbúnir að samþykkja, verði teknar út úr lagafrumvarpinu og sagði þær valda óvissu. Málið snérist samt auðvitað um að leið- rétta þá óvissu og það réttar- farslega slys sem komið var fram og fól m.a. í sér að fjármálastofn- anir gerðu fólk gjaldþrota og tóku heimili fjölskyldu þess á ólöglegum gjörningum. Meirihluti allsherjar- og menntanefndar fer þá í það fyr- ir hönd löggjafarvaldsins að hlýða dómsvaldinu og semur nýja breyt- ingartillögu í þingskjali 1651 sem felur m.a. í sér að þessar tvær ný- samþykktu réttarbætur fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem hefðu getað nýtt sér þær eru felldar í burtu að kröfu dómsvaldsins. Þessi breytingartillaga í þing- skjali 1651 er svo samþykkt á loka- mínútu þingsins, klukkan 23.29 hinn 19. júní, og einni mínútu seinna eru lögin svo samþykkt í þingskjali 1664 og eru nú lög núm- er 72/2012, án þessara réttarbóta fyrir almenning! Gott ef þetta var ekki síðasta málið sem þingmenn tóku fyrir áður en þeir fóru heim í sumarfrí. Vonandi eru þeir, sem samþykktu að taka þetta út, stoltir af þessu verki sínu. Ég vil taka fram að ég er ekki að setja út á þær réttarbætur sem þó fóru inn í lögin og þakka varaþingmanninum Magnúsi M. Norðdahl sérstaklega fyrir hans baráttu ásamt Eygló Harðardóttur og Margréti Tryggvadóttur og Lilju Móses- dóttur fyrir stuðninginn. Ríkisstarfsmaður stjórnar kjörnum fulltrúum almennings Nú auglýsi ég hér með eftir lög- fræðingi sem er tilbúinn að vinna fyrir mig vegna almannahagsmuna, eða „pro bono“ eins og það heitir víst á lögmannamáli. Raunar sé ég ekki betur en sá sem tæki þetta að sér fái málskostnaðinn greiddan, því að mínu mati er ég með unnið mál. Ástæða þess að ég vil kæra þetta sjálfur persónulega er sú að þessar réttarbætur í formi endur- upptökuheimilda, sem þó hefur verið reynt að innleiða, fyrst í ónothæfu tímabundnu endur- upptökuheimildunum sem voru í lögum 151/2010 og svo nú þær sem hér um ræðir, hafa báðar komið til fyrir mína tilstilli vegna sérkunn- áttu minnar á málefninu. Fyrst með umsögnum sem ég setti inn, ásamt fleirum í Hagsmuna- samtökum heimilanna í aðdraganda laga 151/2010, og svo núna í að- draganda samþykktar laga 72/2012 með umsögn minni frá 16. mars, fundum með HH fyrir nefndum Al- þingis, tölvupóstsendingum og samtölum við þingmenn o.fl. Þessi sérkunnátta mín kemur svo sem ekki til af góðu en ef hún leiðir á endanum til þess að sá stóri hópur sem hér um ræðir fái sanngjarna og nauðsynlega bót sinna mála og heimili sín aftur þá er ég sáttur, þó það hafi tekið alltof langan tíma og alltof mörg tár hjá alltof mörgum fjölskyldum. Það sem ég tel að þurfi að kæra er í raun málsmeðferðin öll. Fyrst er að nefna Alþingi sem löggjafar- valdið, að það skuli hafa leyft dómsvaldinu í skötulíki réttar- farsnefndar að hafa svona bein áhrif á sig. Og líka að kæra Hæstarétt sem dómsvaldið fyrir að leyfa sér að taka fram fyrir hend- urnar á löggjafarvaldinu. Að ég tali nú ekki um að einum ríkisstarfs- manni skyldi takast að láta þjóð- kjörna fulltrúa almennings taka út sjálfsagðar réttarbætur sem þeir höfðu sjálfir samþykkt nokkrum klukkustundum fyrr sama daginn og hefðu orðið að lögum ef einn ríkisstarfsmaður með réttarfars- nefnd og dómsvaldið á bak við sig hefði ekki heimtað að Alþingi og þar með löggjafarvaldið tæki það út aftur og dæmt það þar með úr leik fyrirfram. Það er meira að segja spurning hvort framkvæmdarvaldið og jafn- vel forsetinn séu ekki líka aðilar að málinu. Framkvæmdarvaldið m.a. vegna þess að réttarfarsnefnd starfar og er á forræði innanrík- isráðuneytisins, sem aftur starfar í umboði forsætisráðherra, og svo eru löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldið búin að blanda forset- anum inn í málið með því að láta hann skrifa undir lög sem fengin eru fram á ólöglegan hátt að mínu mati. Ég átta mig á því að ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en stundum þarf að gera það og þá kannski sérstaklega þeg- ar alltof lengi hefur verið reynt að þagga niður í röddum réttlætisins. Mér er spurn hverjum það sé svo mikill akkur í því að henda þeim fjölskyldum, sem þó eru ennþá í eignum sínum og eignin ennþá í eigu bankans, út af heimilum sín- um áður en endanlegir dómar liggja fyrir. Engin óvissa – Engin rök Það voru engin rök, sem þessi eini ríkisstarfsmaður lagði fram með kröfu sinni um að kjörnir fulltrúar almennings tækju til baka þær réttarbætur sem Alþingi var nýbúið að samþykkja, önnur en þau að tillagan skapaði óvissu. Óvissu fyrir hvern, jú fjár- málastofnanirnar sem voru búnar að gera fólkið gjaldþrota og fá heimili fjölskyldunnar skráð á sig á grundvelli ólöglegra útreikninga áður gengisbundinna ólöglegra lána, en tillagan átti einmitt að bæta stöðuna hjá þessu fólki og fjölmörgum fjölskyldum þar á bak við. Er það ekki einmitt hlutverk dómsvaldsins að skera úr um meinta óvissu í réttarsölum lands- ins – sem ég tel að vísu enga óvissu um – í stað þess að útiloka að þessi svonefnda óvissa kæmi nokkurn tímann fyrir héraðsdóm eða hvað þá Hæstarétt, þann sama og ríkisstarfsmaðurinn Benedikt Bogason og fleiri hjá réttar- farsnefnd starfa einnig fyrir. Og svo má ekki gleyma því að á meðan verið er að ræða þetta og þingmenn og hæstaréttardómarar eru í makindum heima í sumar- fríinu sínu, þá er verið að henda fjölskyldunum sem um ræðir út úr eignum sínum, hverri á eftir ann- arri. Og því lengri tími sem líður áður en þetta verður leiðrétt, því fleiri fjölskyldur verða heimilis- lausar á meðan. Er það það sem við þurfum og viljum? Að lokum má velta fyrir sér hvort héraðsdómar og Hæstiréttur séu ekki búnir að gera sig vanhæfa til að fjalla um mál, sem komið hafa til þeirra kasta innan réttar- farsnefndar, sem varða lög sem þeir eru búnir að reyna að hafa eða búnir að hafa áhrif á fyrir lagasetninguna með aðild sinni að réttarfarsnefnd. Þrískipting hvað? Eru alþingismenn skósveinar hæstaréttardómara? Eftir Vilhjálmur Bjarnason Vilhjálmur Bjarnason »Dómsvaldið stjórnar löggjafarvaldinu, þrískipting ríkisvaldsins er þverbrotin. Höfundur er stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, fjölskyldufaðir og ekki fjárfestir. Í grein sem hag- fræðingar Seðlabank- ans, Bjarni Geir Ein- arsson og Jósef Sigurðsson, sendu til birtingar í öllum helstu fjölmiðlum saka þeir mig um að reikna ekki rétt kaupmátt launa reiknaðan í erlendum myntum. Útreikningar þeirra eru hins vegar rangir. Ástæðan er peningaglýja sem ég hef áður sakað meðlimi pen- ingastefnunefndar um að þjást af. Því miður virðist því peningaglýja vera orðin atvinnusjúkdómur í Seðlabankanum, sem er vægast sagt óheppilegt í banka sem á að hafa stöðugt verðlag að markmiði. Þegar reikna á kaupmátt launa á Íslandi yf- ir í alþjóðlega mynt þarf að taka tillit til verðbólgu í báðum löndum sem verið er að bera saman. Það er gert með því að umreikna, útfrá opinberu gengi Seðlabanka Íslands, krónur yfir í t.d. danskar krónur en taka síð- an tillit til verðbólgu í dönsku krón- unni yfir tíma. Gengisbreytingar ráðast af mismun verðbólgu landa, þannig að ef verðbólgan er að jafnaði 2% hærri á Íslandi en í Danmörku ætti gengi íslensku krónunnar að jafnaði að lækka um 2% gagnvart þeirri dönsku. Þessi umreikningur tekur tillit til þeirrar verðbólgu sem er á Ís- landi umfram þá verð- bólgu sem er í Dan- mörku. Þá á eftir að taka tillit til verðbólgu í Danmörku, því kaup- máttur einnar danskrar krónu í dag er t.d. um 20% lægri en um síð- ustu aldamót. Ef ekki er tekið tillit til verðbólgu í hinni er- lendu mynt, kemur fram pen- ingaglýja, þ.e. að halda að verðlag hafi haldist stöðugt í tiltekinni mynt þrátt fyrir verðbólgu. Ég skora á hagfræðinga Seðla- bankans að framkvæma þessa út- reikninga og skýra mál sitt betur ell- egar að draga orð sín til baka. Peningaglýja Seðlabankans Eftir Heiðar Guðjónsson Heiðar Guðjónsson »Ég skora á hagfræð- inga Seðlabankans að framkvæma þessa út- reikninga og skýra mál sitt betur ellegar að draga orð sín til baka. Höfundur er hagfræðingur. Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is veisluþjónusta hinna vandlátu Kokkurinn hjálpar þér að halda hina fullkomnu veislu Árshátíðir Brúðkaup Erfidrykkjur Fermingar Fundir Kynningar Þema kokkurinn.is Ferskur fiskur öll hádegi í Víkinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.