Morgunblaðið - 14.07.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 14.07.2012, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 ✝ Einar Jónssonfæddist á Vaðli á Barðaströnd 14. mars 1953. Hann lést 30. júní 2012. Foreldrar hans voru Sigríður Þor- grímsdóttir f. í Miðhlíð á Barða- strönd 5. nóv- ember 1921, d. 8. mars 1985, og Jón Elíasson f. á Vaðli á Barðaströnd 16. október 1912, d. 9. febrúar 1970. Systk- ini Einars eru Unnur f. 14. des- ember 1940, Sigurbjörg f. 24. júní 1943, Elín f. 9. mars 1947, Hákon f. 16. júní 1950, Þor- steinn f. 28. febrúar 1955, d. 19. september 1997, Eygló f. 20. júlí 1960, Óskírður drengur f. 23. desember 1938, d. 13. maí 1939. Einar kvæntist 9. júní 1974 Magnúsdóttir f. 4. desember 1991. Einar stundaði nám við Gagnfræðaskólann í Stykk- ishólmi og lauk síðan námi við Vélskólann á Ísafirði 1975. Eft- ir nám starfaði hann sem vél- stjóri á skipum og einnig í hraðfrystihúsi Patreksfjarðar. Einar og Dröfn hófu útgerð ár- ið 1980 þegar þau keyptu bát- inn Smára BA 232 og ráku þau fyrirtækið Fiskvon ehf. til árs- ins 2010. Frá árinu 2006 sinntu þau hjónin veitingarekstri í Kirkjuhvammi á Rauðasandi ásamt ráðsmannsstöðu á Saurbæ á Rauðasandi. Einar sinnti gjaldkerastöðum hjá hin- um ýmsu félögum, þar á meðal voru Sjómannadagsráð Pat- reksfjarðar, Lionsklúbbur Pat- reksfjarðar, Kirkjukór Pat- reksfjarðar og Björgunarbátasjóður Barða- strandar. Hann var einnig í stjórn Fiskmarkaðar Patreks- fjarðar og söng með karlakórn- um Vestra og kirkjukór Pat- reksfjarðar. Útför Einars fer fram frá Patreksfjarðarkirkju 14. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 14. eftirlifandi eig- inkonu sinni Dröfn Árnadóttur f. 10. nóvember 1954. Foreldrar hennar eru Árni H. Jóns- son f. 22. apríl 1929, og Alda Þór- arinsdóttir f. 18. mars 1931, d. 18. apríl 2010. Einar og Dröfn eign- uðust þrjú börn: 1) Árni Freyr f. 5. október 1972. Unnusta hans er Þorbjörg Sól- bjartsdóttir f. 16. júlí 1976, börn hennar eru Sara Eygló og Alexíus Bjartur. 2) Elín Kristín f. 15. febrúar 1974, maður hennar er Haraldur Á. Har- aldsson f. 20. febrúar 1976, börn þeirra eru Perla Ösp, Ein- ar, Selma Dröfn og Aldís Lind. 3) Atli Már f. 7. febrúar 1982. Unnusta hans er Margrét H. Elsku pabbi okkar er fallinn frá allt of snemma. Þetta var ekki það sem við áttum von á þennan sólríka og fallega en ör- lagaríka dag, er við lögðum upp í þessa fjallgöngu sem er árleg hjá ættinni. Hann var búinn að skipuleggja leiðina sem átti að ganga í tvö ár eða frá því hann og mamma okkar höfðu farið þessa leið á fjórhjóli, eitthvað sem enginn taldi að ætti að vera mögulegt en þau gerðu það nú samt. Þetta var eins og allt hjá honum pabba okkar, það var aldrei spurning hvort væri hægt að framkvæma hlutina, hann einfaldlega kláraði málið, eða eins og frægt er af þeim sem hann þekktu „Þetta reddast.“ Frá því sem við munum eftir okkur þá var alltaf unnið mikið hvort sem var á sjó eða í landi. Við eigum margar góðar minn- ingar frá þessum tíma. Okkur voru kennd góð lífsgildi og við fengum hlutina ekki upp í hend- urnar heldur þurftum við að vinna fyrir okkur og teljum við okkur hafa lært mikið af þeirri reynslu, og það að hafa getað byggt upp fjölskyldufyrirtæki með foreldrum okkar voru mikil forréttindi. Það voru oft langir dagar og nætur og þegar okkur leiddist þá söng pabbi fyrir okk- ur af sinni alkunnu snilld sem við kannski kunnum ekki að meta á þessum árum en það kom seinna. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór og tók þátt í ýmsum félagsstörf- um, hann vann óeigingjarnt starf fyrir sjómannadaginn á Patreksfirði í 26 ár til dæmis þar sem heimilið var undirlagt alla helgina fyrir þau störf sem hann hafði svo mikið yndi af. Hann hafði mikinn áhuga á söng og tók oft lagið við ýmsa mann- fögnuði, hvort sem var innan fjölskyldunnar eða á öðrum skemmtunum. Hann var kannski einna þekktastur fyrir lög eins og Rósina og Út við ystukletta. Síðustu árin vann hann sem ráðsmaður í Saurbæ á Rauða- sandi þar sem hann kynntist góðu fólki sem hann hafði miklar mætur á. Þar blundaði alltaf sveitamaðurinn í honum enda fæddur og uppalinn á Vaðli á Barðaströnd og naut hann sín vel við þau störf. Hann mat alla jafnt og sá ávallt það jákvæða í fólki, og hafði hann einstaklega gaman af að umgangast fólk enda skilur hann eftir sig stórt skarð í hjörtum margra. Elsku mamma okkar, megi Guð styrkja þig á þessum erfiðu tímum, faðir okkar var þinn lífs- förunautur og þinn besti vinur. Með þig við hlið sér leið honum alltaf best. Rauðisandur glitrar sólinni björtu í saknar sandurinn Einars sem stóð hér oft verkunum í. Minning þín geymist í hjört- um okkar um framtíð alla. Þín elskandi börn, Árni Freyr, Elín Kristín og Atli Már. Það var á haustmánuðum fyr- ir um átta árum að ég fékk tölvuskeyti með titlinum: Þú átt bróður. Því fylgdi síðan símtal frá Patreksfirði, þar sem djúp- raddaður og glaðlegur maður kynnti sig. Það var Einar Jóns- son. Hann hafði þá nýlega kom- ist að því að við hefðum átt sama hálfbróður, sem var látinn löngu áður en við fæddumst. Einar hafði auðheyrilega komið af fjöllum, en upp úr þessu spratt vinátta með okkur sem dafnaði og óx með tímanum. Við rædd- um reglulega saman, við hitt- umst þegar Einar og Dröfn, kona hans, komu í bæinn og ég heimsótti þau reglulega til Pat- reksfjarðar og að Kirkjubæ á Rauðasandi, annað hvort einn eða með konu minni. Einnig gengum við, og stundum kona mín með, um Skorarhlíðar og Látrabjarg, en einnig um Svarf- aðardal. Aldrei voru ferðirnar glaðlegri og skemmtilegri en þegar Einar og Dröfn kona hans voru með. Einar var einstakur maður, eljusamur, úrræðagóður og glaðlyndur. Hann var einnig mjög bóngóður og aðeins tveim- ur dögum áður en hann lést tók hann að sér að stýra báti með mig og fleiri ferðamenn undir Látrabjarg. Þegar ég keyrði hann frá Látrum inn á Rauða- sand að lokinni siglingu grunaði mig ekki að það yrði í seinasta sinn sem við hittumst. Einar var söngelskur maður og söng við mörg tækifæri. Þeg- ar við hittumst með hóp ferða- félaga úr Ferðafélagi Íslands söng hann fyrir hópinn og flott- astur var söngurinn fyrir hálfum mánuði, þegar Einar söng Rós- ina í svartamyrkri í kolanám- unum „undir háu hamrabelti“ Stálfjalls. Þar naut hópur göngufólks frá Ferðafélagi Ís- lands söngsins. Ævi Einars lauk allt of fljótt og skyndilega, þegar hann var á göngu með fjölskyldu sinni og vinum milli Trostans- fjarðar og Barðastrandar. Fyrir mér er missirinn mikill og mun ég sakna hans sárt, en miklu meiri er missir Drafnar og barna þeirra, Árna Freys, Elínar Kristínar og Atla Más, tengdabarna og barnabarna, svo og annarra nákominna ættingja og vina. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gísli Már Gíslason. Það eru ekki svo mörg ár síð- an við kynntumst Einari Jóns- syni og konu hans Dröfn Árna- dóttur, um það bil sex ár. Samt sem áður er eins og maður hafi alltaf þekkt þau, alla tíð. Það er einfaldlega þannig að stundum kynnist maður fólki sem manni finnst maður alltaf hafa þekkt og muni fylgja manni alla tíð. Því miður er það ekki þannig, allt tekur enda og oft þegar maður á síst von á. Einar var maður uppbygging- ar á öllum sviðum, í atvinnulífi, í störfum sínum fyrir samfélagið þar sem hann lagði lið sitt á svo mörgum sviðum og einnig í sam- skiptum sínum við fólk. Ef leitað var til Einars var hann alltaf til í slaginn fyrir góðan málstað og ávallt var gott að umgangast hann. Það virtist líka vera að kraftar Einars væru óþrjótandi til góðra verka og naut hann þar ómælds stuðnings Drafnar, konu sinnar. Sumir menn standa undir sómaheitinu grallari og átti það vel við um Einar, hann var sann- kallaður grallari og alltaf til í gott grín sem kætti samferða- fólk hans. Við ferðuðumst með Einari og Dröfn innanlands og utan, margoft heimsóttum við þau og fengum þau í heimsókn. Alltaf var gleði og fjör þar sem Einar var. Jafnframt var hann æðrulaus og hughreystandi ef erfiðleikar steðjuðu að. Að starfa með Einari að félagsstörf- um voru forréttindi, það voru engin vandamál, bara lausnir og umfram allt gleði. Einar mætti öllum á jafnrétt- isgrundvelli og manngreinarálit var ekki til hjá honum. Hann kunni að meta allt það sem vel var gert en gerði helst minna en tilefni var til, úr eigin verkum. Hann var sannur vinur og vel- unnari samfélags síns. Við munum sakna Einars mikið um ókomna tíð en yfir- sterkari söknuðinum, verður minningin um lífsgleðina og góð- mennskuna sem fylgdi Einari. Hún mun ávallt fylgja minningu hans. Einar Jónsson er horfinn úr þessu jarðlífi en fylgir þeim sem kynntust honum, í hjarta. Við kveðjum Einar með þakk- læti fyrir góðan vinskap og að hafa fengið að kynnast þessum einstaka persónuleika. Dröfn, okkar kæru vinkonu, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum aðstandendum Einars, vottum við okkar dýpstu samúð. Það er við hæfi að enda þessi minningarorð á textabroti á úr ljóðinu Hafið eða fjöllin eftir Ólaf Ragnarsson: Hér á ég nokkra vini og marga kunningja sem eru mér ósköp góðir, allt fyrir mig gera. Fáir svartir sauðir búa í þessum bæ allt leikur hér í lyndi – í þessum bæ – í þessum bæ. Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að, eða er það kannski fólkið á þessum stað – á þessum stað. Sverrir Haraldsson, Nina Anna Dau. Laugardaginn 30. júní feng- um við þær sorgarfréttir að vin- ur okkar og ferðafélagi til margra ára, Einar Jónsson hefði látist þá fyrr um daginn. Einar var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Hann var góður söngmaður og hann var líka góður sögumaður, kunni ógrynni af sögum og þekkti bæði sögu og staðhætti Barðastrandarinn- ar eins og lófann á sér. Ef eitt- hvað var ekki á hreinu þá var leitað upplýsinga. Þessa nutum við sem fengum tækifæri á að fara með þeim hjónum, Döbbu og Einari um svæðið. Sérstaklega minnumst við ferðar um Rauðasandinn þar sem farið var út að Sjöundá og allt til Naustabrekku í vestri og saga byggðarlagsins rakin. Einnig lifir minningin um gönguferð fyrir Svínanesið. Þar sem við göngufélagarnir áttum um lengri veg að fara, þá notaði Einar tímann til að heimsækja fólk á leiðinni að heiman, til að ná í enn meiri fróðleik um nesið og sögur frá því það var í byggð, við nutum síðan góðs af. Margs er að minnast frá skemmtilegum samverustundum hérlendis og erlendis og minn- ingarnar verma þegar góður vinur hverfur á braut. En Einar var ekki aðeins söngvari og sögumaður, því fyrst og síðast var hann eig- inmaður, faðir og afi. Hafðu þökk fyrir óteljandi samveru- stundir. Elsku Dabba og fjöl- skylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Þóra og Sigurjón. Laugardaginn 30. júní sl. lagði stór hópur fólks upp í gönguferð frá Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnar- fjarðar. Þar var á ferð stórfjöl- skylda Einars Jónssonar frá Vaðli á Barðaströnd. Þetta var einn fallegasti dagur sumarsins, sól skein í heiði og ekki ský á himni. Öll náttúran var að kom- ast í sinn mesta blóma. Við- kvæmur fjallagróður Vestfjarða sem óðast að blómstra, fuglar sungu náttúrunni og lífinu lof- söng og fiskar vöktu í vötnum. Það bar hvergi skugga á í för þessa vaska hóps sem unni landi sínu og uppruna. En skyndilega, eins og hendi væri veifað, dró ský fyrir sólu og himinninn varð myrkur. Einar Jónsson forystumaðurinn, gleði- gjafinn og hvers manns hugljúfi hné niður örendur. Gleðidagur breyttist á örskotsstund í sorg- ardag. Göngumennina setti hljóða frammi fyrir þessum grimmu örlögum. Þó er það þannig að hefði Einar heitinn mátt velja sér skapadægur hefði hann varla Einar Jónsson Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG PÁLSDÓTTIR frá Refstað í Vopnafirði, til heimilis að Stigahlíð 36, lést miðvikudaginn 11. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Steinarsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Steingerður Steinarsdóttir, Guðmundur Bárðarson, Helen Sjöfn Steinarsdóttir, Svanhildur Steinarsdóttir, Ragnar Ólafsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR SIGURÐSSON frá Norðfirði, lést í Varberg, Svíþjóð, miðvikudaginn 11. júlí. Útför hans fer fram frá St. Jörgens-kapellu í Varberg fimmtudaginn 26. júlí. Hulda Heiðar Hannesdóttir, Hannes Valsson, Marnhild Hilma Kambsenni, Sigurður Valsson, Marcela Beccera, Olga Louise Valsdóttir Begley, Justin Begley, Guðrún Valsdóttir, Hermann Valsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, SIGFÚS SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, fyrrv. yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, Garðavegi 12, Keflavík, lést mánudaginn 9. júlí. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á samtök um alzheimer, bankanr. 0327-26-004302. Jónína Kristjánsdóttir, Hilmar Bragi Jónsson, Elín Káradóttir, Magnús Brimar Jóhannsson, Sigurlína Magnúsdóttir, Hanna Rannveig Sigfúsdóttir, Ágúst Pétursson, Drífa Jóna Sigfúsdóttir, Óskar Karlsson, Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir, Jóhann Ólafur Hauksson, Snorri Már Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Marinó Sigurbjörnsson, Heiðarvegi 12, Reyðarfirði, lést hinn 11. júlí sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Jarðarförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 21. júlí kl. 11.00. Margrét Einarsdóttir, Steinunn Marinósdóttir, Sigurður V. Benjamínsson, Einar Marinósson, Ólafía K. Kristjánsdóttir, Sigurbjörn Marinósson, Sigríður St. Ólafsdóttir, Marinó Már Marinósson, Lísa Geirsdóttir, Guðný Soffía Marinósdóttir, Haraldur Kr. Haraldsson, Gauti Arnar Marinósson, Hulda Sverrisdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, KRISTJANA MILLA THORSTEINSSON, Haukanesi 28, Garðabæ, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. júlí. Áslaug S. Alfreðsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson, Haukur Alfreðsson, Anna Lísa Björnsdóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Árni S. Snæbjörnsson, Geirþrúður Alfreðsdóttir, Elías Alfreðsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.